Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. ágúst 1958 Ibúð til sölu Lítil 3ja herbergja íbúð miðsvæðis við Grettisgötu er til sölu og laus nú þegar. Uppl. gefur (ekki í síma) JÖN N. SIGURÐSSON, hæstaréttarlögmaðui- Laugaveg 10 — Reykjavík. Nuuðungaruppoð sem auglýst var í 31., 32. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957, á húseigninni nr. 7 við Skógargerði hér í bænum, eign Guðmundar Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu toll- stjóans og bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1958, kl. 2 siðdegis. BORGARFÓGETINN I REYKJAVÍK. Nauðungaruppoð sem auglýst var í 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaðsins 1958, á húseigninni nr. 116 við Suðurlandsbraut, hér í bænum, eign Geirharðs Jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans og tollstjórans í Reykjavík, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1958 kl. 3 y2 síðdegis. BORGARFÓGETINN f REYKJAVfK. Vélritunarstúlka Starf vélritunarstúlku á skrifstofu bæjarfógetans í Kópavogi er laust til umsóknar frá 20. september n.k. Umsóknarfrestur til 15. september. Upplýsingar um starfskjör veitt í síma 12880. BÆJARFÓGETINN f KÓPAVOGI. Þvagskálar Þvagstæði Veggflísar fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipolti 15, sími 24133 og 24137. Fró Barnaskóia Hainarijarðar Börn fædd 1949 og 1950 komi í skólann þriðju- daginn 2. sept. kl. 10 árdegis. Börn, fædd 1951 (7 ára fyrir næstu áramót) mæti sama dag kl. 2 síðdegis. Börn fædd 1949 og 1950 sem flutzt hafa í skóla- hverfið í sumar hafi með sér prófeinkunnir frá síð- asta vori. Kennarafundur verður í skólanum kl. 9 árdegis sama dag. Skólastjóri. Söluturn til leigu. Nafn sendist afgr. MorgunblaSsins, auðkennt — „Söluturn — 6897“. Knittax prjónavél með kamb til sölu að Skipbolti 34 (mánudag). Verð kr. 2.600. Stórt og gott útvarpstæki ásamt plötuspiiara og sundur- dregið burnarúm, til sölu. — Upplýsingar í 32206. —■ T rillubáturinn Rán Ve 330 er ti 1 sölu. — Upplýsingar í síma 18598, frá kl. 8—5 e. h. Óska eftir tveim herbergjum og eldhús til leigu frá 1. okt., helzt í Vest urbænum. Upplýsingar í síma 13347, í dag. HERBERGI óskast við Rauðalæk eða ná- grenni. Helzt með húsgögnum. Tilboð merkt: „Strax — 6896“ sendist blaðinu. ÍBÚÐ Til leigu óskast 2ja herb. íbúð á góðum stað. 3 I heimili. (Má vera til skemmri tíma). Upp- lýsingar í síma 18262. Skólavöror í nikla úrvali Sjálfblekungar Forskriftarbækur Kúlupennar Tvístrikaðarbækur Blýantar og ótal margar aðrar tegundir reiknings og stílabóka. Ilvergi mcira úrval af skólatöskum en hjá okkur. RITFANGAVERZLUN ÍSAFOLDAR Bankastræti 8 — Sími 13048. I i \ Ódýru auatur-þýzku Strigaskórnir með innlegginu, komnir aftur, allar stærðir. — Einnig tékk- neskir KVENSTRIGASKÖ R Gott úrval. VINNUSKÓR fyrir karlmenn með leður- og gúmmísólum. SKQVERZLU AIIM Framnesveg 2. ? — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 11. það var að viti Sjálfstæðismanna skilyrði fyrir, að úr því yrði bætt,1 sem áfátt kynni að vera. En í þess ! um efnum hafa Sjálfstæðismenn ætíð talið, að við yrðum að tjalda 1 öllu sem til væri og búa okkur I svo úr garði áður en í baráttuna ' væri lagt, að sem mestar líkur yrðu fyrir framgangi máls okkar áður en yfir lyki. Allt að viima, engu að tapa Sjálfstæðismenn töldu í vor, að þá bæri enn að verja „örfáum vikum til þess að skýra fyrir bandalagsþjóðum íslendinga þessa hagsmuni, sem tilvera þjóð- arinnar byggist á“. Sú skoðun varð þá ekki ofan á. Sjálfstæðis- menn telja enn misráðið, að ekki var fylgt þeirra ráðum, en hér sem ella verður að taka stað- reyndunum, eins og þær eru. Sjálfstæðismenn telja málstað þjóðarinnar svo sterkan, að hún hljóti að hagnast á viðræðum um málið við andstæðinga okkar í því. Þeim mun fremur sem þeir eru einmitt flestir bandamenn okkar og fram að þessu hefur engin ástæða verið til að draga velvilja þeirra í okkar garð í efa, þrátt fyrir það þó, að þeir hafi aðrar hugmyndir um hagsmuni og réttarreglur en við. Sjálfstæð- ismenn hafa því talið, að viðræð- urnar, sem átt hafi sér stað í sum- ar innan Atlantshafsbandalagsins, hlytu að verða okkur til fram- dráttar í málinu. Hitt hafa menn undrazt, hversu mjög þeir, sem af hálfu íslendinga bera ábyrgð á þessum viðræðum, hafa stillt sig um að segja sannleikann og allan sannleikann og ekkert nema sannleikann í frásögnum sínum af þeim. Það er mál fyrir sig, sem því miður of ótvíræð gögn eru fyrir, þó að öðru sé að sinna í bili en heimta þau fram í dagsljósið. Að skoðun Sjálfsl-fCismanna hafa viðræðurnar innan Atlants- hafsbandalagsins út af fyrir sig verið taldar skiljanlegar en þeir hafa aldrei haft mikla trú á, að þær leystu málið. Bæði vegna þess tvískinnungs, sem fram hef- ur komið í sambandi við þær, og þó ekki síður af því, að þær hafa verið á milli rangra manna. Það er nokkurn veginn algild regla, að ef lausn á vandasömu og við- kvæmu máli á að fást, þá verða þeir sjálfir til að koma, sem úr- slitaráðin hafa og ábyrgðina verða að bera að lokum. Sérfræð- ingar eru nauðsynlegir til undir- búnings, en oft fer svo, að sér- fræðin og hagsmunatogstreitan verður ekki síður til þess að flækja málin en greiða úr þeim. Það er vel ef öðru vísi reynist að þessu sinni, en svo virðist sem viðræðurnar í París hafi enn ekki náð því sem ætla verður að verið hafi tilgangurinn. Þýðing veru ís- lands í Atlantsliafs bandalaginu Ekki tjáir að leyna því, að ís- lendinga hefur greint á um, hvort þeir ættu að vera í Atlantshafs- bandalaginu eða ekki. Enginn vafi er þó á, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur ver- ið þeirrar skoðunar, að veran þar væri íslandi fyrir beztu. Sumir, sem því eru fylgjandi, tala þó stundum svo sem við séum þar fyrst og fremst vegna einhverra annarra og lánum land okkar vegna annarra hagsmuna en okk- ar sjálfra. Þau rök fyrir veru okkar í bandalaginu og fyrir framhaldi varnarsamningsins við Bandaríkin eru óframbærileg. Óverjandi er að vera í þessu bandalagi, nema það sé gert vegna náuðsynjár íslands sjálfs. Að við teljum okkur þar með vera að vinna fyrir okkar eigin þjóð en ekki aðrar. Þess vegna er sú hótun, að ef illa fari í hinu eða þessu máli, þá munum við fara úr Atlantshafsbandalaginu eða gera landið varnarlaust, íslend- ingum ekki samboðin. Vera okk- ar þar má aldrei verða að neinu kaupskaparatriði. Hinu er ekki að neita, að þau atvik geta skapazt i sabandi við þetta mál, sem hljóta mjög að reyna á bandalagið. Hvað sem dr. Helgi P. Briem, sendiherra í Bonn kann að hafa meint með þeim orðum, er hann sagði, að ef bandamenn okkar skjóta á okkur þá hættu þeir að vera bandamenn okkar, þá er það rétt að banda- menn skjóta ekki hver á annan. Ef til valdbeitingar kæmi, þá væri þar með stefnt til vandræða, sem erfitt ar að sjá, hvaða afleið- ingar hefðu. Fyrir þessu verða allir góðviljaðir menn að gera sér grein. Einstakt tækiíairi Með vist sinni í Atlantshafs- bandalaginu hafa Islendingar ekki aðeins tekið á sig mikilvæg- ar skyldur, heldur og skapað sér óvenjustyrka aðstöðu. Það er ein stakt, að svo lítill hópur manna sem fslendingar, hafi aflað sér þess færis til að koma málum sín um fram, sem við höfum fengið með veru okkar í Atlantshafs- bandalaginu, ef rétt er á haldið. Þar sitjum við við sama borð og með sama formlega rétti og þjóðir sem í senn eru margfalt mann- fleiri og óendanlega miklu vold- ugri en við. Þær þjóðir, geta kúg- að okkur ef þær vilja, en hafa með bandalagssáttmálanum tekið á sig sérstaka skyldu til að virða rétt okkar. Einmitt vegna þess að innan Atlantshafbandalagsins eru saman komnir flestir and- stæðingar okkar í landhelgismál- inu, er þar sérstakt tækifæri til að ræða málið og ráða því til lykta á skynsamlegan hátt. ís- lendingar mega ekki vera hrædd- ir við sinn eigin málstað og halda að fyrirmenn okkar verði að gjalti, ef þeir hitta stéttar- bræður sína úti í heimi. Atlantshaf sbarida- laginu ber að stöðva Breta Samkvæmt því sem menn nú gleggst vita, ráðgera Bretar að senda til íslands leiðangur, sem ekki er í eðli sínu fiskveiðileið- angur, heldur allt annarrar og verri tegundar. Atlantshafsbandalaginu ber að koma í veg fyrir þær tiltektir. Leiðin til þess er sú, að íslenzka ríkisstjórnin snúi sér til banda- lagsins með kröfu um, að svo verði gert. Til þess á hún ótví- ræðan rétt. Látum vera að Bretar telji frá sínu sjónarmiði, að þeir séu ólögum beittir af okkur. Of- beldisframkvæmd þeirra bætir ekki þar úr, heldur leikur beint í hendurnar á þeim, sem vilja nota landhelgismálið til að koma okkur úr Atlantshafsbandalag- inu. Hér eiga engar hótanir við og á málið verður að líta, eins og það liggur fyrir. Það er engin af- sökun fyrir okkur, þó að Bretar komi illa fram. Við verðum sjálf- ir að hegða okkur af skynsemd og rógsemi. Það er eðlilegt að við hugsum til Atlantshafsbandalags- ins í því sambandi, en þá eigum við sjálfir að taka málið þar upp og krefjast þess, að ráðherra- fundur sé tafarlaust haldinn svo sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert að tillögu sinni. HÖRÐUR ÓLAFSSON málflutningsgkrifstofa. Löggiltur dómtúlkur og sVjal- þýoandi í ensku. — Austurstræti 14. — Sími 10332.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.