Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 16
MOTtCr\J*r 4 f)ih Sitnnudagur 22. júní 1958 16 bókalestur eða einhverja handa- vinnu. En hinn nagandi innri ótti veitti henni enga hvíld og hrakti hana miskunnarlaust úr einu herberginu í annað. Við hverja símahringingu, við hvern hljóm dyrabjöllunnar hrökk hún við og fann hvernig hin rólega, kyrrláta tilvera hennar leystist skyndilega upp og fjaraði frá henni. Hver liðandi stund styrkti hana í þeirri ömurlegu vissu, að líf hennar væri algerlega glatað og að engu orðið. Þessir þrír dagar í stofufangelsinu virtust henni lengri, en hin liðnu átta hjúskaparár hennar. Þriðja kvöldið fengu þau hjón in heimboð, sem henni var ekki mögulegt að afþakka, án þess að bera fram einhverja gilda afsök- un, Og auk þess varð einhvern tíma að brjóta niður hina ósýni- legu rimla óttans, sem reistir hörfðu verið umhverfis líf henn- ar, ef hún átti ekki að farast. Hún þarfnaðist mannlegrar nær- veru, nokkurra hvíldarstunda frá sjálfri sér, frá þessari skelfi- legu einveru. Og þegar á allt var litið, hvar var hún þá betur stödd en einmitf í vandalausu húsi, meðal vina, hvar öruggari fyrir ósýnilegum ofsóknum? Eitt andartak ^ór um hana nístandi hroliur, þegar hún gekk út úr húsinu og út á götuna, þar sem kvalari hennar og ógæfusmiður gat hvarvetna legið í leyni. Ósjólfrátt greip hún fastar um handlegg eiginmanns síns, leit niður fyrir sig og gekk hratt hin fáu skref frá gangstéttinni og yfir að bifreiðinni, sem beið þeirra. Þegar hún var sezt við hlið manns síns í bifreiðinni, sem brunaði eftir hinum nátt- auðu götum, fannst henni sem þungu fargi væri létt af hjarta sínu og hún hlakkaði til þess að njóta öryggis og óttaleysis meðal vina, þó ekki væri nema eina kvöldstund. í nokkrar klukkustundir gat hún verið eins Blómstrandi sljúpmæður i>g bellís Sími 19775. i og áður fyrr, áhyggjulaus, glöð og notið hamingju þess manns, sem sloppið hefur úf fyrir fang- elsismúrana, út í sólskinið. Hér var varnargarður gegn allri eftir för. Hingað komst hatrið ekki inn. Hér voru aðeins manneskj- ur, sem elskuðu hana og virtu, skrautbúnar, glaðværar mann- eskjur, sveipaðar rauðum bjarma lífsgleðinnar, manneskjur sem hún hafði alltaf þráð að vera með. Hún fann að allir dáðust að fegurð henna'r og glæsileika og sú vitneskja gerði hana enn fegurri. Umhverfis hana hljómaði lokk andi hljóðfærasláttur og smaug í gegnum brennheitt hörundið og inn að hjartarótum hennar. Dansinn byrjaði og áður en hana sjálfa varði, var hún kominn inn í miðja þröngina. Og aldrei á ævi sinni hafði hún dansað eins. Þessi iðandi þyrping svæfði allan ótta og kvíða í brjósti hennar. Hljóð- fallið gagntók limi hennar og smaug eins og leiftur um allan líkamann. í hvert skipti sem hljóðfæra- slátturinn þagnaði, fannst henni kyrrðin þjáningafull, þögmn óbærileg. Eldtungur eirðarleysis ins sleiktu titrandi limi hennar og hún kastaði sér aftur út í hringiðuna, eins og örvita mað- ur kastar sér í svalandi, róandi, endurnærandi vatn. Hún hafði alltaf verið fremur léleg dans- kona, of fjörlaus, of hæg, of varkár í hreyfingum, en þessi víma fjálsrar gleði eyddi öllum líkamlegum hömlum. Hin stál- hörðu bönd blygðunar og var- kárni, sem ávallt höfðu haldið áköfustu ástríðum hennar í skefj um, brustu nú sundur og henni fannst hún vera stefnulaus, ráða- villt og í andlegu uppnámi. Hún skynjaði snertingu handa og arma, klið radda, kitlandi tóna, sem ólguðu í blóði hennar og all- ur líkami hennar var svo þrung- inn og gagntekinn af einhverri óþreyjufullri eftirvæntingu, að fötin brunnu utan á honum og hún hefði helzt viljað svipta af sér hverri flík, til þess að gefast þessari villtu vímu á vald. „Irene, hvað gengur að þér?“ —- Hún leit við með ögrandi hlátur í augum, heit úr faðmi dansherra sins og þá . . . þá mætti hún köldu, hörkulegu og starandi augnaráði eiginmanns síns. Hún kipptist við, eins og komið hefði verið við hjartað í henni. Var nú komið í óefni fyrir henni Hafði hin villta og sjúk- lega gleði komið upp um hana? „Hvað . . . hvað áttu við, Frits?“, stamaði hún, undrandi yfir hinu hvassa.rannsakandi til- liti hans, sem virtist alltaf þrengja sér dýpra og dýpra inn í hana og stinga hana í hjartað. „Þetta er sannarlega undar- legt“, tautaði hann að lokum og í rödd hans lýsti sér djúp undr- un. Hún þorði ekki að spyrja, hvað hann ætti við með því, og það fór óttahrollur um hana alla, þegar hann séri sér við, án þess að mæla orð og hún sá bak hans, breitt og þreklegt. Hljóðfæraslátturinn hófst að nýju. Einhver kom yfir gólfið til hennar og hún tók um arm hans, ósjálfrátt og vélrænt. En nú var allt breytt og hinir léttu tónar gátu ekki lengur hleypt fjöri í stirnaða limi hennar. Hljóð ur sársauki óx í hjartanu og breiddist út, allt niður í fætur h’ennar, svo að hvert skref varð henni þjáningarfullt og hún varð að hætta dansinum. Á leið- inni til sætis síns leit hún ósjálf- rátt í kringum sig, til þess að vita, hvort eiginmaður hennar væri þar nokkurs staðar í nám- unda við hana og hrökk við. Hann stóð rétt fyrir aftan hana, eins og hann væri að bíða eftir henni og aftur mætti hún sama starandi, íhugula tillitinu. Hváð vildi hann? Hvað vissi hann Hún dró ósjálfrátt hálsmálið á kjólnum sínum betur saman, eins og hún mætti til með að hylja nakin brjóstin fyrir honum. Þögn hans var hörkuleg, eins og tillitið. „Eigum við að fara?“, spurði hún áhyggjufull. „Já“. — Rödd hans var hörð og óvingjarnleg. Hann gekk á und- an henni og aftur sá hún þessar breiðu, ógnandi herðar. Hún skalf af kulda, jafnvel þegar hún var komin í loðkápuna. Á leið- inni heim sátu þau bæði þegj- andi. Nú skynjaði hún ógnir nýrrar hættu. Nú var hún um- setin á báðar hliðar. 6. Um - nóttina dreymdi hána undarlegan og erfiðan draum. Henni fannst hún koma inn í stóran bjartan sal, þar sem hvell og skerandi tónlist hljómaði. Þá kom til hennar ungur maður, sem henni fannst hún þekkja, tók í hönd hennar og hún dans- aði við hann. Skyndilega urðu tónarnir* hærri og þróttmeiri og þau liðu upp í loftið, unz hún kom ekki lengur við gólfið og þannig dönsuðu þau gegnum marga sali, þar sem gyllt ljósker, eins og stjörnur hátt yfir höfð- um þeirra, stöfuðu björtum, dul- arfullum geislum og margir speglar endurvörpuðu hennar eigin brosi og báru það svo aft- 1 ur til baka á óendanlegu endur- Skrifstofustúlka óskast 1. júlí, ensku og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Tilboð merkt: „Skrifstofuvinna“ sendist blaðinu fyrir 28. júní. skini. Dansinn varð sífellt æstari, tónarnir heitari. Hún fann hvernig ungi maðurinn þrýsti sér alltaf þéttar og þéttar að henni, hvernig hönd hans krepptist fastar og fastar um nakinn arm hennar, svo að hún gat ekki annað en stunið af sársau .ill- um losta. Og þegar hún it í «ugu hans, þóttist hún loks þekkja hann. Hún sá ekki betur en þetta væri leikari, sem hún hafði elskað með ástríðuofsa á æskuárum sínum. En þegar hún ætlaði í fögnuði sínum að hrópa nafn hans, lokaði hann munni hennar með brennandi kossi. Og svo svifu þau áfram, eins og bor- in að ljúfum vindi, með saman- bræddar varir og sameinaöa líkama. Veggirnir liðu framhjá þeim, tími og rúm var ekki leng ur og . . og . . . þá kom ein- hver skyndilega við öxl hennar. Hún stanzaði og samstundis hljóðnuðu tónarnir líka. Ljósin slokknuðu og myrkir skuggar liðu inn meðfram veggjum. Vin- ur hennar, leikarinn, var horfinn. „Skilaðu mér honum strax aftur, þjófur", hrópaði hin hræðilega kvenpersóna — því að þetta var hún — svo að það bergmálaði í veggjunum og kreppti ískalda fingur um úlnliðinn á henni. Hún streittist á móti og heyrði sjálfa sig reka upp titrandi öræntingar- fullt angistaróp. En konan var henni margfalt sterkari, sleit perlufestina af hálsi hennar og fletti sundur kjólnum, svo að það sást í nakin brjóstin og arm- ana. Og skyndilega fylltist allt af fólki. Það streymdi í stórum hópum út úr öllum sölum, með hrópum og háreysti og starði hæðnislega á hálfnakinn líkama hennar. Konan hélt áfram að hrópa með gjallandi röddu: — „Hún stal honum frá mér, þessi hórkerling, þessi skækja". Hún vissi ekki hvar hún gæti falið sig, hvert hún ætti að renna aug- unum og alltaf þrengdi hópur- inn sér nær henni, forvitnisleg hvæsandi andlit, lokkuð af nekt hennar, albúin að ... En þegar hún litaðist um í öræntingafullri leit að björgun, kom hún skyndi- lega auga á mann sinn í myrk- asta dyrakróknum. Hún hrópaði upp yfir sig og hljóp eins og fætur toguðu í áltina til hans, hljóp í gegnum marga sali. Að baki hennar æddi hinn forvitni mannfjöldi, hún fann hvernig kjóllinn seig alltaf lengra og lengra niður um hana, brátt stæði hún allsnakin. Þá opnuðust dyr fyrir framan hana og hún hljóp í dauðans ofboði niður tröppurnar, en fyrir neðan beið þessi hryllilega manneskja í ull- arkápunni með hendur eins og ránfuglsklær. Hún skauzt til hlið ar við hana og hljóp eins og ör- vita manneskja út úr húsinu, en hin konan hóf þegar eftirförina og svo hlupu þær eftir löngum, mannlausum götunum, undir fölum bjarma ljóskeranna. Að baki sér heyrði hún stöðugt fóta- tak konunnar, en alltaf þegar hún kom fyrir götuhorn spratt konan þar upp fyrir framan hana og þannig endurtók sami leikur- inn sig, aftur og aftur. Alls staðar lá hún í leyni, bak við öll hús, til hægri og vinstri. Að lokum komst hún alla leið heim að hús- inu, en um leið og hún hratt upp hurðinni, stóð eiginmaður henn- ar þar með hníf í hendinni og starði á hana með stingandi augnaráði. — „Hvar hefurðu verið?“, spurði hann hljómlaus- um rómi. — „Hvergi", heyrði hún sjálfa sig segja og svo kvað við skerandi hlátur við hlið hennar. — „Ég sá það, Ég sá það“, hróp- aði ofsækjandi hennar sem stóð nú fast hjá henni og hló vitfirr- ingslega. Þá lyfti maður hennar hnífnum. „Hjálp“ hrópaði hún „Hjálp“. Hún leit óttaslegin upp og sá beint inn í augu mannsins síns. Hvað . . . hvað var þetta? Hún var í herberginu sínu. Lamp inn á náttborðinu varpaði fölum bjarma um herbergið Hún var heima hjá sér, í rúminu sínu. Hana hafði bara verið að dreyma. En hvers vegna sat mað ur hennar á rúmstokknum og virti hana fyrir sér eins og sjúkl- ing Hver hafði kveikt á lamp- anum? Hvers vegna sat hann þarna svona alvax’legur, svona hreyfingarlaus og þögull? Aftur greip skelfingin hana og hún skotraði augunum ósjálfrátt til handanna á honum: Nei, hann hélt ekki á neinum hníf. Hægt rann svefnvíman af henni og skelfing draumsins smá-eyddist í huga hennar. Hún hafði auðvit að hljóðað upp í svefninum og vakið hann. En hvers vegna starði hann svona á hana, svona alvarlega, svona rannsakandi, svona óskaplega þungbúinn og áhyggjufullur? SUlltvarpiö Sunnudagur 22. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 9.30 Fréttir og morguntónleikar. 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prestur: Séra Magnús Guð- mundsson á Setbergi. Organleik- ari: Kristinn Ingvarss.). 13.15 Frá umræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur um efnahagsmálin 12. þ.m.: Framsöguerindi hag- fræðinganna Jónasar Haralz og Jóhanxjesar Nordals. 16.00 Kaffi- tíminn: Létt lög af plötum. 16.30 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í Þórshöfn). 17.00 „Sunnu- dagslögin“. 18.30 Barnatími (Þor steinn Matthíasson kennari): a) Framhaldssagan: „Hnoðri og Hnyðra“; VI (Rannveig Löve kennari). b) „Ríki Pétur", ævin- týri eftir Asbjörnsen og Moe (Jó hann Bjarnason þýðir og flytur). c) Upplestur og tónleikar. 19.25 Tónleikar: Friedrich Gulda leik- ur á píanó prelúdíur op. 28 eftir Chopin (plötur). 20.20 Frásaga: Gleymd villa (Þormóður Sveins son á Akureyri). 20.40 Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur tón- verk eftir Carl Maria von Web- er. 21.20 „ í stuttu máli“. — Um sjónarmaður: Loftur Guðmunds- son. 22.00 fþróttaspjall. 22.10 Danslög (pl.). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 23. júní: Fastir liðir eins og venjulega, 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20.30 Um dag- inn og veginn (Úlfar Þórðarson, læknir). 20.50 Einsöngur: Mari- anne Mörner kammersöngkona frá Svíþjóð. 21.10 Frásöguþáttur: „Undir Látrabjargi“ eftir Þórð Jónsson á Látrum (Stefán Jóns- son námsstjóri flytur), 21.40 Tónleikar: Les Baxter stjórnar kór og hljómsveit, sem flytja létt lög (p.). 22.00 íþróttaspjall og tónleikar. 22,15 Búnaðarþáttur; Jaxðræktarmál (Agnar Guðna- son ráðunautur). 22.30 Kammer- tónleikar (pl.). 23.05 Dagskrár- lok. THE FIRST THING I WANT VOU TO DO, MR. TUGGLE, IS TO INVITE MR. BLAKE, . CHAIRMAN OF THE ROAD / COMMISSION, TO VOUR ( HOME FOR PINNER/ , V IT CAN BE DONE LEGALLY... IT WILLTAKE A LITTLE TIME, BUT VOU’LL GET YOUR - ROAD/ _ ) WE MUST FIND A WAY TO GET THAT ROAD THROUGH LOST FOREST, BRVSON... BUT I WANT IT TO BE -1 t-ESAL ...ABSOLUTELY V LEGAL / HOW? ' /. < *' Ú ó „Við verðum að finna eitthvert láð til þess að fé þenan veg gegn- wn Týmlu skóga, Brjánn", sagði Tryggvi. „En það verður að vera j nokkurn tíma,“ sagði Brjánn, „en „í fyrsta lagi átt þú að bjóða á lðglegan hátt.“ — „Ef allt á veginn skaltu fá.“ — „Nú hvern- vegamálastjóranum til kvöldverð- að vera löglegt, getur það tekið I ig ætlaxðu að fara að þvi?“ — I ar,“ sagði Brjánn. 1 Þriðjudagur 24 júní: Fastir liðir eins óg venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.). 20,30 Er- indi: Minnzt 50 ára afmælis fræðslulaga (Gyjfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra). 20.45 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí sl.: Sinfóniuhljómsveit Björgvinjar leikui-. 21.30 Útvarps sagan: „Sunnufell“ eftir Peter Freuchen; VIII (Sveriir Krist- jánsson sagnfræðingur). 22.10 Erindi: Blóði drifnar þjóðbrautir (Pétur Sigurðsson erindreki). 22. 25 Hjördís Saevar kynnir lög unga fólksins, 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.