Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. júní 1958
MORCVNBL AÐIÐ
11
Ekki þarf annað en að nefna
þessi mál til að allir skilji húð-
strýkingu þá er Hermann Jónas-
son veitti sjálfum sér og fylgis-
mönnum sínum með þeim orð-
um, sem Tíminn taldi ástæðu til
að svartletra eftir honum.
Spor í hvaða átt ?
Ungir stúdentar á leið til mótmælafundarins á Lækjartorgi.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 21. júní
17. júní
Veðrið gat ekki verið fegurra
en það var hér í bæ 17. júní. Þátt-
taka almennings I hátíðahöldun-
um hefur og aldrei verið meiri.
Það var tilkomumikil sjón að
sjá manngrúann á Arnarhóli,
bæði síðari hluta dags, þegar
börnin stóðu þar í litskrúði, og
einnig að kvöldinu, þegar hinir
fullorðnu settu sinn svip á.
staðinn. — Ánægjulegt var
að heyra, að útlendir ferða-
langar, sem víða hafa far-
ið, höfðu orð á, hversu allt
færi fram með mikilli prýði.
Þeir dáðust sérstaklega að því, að
ölvunar yrði svo til ekki vart.
Sögðu þeir, að í heimalöndum
sínum bæri því miður mun
meira á drukknum mönnum á
svipuðum tyllidögum. Hins veg-
ar þótti sumum þeirra, að um
kvöldið hefðu of margir verið
áhorfendur í stað þess að taka
þátt í dansinum á götunni. Varp-
aði einhver því fram, hvort það
e. t. v. kæmi af því, að sú
skemmtun hæfist of seint og
yngsta kynslóðin tæki þess vegna
minni þátt í henni en ella.
Ófagur svipur
Hér er getið um þennan dóm
erlendra manna um hátíðahöldin
17. júní bæði vegna þess, að
glöggt er gests augað og af því,
að ýmsir, er hingað koma, fá
aðra mynd af bæjarlífinu en
þessa, T. d. var nýlega í erlendu
blaði birt grein um ísland af
tilefni landhelgisdeilunnar. —
Greinin var í heild vinsamleg,
en hófst á lýsingu á viðureign
greinarhöfundar við tvo drukkna
menn, er slógust upp á hann,
þegar hann var að skoða mynda-
styttu hér í bænum. Menn í því
líku ástandi sjást víða um lönd,
en staðreynd er, að óvíða eða
hvergi vaða þeir hversdagslega
jafnt uppi á almannafæri sem
hér. Þetta er blettur á bæjar-
lífinu, sem verður að mást af.
Almenningur og lögregla verða
að taka saman höndum um að
koma endurbótum á.
En svo að aftur sé vikið að
þjóðhátíðinni, skal því skotið
fram, að hvimleitt er að heyra
söngvara syngja hástöfum fyrir
dansi á erlendri tungu einmitt
þenna dag. íslenzku dansljóðin
eru sjálfsagt misjafn kveðskap-
ur og flest harla rýr en þó mundu
þau láta betur í eyrum á þess-
um degi en erlendur leirburður.
Cistivináttii
n
Á milli góðra vina hefur löng-
um tíðkazt að þeir heimsæktu
hvor annan, þegar færi gefst.
Slíkar heimsóknir hafa nú um
nokkurt árabil tíðkazt á milii
Norðmanna og íslendinga. All-
stórir hópar hafa farið héðan til
Noregs að vori til og dvalizt þar
2 eða 3 vikur við skógrækt, og
norskir skógræktarmenn komið
hingað í staðinn. Að þessu sinni
fóru Norðmennirnir héðan að
morgni hins 17. júní og Islend-
ingarnir komu heim að kvöldi.
Sumir Norðmannanna, sem hér
dvöldu, eru forustumenn í skóg-
rækt í heimalandi sínu. Mikils-
vert var þess vegna að heyra
dóm þeirra um möguleika til
skógræktar hér. Þeir töldu, að
hún væri að vísu örðugleikum
háð en þó ekki meiri en víðs
vegar í Noregi, þar sem hún
væri iðkuð. Trjávöxtur suns
staðar á landi hér væri og slík
ur, að með afbrigðum mundi
þykja hvarvetna í Noregi. Eng-
inn efi er á, að skógrækt er eitt
af mestu framtíðarmálum Is-
lands. Hún mundi hafa meiri
breytingu í för með sér á land-
kostum en menn í fljótu bragði
gera sér grein fyrir. í þeim efn-
um hefur með réttu oft verið
vitnað til heiðanna á Jótlandi.
Þar hefur á hundrað árum orðið
svo mikil breyting, að enginn
skyldi trúa að óséðu. Til sann-
indamerkis eru þar enn geymd
nokkur landflæmi, svo að menn
geti borið saman það, sem áð-
ur var og nú er orðið. Þar má
vissulega sjá undursamleg um-
skipti. Með nægri elju og þol-
gæði mun sams konar breyting
verða á okkar góðu fósturjörð.
Blaðamanna-
fundurinn
Þeim er utan við standa hættir
oft til að gera lítið úr gildi slíkra
funda sem Norræna biaðamanna-
fundarins, er hér var háður und-
anfarna daga. Satt er það, að
ályktanir og umræður á slíkum_
fundum valda sjaldan tímamót-
um, þó að sitthvað komi þar
fram, sem gagnlegt kann að
vera. Fyrir litla þjóð sem íslend-
inga hefur það þó mikla þýð-
ingu, að slíkir fundir séu öðru
hvoru haldnir hér. Islendingar
þurfa á skilningi og samúð að
halda ekki síður en aðrar þjóðir.
Það lýsir sér t. d. á hagnýtan
hátt nú í landhelgismálinu. —
Hingaðkoma áhrifamanna hefur
þess vegna mikið gagn í för með
sér, því að yfirleitt skilja þeir
málefni okkar mun betur eftir
en áður. íslenzkt þjóðlíf er á ýms
an hátt sérstætt. Erlendir menn
gera sér trauðlega grein fyrir eðli
þess nema þeir hafi litið landið
og þjóðina eigin augum. Reglan
er og sú, að þeir eru vinveittari
okkur eftir að hafa komið hing-
að, þó að sjálfsagt séu þar á
undantekningar eins og gengur
og gerist.
Verkföll í aðsigi
Enn er svo að sjá sem alvar-
leg verkföll séu í aðsigi. Sér-
staka athygli vekur, að fyrsta
félagið, eða með þeim fyrstu,
sem samþykkti að veita stjórn
sinni heimild til boðunar verk-
falls var Járnsmiðafélagið. Eins
og kunnugt er fara kommúnist-
ar þar með stjórn. Að þessu sinni
héldu þeir völdunum þar með
aðstoð Framsóknarmanna hér í
bæ. 1 fyrra þreyttust Tíminn og
Þjóðviljinn aldrei á ósannindun-
um um að Sjálfstæðismenn
beittu sér fyrir þeim þráiátu
verkföllum, sem þá urðu. Nú
er ekki um að villast hverjir
forustuna hafa. Þar er í farar-
broddi félag, sem kommúnistar
og Framsóknarmenn lögðu ofur-
kapp á að tryggja sér völdin í.
Skyldi Tíminn hafa manndóm
til að viðurkenna þátt sinna
flokksmanna í því, sem nú ger-
ist í þessum efnum?
Á föstudaginn skorar Tíminn
á aðila að láta verkföfl niður
falla á meðan landhelgisdeilan
stendur. Sama dag segir Þjóðvilj-
inn frá þeirri ákvörðun Dags-
brúnar að fá samningstíma stytt-
an úr 6 mánuðum í einn. Leynir
sér ekki, að kommúnistar v-lja
með þessu móti hafa vöndinn á
lofti yfir ríkisstjórninni. Ætlunin
er að hóta verkfalli, verði ekki
að þeirra vilja farið. Framsókn-
armenn bera ábyrgð á þessum
aðförum ekki síður en kommún-
istar. En skilningur almennings
á þeim voða sem lýðræðislegum
stjórnarháttum er búinn með
þessu fer óðum vaxandi.
Ekki vantar
frekjuna
Hvað sem um Framsóknar-
menn verður að öðrr leyti sagt,
þá vantar þá a. m. k. ekki
frekjuna. Hermann Jónasson
hafði sig til á sjálfan þjóðhátíð-
ardaginn að koma fram á svalir
Alþingishússins og segja þessi
orð:
„Hér á landi hefur það alltaf
verið talið skylt hverjum góð-
um dreng að standa við orð sin.'1
Tíminn skilur, að þessi orð úr
munni forsætisráðherrans núver-
andi muni vekja sérstaka athygli
og prentar þau með stórum,
svörtum stöfum. Sama daginn og
það var gert skrifuðu stjórnar-
blöðin í forustugreinum um þessi
málefni:
Tíminn skrifaði um hinn „mik-
ilvæga ávinning“ í efnahagsmál-
unum Þjóðviljinn um baráttu
SósíalistafloHksins gegn „her-
stöðvum í landi voru“ og Al-
þýðublaðið um það að „Islend-
ingar verða að taka höndum sam-
an í landhelgismálinu og sýna
heiminum með einingu sinni að
þeim sé alvara“
Tíminn vitnar í Eystein Jóns-
son og hagfræðingana Jónas Har-
alz og Jóhannes Nordal um, að
bjargráðin sælu hafi verið
„merkilegt spor“ „stigið í rétta
átt“. Til þess að dæma um, hvort
svo sé í raun og veru þarf að
átta sig á hvert stefnt hafi verið
með þessum „bjargráðum“ og
hvert framhaldið eigi að vera.
Hvað sem um hagfræðingana tvo
er, þá hefur Framsóknarflokk-
urinn aldrei fengizt til þess að
segja hvert hann ætlar sér í þess-
um efnum.
Menn muna, að fyrir tveimur
árum var af flokksins hálfu lof-
að „varanlegri lausn“ í efna-
hagsmálunum og Eysteinn Jóns-
son ítrekaði það áður en þingið
kom saman á sl. nausti, að nú
þyrfti að gera þessar „varan-
legu ráðstafanir" enda hefðu
stjórnarflokkarnir ágæta aðstöðu
til að koma þeim fram. Eftir
að hafa setið yfir málunum allt
haustið, allan veturinn og langt
fram á sumar, þá er árangurinn
um hina „varanlegu lausn“ ekki
meiri en svo, að hælzt er um
yfir að stigið hafi verið „spor í
rétta átt“, án þess að gera nokkra
grein fyrir hvert áframhaldið
eigi að vera.
Hálfkák og hálf-
yrði Eysteins
Eysteinn Jónsson hælist um yf-
ir því, að í „raun og veru“ hafi
verið stigið „hálfa leið út úr
uppbótarkerfinu með hinu nýja
yfirfærslugjaldi, sem gengur út
og inn í kerfinu“. Hér er sann-
arlega um hálfyrði að ræða og
forðazt að gera grein fyrir því
hvað fyrir manninum í raun
og veru vakir. Ef Eysteinn tel-
ur sig „í raun og veru“ eitthvað
hafa áunnið, þá er það fyrst og
fremst sigur hans yfir sjálfum
sér, því að hingað til hefur eng-
inn verið natnari en Eysteinn
Jónsson í því að meta hvað hverj
um og einum ætti að skammta
og að sjá um, að enginn fengi
meira en honum þótti henta. Eng
inn hefur verið þrautseigari t
baráttunni gegn því að allir
landsmenn búi við einn og sama
rétt en einmitt Eysteinn Jónsson.
r
„Oraunhæfu verð-
lagsákvæðin44
Þegar Hermann Jónasson var
að grafa undan stjórnarsamstarfi
Framsóknar og Sjálfstæðismanna
og undirbúa eigin valdatöku. þá
ferðaðist hann um landið og gerði
sér tíðrætt um hinn ofsalega
milliliðagróða. Þá átti afnám hans
að verða lausn á öllum vanda.
Eitt af aðalafrekum núverandi
stjórnar, sem hún hefur hælt sér
mest af, var og setning nýrra
verðlagsákvæða, er áttu að gera
útaf við gróða milliliðanna. Um
eðli þessara ráðstafana liggja nú
fyrir merkilegar upplýsingar.
Milljónartap KRON á s. 1. ári
segir sína sögu.. Ekki er síður
eftirtektarverð yfirlýsing Sam-
bandsforstjórans, Erlends Einars-
sonar, á aðalfundi þess nú fyrir
skemmstu. Þá fjölyrti hann um
hin „óraunhæfu verðlagsákvæði“,
sem nú væru í gildi. Hér hefur
farið sem oft ella, að þeir, sem
ætla sér að beita ranglæti, verða
sjálfum sér verstir.
Því miður eru verðlagsákvæði
núverandi ríkisstjórnar ekki hin
eina „óraunhæfa" ráðstöfun henn
ar. Sú lýsing SÍS-forstjórans á
við um flestar eða allar ráðstaf-
anir hennar í efnahagsmálum frá
upphafi fram til þessa dags.
Kommúnistar láta svo sem
stjórnin hafi áður fylgt „stöðv-
unarstefnu". Sú stefna hafi nú
verið yfirgefin. Þessi fjarstæða
er svo mikil, að jafnvel Tíminn
hefur ekki getað látið henni
ómótmælt. Enda hefur verðlagið
sjaldan hækkað meira á jafn
skömmum tíma en meðan hinni
svokölluðu stöðvunarstefnu var
fylgt. Á þeim tíma hækkaði vísi-
talan, ef allt hefði verði talið
með um rúm 20 stig. Úr
því að svo tókst til á meðan
talað var um stöðvun, má
nærri geta, hvernig fara muni
eftir að lagt er út á þá leið, sem
stjórnarliðið sjálft kallar verð-
bólguleiðina. Með þennan feril
að baki þarf einkennileg brjóst-
heilindi til að koma fram á sval-
ir Alþingishússins til að gefa
yfirlýsingu um orðheldni svo sem
Hermann Jópasson gerði á þjóð-
hátíðardaginn.
„Friðlýst land44
Síðasta slagorð, sem kommún-
istar hafa fundið til að dylja
svik sín í varnarmálunum, er að
koma af stað hreyfingu undir
nafninu „Friðlýst land“. Það er
merkileg fyrirmunun, að komm-
únistar skuli ekki átta sig á, að
allt skvaldur þeirra um þessi mál
verkar einungis á almenning til
að auka fyrirlitningu hans á
óheilindum og brigðmælgi komm-
únista. Ríkisstjórnin, og þá ekki
sízt kommúnistar, hafa haldið
þannig á varnarmálunum, að þau
eru orðin gersamlega dautt mál
í áróðri. Enginn, ekki einu sinni
æstustu flokksmenn kommún-
ista, taka lengur nokkurt mark á
orðum þeirra í þessum efnum.
En Hermann Jónasson talar dig-
urbarklega:
„Sumir tala um samninga sem
við erum bundnir við Atlants-
hafsbandalagið. Vitanlega kemur
ekki annað til mála en að við
höldum alla samninga meðan
þeir eru haldnir við okkur“.
Þetta segir maðurinn, sem fyr-
ir tveimur árum taldi það ganga
landráðum næst að bent skyldi á,
að samkvæmf gerðum samning-
um hefðum við skuldbundið okk-
ur til að leita samráðs við Atl-
antshafsbandalagið áður en
ákvörðun væri tekin um upp-
sögn varnarsamningsins. Sjálfur
lofaði hann að segja þessum
samningi upp, en efndi þá heit-
strengingu með þeim hætti að
endurnýja samninginn. Síðan fór
hann suður til Parísar til að
halda ræðu á fundi Atlantshafs-
ráðsins um hollustu sína við
bandalagið. Ræðu, sem hann af
einhverjum ástæðum, hefur
aldrei fengizt til að birta hér á
landi. Eins og menn muna, þá
vildi svo einkennilega til, að það
var fyrst nokkrum dögum eftir
að sú ræða var haldin, að Banda-
ríkjamenn fengust til að láta
stjórnina fá þann hluta af sam-
skotalánmu, sem þeir voru búnir
að dragast á að veita. Má raun-
ar segja, að þar hafi jafn
óhönduglega verið að farið af
beggja hálfu. Úr því að Bánda-
ríkjastjórn vildi styrkja ríkis-
stjórn Hermanns Jónassonar með
þessu fé, átti hún vitanlega að
gera það með öðrum hætti en að
auðmýkja forsætisráðherrann
svo augljóslega, sem hér var gert.
Landhelgismálið
Óþarft ætti að vera að brýna
íslendinga í landhelgismálinu.
Ekki er kunnugt um neinn þann,
sem ekki telji sjálfsagt að sækja
þar svo langt fram sem frekast
er fært. Menn hljóta því að
spyrja við hvað Alþýðublaðið eigi
þegar það segir á þjóðhátíðar-
daginn:
„------íslendingar verða að
taka höndum saman i land-
helgismálinu og sýna heiminum
með einingu sinni að þeim sé
alvara"
Hvaða óeining er það sem Al-
þýðublaðið á hér við? Er það
óeiningin innan ríkisstjórnarinn-
ar? Þar hefur oft gengið á ýmsu,
Frh. á bls. 18.