Morgunblaðið - 03.07.1958, Page 15
Fimmtndfl pair 3. júlí 1958
MOFCT’\nr 4ÐÍÐ
15
Björgimtirskúta Breiðaíjarðar
FRÁ alda öðli hefur það verið
hlutskipti íslendinga að sækja
björg í bú í greipar Ægis, og svo
mun enn vera um ókomnar aldir.
Engum blandast hugur um að á
velgengi í þessari viðureign
byggist afkoma þjóðarbúsins að
mestu leyti, þótt jmsar aðrar
stoðir renni þar undir.
í aldalangri baráttu þjóðar-
innar til fiskveiðar, hefur hún
öðlazt þá reynslu og hæfni á því
sviði, að engin þjóð í heimi
stendur henni á sporði og er þá
mikið sagt. Nú á seinni árum
hefur tækni og framfarir stór-
bætt öryggi sjófarenda, fyrir
óþrjótandi elju og störf þeirra
manna sem að því hafa unnið, og
ótalin þau mannslíf og verðmæti
er bjargað hefur verið, og á þar
Slysavarnafélag íslands stærst-
an þáttinn. Það orkar engan veg
inn tvímælis að sá kostnaður er
lagður hefur verið fram í þessu
sambandi hefur gefið ríkulegan
ávöxt. Þrátt fyrir það, þótt skip-
in séu útbúin hinum beztu tækj-
um til öryggis, sem völ er á
hverju sinni, þurfa þó skipin í
ýmsum tilfellum á aðstoð að
halda um veiðitímann, það er
því hin mesta nauðsyn að íslend-
ingar eignist fleiri björgunar-
skip sem gætu þá einnig annazt
gæzlustörf við strendur lands-
ins. Frá kauptúnum Breiðafjarð
ar munu nú vera gerðir út um
30 fiskibátar’ og 1 togari, væri
því ekki vanþörf á, að Breiðfirð-
ingar eignuðust björgunarskútu,
enda hafa breiðfirzkir sjómenn
bæði fyrr og síðar rætt og ritað
um þetta nauðsynjamál breið-
firzkrar alþýðu. Árið 1955 gáfu
heiðurshjónin frú Svanhildur Jó
hannsdóttir og Þorbjörn Jóns-
son 50 þús. krónur til stofnunar
bjögunarskútusjóðs Breiðafjarð-
ar. Briðfirzk alþýða mun lengi
minnast þessara g'öfugu hjóna,
brautryðjandastarfs þeirra og
stórhugar til lausnar þessu mikla
nauðsynjamáli kauptúnanna við
norðanvert Snæfellsnes.
Þá hefur verið hafin fjársöfn-
un í verstöðvum við Breiðafjörð
og hefur þar safnazt allstór upp-
hæð eða 300 þúsund krónur og
sýnir það glöggt áhuga sjómanríb
í þessu efni. En betur má ef duga
skal og er ekki að efa að þeir
menn sem með þessi mál fara
munu leggja allt kapp á að hefj-
ast nú þegar handa um áfram-
haldandi söfnun í þessu sam-
bandi og vonandi skorast enginn
sannur Breiðfirðingur undan því
að leggja sinn skerf fram þessu
mikla nauðsynjamáli til fram-
dráttar. Enn mun ekki ákveðið
hve stórt hið væntanlega björg-
unarskip skuli vera, þó mun
nokkuð hafa verið ritað og rætt
um málið og menn ekki á eitt
sáttir, en engum heilvita manni
blandast hugur um það, að fyr-
irhugað björgunar- og gæzluskip
verður að vera a.m.k. um 200
tonna skip, ef það á að koma að
fullum notum. Þá ber að athuga
þá staðreynd að íslendingar eru
nú að færa út landhelgi sína í 12
mílur frá yztu annesjum, og mun
því mikil nausyn á, að fjölga
gæzluskipum ef þessi ráðstöfun
íslendinga á að koma að fullum
notum. Myndi þá stór, hraðskreið
breiðfirzk björgunarskúta koma
að miklu gagni við gæzlu hins
nýja friðunarsvæðis. Breiðfirð-
ingar verða því að leggja alla
áherzlu á að fyrirhuguð björg-
unarskúta verði bæði stór og
hraðskreið til þess að hún komi
að fullum notum sem björgunar-
og gæzluskip hins nýja friðun-
arsvæðis Breiðfirðinga.
Breiðfirðingar, tökum höndum
saman og hrindum þessu mikla 1
áhugamáli okkar í örugga höfn.
Magnús Ó. Jónsson.
Stykkishólmi.
Flutningur
hollenzks lierliðs
til Nýju-Guineu
DJAKARTA, 2. júlí. — Reuter. —
Utanríkisráðherra Indónesíu Su-
bandrio sagði í dag, að ákvörð-
un sú, er Hollendingar hefðu tek-
ið í sl. viku, um að senda her-
sveitir til vesturhluta Nýju-
Guineu myndi aðeins verða til
þess að „auka spennuna milli
þessara tveggja landi“. Svæði
þetta er undir yfirráðum Hollend-
inga, en Indónesar halda því
fram, að hollenzka stjórnin hefði
átt að láta það af hendi við Indó-
nesíustjórn, er Indónesía varð lýð
veldi eftir heimsstyrjöldina síðari.
Subandrio sagði, að sending hol-
lenzku hersveitanna hefði valdið
íbúunum í vesturhluta Nýju-
Guineu „miklum áhyggjum", þar
sem þeir teldu aukið hollenzkt
herlið „alvarlega ógnun við ör-
yggi sitt“.
Ykkur sem minntust mín með gjöfum, heimsóknum
og skeytum á 60 ára afmæli mínu 8. júní 1958, þakka ég
hjartanlega.
Kristín Ágústsdóttir, Neskaupstað.
Öllum þeim fjölmörgu er heiðruðu mig og fjölskyldu
mína á sextugsafmæli mínu hinn 22. júní sendi ég hug-
heilar þakkir og kveðjur.
Sérstaklega þakka ég stjórn Kaupfélags Húnvetninga
og stjórn Sláturfélags A.-Húnvetninga fyrir ágætar gjaf-
ir er félögin gáfu okkur hjónunum. Starfsfólki félaganna
þakka ég einnig fagra gjöf.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps vil ég þakka mikinn —
og að vanda — góðan söng við þetta tækifæri.
Samvinnumönnum héraðsins, er við þetta tækifæri
héldu okkur veglegt og glæsilegt aímælis- og kveðjuhóf
í Húnaveri þakka ég af öllu hjarta.
Gæfan fylgi ykkur öllum. Guð blessi ykkur öll.
Jón Baldurs.
Hafnarfjarðarliðið ,,með 4 miðherj-
náði jafntefli við Fram 2:2
um
1. deildar lið Hafnarfjarðar og
Fram mættust í 4. leik íslands-
mótsins sem fram fór í fyrra-
kröld. Leiknum lyktaði með jafn
tefli 2 mörk gegn 2. Sú marka-
tala gefur ekki rétta liugmynd
um gang leiksins, því Fram sýndi
meira og betra spil. Á köflum
náði liðið fallegum samleik, en
mjög var undir hælinn lagt hvern
ig tókst að nýta tækifærin, sem
gáfust.
Kapphlaup við vörn Fram.
Fram náði allgóðn byrjun, án
þess að komast í færi. En ekki
leið á löngu áður en breytt leik-
aðferð Hafnarfjarðarliðsins tók
að hafa áhrif. Albert lék nú í
stöðu miðherja og Bergþór sem
innherji. Albert lá þó aftur en
Bergþór frarn, og sendingarnar
sem Albert gaf Bergþóri upp
miðjuna ollu mikilli hættu við
Frammarkið og sköpuðir upp-
lausn í Framvörninni. Á 12. mín.
skorar Bergþór eftir sendingu frá
Albert og kapphlaupi við vcirn
Fram, sem Berþór vann, enda er
hann harður mjög á sprettinum.
Hvað eftir annað eftir þetta
mark, bar svipaða hættu að
marki Fram, en knattleikni Berg
þórs er ekkj eins mikil og hraði
hans, og honum tókst ekki að
nýta sendingarnar til marka.
Fyrstu 30. mín. voru Hafnfirð-
ingar einir um marktækifæri, þó
ekki skoruðu þeir nema 1 rnark.
•ft Fram tekur völdin.
En siðasta stundarfjorðunginn
náðu Fram-menn sér vel á strik.
Sú sóknarlota hófst með marki
er Grétar Sigurðsson skoraði,
eftir sendingu frá Björgvin mið-
herja frá hægri. Eftir það mark
náði Fram góðum kafla með virk
um samleik, stöðuskiptingum og
nær látlausrj sókn. Átti Hafnar-
fjarðarliðið í vök að verjast. Á 37.
mín. nær Guðm. Óskarsson knett
inum og sendir til Björgvins mið-
herja sem sótti að og skoraði
örugglega. Lauk þannig hálfleik
2:1 Fram í vil.
★
í síðari hálfleik náði Fram enn
tökum á leiknum og sótti fast.
Átti Grétar fast skot, sem Ragn-
ar markvörður varði í horn og
lilu síðar bjargaði Jón Pálmason
á marklínu, eftir að Ragnar hafði
misst knöttinn frá sér.
•fc Fjórir miðherjar.
Sókn Fram var þung mjög og
nutu framherjar góðrar aðstoðar
framvarðanna Guðjóns og Kagn-
ars og jafnvel bakvarðanna. Þá
breytti Albert fyrirliði um xeik-
aðferð. Setti fjóra menn í mið-
herjastöðu þ.e. alla framherjana,
en var sjálfur aftar. Þetta ruglaði
vörn Fram svo að framverðirnir
hörfuðu aftur og allan þunga dró
úr sókn Fram. Þess í »tað tóku
Hafnfirðingar að sækja. Albert
mataði framherjana með falleg-
um sendingum og síðan hófst
kapphlaup þeirra við Fram. Leik
aði’erð þessi, sem líklega hefur
aldrei sézt hér áður, oili upp-
lausn í Framliðinu, og breytti
vörn Hafnfirðinga í sókn. Náðu
Hafnfiröingar opnu tækifæn um
miðjan hálfleikinn, en Fram tókst
að ’hreinsa* á síðustu stundu. Á
30. mín. tekst svo Hafnfir'ðingum
að jafna. Sigurjón sendi fyrir
markið og Bergþór skoraði.
Rétt á eftir áttu Hafnfirðingar
tvö tækifæri sem mistókust. Gejr
áttu skot á markvörð og Albert
hörkuskot rétt utan við.
En eftir það voru tækifærin
öll Fram-manna, en þeir voru
óheppnir mjög. Theódór fram-
verði Hafnarfjarðar tókst að
bjarga á marklínu. Litlu síðar átti
Björgvin laglega fyrirsendingu,
sem Guðmundi Óskarssynj mis-
tókst að nýta og rétt fyrir leiks-
lok komust 3 Fram-menn í gegn
um Hafnarfjarðarvörina, Dag-
bjaxtur skaut laust, en hitti stöng!
SKRA
um skatt á stóreignir samkvæmt lögum
nr. 44/1957 liggur frammi á Skattstofnuni
í Reykjavík, Hverfisgötu 6, dagana 3.—16.
júlí n.k. að báðum dögum meðtöldum, kl.
10—12 og 13—16 dag hvern, þó aðeins kl.
10—12 á laugardögum.
Athugasemdir við skrána skulu sendar til
Skattstofunnar í Reykjavík á sama tíma.
Reykjavík 2. júlí 1958.
Skattstjórinn í Reykjav’ík
★ Liðin.
Hafnarfjarðarliðið mætti til
leiksins eins og vængbrotinn fugl.
Fimm leikmenn þess meiddust í
leiknum við Val, en fjórir þeirra
mættu þó tii leiksins þó meiddir
væru þ. á. m. Albert, sem hlaut
slæm meiðsli í fæti og gat því
lítt beitt sér. En samt var það
hann, sem öðrum fremur á þetta
stig sem Hafnarfjarðarliðið nú
fékk í mótinu. Með skipulagningu
liðs síns braut hann samleik og
sókn Fram-manna, og sýndi
hverja þýðingu það hefur fyrir
lið að hafa fyrirliði, sem kann
til verka sinna. Þegar liðsmönn-
um hans vex fiskur um hrygg
hvað snertir knatttækni og kunn
áttu verður erfitt við Hafnfirð-
inga að eiga. Ragnar tók nú stöðu
markvarðar og skilaði henni
mjög sæmilega, en Vilhjálmur
Skúlason kom inn sem miðvörð-
ur og var öruggur og traustur,
en stundum nokkuð seinn. Theo-
dór er traustur og einn efnileg-
asti maður liðsins. Bergþór vakti
athygli með hraða sínum. En í
heild var leikur Hafnfirðinga nú
lakari en móti Val og einkum
Akranesi.
Framliðið náði nú sóknarleik
sem á köflum var betri en liðið j
hefur fyrr í sumar náð, þó með
þeim alvarlega galla, að liðinu
tókst ekki að nýta tækifærm sem |
sköpuðust. Björgvin sýndi beztan
leik framherja í heild, en Guð- j
mundur Óskarsson sem sýndi á
köflum mjög fallegan leik í fyrri
hálfleik, „hvarf“ í þeim síðari.
Grétar er skotfastur og vaxandi j
leikmaður. Framverðirnir Ragn- ;
ar og einkum þó Guðjón áttu !
mestan þátt í undirbúningi sókn- |
arinnar og unnu mjög vel. En :
þeir ásamt öftustu vörninni alln !
fundu engin ráð við „4 miðherja" ■
leikaðferð Hafnfirðinga.
A. St.
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir
IIÓLMFRlÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Langholtsveg 34, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 4. júlí kl. 1.30.
Ingimar Sveinsson, börn og tengdabörn.
Jaröarför eiginmanns míns
ÞORSTKINS BRANDSSONAR
sem andaðist að Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði,
laugard. 28. júní, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn
4. júlí og hefst með bæn að heimili hans Álfaskeiði 29 kl.
1.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Fyrir mína
hönd, barna, tengdabarna og annarra vandamanna.
Þóra Jónsdóttir.
Útlor hjai’LKærs sonar míns og bróður okkar
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR
Suðurgötu 30, Keflavík, sem lézt 26. f.m. fer fram frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. júlí kl. 2.45 e.h.
Anna Bjarnadóttir og dætur.
Útför mannsins míns, föður og tengdaföður
ÞÖRÐAR GlSLASONAR
frá Stóra-Botni, Bergstaðastræti 39, fer fram frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 4. júlí kl. 2 e.h.
Sesselja J. Jónsdóttir,
Gísli Þórðarson, Laufey Sveinsdóttir,
Jórunn Þórðardóttir, Einar Jónsson,
Guðbjörg Þórðardóttir, Páll Friðriksson,
Kristján Jónsson.
Þakka innilega sveitungum og vinum fyrir alla Jpeirra
miklu hjálp og samúð við andlát og jarðarför mannsins
míns
HALLDÓRS ÓLAFSSONAR
Saurhóli
Fyrir mína hönd og ættmenna hans.
Margrét Magnúsdóttir.