Morgunblaðið - 22.06.1958, Page 10

Morgunblaðið - 22.06.1958, Page 10
10 MORGUIVBL AÐiL Sunnudagur 22. júní 1958 fflMPttttMflfrÍfr TTtg.: H.í. Arvakur, ReykjavIK. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ébm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 3304„ Augxysingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstxórn: Aðalstræti 6. Auglýs.ingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. KOMMÚNISTAR ERU ALLS STAÐAR EINS JÓÐVILJINN birtir í gær forustugrein þar sem vik- ið er að morðum ung- versku frelsisvinanna. Svo gæti virzt í upphafi greinarinnar, sem blaðið ætlaði að fordæma athæf- ið og taka afstöðu gegn því skipulagi, sem ekki fær staðizt nema með morðum og blóðs- úthellingum. Þjóðviijinn vitnar í upphafi til orða ítalans Nenni um að „aftökurnar í Ungverja- landi verði til að ýfa upp gömul sár og strá í þau salti haturs- ins“. Blaðið segir, að „aftökurn- ar í Ungverjalandi eru hörmu- legir og alvarlegir atburðir, sem hljóta að snerta hvern heiðarleg- an mann djúpt“. En þegar lengra sækir fram í greinina sést að Þjóðviljanum er engin alvara að fordæma morðin. Greinin snýst um að fordæma þá, sem for- dæmdu blóðhefnd Rússa. Öllu er nú snúið upp í afsakanir fyrir Rússa en ásakanir á hendur þeim, sem hér á landi og annars stað- ar, hafa fordæmt aftökurnar. Þjóðviljinn bregður þeim þús- undum, sem tekið hafa undir fordæmingu frjálsra manna á óhæfuverkunum, um hræsni. Kommúnistablaðið getur ekki skilið, að mönnum geti gengið neitt annað til en hatur eða | hræsni. Þetta segir blaðið með mörgum gleiðgosalegum orðam og minnir ósjálfrátt á ummæli ungverska stúdentsins á Lækjar- torgi um mennina „sem drepa menn hlæjandi". ★ Viðbrögð Þjóðviljans út af for- -dæmingu íslendinga á morðam Rússa sýnir Ijóslega að rétt muni það sem ungverski stúdentinn sagði, að „kommúnistar á Islandi væru ekkert frábrugðnir komm- únistum í heimalandi mínu fyrir valdaránið". Þetta eru athyglis- verð ummæli fyrir Islendinga. Það hefur auðvitað ætíð verið ljóst, að kommúnistadeildin hér á landi er af sama toga og allir kommúnistaflokkar, hvar sem er í heiminum. En hér í fámenn- inu, þar sem hver þekkir ann- an, hyllast menn oft til, að halda að Moskvu-mennirnir hér séu eitthvað frábrugðnir félögum sín- um í öðrum löndum. En þetta er vitaskuld hættuleg blekking. Kommúnistarnir hér eru eins og hinir — hvorki betri né verri. Kommúnistar hér eru vafalaust „ekkert frábrugðnir" því, sem þeir voru í Ungverjalandi áður en sú glæpaklíka hrifsaði til srn völdin. Vitnisburði ungverska stúdentsins um þetta má vafa- iaust trúa, enda koma ummæli hans heim við þá reynslu, sem fengizt hefur af kommúnista- flokkum allra landa. ★ Ræða stúdentsins Miklós Tölg- yes á Lækjartorgi í fyrraaag vakti sérstaka athygli. Hann sagði m.a.: Þær þjóðir, sem ekki búa við kornmúniska stjórnarhætti, mega aldrei sofna á verðinum. Hættan er ekki eins fjai-læg og margur hyggur. Kommúnisminn á ís- landi er ekkert frábrugðinn kommúnismanum eins og hann ieit út í heimalandi mínu fyrxr valdarán kommúnista. Þeir vita vei, hvenær þeim er óhætt að kasta grímunni, og þá gera þeir það líka svikalaust. Þá er of seint fyrir sakleysingjana að iðrast þess að hafa veitt þeim brautai'- gengi, vegna þess að þeir trúðu fagurgala þeirra. Þá sjá þeir vinstri menn, sem gengu á mála þeirra, ýmist með því að ganga beint í flokk þeirra, eða starfa með þeim á annan hátt, að á bak við sléttfellda grimu sósíalismans getur andlit fasismans leynzt. Þess vegna þurfa frjálsir menn jafnan að gæta kommúnista, svo að þeir fái ekkert tækifæri til þess að hrifsa völdin í sínar hend ur. Sá, sem gætir ekki að sér, er eins og varðmaður, sem sefur meðan fjandmennirnir búast til Jpess að drepa og brenna. Enginn skyldi lifa í þeirri blekkingu að kommúnistar séu frábrugðnir eftir því, í hvaða landi þeir búa. Gefið þeim tækifæri og þeir munu alls staðar hegða sér á sama hátt og einskis svífast. Valdamennirnir í Kreml kunna að notfæra sér fylgismenn sína í öðrum löndum, hvort sem þeir eru óvitandi um hið sanna eðli rússneska heimskommúnismans eða ekki. — — — ★ Og ennfx-emur sagði Ungverj- inn: „Þeir, sem nú vinna að fram- gangi kommúnismans, eru böðl- ar framtíðarinnar, ef kommún- istar ná völdum. Þetta gildir um kommúnista í öllum löndum. Þeir þekkja aðeins eitt ráð til þess að halda völdum, og það er terror. Við, sem sluppum hingað til íslands frá blóðbaðinu á ætt- jörð okkar, munum aldrei gleyma móttökunum, sem við höfum hlotið hér og okkur mun aldrei úr minni líða sá skilning- ur, samúð og hjálp, sem við höf- um notið í þessu landi, er áður var okkur svo fjarlægt og fram- andi. Vonandi gleymið þið held ur aldrei ungversku frelsisbylt- ingunni, fórnarlömbum hennar og hinum ægilegu endalokum. Gleymið þeirri aðvörun aldrei" Þessi orð eru áminning og hug- vekja til íslendinga, sem varðar hvérn einasta hugsandi mann í landinu. ★ Það er einnig þess vert að rifja upp orð íslenzka stúdentsins, Birgis Gunnarssonar, sem hann mælti á fundinum á Lækjartorgi. Hann sagði m.a.: íslendingar halda þjóðhátíð 17. júní og minn- ast þess, er ísland varð frjálst. Það er undarleg tilviljun, að tvisvar þennan dag höfum við verið minntir á, að margar þjóð- ir búa enn við ánauð. 17. júní 1953 bárust fréttir um uppreisn- ina í Austur-Þýzkalandi nú fréttirnar um líflát Nagys og félaga hans. Við skulum minnast þess að örlög þeirra geta orðið okkar örlög. Til að svo verði ekki, þurfa allir frelsisunnandi menn að standa á verði gegn kommúnistum“. Svo vék hann að því að kommúnistar ættu sæti í ríkisstjórn íslands og allir frelsisunnandi menn hlytu að óska þess að setu þeirra þar yrði brátt lokið. „Það má aldrei verða að kommúnistar leggi undir sig frelsi og sjálfstæði þessa lands“. IITAN UR HEÍMI Herfoginn at Windsor vildi binda endi á styrjöldina í júlí 1940 þjóðskipulagi þeirra væru veil-1 fcarizt, hefði aldrei átt að segja ur, og að sú þjóð, sem ekki gæti annarri þjóð stríð á hendur. Verður „íex Soraya" von Brentano að falli? Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið birti nýlega nokkur opinber skjöl frá stríðsárunum. í þeim kemur fram, að hertoginn af Windsor hafi í júlímánuði 1940 lýst yfir því, að nú yrði að binda endi á styrjöldina. Þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Madrid, Alexander Weddel, sendi skýrslu til Washington og sagði þar frá því, að hann hefði 1. júlí 1940 átt tal við hertogann og hertogafrúna af Windsor. Her toginn hefði þá látið svo um- mælt, að nú yrði stríðinu að ljúka, „áður en margar þúsund- ir hefðu verið drepnar eða lim- lestar, til þess að fáeinir stjórn- málamenn gætu borgið heiðri sínum". Sagði hertoginn enn- fremur, að þær þjóðir, sem ekki vildu endurbæta skipulag sitt á sama hátt og Þjóðverjar, ættu að forðast „hættuleg ævintýri". Sendiherrann lauk skýrslu sinni með þessum orðum: Her- togafrúin lét sömu skoðun í ljós, en var ennþá ákveðnari, þar sem hún lýsti því yfir, að Frakkar hefðu beðið ósigur, af því að í VESTUR-ÞÝZKI utanríkisráð- herrann Heinrich von Brentano kom fyrr heim frá Bandaríkjun- um en búizt hafði verið við til að vera viðstaddur viðræður dr. Adenauers og nýja franska utan- ríkisráðherrans Couve de Mur- ville. Þetta kvað samt ekki hafa verið eina ástæðan til þess, að hann hraðaði heimför sinni. Vest ur-þýzk blöð heilsuðu honum með nöprum athugasemdum. Nokkur þeirra gengur jafnvel svo langt að varpa fram þeirri spurningu, hvort nokkur nauð- syn hefði verið á því, að hann kæmi aftur heim. Súddeutsche Zeitung komst svo að orði, að ut- anríkisráðherrann væri „dauður stjórnmálalega séð“. í þessum dúr skrifuðu vestur-þýzk blöð, hver svo sem stjórnmálaleg af- staða þeirra var. Þessi óvild átti rætur sínar að rekja til hinna svokölluðu „Lex Soraya". Er hér um að ræða drög að lagafrumvarpi, er banna áttu vestur-þýzkum blöðum að skrifa um erlenda þjóðhöfðingja og fjölskyldur þeirra. „Lex Soraya“ varð til, vegna þess að írans- stjórn bar fram við vestur-þýzka utanríkisráðuneytið umkvörtun vegna blaðaskrifa um Sorayu, fyrrverandi íransdrottningu, og írönsku hirðina. Reyndar verður ekki hjá því komizt að viður- von Brentano — óvinsæll kenna, að sumar þessara greina voru óvenjuxega móðgandi og mjög óþægilegar fyrir Íranskeís- ara og fyrrverandi drottningu hans. í drögunum að lagafrum- varpinu felst, að blöð og blaða- menn má sækja til saka, ef skrif þeirra skaða samband Vestur- Þýzkalands við erlend ríki. Og i því efni yrði engin hliðsjón höfð af því, hvort greinarnar væru sannar eða lognar. Þetta merkir, að ríkisvaldið fengi algjört vald yfir skrifum blaða á þessu sviði, Soraya — lagafrumvarp kennt við fyrrverandi drottningu. og ríkisvaldið afmarkar sjálft þetta svið. í lagafrumvarpinu segir, að hegningin fyrir brot á slíkum lögum yrði allt að þriggja ára fangelsisvist og mjög háar fjár- sektir. Allir vita, að höfundurinn að Lex Soraya er utanríkisráðherr- ann von Brentano, sem fékk til- lögu sina að lagafrumvarpinu samþykkta í stjórninni þrátt fyr- ir mikla andstöðu m.a. af hálfu dómsmálaráðherrans, Scháffers. Undir eins og kunnugt varð um samningu þessa lagafrumvarps, risu vestur-þýzk blöð öndverð gegn því. Vestur-þýzka blaða- ráðið fordæmdi það í mjög harð- orðri yfirlýsingu. Kristilegir demókratar, flokksmenn Aden. auers, voru mjög óánægðir, ekki sízt af því að ekki hafði verið leitað ráða flokksleiðtoganna, áð- ur en frumvarpið var samið. Þótti mönnum von Brentano ger- ast ærið einráður. Engar líkur eru til þess, að frumvarp þetta verði nokkurn tíma að lögum, enda hefir dómsmálaráðherrann Scháffer neitað að leggja frum- varpið fyrir þingið. En þetta frumvarp kann að verða örlaga- ríkf fyrir stjórnmálaferil von Brentanos. Þegar er rætt um það manna á meðal í Vestur-Þýzka- landi, hver muni taka við af honum. Vitað er, að varnarmála- ráðherrann Strauss, vill gjarnan taka við embættinu, en dr. Adexx auer kvað ekki áræða að trúa honum fyrir því. Innanríkisráð- herrann Schröder er fremur tal- inn koma til greina, ef von Brentano verður að víkja. Blaðaútgefandinn Gerd Brucer ius í Hamborg, er gefur út eitt þeirra vikublaða, sem með skrif- um sínúm ollu því, að Lex Soraya varð til, hefir í nafni prentfrelsisins lagt kæruskjal á hendur utanríkisráðherranum fyrir stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe. Ekki hefir það bætt úr skák fyrir von Brentano sem utanríkisráðherra, að fjárveit- inganefnd sambandsþingsins hef- ir neitað utanríkisráðherranurn um fjárveitingu til að ráða 23 nýja menn til starfa við utanrík- isþjónustuna. Vcn Brentano hefir borið sig illa yör þessu og farið fram á að fá að ráða a.m.k. tvo deildarstjóra til ráðuneytisins. En ákvörðun fjárveitinganefnd- arinnar varð ekki þokað. Flýtt verði upp- setningu gufubað- stofa Á fundi bæjarstjórnar á fimmtud. bar Alfreð Gíslason, fulltrúi kommúnista, fram tillögu um að koma á fót gufubaðstofu í Reykjavík. Gísli Halldórsson, fulltr. Sjálf stæðismanna, upplýsti þá, að áætlað væri að stækka Sundhöll ina m.a. til að fá húsrými fyrir gufubaðstofu þar. Þá væri gert ráð fyrir að gufubaðstofa yrði starfrækt við Sundl. Vesturbæj- ar, framkvæmdum yrði haldið áfram í sumar, í Sundlaugunum í Laugardal, á íþróttavellinum í Laugardal og um skeið hefði bað stofa verið starfrækt á íþrótta- vellinum á Melunum. Náðist samkomulag um breyt- ingu á tillögu Alfreðs á þá lund, að lýst var ánægju yfir því, sem þegar hefði verið undirbúið í málefnum þessum — og hvatt til að flýta framkvæmdum. Var til- lagan samþykkt samhljóða. 6 bátar til sildveiða HUSAVlK, 18. júní. — Sex bát- ar héðan verða á síldveiðum og fara þeir allir út í dag. 1 dag á að sökkva steinkei'i því sem steypt var hér í fyrra. Hafn argarðurinn lengist um 15 metra við þessa viðbót. Rúmlega 20 menn vinna nú við hafnargerð- ina. —Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.