Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 20. ágúst 1958 ÍVZIE WONCr bkAU?5AC-A EF'TIB. RltHARO MA>OM myndi ala í brjósti svo grimmúð- ugar og ómannlegar kenndir, sem hér komu fram. Ég endurheimti því mitt fyrra álit á þeim. Við færðum okkur inn í setustof una. Brátt bættist einn gestur við, maður á sextugsaldri, með hvítt hár og hrukkótt brúnt and- lit. Augu hans voru greindarleg og glettin, og framkoma hans var í samræmi við kurteisisvenjur fyrri tíma. Hann hét O’Neill og var búinn að vera lengi í Kína. Hann var nýkominn þaðan, hafði farið eftir að kommiúnistar höfðu neytt hann til að hætta við verzl_ un sína. Hann ætlaði að dveljast hálfan mánuð í Hong Kong, áður en hann færi til Englands. Hann hafði borið fyrir sig annað heim- boð sem orsök þess, að hann gæti ekki komið fyrr, en mig renndi grun í, að tilgangur hans hefði verið sá einn að stytta þrautleið- inlegt kvöld, sem hann óttaðist að yrði ella of langt. Hvernig sem á því stóð, beindust samræðurnar, að boi'ðhaldinu loknu, aftur að kynblendingum, og von bráðar var búið að endurtaká meginið af því, sem s’agt hafði verið undir borðum. O’Neill hlustaði um stund, sneri sér síðan að Gordon Hamilton og sagði svo hátt, að allir gátu heyrt til hans: „Jæja, þar sem ég er nú að fara frá Kína fyrir fullt og allt, hlýtur mér að vera óhætt að segja sannleikann. Amma mín var kínversk". Það varð vandræðaleg þögn. — Allir störðu á hann. Það gat vel staðizt, að hann væri af kínversku bergi brotinn, eftir útliti hans að dæma; brúnu hrukkóttu andlitinu og dökkum tindrandi augunum. En þó voru þau einkenni engu meiri en hjá mörgum þeirra, sem verið höfðu langdvölum í Kína. „Það er ekki laust við, að ég sé hreykinn af því að hafa getað leynt því í þrjátíu ár“, hélt O’Neill áfram. Hann beindi orð- um sínum til Hamilton og lét sem hann hefði ekki tekið eftir því uppnámi, sem orð hans höfðu valdið. Konan, sem hafði frá blautu barnsbeini vanizt því að sýna öll- um kurteisi — sú sama og sagði kynblendingsstúlkunni að bún kæmi nákvæmlega eins fram \*ið kynblendinga og alla aðra — tók nú til máls: „Hvað sem þ\l ann- ars líður, hr. O’Neill, efast ég ekki um, að amma yðar hafi ver- ið göfugrar ættar. Það getur skipt miklu máli“. „Nei, satt að segja var hún fóstra hjá konu afa míns“. Löng þögn Varð á eftir þessum orðum hans. Gestirnir höfðu sann arlega nóg að melta, þegar ofan á hið kínverska blóð hans bættist, að annað foreldra hans hefði ver- ið óskilgetið. Hálfri klukkustund síðar stóð O’NeiIl upp og kvaddi, er hann hafði lýst því yfir, að hann væri orðinn gamall og þyrfti að ”ara snemma í rúmið. Ég fann mér til einhverja afsökun og fór með hon- um. Við gengum saman eftir veg- inum að sporvagnsstöðinni, sem var í miðri brekkunni fyrir neðan Tindinn. Ljós Hong Kong og hafn arinnar blöstu við fyrir neðan okkur. „Varstu að gabba þau?“ spurði Undinitaðir atvinnurekendur í Hafnariirði hafa komið sér saman um að greiða unglingavinnu sem hér segir : Stúlkur 14 ára: Kr. 11.96 pr. klst. Piltar 13 og 14 ára: Togaraafgreiðsla Kr. 18.00 pr. klst. Önnur vinna Kr. 14.00 pr. klst. Piltar 15 ára: Togaraafgreiðsla Kr. 20.92 pr. klst. Onnur vinna Kr. 16.34 pr. klst. Piltar og stúlkur 12 ára og yngri: Vinna greiðist með kr. 1.00 pr. klst. fyrir hvert aldursár. Kaup þetta gildir frá og með 17. ág. ’58. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Jón Gíslason, fshús Hafnarfjarðar, Frost h.f., Jón Kr. Gunnarsson, Bátafélag Hafnarf jarðar h.f., Binar Þorgilsson & Co. h.f. Fiskur h.f. Venus h.f., ég. „Eða er það satt, að amma þín hafi verið kinversk?" Hláturinn ískraði í honum. — „Önnur amma mín var frá Rich- mond en hin frá Bury St. Ed- monds. Nei, ég verð víst að viður- kenna, að ég var bara að skemmta sjálfum mér með þessu. Það er ekki laust við, að kímnigáfa mín geti stundum verið dálítið stráks- leg. Ég stóðst ekki freistinguna". Ég hló. „Þetta var þeim hræði- legt áfall. Sú tilhugsun, að þér skyldi hafa haldizt þetta uppi í þrjátíu ár, olli þeim sárasta hug- arangri. Við sökktum okkur niður í sam ræður, og til þess að lengja þær, hættum við við að taka sporvagn- inn og gengum niður í borgina. Þegar við komum að Cloucester- gistihúsinu, þar sem O’NeiIl bjó, bauð hann mér að koma með sér inn og drekka eitt glas af víni. Mér féll mjög vel við hann, og ég var þegar búinn að segja honum talsvert frá kunningsskap okkar Suzie. Meðan við sátum yfir viský glösunum lýsti ég fyrir honum síðasta fundi okkar Suzie. Þegar ég hafði lokið frásögn minni, varð honum að orði: „Þú varst auðvit- að séelfilegur auli að sleppa henni. Þú áttir aldrei að gera það!“ Ég horfði hvasst í glettnisleg augu hans, þar sem mér var ekki fyllilega Ijóst, hvort honum væri alvara, eða hann væri að gera að gamni sínu. „Áttu við, að ég hafi átt að taka hana að mér, þótt hún héldi áfram að vera í tygjum við sjóliðana?“ „Vitanlega! Mér skilst, að hún sé mjög óvenjuleg stúlka, gædd mörgum kostum og henni þykir auðheyrilega mjög vænt um þig. Ég þekki það af eigin reynslu, því að mína mestu ánægju í lífinu hef ég haft af veikara kyninu — að stúlka, sem þessi, er ekki á hverju strái. Vitanlega eru oft einhverjir meinbugir á, svo sem of mikil hneigð fyrir dýra skart- gripi eða eiginnnaður — eða jafn- vel vöntun á eiginmanni, sem er hálfu verri galli, fari hún að hugsa til hjónabands. Mér virðist í f'Ijótu bragði, að kunningsskap- ur við fáeina sjómenn séu smámun ir i samanburði við svo marga aðra galla“. Ég hló við. „Ég trúi ekki, að þér sé alvara. Ég er viss um, að þú hefðir hegðað þér alveg eins, hefð irðu verið í mínum sporum". „Það er mesti misskilningur, minn kæri vin. Það var einu sinni líkt ástatt um mig, en viðbrögð mín voru gerólík þínum. Konan, sem £ hlut átti, var leikkona við kínversku óperuna í Hankow, og ég get fullvissað þig um, að hún var mjög falleg. Hún var hjákona gamals ríks herramanns, sem var þó alls ekki svo gamall, að hann væri hættur að skipta sér af henni. Hún var einnig í týgjum við annan ríkan mann, eingöngu af fjárhagsástæðum, þar sen hún þurfti að sjá fyrir að minnsta kosti tylft fjölskyldumeðlima. — Síðan varð hún ástfangin af mér, og ég endurgalt henni vitanlega j ástina í ríkum mæli. „Auðvitað sagði hún ekki þeim j fyrri af ríku mönnunum frá þeim I seinni, né mér — og ég er nærri viss um, að hann hefði orðið mjög óánægður, hefði hann komizt að hinu sanna, því að hann naut eins konar eiginmannsréttar, sem henn ar fyrsti elskhugi. En seinni ríki maðurinn vissi auðvitað um þann fyrri — honum var meira að segja sönn ánægja að kokkála hann daglega. En hann vissi auðvitað ekkert um mig, enda hefði þá kom- ið annað hljóð í strokkinn. „Hvað mig snertir, vissi ég um þá báða og lét mér þá í léttu rúmi liggja. Ég var jafnvel mjög .nægð ur með þetta fyrirkomulag, þar sem þeir losuðu mig við allar fjár hagslegar byrðar af konunni, án þess að þeir væru mér nokkrir keppinautar um ást hennar". „En setjum nú svo, að hún hefði fengið sér fjórða elskhugann ?“ „Þá hefði ég orðið öskuvond- ur. En það er engu að síður skoð- un mín, að þú hefðir ekki átt að láta sjómennina þá arna skipta þig meira máli en ég ríku menn- ina tvo, og þú hefðir jafnvel get- að veitt þér þá ánægju, að hælast um yfir því, að beir sæju um fjár- hagslegu hliðina". „Þú ert nú meiri háðfuglinn", sagði ég hlæjandi. „Nei, því fer fjarri, ég er ein- mitt mjög viðkvæmur í lund. Ekk- ert í þessum heimi snertir mig jafndjúpt og það, að sjá unga elsk endur. Þar sem ég er nú sjálfur orðinn of gamall til að eiga í ástabralli, án þess að gera mig að fífli, hef ég sérstaka ánægju af að gefa elskendum hol’ ráð — með al annars þá ráðleggingu, að ætl- ast aldrei til þess, að allar kring umstæður séu fulllcomnar og eyða ekki hinni dýrmætu æsku sinni til ónýtis vegna einhverra smávægi- legra örðugleika — i stuttu máli ságt, halda áfram að lifa“. „Ég er hræddur um, að nú sé um seinan fyrir mig að bæta úr því“, sagði ég. Ég hitti O’Neill nokkrum sinn- um næstu tíu daga og fylgdi hon- um til skips, þegar hann lagði af stað til Englands. Þegar hann var farinn, fannst mér ég hafa misst þann eina vin, sem ég átti í Hong Kong, og örvæntingin náði aftur tökum á mér. Síðasta heilræðið, sem hann gaf mér, var þetta: — „Farðu og sæktu stúlkuna þá arna — eða gleymdu henni og fáðu þér aðra. Þú verður að minnsta kosti að taka ákvörðun um, hvorn kostinn þú tekur — og fram- kvæma hana síðan óhikað og án tafar“. Ég þóttist viss um að þetta væri gott ráð og hugleiddi fyrri möguleikann. Ég gat auðvitað far ið og sótt Suzie, en ég var jafn- sannfærður og áður um, að ég gæti ekki sætt mig við sjómenn- ina, og þar af leiúandi yrði ástand ið von bráðar það sama og var, áður en hún fór. En hvað þá um hitt úrræðið? Átti ég að fara nið- ur í veitingasalinn í Nam Kok og fá mér aðra stúlku? Nei, með því brást ég trúnaðartrausti þeirra. Það yrði til þess, að þær misstu allt álit á mér. Ég hafðist því ekkert að; hélt áfram að vakna hvern morgun með lamandi kvíða fyrir deginum, sem fram undan var og bíða eftir, að barið væri að dyrum. Dag nokkurn sagði Typhoo mér, að hún hefði hitt Suzie í borginni. THIS THUNDERSTORM IS MADE TO ORDER. LOUIS... N( lN TEN MINUTES, THE DYNAMITE IS PLACED IN THE BEAVER DAMS AND TUGGLE DROPS THE PLUNGER a r í ú á 1) „Þetta þrumuveður kemur eins og kallað, Lúðvík. Það heyr- ir ekki nokkur maður hávaðann af sprengingunni”. As TUGGLE MÓVES DOWN THE TRAIL.HIS FOOT HITS THE WIRE FROM TIMMV'S CAMERA 2) Þegar Tryggvi gengur nið- ur að vatninu, kemur hann með faetinum við vírinn, sem tengdur er myndavél Tomma. „Hvað var þetta? Sástu nokkurn glampa, Lúðvík?” — „Auðvitað, það eru eldingar, og mér er ekkert um að vera úti í þess háttar veðri“. 3) Tíu mínútum síðar eru þeir búnir að koma sprengiefninu fyrir í bjórstýflunum og Tryggvi þrýstir sprengistönginni niður. Hún hafði komið tii þess að verzla, og hún hafði sagt Typhoo, að hún ætlaði ekki að heimsækja mig. Hún hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri betra að láta það vera, meðan hún byggi með Rodney. Við þessar fréttir missti ég síðasta vonarneistann, og örvæntingin heltók mig meira en nokkru sinni fyrr. Allt virtist vonlaust og tilgangslaust, njýrkrið grúfði yfir sál minni. Ég ireyndi að neyða sjálfan mig til ajf vinna — stóð og starði með liti f hönd- um, á mynd, sem ekki hafði verið lokið við, og braut heilann um, hvað ég ætti að gera við hana, þar sem það hafði kostað mig allt mitt viljaþrek að standa upp og taka mér stöðu fyrir framan málara- grindina. Ég gafst upp og fór út, reilcaði um göturnar, en örvænt- ingin sleppti aldrei tökum á mér. Ég kom heim og sat einn úti á svölunum. Fegurð útsýnisins snart mig ekki hið minnsta, ég hefði haft sömu ánægju af að horfa á múrvegg. Ég tók bók mér í hönd, en ég gat ekki einbeitt huganum að henni. Enginn kom. Enginn mundi nokkru sinni koma. Ég heyrði óminn af röddum gegnum þunnt trjáþilið, sem aðskildi sval- irnar frá þeim næstu; hvísl karl- manns, fliss stúlku. Ég lokaði aug unum. Tilveran var mér óbærileg kvöl. Sú sára kvöl, sem stafar af einmanaleika. Að lokum gat ég ekki afborið hana lengur og hugsaði með mér: Ég fer að ráðum O’Neill, tek á mig rögg og fæ mér aðra vin- stúlku og bind með því enda á einstæðingsskap minn. Með því móti öðlast ég aftur áhuga á líf- inu og mun geta tekið til starfa á ný. Ég fór niður í veitingasalinn. Sama sektartilfinningin ásótti mig og væri ég þ&ngað kominn til þess að stela úr vasa bezta vinar míns. Ég settist niður við borð, og Gwenny kom til að spjalla við mig. Nei, hugsaði ég, ekki Gwenny. Ég þekki hana of vel. Hún er mér sem systir. Ég horfði á Miðvikudags-Lulu, sem var að skipta um plötu á grammofóninum. Hún er mjög snotur, hugsaði ég. Hún er jafn- vel fögur, og mér gæti eflaust orðið mjög hlýtt til hennar. En SHlltvarpiö Miðvikudagur 20. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20,30 Tónleik- ar (plötur). 20,50 Erindi: Pólski presturinn Kopernikus, höfundur hugsunar og heimsmyndar vorra tíma (Hjörtur Hálldórsson mennta skólakennari). 21,10 Samsöngur: „Golden Gate“-kvartettinn syngur negrasálma (plötur). 21,30 Kímni saga vikunnar: „Ósigur ítalska loftflotans i Reykjavík 1933“ eft. ir Udór Kiljan Laxness (Ævar Kvaran leikari). 22,10 Kvöldsag- an: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XXIV. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22,30 Á dansskónum: Jan Moravek og hljómsveit hans leika. Söngvari: Alfreð Clausen. 23,00 Dagskrárl. Fimmtudagur 21. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 19,30 Tónleikar: Harmoniku- lög (plötur). 20,30 „Byssa og Svaði", ferðaþáttur að norðan (Sigurður Jónsson frá Brún). —■ 20,50 Tónleikar (plötur). — 21,10 Upplestur: Gunnar Dal skáld les úr þýðingu sinni á „Spámannin- um“, ljóðabók eftir Kahlil Gibran. 21,30 Tónleikar: Kór og hljóm- sveit Rauða hersins syngur og leik ur; Alexandroff stjórnar (plötur). 21,45 Samtalsþáttur: Störf sveita æskunnar fyrr og nú. — Eðwald B. Malmquist heimsækir fjóra feðga að Syðra-Langholti Hruna mannahreppi. 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dick- son Carr; XXV. (Sveinn Skorri Ilöskuldsson). 22,30 Lög af léttu tagi (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.