Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. ágúst 1958 MORCVNBLAÐIÐ 15 Rog aland sbréf um búvélar MEÐ því verðlagi, sem nú er að myndast, mun vera rnikið tii tómt mál að tala um búvélakaup bænda. En þó fer saman að á miklu veltur að því fé sem saml kann að vera varið til búvéla sé varið til að kaupa góðar og hent ugar vélar. í því sambandi vil ég minnast á tvær vélar, sem ég hef séð víða í notkun í vor og sumar, á báðar hef ég minnzt áður, en þess mun þurfa að endurtaka það. Þetta er mykjudreifirinn Doff en og skurðgrafan Moldvarpan. Það munu vera 2—3 ár síðan kaupfélagsstjóri á Austurlandi (ekki úr Vopnafirði) kom til mín og spurði mig um álit mitt á Gnýblásaranum norska, eða Höy- kanon, sem vél sú er nefnd hér í Noregi. í því sambandi komst kaupfélagsstjórinn svo að orði: „Búskapurinn er að verða leikur hjá því sem áður var, þá var þetta sífelldur þrældómur, nú er ekki lengur um neinn þrældóm að ræða nema að koma fyrir heyi í stórum hlöðum, þegar ört er hirt — það er þrældómur, og gætum við losnað við þann þræl- dóm, þá væri mikið unnið“. Ég sagði kaupfélagsstjóranum að honum væri alveg óhætt að kaupa „fallbyssuna", hún myndi vel reynast. Síðar kom í ljós, að hann hafði keypt tvær, til notk- unar á sömu jörðinni, tvíbýlis- jörð, þar sem ættingjar hans búa á báðum hálflendunum. Blásar- ax-nir reyndust auðvitað vel, þótt sá ijóður væri á, að ekki var hægt að nota rafmagn frá héraðs rafveitu þó komið væri í bæinn, sökum þess að stærð á spenni var skorin við nögl hjá ráðamönn- um, en það er nú önnur saga — sorgarsaga í búskap margra bænda. En ég er ekki að öllu leyti sam mála kaupfélagsstjóranum, ef ræða skal um þrældóm, raunar er ofmælt að tala um þrældóm þó að verk sé erfitt, ef eigi þarf að vinna það til langframa. En það er annar þáttur verka en heyskapurinn, sem enn hefur ekki unnizt að beita svo vélum við, að vel sé; það er aS koma búfjáráburði úr húsi á völl og dreifa honum þar. Akstur mykju og annars báfjáráburðar er raun- ar enginn þrældómur, en þetta er mikið verk, nokkuð óþrifalegt og því ekki vinsælt, ef svo ma segja. Aukin og bætt vélatök við að handleika áburðinn og hag- nýta eru því mikils virði. Margir bændur hafa keypt mykjudreifa af amerískri gerð. Þeir hafa reynzt nokkuð vel, en ekki meira en það. Nú vil ég fullyrða að norski dreifirinn Doffen sé mikil framför, miðað við þær aðstæð- ur, sem eru víðast hjá íslenzkum bændum, sem búa mest við naut- gripi. Það er ekki hálmur né hey í mykjunni og undirburður eng- inn eða lítill og mykjan í haug- húsi því yfirleitt blaut og jafn- vel lepruleg. Slíkum áburði dreif ir dreifir, þessi mjög vel og er mjög mikilvirkur. Haustið 1957 var reyndur nokk uð eínn Doffendreifir á Hvann- eyri (og Akranesi?) Nú hefur dreifirinn verið endurbættur til mikilla bóta til þess að auðveld- ara sér að dreifa þurrum áburði, t. d. hrossataði, en það skal tekið fram, að ég hygg, að hanh geti ekki dreift sauðataði sem stungið er út, en vafalaust taði úr grinda húsum. Mykjudreifirinn Doffen er þannig smíðaður, að ef mykju- kassinn með drcifitækinu er tek- inn af hjólagrindinni, og það er fárra mínútna verk, er hægt að nota grind og hjól sem tvíhjóla traktorvagn og setja á hann vagn pall og grindur af þeirri gerð, er henta þykir. Eitt má nefna, sem „galla“ á dreifi þessum, hann er hár og því nokkuð erfitt að hlaða hann (moka upp I hann) með hand- afli. Er þar komið að öðrum þætti þess að koma mykjunni á völl. Það þarf að vera megin- regla að nota traktor með trakt- orsskóflu til þess að moka í dreifi eða á vagn — það er eina að- ferðin sem fullgóð er, þar sem um mikinn áburð er að ræða. Margir bændur eiga nú slík moksturstæki, en aðstaðan til að nota þau með fullum árangri er óvíða góð, haughúsin ekki svo há undir loft né svo vítt til veggja, að auðvelt sé að koma við trakt- or til moksturs inni í húsinu. Helzta úrx'æði væri að aka inn í haughúsið, fylla skófluna og hefja á loft, aka svo aftur á bak út úr húsinu til þess að tæma skófluna í dreifinn sem þar stendur. Slík vinnubrögð eru hvergi nærri eins hraðvirk og vera bæri, en geta þó vel gengið — En meðal annarra orða, verð- ur ekki bezt — vegna véltækn- innar og þeirrar nauðsynjar að nota hana að fuliu — að hætta að byggja haughús undir fjósi en í þess stað að hafa alveg opin hauðstæði við fjósvegg? Einnig gæti komið til mála að haugstæð- ið nái aðeins inn undir endann á fjósinu, til þess að létta flór- moksturinn, en sé annars opið haugstæði. Hin vélin, sem ég vil minnast á, á ný, er skurðgrafa tengd við sterkan fjögurra hjóla traktor, eins og t. d. Fordson Major. — Margar gerðir af slíkum vélum eru í notkun hér í Noregi og auð- vitað víða um lönd. Ég hef áður stungið upp á að Vélanefnd keypti eina slíka gröfu og notaði við smærri verkefni og skurða- gerð. Við nánari kynni af gröfu þessari sé ég glöggt, að ræktun- arfélag, eins og t. d. Ræktunar- samband Flóa og Skeiða, gæti haft mikil og góð not af slíkri gröfu. T. d. við að grafa fyrir vatnslögnum og skólpræsum, grafa fyrir veggjum húsa og við minni háttar skurðagerð margs konar. Vélin hentar sérstaklega, að mínum dómi, þar sem saman fer nauðsyn manna í þéttbýli og dreifbýli — Flóahrepparnir ogl Skeið — Eyrarbakki, Stokks- eyri, Selfoss og Hveragerði. Við margt af því sem ég hef nefnt er trakorgrafan þægilegri í notkun og handhægari heldur en venjuleg skurðgrafa af þeirri gerð er við notum við fram- ræslu og bezt reynist við þau störf. Ég vil nefna sem dæmi: Það er verið að byggja íbúðarhús hér rétt hjá þar sem ég dvelst nú. Framkvæmd hófst á þann hátt, þegar hælar höfðu verið settir niður til að marka fyrir húsinu, að ungur maður kom á Fordson Major traktor með við tengdri gröfu. Hann hóf gröftinn við aðal vatnsæð við þjóðveginn og gróf fyrir vatnsleiðslu heim að grunm hússins er byggja skal í 100—200 metra fjarlægð. Þá tók hann að grafa fyrir veggjum hússins er á að vera án kjallara eða réttara sagt með kjallara, sem er að mestu ofanjarðar. Pilturinn gróf á dagsstund fyrir útveggjum hússins og fyrir einum þvervegg í húsinu. Þetta gekk svo greið- lega að mjög lítið þurfti um að bæta með handafli til þess að hægt væri að leggja vantslögn — pípur úr plasti — og hefja upp- slátt móta til að steypa gruni^ veggja. Jarðvegur: gamalræktað tún, fremur rakt, en grunnt á blending af grjóti og möl. Slíkur jarðvegur grófst fullum fetum með vélinni og gröfumaður hik- aði ekki við lyftings-steina þó j fyrir yrðu. Grafa sú er hann not- • aði, Molelvarpan, er líka smíðuð I hér á Jaðri og margreynd við | þau jarðvegsskilyrði sem hér er um að ræða — mýrar og grýtta mójörð. — Svona grafa mun nú kosta um 15 þús. kr. norskar, komin í skip. Ég teldi því fé vel varið sem færi fyrir eina slíka gröfu til nota á Suðurlandsundir- lendinu, hið sama gildir auðvitað miklu víðar, t. d. á Akureyri og nærsveitum, í Reykjavík, Borgar firði o. s. frv., en það þarf ekki að kaupa neinn hóp af slíkum vélum umfram það sem full not heimta, flutningur stað úr stað er svo auðveldur og traustur hjólatraktor notast víða og er tii margra hluta nytsamlegur. Jaðri, 24. júlí, 1958. Árni G. Eylands. Bandarlkjamenn munu gera aðra tilraun til að skjóta eldflaug til tunglsins 14. sept. n.k. CAPE CANAVERAL, 19. ágúst. — Nú er unnið að rannsóknum á leifunum af eldflauginni, sem Bandaríkjamenn reyndu að skjóta til tunglsins s.l. sunnudag, en eins og þegar hefir verið skýrt frá sprakk eldflaugin 77 sek., eft ir að henni hafði verið skotið á loft. Yfirmaður rannsóknardeildar bandaríska flughersins, Roscoe Wilson, hefir bent á það, að Rúss- ar kunni að verða fyrri til að skjóta eldflaug til tunglsins, þvi að landfræðileg lega Ráðstjórnar ríkjanna veiti þeim eins dags for- skot að því er varði hagstæða af stöðu tunglsins til jarðarinnar. Kvaðst hann vera sannfærður um, að Rússar hefðu gert a.m.k. einu sinni og jafnvel oftar tilraun til að skjóta eldflaug til tungls- ins. í fréttaskeyti frá AFP segir, að Bandaríkjamenn muni gera aðra tilraun til að skjóta eldflaug til tunglsins 14. sept., ef skilyrði leyfa. Það var fyrsta þrep tungleld- flaugarinnar, af Thorgerð, ;em sprakk og féll í hafið, hin tvö þrepin af endurbættri Vanguard- gerð héldu áfram út í geiminn. Er nú verið að rannsaka leifarn- ar -af fyrsta þrepinu og yfir maður eldflaugadeildar banda- ríska flughersins Bernard Schrie ver, sagði, að allt boati til þess að sprengin hefði stafað af því, að orkugjafinn hefði ekki starfað með eðlilegum hætti. Sagði hann, að það myndi taka a.m.k. viku að ganga endanlega úr skugga um, hvað hefði valdi, sprengjunni. KAÍRÓ, 19. ágúst. — Reuter. — Soldáninn af Lahej, sem Bretar hafa gert útlægan úr furstadæmi sínu í Aden, sagði í dag, að hann nyti stuðnings Nassers, forseta Arabiska sambandslýðveldxsins, i deilum sínum við Breta Mínar beztu þakkir til allra, sem heimsóttu mig og glöddu með, skeytum, blómum og gjöfum á sjötíu ára afmæli mínu. Með innilegri kveðju. Ágúst Einarsson, Bjólu. Mínar hjartanlegustu þakkir til allra, sem heimsóttu mig og glöddu með skeytum, blómum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu 21. júní s.l. Sérstaklega þakka ég börnum og tengdabörnum fyrir rausnarlegar gjafir. Guð blessi ykkur öll. Guðmundína Ragúelsdóttir, Fögrukinn 26, Hafnarfirði. Öllum þeim mörgu vinum mínum og velunnurum, fjær og nær, sem heiðruöu mig og glöddu á einhvern hátt á ní- ræðisafmæli mínu, þakka ég hérmeð hjartanlega fyrir vin- semd þeirra og velvild í minn garð. Búnaðarfélagi íslands þakka ég þann mikla heiður, sem það sýndi mér, með því að sæma mig heiðursgjöf fyrir störf mín á Hvanneyri. Mín bezta ósk Búnaðarfélagi Islands til handa af þessu til- efni, er sú, að íslenzk bændastétt megi ávaUt njóta ávaxtanna af hinu mikla brautryðjendastarfi Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra, sem unnið var af tryggð til ættjarðarinnar og glöggum skilningi á framtíð íslenzks landsbúnaðar. Mitt innilegasta þakklæti færi ég frú Svövu Þórhalls- dóttur, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörrium fyrir alla þá velvild, ástúð og umönnun, sem þau hafa sýnt mér síðan leiðir okkar lágu fyrst saman og nú síðast gerðu mér þennan afmælisdag minn svo hátíðlegan og ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og launi alla velvild í minn garð fyrr og síðar.' Reykjavík, 18. ágúst 1958, Þorbjörg Björnsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar ÞOKVALDLR ÞORKELSSON prentari, andaðist í Landakotsspítala 17. ágúst. Áróra Guðmunxlsdóttir og börn. Hjartkær eiginmaður minn, og elskulegi faðir okkar BERNHARD A. F. WIENCKE sem andaðist 18. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju 21. þ.m. kl. 1,30 e.h. Elsa Wiencke, Karin Wiencbe, Pétur Wiencke og Ragnar Wiencke. Þökkum auðsýnda vinsemd og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu, móður og tengdamóður okkar MARGRÉTAR KRISTJÖNU ÞORSTEINSDÓTTTUR Hnífsdal. Hjörtur Guðmundsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Jóakim Hjartarson, Kristjana Hjartardóttir, Elísabet Hjartardóttir, Helga Jóakimsdóttir, Sigríður Jóakimsdóttir, María Jóakimsdóttir, Aðalbjörg Jóakimsdóttir, Friðrik Maríasson, Ólafía Alfonsdóttir, Karl Sigurðsson, Bjarni Ingimarsson, Halldór Ingimarsson, Snæbjörn Ölafsson, Guðjón Guðjónsson, Geir Ólafsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför JÓNS GESTSSONAR Guðrún Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ODDS JÓNSSONAR frá Miðkoti. Systkini hins látna og Jónas Jónasson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föðursystur minnar ÖNNU M. BJÖRNSDÓTTUR fyrrverandi hjúkrunarkonu frá Stöðvarfirði. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir alla þá umönnun sem það lét í té í veikind- um hennar. Bjarnheiður Brynjólfsdóttir. Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og.jarðarför HAFLIÐA HAFLIÐASONAR Skipholti 20. . Ólöf Guðjónsdóttir, Aldís Hafliðadóttir, Guðjón Hafliðason, Aðalhciður Hafliðadóttir, Aldís Sigurðardóttir, og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.