Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 12
12 S "nudagur 22. júní 1958 MORCVWBT 4 ÐIÐ -----------*-- BOKAÞATTUR: A History of lceiandic Literature Stefán Einarsson: A History oi Icelandic Literature. 409 bls. Xhe Johns Hopkins Press for The Ameriean-Scandina- vian Foundation, New York, 1957. Dr. Stefán Einarsson prófessor við The JohnsHopkins Univershy í Baltimore er löngu þjóðkunnur maður fyrir skrif sín um íslenzk- ar bókmenntir í tímarit hér heima. Meginverk sitt hefur hann hins vegar unnið á erlendum vettvangi, bæði sém kennari og rithöfundur. Hann hefur skrifað mikið í erlend tímarit auk þess sem frá hendj hans hafa komið þrjár merkar bækur: „Icelandic, Grammar, Texts, Glossary", ýtar- iegasta kennslubók í íslenzku sern til er á erlendri tungu, „History oí Icelandic Prose Writers 1800— 1940“ sem Corneil University Press gaf út árið 1948 í safninu „Islandica", og loks bókmennta- saga hans, „A History of Iceland- ic Literature“, sem gefin er út af The Johns Hopkins Press að til- hlutan The American-Scandi- navian Foundation. I>að er eilítið furðulegt til þess að hugsa, að þessi bók skulj vera fyrsta yfirlitsritið sem til er um íslenzkar bókmenntir frá upp- hafi fram á þennan dag. Á ís- lenzku er ekkert sambænlegt rit til, þrátt fyrir margrómaðan bók- menntaáhuga íslendinga. Eina hliostæða ritið, sem mér er Kunn- ugt um, er bók Bjarna M. Gísla- sonar, „Islands literatur eftir sagatiden“ sem Aschehoug dansk forlag í Höfn gaf út 1949. Sú bók tekur þó yfir skemmra tímabil, ca. 1400—1948, en fjallar að meg- inefni um bókmenntir síðustu hundrað ára. Auk þess er hún langt frá því að vera hlutlægt vísindarit. Hún er skrifuð út frá ákveðnu og heldur þröngu sjón- armíði og er í rauninni fremur ádeilurit en yfirlitsrit. Bókmenntasaga Stefáns Einars- sonar er vel unnið og handhægt yfirlitsrit. Þar er getið hins helzta í íslenzkum bókmenntum fram á síðustu ár. Höfundurinn er þaul- æfður vísindamaður og einstak- lega vel heima í öllu því sem lýt- ur að eldri bókmenntum okkar, þannig að greinargerð hans um fornbókmenntirnar og þær ótölu- legu kenningar sem uppi. hafa verið varðandi eðli þeirra og upp runa leikur í höndunum á hon- um. Hann rekur öll meginsjónar- mið um þessi efni, skýrir skil- merkilega frá þeim og stillir þeim hlifi við hlið. Þannig fær lesand- inn Ijósa mynd af sógu þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á forníslenzkum bókmenntum. Híj.s vegar er höfundur næsta fáorður um eigin skoðanii. Sums staðar les maður að vísu miJli línanna hvaða afstöðu hann muni hafa, en víðast hvar er framsetn- ingin algerlega hlutlaus og óper- sónuleg. Þetta gefur bókinni að sjálfsögðu mikið vísindalegt gildi: svona á að semja yfirlitsrit. En hinu verður aftur á móti ekki neitað, að bókin verður fyrir bragðið þurrari, litlausari og „sundurlausari“. Þar r:kir ekkert allsherjarsjónarmið, engin grund vallarregla: Höfundur heíur ekki boðskap að flytja. Þetta er bæði styrkur og veik- leiki bókmenntasögunnar. og þó fyrst og fremst styrkur hennar, því eðli slíks yfirlitsrits leyfir ekki persónulegt mat nema að mjög takmörkuðu leyti. Bókinni er skipt í 22 kafla, en í bókarlok er ýiarleg neimiida- skrá, upplýsingar um íslenzkan framburð og nafnasið og loks nafnaskrá. í innganginum gerir höfundur grein fyrir sjálfu sögusviðinu, upphafi íslandsbyggðar og bók- mennta hér, víkingaferðum og aldarhætti. Þessi frásögn er Ijós og gagnorð svo sem bezt má verða. Síðan ræðir hann í sér- stökum köflum um eddukveð- skap, dróttkvæði, helgiljóð, ver- aldlegan kveðskap fram til sið- skipta, ritstörf klerkastéttarinn- Stefán Einarsson ar, fyrstu íslenzku sagnfræðing- ana, konungasögur, eðli íslend- ingasagna, ættarsögurnar, Sturl- ungu, fornaldarsögur, riddara- sögur og lygisögur, bókmenntlr siðskiptanna, endurreisnartím- ann, veraldlegan kveðskap 1550— 1750, upplýsipgarstefnuna, róm- antíkina og raunsæisstefnuna á 19. og 20. öld. Loks eru kaflar um bókmenntir milli heimsstyrj- aldanna og eftir siðari heims- styrjöld og sérstakur kafli um vestur-íslenzk skáld. Stefán Einarsson er sérfræð- ingur í eldri bókmenntum, og á þeim vettvangi nýtur hann sín bezt. Kaflarnir um fornbók- menntirnar og bókmenntir á 18 og 19. öld eru fyllstir og skýrastir. Eftir því sem nær dregur nútím- anum verða drættirnir ógreini- legri og handtökin fálmkenndari, sem er ekki nema eðlilegt. Bók- menntir síðustu áratuga verða ekki ræddar að neinu gagni fyrr en frá líður og fengizt hefur yfir- sýn yfir þær, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess mikla umróts seni átt hefur sér stað í þeim eftir að einangrunin var rofin og við komumst aftur í samband við umheiminn eins og feðurmr til forna. Kaflinn um bókmenntir á ár- unum 1940—1956 er mjög handa- hófslegur; þar er getið flestra þeirra höfunda sem við sögu komu, en dómarmr um suma1 þeirra eru næsta hjákátlegir. I Hannes Sigfússon er t. d. nefndur J „hinn íslenzki T. S. Eliot“, sem er mjög villandi, að ekki sé fastar ; að orði kveðið, Sagt er að Einar ! Bragi Siguxðsson leitist við að jafnast á við Tómas Guðmunds- son í stílfágun, og kemur það manni óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Ekki fæ ég heldur séð að „einmanakennd" Thors Víihjálms sonar minni tiltakanlega á El ot. Agnar Þórðarson og Elías Mar eru taldir efnilegustu skáidsagna- höfundar yngri kynslóðarinnar, sem orkar tvímælis. Af‘ur á móti er alls ekki getið um leikrit Agnars, og hafði hann þó a. m. k. samið tvö leikrit árið 1956, sem sýnd höfðu verið í Reykjavik og vakið athygli á honum. Þá finnst mér það skrýtin niðurstaóa, að fyrsta bók Snorra Hjarta.Donar,. „Kvæði“, hafi verið merkilegri bókmenntaviðbux ður en t. d. fyrsta ljóðabók Steins Steinarrs, og skal ég þó ve,ða sið- astur manna til að vanmeta skáldskap Snorra Hjartarsonar. Um „Kvæði“ (1944) segir Stefán Einarsson: „It was a remarkable debut book, more sigmficant than any other since Laxness’ Kvæðakver" (bls. 337). Þessir og aðrir svipaðir sleggju dómar eru óþarfir annmarkar á riti, sem í meginatnðum þræðir hinn þrönga veg hlutlausrar greinargerðar, en þeir verða efa- laust að skrifast á reikning þess, að höfundurinn hefur ekki sömu yfirsýn yfir nútímabókmenntir og hann hefur yfir eldri bók- menntir. Hitt skiptir samt meira máli, að bókin er i heild sinni víðfeðm og greinargóð og bætir úr brýnni þörf. Hún er skrifuð á mjög ljósu og einföldu máli, og ætti það að örva bókelska ís- lendinga til að kynna sér hana. Annars er kominn tími til að við fáum hliðstætt rit á íslenzku eða þá þessa bók í íslenzkri þýð- ingu. Frágangur bókarinnar er í alla staði með sérstökum ágætum, og kostar hún í góðu léreftsbandi fimm og hálfan dollara, sem verð ur að teljast sanngjarnt jafnvel með breyttu gengi. Sigurður A. Magnússon. Fjölbreytt hátíðahöld i Bolungarvík 17. júní BOLUNGARVÍK, 20. júní: — Þjóðhátíðardagsins 17. júní var hér minnzt með fjölbreyttum hátíðahöldum á Skeiði. en það er útiskemmtanastaður Bolvík- inga og vgr fjölmenni þar saman komið, en skrúðganga barna og skáta kom þangað kl. 2. Hófst hátíðin með ávarpi for- manns hátiðarnefndar, Benedikts Bjarnasonar, en hann var jafn- framt kynnir hennar. Siðan var almennur söngur. Guðmundur Jóhannesson héraðslæknir, flutti hátíðarræðuna. Þá hófust ýmiss konar skemmtiatriði. — Kapp- drykkju þreyttu kjósendux við hreppshnefnd og fór hreppsnefnd in halloka að þessu sinni. Nefndin keppti auk þess í hindrunarboð- hlaupi við iðnaðarmenn á staðn- um og þrátt fyrir mikla sanngirni af iðnaðarmanna hálfu, sem þeirra var von og visa, þar eð keppt var eftir uppmælingar- taxta tókst hreppsnefndinni öðru sinni að falla. Handbolti var þreyttur milli giftra og ógiftra kvenna og sigruðu auðvitað þær reyndari. Ytri og innri malaroúk ar, bæði strákar og stelpur kepptu í ýmsum greinum, svo sem naglaboðhlaupi, svippuboð- hlaupi og pokaboðhlaupi og valt á ýmsu. Unglingar úr Ungmenna félaginu sýndu þjóðdansa undir stjórn Unu Halldórsdóttur. Guð- ríður Benediktsdóttir kom fram í íslenzkum búningi og flutti kvæði eftir Matthías Jochumsson. — Sungnir voru ættjarðarsöngvar milli atriða. Öldungar kepptu í „bakarískringlukasti“ og sigurveg arinn hlaut gríðarstóra kringlu að launum. Þá fóru ríkisómagar og búðarlokur í höfrungahlaup og sýndu mikil tilþrif. Ríkisómag- ar töpuðu. Þá var keppt í almenn um iþróttagreinum, krínglu- kasti, kúluvarpi, hástökki, lang- stökki og handbolta. Páll Borgars son las upo kvæði, merki dagsins voru seld á götunum og veitingar við hátíðarsvæðið. Veður var frekar gott. Um kvöldið var dansleikur í Félagsheimilmu. 1 kvikmyndinni um Ben Hur frá 1926 voru veðr gífurlega ibiirð’rmH-ifi atr'ð* Og ekki verða þær síðri í nýju myndinni. > KVI K MY N D I R •> M A R G I R eldri Reykvíkingar muna eftir kvikmyndinni Ben Hur, sem sýnd var hér fyrir 25— 30 árum. Lengi á eftir var Ramon Novarro augasteinn kvenþjóðar- innar. Veðreiðarnar í þeirri mynd þóttu svo spennandi, að sögur fóru af því að sumir hafi ekki haldizt við í sætum sínum. Þá voru Reykvíkingar heldur ekki orðnir því vanir að sjá hross á þeysispretti á hvíta tjaldinu í hverri viku. Nú ætlar Metro-Goldwyn- Mayer af tur að gera sér mat ur þessu sama efni. Hin nýja Ben Hur-mynd á að verða ein af þess- um dýru og íburðarmiklu kvik- myndum —- kostnaður áætlaður 14 millj. dollara. Gamla myndin kostaði 6 millj. dollara, en gaf aðeins 4 millj. í aðra hönd. — William Wyler ætlar að stjórna myndatökunni og Charlton Hes- ton að taka að sér hlutverk Bens Hurs. Hann hefur áður leikið í einhverri dýrustu mynd, sem framleidd hefur verið, Boðorðin tíu, en hún er enn ókomin hir.g- að. Undirbúningur er hafinn undir myndatöKuna, sem á að fara fram í Róm. Þar er nú verið að byggja hiingleikahús, þar sem 10.000 aukaleikarar geta setið og horft á veðreiðarnar frægu, Og búa til gervihaf, sem galeiður i fullri stærð geta siglt um. Að sjálfsögöu tekur ekkert venju- legt kvikmyndatjald þessa mynd, svo að kvikmyndahúsin þurfa sérstakan útbúnað til að geta sýnt hana. Ný mynd um H. C. Andersen Það eru fleiri en Bandaríkja- menn sem hafa á prjónunum dýr- ar kvikmyndir. Danir áforma nú Ebbe Fode — fær hann hlutverk II. C. Andersens? að gera kvikmynd um ævintýra- skáldið H. C. Andersen og gera hana eins vel úr garði og frekast er kostur. Myndin verður byggðl á ævisögu hans sjálfs, „Ævintýri lífs míns“, en jafnframt á aðhviia yfir henni blær hinna heims- frægu ævintýra hans. Þetta verð- ur litmynd og sums staðar verður söguþráðurinn tengdur saman með ævintýrum skáldsins, sögð- um með teiknimyndum og ballett dönsum. Þetta er alger nýjung í kvikmyndagerð, sem gaman verð ur að sjá í framkvæmd. Annelise Reenberg á að stjórna myndatökunni, en hún hefur unnið að handritinu í átta ár. Gert er ráð fyrir að þetta verði dýrasta kvikmynd sem Danir hafa gert til þessa, og hafa þeir í hyggju að gefa hana út á þremur tungumálum: ensku, dönsku og þýzku, svo hægt verði að sýna hana um allan heim. Ekki er enn ákveðið hver taki að sér hlutverk ævintýraskálds- ins, en talið er sennilegt að það verði leikarinn Ebbe Rode, sem íslendingum er að góðu kunnur síðan hann lék aðalhlutverkið í „30 ára frestur“ í Þjóðleikhús- inu fyrir þrem vikum. Hann lék H. C. Andersen í leikriti Kjelds Abells á hátíðasýningu í Konung- lega leikhúsinu fyrir þremur ár- um og hlaut mikið lof fyrir. Eins og kunnugt er voru margir Danir ákaflega óánægðir með Danny Kay í hlutverki H. C. Andersens í kvikmyndinni, sem Metro- Goldwyn-Mayer gerði árið 1952, þó að lagið „Wonderful, wonder- ful Copenhagen" úr þeirri mynd, hafi vafalaust verið einhver bezta auglýsingin sem ferðaskrif- stofurnar í Danmörku gátu feng- ið, því að það fór sem eldur í sinu um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.