Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. ágúst 1958 M ORCrllNBL AÐIÐ 9 íslendingar Jburfa a& gera skrá yfir jbau handrit, er Jbei'r óska eftir að fá heim Spjallað við Martin Larsen, lektor, um handritamálið og fleira UNDANFARNA tvo mánuði hef- ir dvalizt hér á landi hinn danski menntamaður og rithöfundur, Martin Larsen, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Á árunum 1946 til 1951 dvaldist hann hér nokkurn veginn sam- fleytt, var sendikennari í dönsku við Háskólann hér og um ieið blaðafulltrúi hjá danska sendi- ráðinu í Reykjavík. Hefir Martin Larsen sýnt mikinn áhuga og skilning á íslenzkum málefnum fyrr og síðar og ritað fjöida greina fyrir dönsk blöð og útvarp um þau efni. — Einnig hefir hann verið afkastamikill við þýðingar á íslenzkum bókmenntum, göml- um og nýjum. Þannig hefir hann þýtt á dönsku öll Eddukvæðin og Njálu, stytta fyrir kennslu í dönskum menntaskólum. Meðan hann hefir dvalizt hér í sumar hefir hann unnið að þýðingu á íslenzkum sagnaþáttum frá mið- öldum, sem koma munu úi á næsta ári á dönsku — mynd- skreyttir af Marli Brande. — Er hér um að ræða tilraun, segir Martin Larsen — til að vekja á- huga danskra lesenda á íslenzk- um fornbókmenntum — með því að gefa þær út i nútímaformi. Fyrir nokkrum árum gaf hann út úrval af Eddukvæðunum my-ndskreytt af Mogens Zieler. ■ Af nútímabókmenntum íslenzk um hefir Larsen þýtt Gerplu og Brekkukotsannál eftir H. K. Lax- ness, Á bökkum Bolafljóts eftir Guðmund Daníelsson og skáld- söguna Blindingsleik eftir sama höfund hefir hann í deiglunni. Einnig hefir hann þýtt íslenzkan Aðal Þórbergs Þórðarsonar, nokk uð styttan. Að atvinnu er Larsen annars menntaskólakennari í Gentofte í Kaupmannahöfn — kennir þar m. a. íslenzkar bókmenntir. Er Mbi. hitti Martin Larsen fyrir nokkru að máli barst talið m. a að íslenzkum fréttaflutningi í Danmörku og afstöðu Dana til ýmissa íslenzkra málefna. Áhugi á íslenzku efni Blöð og útvarp í Danmörku, segir Larsen, taka alltaf fúslega við íslenzku efni. En það verður að vera eitthvað skemmtilegt og raunhæft og umfram allt vel skrifað og flutt. — Sé svo, er alltaf nógur áhugi fyrir hendi. En Danir eru fljótir að finna auglýsinga- eða áróðurskeim af því sem fyrir þá er borið — sé um nokkuð slíkt að ræða — og kunna því illa. Hins vegar kunna þeir vel að meta góða kímni, en ég hefi stundum orðið var við, að íslendingar eru dálít- ið næmir og óþarflega mikið á verði gagnvart slíku. Maður gerir nefnilega aldrei, hvorki Datnr né aðrir, gys að aumingjum, held- ur miklu fremur hinum, sem maður veit, að standa jafnkeikir eftir sem áður. — Atmenningur i Danmörku veit annars heldur lítið um Isiand og íslendinga, gerir sér ymsar skrítn ar hugmyndir um þá, þótt þeir viti auðvitað að landið er ekki byggt Eskimóum. Ættu að blanda geði við Dani Eitt atriði í þessu sambandi langar mig til að drepa á. — Það eru íslenzku stúdentarnir í Kaup mannahöfn. Þeir ættu að blanda meira geði við Dani en þeir gera, og þetta á reyndar ekki aðeins við um stúdentana heldur aðra fs- lendinga í Höfn. Þeir eru þarna hundruðum saman — Höfn er á köflum hálfíslenzk borg. — En þeir íslenzku halda sig alltaf saman — í hóp út af fyrir sig og Martxn Larsen. kynnast Dönum og Danmörku miklu minna en æskilegt væri. Það yrði báðum aðilum ávinning- ur, að þetta breyttist. Einn íslend ingur sem kemur vel fram og gerir sér far um að kynna land sitt og þjóð gerir rniklu meira gagn en margar greinar í blóðum og útvarpi. Undrun og vonbrigði Aðspurður um handritamálið og álit hans á, hvernig það muni til lykta leitt — svarar Martin Larsen: Þegar Alþingi þverneitaði fyrir fjórum árum að ganga til samn- inga í maiinu urðu margir Danir sem hlynntir voru málstað ís- lands fyrir mjög miklum von- brigðum — ekki hvað sízt þáver- andi forsætisráðherra, Hans Hed- toft. Síðan hefir málið í rauninni ekki verið tekið upp aftur. Ég get sjálfur skilið nokkuð vel afstöðu Alþingis en í Danmörku almennt var hún nær óskiljanleg. í danska þinginu átti hinn ís- lenzki málstaður marga góða stuðningsmenn sem urðu bæði hissa og vonsviknir yfir hvernig íslendingar brugðust við sarnn- ingstillögu Dana. Jafnvægi milli háskóla á Norðurlöndum — Er það annars ekki heldur takmarkaður hópur manna í Dan mörku, sem lætur sig handritm nokkru skipta? — Jú, í rauninni er það svo. Almenningur hefir engan áhuga á þeim. Það eru vísindamenn- irnir, nokkrir þeirra, sem eru harðastir fyrir og ósveigjanleg- astir. Það er trú mín, að hin endanlega lausn málsins verði „pólitísk lausn", því að svo erfitt sem það er fyrir stjórnmála- menn að komast að niðurstöðu um þetta mál, þá verður það ennþá erfiðara fyrir vísinda- mennina. — Og hvað teljið þér lxina endanlegu lausn? — Ég er sannfærður um að hin endanlega lausn verður sú, að íslendingar fá flest handritin heim, ef rétt og gætilega er farið. Háskóli íslands og íslenzkir fræðimenn þurfa á þeim að halda og atriði, sem ég tel þýðingar- mikið, er, að með því að fá mik- inn skerf handritanna íslending- um í hendur myndi skapað jafn- vægi milli háskóla á Norðurlönd- um, ef Háskóli íslands, sem er enn aðeins ungur að árum. fengi þannig sérstöðu til að veita ís- lenzkum og erlendum stúdentum og fræðimönnum aðgang að hin- um fornu handritum. Geta ekki varið stefnu sína HONG KONG, 15. ágúst. — Pe- king útvarpið skýrði svo frá í dag, að Chou En-Lai, forsætisráð herra Peking-stjórnarinnar, hefði látið svo um mælt, að Kín- verjum væri ekkert umhugað, að Bandaríkjamenn viður- kenndu stjórn kommúnista. Kín- ag verjar hefðu fyrir löngu vitað, tll_ | að Bandaríkjamenn mundu eiga málinu. Þeir þuría! erfitt með að hverfa frá stefnu nákvæma skrá yfir | sirmi gagnvart Kínverjum. Ef þau handrit, sem þeir óska að íá Bandaríkjamenn hyrfu frá stefnu heim. Það þýðir ekki að gera|sinni> Þá Sætu Þeir aldrei varlð kröfu til alls • Árnasafns. Þess Verða að koma með ákveðnar tillögur En koma lögur í að gera Islendingar þurfa fram með ákveðnar vegna er það alveg nauðsynlegt, að íslendingar taki fram skyrt og ákveðið, hvað þeir vilja fá af handritunum. — Og sem gjöf verða þeir að fá þau, að minnsta kosti að forminu til. Þannig tel ég líklegast að sú lausn fáist, sem báðir gætu við unað. Má ég svo að lokum — segir Martin Larsen brosandi — á þess um síðustu og verstu tímum, þegar deilt er um þjóðerni Eddu- kvæðanna, benda á, að það var skapmikill danskur vísindamað- ur, Jessen að nafni, sem bölvaði sér upp á, að Eddakvæðin væru alíslenzk. Við skulum vona, að Danir einn góðan veðurdag, þeg- ar vel liggur á þeim, muni bölva sér upp á veiðeigandi lausn handritamálsins. sib. Bandaríkjamenn um að hafa auk ið viðsjár á Formósusundi með því að sigla flota sínum þangað — og auk þess krafðist hann brottflutnings Bandaríkjahers frá S-Kóreu. KuWatíð við Ð|úp ÞÚFUM, 17. ágúst. — Hér er kalt í veðri daglega en oftast þurrt. Fyrri túnaslætti er um það bil að ljúka og taða víða alhirt. Háarspretta er lítil í ár og verða því bændur að sækja heyskap á engjar að einhverju leyti, sem lít- ið hefir verið um undanfarin ár. Rækjuveiðar eru nú byrjaðar á ný í Djúpinu. — P.P. Fnisal og Nosser ó eitt súttir KAIRO, 18. ágúst. — Faisal prins, forsætisráðherra Saudi-Arabíu hélt heimleiðis í dag eftir viðræð ur við Nasser. Við brottförina sagði hann, að viðræðurnar hefðu verið mjög árangursríkar. Nú hefði tekizt að kveða niður allan ágreining með ríkjunum — og samkomulagið væri betra en nokkru sinni áður. Mátti skilja það á Faisal, að hann teldi málefnum Arabaríkj- anna betur borgið eftir uppreisn- ina í írak — og sagði hann engan ágreining um það milli þeirra Nassers. Þetta er í fyrsta sinn, sem Faisal fer til fundar við Nasser siðan hinn síðarnefndi sakaði Saud konung um að hafa undir- búið banatilræði við sig. Hún fór utan til að læra hannyröir, en seitisi aú j Vesturheimi Samtal við Rósu Friðriksdóttur Crow/ey NÚ á seinni árum hafa heim- sóknir Vestur-íslendinga hingað til ættjarðarinnar orðið æ tíðari. Flestir hafa þeir yfii'gefið landið fyrir fjölda ára og þá út af basli og erfiðleikum hér hema. — Sl. tvo mánuði hefur vestur-íslenzk kona, Rósamunda Friðriksdóttir Crowley verið hér í heimsókn. Er hún yfirgaf ættland sitt í maí mánuði 1911, þá 28 ára gömul, var það alls ekki vegna neinna erfið- leika. Og til þess að fá að heyra eitthvað um þessa dugmiklu konu, sem menntaþráin dró af landi burt fyrir svo mörgum ár- um, heimsótti fréttamaður Mbl. Rósu og rabbaði við hana stutta* stund. Sterk menntaþrá — Hvaða ástæour iágu til þess að þú yfirgafst landið 1911? — Það var menntunarþráin sem kom mér af stað. Eg haföi verið á kvennaskóianum i Ytri- -ey, Húnavatnssýsiu, (nú hús- mæðraskólinn á Blönduósi) og íyrir milligöngu skólans fékk ég ókeypis skólavist á dönsk- um hannyrðaskóla. Var ég þar í tæp þrjú ár og ætl- aði þá að vera nokkurn tíma í Skotlandi til þess að læra enska tungu. Svo brauzt fyrri heims- styrjöldin út er ég ætlaði til ís- lands. — Og þá fórstu til Bandaríkj- anna? — Já, vinkona mín ein var farin þangað og skrifaði mér að þar væri gott að vera og ég skyldi koma. Ferðalagið tók 21 dag, alla leið til Seattle á Kyrra- hafsströndinni. — Þú hefur fengið atvinnu þar? — Já. Fyrst vann ég við hjúkr- un og síðar við matreiðslu. Ann- ars giftist ég 3 árum eftir að ég kom þangað. Maðurinn minn var af norskum ættum, Anton Peter- son, en hann var mjög heiisuveill og lézt 4 árum eftir brúðkaupið. Fór að búa — Og þá stóðstu uppi ein? —- Jú, víst. En Anton hafði keypt handa okkur dálítinn bú- garð hjá Everett, sem er smábær skammt frá Seattle. Ég bjó áfram á bænum og tók þá að mér mun- aðarlausan dreng, sem ég ói siðan upp. — En svo giftistu aftur? — Ja, blessuð vertu. Eg var ekki nema 3 ár í ekkjus'andinu. Sernni maðurmn minn var banda rískur ekkjumaður Charles Crow ley með tvo syni og eina dóttur. Hann var verkstjóri i viðarverk- smiðju, en ég hugsaði um búgarð inn. En nú er hann látinn fyrir 2 árum. — Þú býrð ennþá? — Já, ég geri það að nafninu til. Nú eru börnin öll gift og farin að heiman. Ég hef þetta svor.a 5 kýr og rækta svo ávexti og grænmeti. — Og þú kannt vel við þig á Kyrrahafsströndinni? Hitturðu nokkru sinni íslendinga í Seattle? — Ég'kann vel við mig, landið er gott, en íslendingana í Seattle hitti ég aldrei. Ég átti þar lengi Þessi mynd var tekin af Rósu rétt áður en hún fór til Danmerkur. eina vinkonu, Önnu frá Langa- Botni. — Hvernig ferðu þá að halda íslenzkunni svona vei við? • — Ég hef alla tíð haft rnikið yndi at bókum. Heima á ég tíá- gott bókasaín, eitthvað um 1000 bindi. Þar af er náttúrlega mikið íslenzkt sem ég les. Svo hef eg lika skrifað íslenzkuna alla tíð. Gleðst yfir velmeguninni — Hvernig leizt þer svo á þig er heim kom eítir öll þessx ar? — Framúrskarandi vel. Ég er ákaflega glöð ýfir að ég sé að hér er mikil velmegun, sem ekki var þegar ég fór héðan. Ég hef oft ráðgert að koma og er glöð yfir að ég skyldt loksins láta verða aí þvi. — Áttu ekki fjöldann allan af skyldfólki hér? — Jú. blessuð vertu. Ég er af hinni fjölmennu Arnardalsætt. Ég hefi hitt fjöldann allan af skyldfólki og það hélt mér veizlu um daginn þar sem mættir voru eitthvað um 40 manns. Svo er ég búinn að ferðast á æsku- slóðirnar, Vestfirðina. — Já, þú ert fædd á Vestfjörð- unum, hvar? — Ég fæddist að Hóli á Bíldudal og foreldrar mínir voru Guðrún Ólafsdóttir og Friðrik Símonarson. Eg átti fjölmörg systkini, en þau eru nú öll látin utan einn bróðii sem er á elliheimilinu Grund. í Hnífsdal hitti ég systurbörn mín og síðan fór ég á ísafjörð, Dýrafjörð og Arnarfjörð. — Þá er ég búin að fara upp að Reykjalundi og hitta frænda minn þar og einnig fór ég til Akraness í heimsókn. — Á meðan ég hef verið hér í bænum hef ég búið hjá fi'ænkum inín- um, fyrst frú Sigríði J. Magnús- son og síðan hjá systur hennar frú Önnu Bjarnason. — Og nú ertu á förum? — Já, tíminn líður fljótt. Og ég fer einungis með góðar ininn- ingar frá íslandi. Öll skyidmenni mín hafa verið svo fjarska vin- gjarnleg, og það er einlæg ósk. mín að ísland og íslendingar eigi g'óða framtíð. Asgrnnsmálverk meðferðis Þegar Rósa kom tu iauasins haiði hún meðíerðis málverx af sér, sem Ásgrimur Jónsson, list- málari hafði málað af her.ni er þau voru - bæði a Bíidudal skömmu eftir aldamótin. Ei petta olíumálverk, sem Rosa hetur nú gefið Listasafni ríkisms. Ásgrím- ur sagði henni að hun væri fyrsta stúlkan sem hann hefði málað mynd af. Er gaman að hafa feng- ið þessa fyrstu stúlkumynd Ás- gríms heim úr svo langri útlegð. Og svo kveðjum við þessa harðduglegu frænku okkar, sem svo lengi hefur dvalizt fjarri ætt- landi sínu og unnið annarri þjóð vel og dyggilega. Samt hefur hún haldið málinu óskertu og óskum við henni góðrar heimferðar og þökkum henni góða viðkynningu. A. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.