Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. ágúst 1958 Gríska stjórntn hafnar tillögum Breta AÞENU, 19. ágúst — Reuter — Griski utanríkisráðherrann Aver off afhenti í dag sendiherra Breta í Aþenu svar grísku stjórnarinnar við siðustu tillögu Breta í Kýpur- málinu. Svarið hefir ekki verið birt, en búizt er við því, að gríska stjórnin hafni tillögum Breta. í tillögunum er gert ráð fyrir sér- stökum löggjafarþingum grísitra og tyrknskra manna á Kýpur, og Grikkjum og Tyrkjum boðin þátttaka í yfirstjórn eyjarinnar ásamt Bretum. Einnig er í tillög- unum gert ráð fyrir því, að Kýp- urbúar, sem hafa verið gerðir út- lægir, megi snúa heim aftur. ef Bretum tekst að koma á friði á eynni. Þekktastur þessara útlaga er Makarios erkibiskup, leiðtogi grískumælandi manna á Kýpur. Hann hefir þegar halnað síðustu tillögum Breta. ★ í síðustu fregnum í kvöld segir, að í svari sínu tjái gríska stjorn- in Macmillan, að hún sjái sér ekki fært að hafa samvinnu við Breta um síðustu tillögur þeirra í Kýpurmálinu. Bretar hefja til- raunir með kjarn- orkuvopn að nýju LUNDÚNUM og Tókíó, 19. ágúst. — Reuter. — í dag lýsti brezka flotamálaráðuneytið 36 þús. fer- mílna svæði umhverfis Jólaeyjar hættusvæði, þar til öðru vísi yrði ákveðið. Bretar hefja nú að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn við Jólaeyjar. Japanska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að japanska stjórnin hafi sent brezku stjórn- inni mótmæli, þar sem Bretar hyggist nú hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn á Kyrrahafi. 1 orðsendingunni segir, að jap- anska stjórnin áskilji sér rétt til að krefjast bóta fyrir tjón, sem þessar tilraunir kunni að valda japönskum þegnum. Mykle kominn til Reykjavíkur AGNAR MYKLE, norski rithöf- undurinn, sem mikið var rætt um í fréttum fyrir skömmu vegna bókar hans, Söngsins um roða- steininn, er kominn til Reykjavík ur. Uiðu málaferli um bókina í Noregi sem kunnugt er, og til- kynnt var, að hið sama myndi verða á íslandi, yrði hún tekin til útgáfu hér á landi. Mykle er kominn hingað í sambandi við útgáfu annarrar bókar eftir hann. Nefnist hún Frú Lúna í snörunni og kom út fyrir nokkrum dögum á forlagi Bláfellsútgáfunnar. — Mykle mun lesa upp á vegum Helgafells, meðan hann dvelst hérlendis. Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Gísla Óiafsson útgefanda. Hann kvað bókina, sem nú er út komin á íslenzku, vera upphaf skáldverks, sem heldur áfram með Söngnum um roðasteininn. Blaðamaðurinn spurði, hvort Gísli hygðist gefa Roðasteininn út síðar. Ekki kvað hann neina ákvörðun hafa verið tekna um það. Hæstiíéttur Noregs hefði sýknað Mykle og forleggjara hans, en hins vegar hefði hann ekki látið athuga, hvort íslenzk og norsk lög um þessi efni væru svo lík, að búast mætti við, að íslenzkir dómstólar kæmust að sömu niðurstöðu. ...............................•. ðrlítil síldveiði fyrir ouston Eins og skýrt hefur verið frá áður, hefur mennlamálaráðu- neytið ákveðið að Húsmæðrakennaraskóli tslands fái til af- nota húseign ríkisins við Háuhlíð 9, í norðanverðri dskjuhlíð- inni, en hún var upphaflega ætluð sem bústaður fyrir rektor Menntaskólans í Reykjavík. Ér þetta rúmgott, vistlegt og ný- byggt hús, og gefur kennsla að mestu farið fram á einni hæð. Eru skólastjóri og forráðamenn skólans ánægðir með þetta húsnæði fyrir skólann og tekur hann til starfa þar í haust. Á meðfylgjandi mynd sést nýja skólahúsið. Helga Sigurðar- dóttir verður enn sem fyrr skólastjóri Húsmæðrakennaraskól- ans, en því starfi hefur hún gegnt frá því hann tók til starfa. I ályktunartillögunni er reynt að fara bil beggja — sagbi norski fulltrúinn i ræbu á aukafundi Allsherjarþingsins i gær NEW YORK, 19. ágúst — NTB — Reuter — Fulltrúi Norðmanna á aukaþingi Allsherjarþingsins, Hans Engen ráðuneytisstjóri, lagði í dag formlega fram álykt- unartillögu Norðmanna um lausn mála í Miðausturlöndum. Fylgdi hann tillögunni úr garði með ræðu. Að ályktunartillögunni með Norðrnönnum standa fulltrúar 6 annarra ríkja. — Sagði Eng- en, að ályktunartillagan hefði verið samin, eftir að ráðgazt hefði verið við fulltrúa þeirra ríkja, sem málið varðar bemlínis. ★ ★ ★ Með tillögunni væri gerð til- raun til að fara bil beggja, og með henni væri lagður grund- völlur að því, að Hammarskjöld, aðalritari SÞ, gæti tekið málið föstum tökum. í tillögunnj er skorað á Hammarskjöld að beita sér fyrir því, að deilurnar í Mið- austurlöndum verði leystar í [ anda SÞ. Talið er, að tveir þriðju hlutar fulltrúanna fáist til þess að styðja ályktunartillögu þessa. ★ ★ ★ Er umræður um norsku til- löguna hófust, talaði Malik, ut- anrikisráðherra Líbanons, fyrst- ur. Kvaðst hann vera þakklátur Bandaríkjastjórn fyrir að hafa brugðið skjótt við, er Líbanons- stjórn fór fram á aðstoð frá Bandaríkj amönnum. Kanadíski utanrikisráðherrann Sidney Smith sagði í umræðun- um, að í ályktunartillögunni hefði verið reynt að nálgast vandamálin í Miðausturlöndum á breiðum grundvelli. Smith sagði, að án virkrar samvinnu við Arabaríkin væri ekki hægt að ná neinu varanlegu samkomulagi um vandamálin í Miðausturlönd- Þingið kemur saman til fundar á morgun, en ekki er búizt við atkvæðagreiðslu um tillöguna fyrr en síðai í vikunni. NESKAUPSTAÐ, 19. ágúst. — í gær komu nokkur skip með samtals um 2200 mál síldar til bræðslu í Neskaupstað. Mestan afla höfðu Glófaxi 300 mál, Langa nes 300, Magnús Marteinsson 430, Sigurfari 200, Guðbjörg, Sand- gerði 550 og Björg NK 250. Órm- ur voru með minna. í dag hafa nokkur skip komið með smáslatta. Aflahæst var Guð björg, Hafnarfirði. með 300 mál. Síldin hefir fengizt í Norðfjarðar flóa og skammt fyrir utan hann. I gærkvöldi kl. 6 voru þar um 50 skip að veiðum. Síldin er smá og ánetjast mikið. Þá hefir mikill straumur valdið erfiðleikum. Hefir sum skipanna rekið langar leiðir meðan verið var að ná síldinni úr nótinni. Síðdegis í dag gerði brælu og eru skipin sem óðast að koma hingað inn undan veðrinu því veiðiveður er ekki. Sumir bátarn ir hafa nú hætt síldveiðum, m. a. nokkrir Hornafjarðar- og Vest- mannaey j abátar. Síldarverksmiðjan hér hefir nú fengið til bræðslu 20 þús. mál, en auk þess hafa verið brædd 1800 mál í fiskvinnslustöðinni. UNDANFARNA daga hefur svo- lítið af síld borizt til Seyðis- fjarðar og einnig til Eskifjarðar. Síldin er ekki söltunarhæf og hefur því verið brædd. Þessi skip lönduðu á Seyðis- TAIPEI, 19. ágúst. — Reuter. — Sex sinnum voru gefin loftvarna- merki á Matsueyjum á Formósu- sundi í dag, eftir að kommúnist- ar hófu skothríð á eyjaklassann. PARÍS, 19. ágúst. — Reuter. — í dag fór fram í París útför franska kjarnorkufræðingsins Joliot-Curie, sem lézt s.l. fimmtu dag. Var útförin gerð á kostnað franska ríkisins. Skák irá Portoroz TREGLEGA hefir gengíð með öflun skáka frá mótinu í Portor- oz, en skákir Bents Larsen eru þó farnar að birtast. Hér fylgú á eftir skák hans úr 5. umferð þar sem hann leggur Kanada- Ungverjann Fúster mjög snagg- aralega. 1. f4. Óvenjulegt, af hendi B. L., en bendir til þess að hann tefli fast til vinnings. 1. — Rf6; 2. Rf3, d5; 3. e3, c6? Of hægfara, betra g6 eða c5. 4. b3, Bg4; 5. Be2, g6; 6. Bb2, Bg7; 7. o-o, o-o; 8. Re5, BxB; 9. DxB, Rfd7; 10. d4, RxR; 11. fxR, í5; 12. c4, e6; 13. Rc3, Rd7; 14. Ba3!, He8; 15. Bd6, Bf8; 16. c5, b6; 17. b4, bxc5; 18. bxc5, Da5; 19. Hfcl, BxB; 20. cxd6, Hab8; Þótt svo mætti virðast að svartur hefði losað um sig og náð gagnsókn á b-Iínunni, þá hefir staða hans orðið fyrir óbætanlegu tjóni, þar sem valdaða frípeðið liggur sem mara á stöðu svarts. 21. Rdl, c5; 22. Rf2, c4; 23. g4’, Da3; 24. gxf5, gxf5; 25. Khl, Kh8; 26. Hgl, Db2; Þótt oft sé gott að ná drottningarskiptum til að létta á stöðunni, þá eru stoðu- yfirburðir hvíts slíkir að þeir magnast við hver uppskipti. 27. DxD, HxD; 28. Rh3, c3; 29. Hacl!, c2; Gagnsóknin verður aðeins ein veila til viðbótar í svörtu stöðunni. 30. Hg2, Hc8; 31. Rg5, h6; Það gagnar ekki heldur að leika Kg7 vegna Rxe6f og Rc7. 32. Rf7f, Kh7; 33. Hcgl gefið, hvítur mátar. firði í gær að sögn Steins Stefáns sonar starfsmanns Síldarbræðsl- unnar: Guðfinnur KE 166 mál, Jón Kjartansson SU 127, Grund- firðingur II SH 160, Voniri II HE 212, Gunnólfur ÓF 24. Um tiu- leytið í gærkvöldi biðu þesSi skip löndunar: Sigrún 4K 400, Baldur VE 130, Þorsteinn þorskabítur 100, Snæfell 150, Kópur EA 130 og Haförn GK 500. Til Eskifjarðar hafa þessi skip komið undanfarna daga, sam- kvæmt upplýsingum Ingólfs Þor- steinssonar: A sunnudag: Snæ- fugl með rúm 200 mál. Á mánu- dag: Gullborg 370, Björg SV 270, Bergur VE 315. Á þriðjudag: Björg 370. Óli Hertervig á Vopnafirði sagði, að ekki hefði borizt þangað síld það heitið gæti, siðan á laug ardag, enda hefðu síldarþrær verið orðnar fullar. Guðjón Jónsson á Siglufirði kvað veður stillt þar úti fyrir, en kalt og dumbungslegt. Engar fréttir höfðu borizt af síld á ná- lægum miðum. Nokkrir bátar höfðu fengið ufsa við Grímsey og farið með hann til Ólafsfjarðar. Einhver síld mun og hafa fengizt í reknet á Húnaflóa. EM í bridge: * EsSand — Þýzka- Sand jafntefðl FYRSTA umferð á Evrópumeist- aramótinu í bridge, sem fram fer í Osló, var spiluð sl. mánudags- kvöld. Átján lönd höfðu tilkynnt þátttöku sína í „opna“ flokknum en þrjú þeirra, Sviss, Líbanon og Pólland mættu ekki til leiks. Tólf þjóðir höfðu tilkynnt þátttöku í kvennaflokknum en Sviss forfall- aðist. Úrslit I. umferðar urðu þessi í opna flokknum: ísland — Þýzkaland jafntefli 54:49; Spánn — Finnland jafntefli 59:54; Eg- yptaland — Austurríki jafntefli 57:57; Holland vann Belgíu 53:37; Frakkland vann Danmörk 61:42; Svíþjóð vann írland 49:32; Eng- land, Noregur og Ítalía sátu hjá. í kvennaflokkum urðu úrslit; England vann fsland 74:43; ír- land vann Frakkland 66:45; Aust urríki vann Finnland 64:45; Sví- þjóð vann Þýzkaland 68:52; Nor- egur vann Danmörk 74:45, Belgía sat hjá. Mikill fjöldi keppenda, áhorf- enda og blaðamanna er kominn til Osló vegna mótsins og leggur Bridgesamband Noregs sig mjög fram um að allt fari vel og skipu- lega fram, en það að nokkur lönd hættu við þátttöku raskaði nokk- uð skipulagi mótsins. Áætlað er að kostnaðurinn við mótið nemi um 160.000.00 n. kr. Maður missir framan af fingrum SÍÐDEGIS á mánudaginn urðu tvö slys í Reykjavík. — Annað varð í verksmiðjunni Stálum- búðum við Kleppsvag. Hönd manns , sem þar var við vinnu, festist í vél með þeim afleiðmg- I um, að hann missti framan af tveimur fingrum. Maðurinn neit- ir Björn Einarsson og býr á Suður landsbraut 95. Hitt slysið varð við lýsis^töðina við Grandaveg. Maður féll þar niður af vinnupalii Var hann fluttur í slysavarðstofuna og kom í ljós, að hann haíði mjaðmar- brotnað. Maðurinn heitir Sigurð- ur Ingvarsson og er frá Akur- ieyri. Hafnarfjörður og Kefla- vík gerðu jafntefli Dómarinn eyðilagði leikinn í GÆRKVÖLDI mættust Hafnar- fjörður og Keflavík í íslandsmót- inu í knattspyrnu. Bæði liðin sýndu mikinn baráttuvilja og skiptust á snöggum, en nokkuð þófkenndum upphlaupum. Var leikur Hafnarfjarðar þó skipu- lagðari og gekk þeim betur að finna hvor annan. Keflvíkingar voru aftur á móti fljótari á knött inn og sköpuðu sér oft hættuleg færi með harðfylgi og dugnaði. Komust bæði liðin í góð mark- færi í fyrri hálfleik, en tókst ekki að skora. Eftir hlé komu Keflvíkingar sterkari til leiks, sóttu fast að marki Hafnarfjarðar, og tókst hægri innherja þeirra að skora eftir nokkra þvögu við markið og mistök varnarinnar. Hafnfirðingar jöfnuðu skömmu síðar eftir fallaegt upphlaup, sem Ragnar Sigtryggsson skoraði úr með föstu, fallegu skoti. Færðist nú mikið fjör í leikinn og einmg mikil harka. Missti dómarinn, Ingi Eyvinds, svo gjörsamlega tökin á leiknum, að með fádæm- um má teljast, og erum við þó ýmsu vanir af dómurum okkar. Það sem eftir var, skeði hvert brotið á fætur öðru, án þess að gripið væri í taumana, og voru leikmenn farnir að fara sínu fram, allsendis óhræddir við flaut una. Hafnfirðingar áttu hættulegri færi við markið, en tókst ekki rð skora, þótt oft lægi nærri. Kefla- vík átti einnig góð en glötuð færi og verða því úrslitin að teljast sanngjörn, þótt 3:3 hefði verið nær sanni. Er nokkrar mínútur voru til leiksloka, var Albert Guðmunds- syni vísað af leikvelli, sennilega fyrir orðakast við dómarann. í liði Hafnarfjarðar voru Albert og Ragnar Sigtryggsson beztir, en hjá Keflavík Hafsteinn Guð- mundsson og Páll Jónsson, sem þó var ekki nógu fastur í stöðu sinni, og kom það að sök fyrir það, að enginn fór í hans stað á kantinn. Dómari var, sem fyrr segir, Ingi Eyvinds, og mætti hann eft- ir þessa frammistöðu hvíla sig frá vellinum, enda vart óskað eftir honum af leikmönnum eða áhorfendum. Kormákr,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.