Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 6
6
MORGUNBL ifílÐ
Sunnudagur 31. ágúst 1958
Martin Bartels banka-
fulltrúi sjötugur
EINN af kunnustu íslendingum
í Kaupmannahöfn, Martin Bart-
els bankafulltrúi, er sjötugur í
dag. Hann fæddist í Keflavík 31.
ágúst 1888 og voru foreldrar
hans Hendrik J. Bartels kaup-
maður þar og síðar í Heykjavík,
að góðu kunnur, og kona hans
Sara Dorthea Vilhelmina, fædd
Clausen, og voru þetta danskar
ættir. Þegar Martin hafði aldur
til gekk hann í Lærðaskólann í
Reykjavík og varð stúdent 1909.
Hélt hann þá ekki lengra áfram
á langskólabraut, enda hneigðist
hugur hans brátt til starfa á fjár-
málasviðinu. Gerðist hann að-
stoðarmaður í íslandsbanka í
Reykjavík stúdentsárið og starf-
aði þar til 1916, er hann varð
aðstoðarmaður og síðar fulltrúi
í Privatbanken í Kaupmanna-
höfn. Hélt hann þeim starfa um
áratugi við góðan orðstír, þar til
er hann fékk lausn þaðan fyrir
um íslenzkum o. fl. Hafa öll þau
störf hans auðkennzt af árvekni
og áhuga á að gera íslenzku fólki
og öðrum sem mest gagn og yfir-
leitt greiða fyrir þeim eftir
mætti, og mega ýmsir það muna,
þótt hann sjálfur léti ekki allténd
mikið yfir því. Hann kom af stað
og alllangt áleiðis hreyfingu fyr-
ir byggingu íslandshúss í Höfn
og tókst að safna til þess álitleg-
um fjárhæðum, þótt framkvæmd
um sé eigi enn til fullnustu lok-
ið í því nauðsynjamáli. Af fs-
lands hálfu hefir Martin Bart-
els verið sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar og kom sá heið-
ur að minnsta kosti að því sinni
niður á réttum stað.
Martin Bartels er maður skyn-
samur og hygginn; vel á sig kom-
inn, íturvaxinn og snyrtilegur á
velli, svo að eftir er tekið; lætur
lítt á sjá, þótt hann eldist. Hann
er og hefir verið einlægur íslend
ingur, sem í hvívetna hefir vilj-
að stuðla að frelsi og framgangi
síns fósturlands, enda er hann
maður sjálfstæður í hugsun og
athöfnum. Hann er tryggur vin-
ur vina sinna og býður af sér
góðan þokka, hvar sem hann fer,
og má vissulega segja þetta sama
um þau hjón bæði. En á þessum
tímamótum í ævi húsbóndans
eru þeim vafalaust sendar hlýjar
hugsanir og kveðjur með þökk-
um fyrir liðinn tíma og árnaðar-
óskum á ókomnum dögum.
G. S
i I i
SKAK
Frá Portoroz
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Matanovic
Nimzo-indversk-vörn
1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5
4. d4 Bb4 5. e 30-0 6. Bd3 c5
7. 0-0 Rc6 8. a3 Bxc3 9. bxc6
dxc4 10. Bxc4 Dc7 (Báðir hafa
fylgt troðnum slóðum, en þetta
afbrigði hefur hlotið viðurnefnið
„hið langa“.) 11. Bb2 (Leikur
Taimanofs. Hin venjulega leið 11.
Dc2 leiðir til einföldunar á stöð-
unni eftir 11. .. e5 12. Bd3 He8
13. e4 c4 14. Bxc4 exd4 15. cxd4
Geysilegur fögnuður Svía
síðasta dag EM
nokkrum árum, þótt hann hafi
eigi alltaf setið auðum höndum
síðan. — Martin Bartels kvænt-
ist 1918 Elísabetu Arnórsdóttur
prests í Hvammi í Laxárdal Árna
sonar, ágætri og glæsilegri konu.
Eina dóttur barna hafa þau eign-
azt, Söru, sem nú er vel gift í
Vesturheimi, menntamanni að
nafni B. Bailey, en hann hefir
einnig verið við störf í Þýzka-
landif Dveljast Bartelshjónin nú
oft hjá dóttur og tengdasyni.
Martin Bartels reyndist hinn
dyggvasti í starfi oghinngegnasti
í hverju sem hann gekk að. Hann
hafði lengi á hendi ýmis mikil-
væg trúnaðarstörf í Höfn, áhrær-
andi íslendinga og íslenzk mál,
lengi formaður íslendingafélags-
ins þar, einnig í stjórn Dansk-
íslenzka félagsins og í sjóðstjórn
til styrktar æðriskóla-nemend-
Stokkhólmi, 24. ágúst.
SÍÐASTI keppandinn í síðustu
grein mótsins færði Svíum gull.
Hvílíkur fögnuður áhorfenda og
hvílíkur endir á mótinu. því lok
mótsins verða öllum minnisstæð
ekki sízt vegna fagnaðarins sem
síðasta greinin vakti. Áhorfenda-
skarinn, svo stór sem orðið gat,
hélt niðri í sér andanum. Starfs
menni-rnir settu rána í 2,12 m
hæð. Rigningarúði setti svip sinn
á þessa örlagaríku stund.
Petterson Svíþjóð hálflá á bekk
og hafði teppi um fætur sínar.
Á stól skammt frá sat Tékkinn
Lansky hálffalinn í teppi. Aðeins
Richard Dahl var á hreyfingu,
mýkti sig upp með því að hlaupa
um og gera leikfimiæfingar. Þess
ir þrír menn voru eftir og börð-
ust um gull, silfur og brons. Pett-
erson og Lansky höfðu farið 2,10
m í fyrsta en Dahl í öðru stökki
og þar með bætt persónulegt
met sitt um 2 cm.
Þeim mistókst öllum í fyrstu
tilraun. Dahl, sem stökk fyrstur
í annarri umferð undirbjó sig
vel. Keppnin hafði hvort eð var
tekið miklu lengri tíma en ákveð-
ið var í upphafi og tafið móts-
slitin. Hann hljóp hægt að og
stökk notaði henduriia vel til að-
stoðar í uppstökkinu og síðan
fylgdi bara öskur fólksins yfir
því að ráin var kyr á sínum stað.
Hún titraði að vísu eftir að hné
hafði snert hana, en hún var á
sínum stað. Allir á vellinum tóku
þátt í feykilegum fögnuðí Dahls.
Þeim hinum tókst ekki í annarri
tilraun og slepptu þriðju tilraun
við 2,12 til að reyna að ná sigri
ef þeim tækist í fyrstu tilraun
við 2,14 m. En þetta kom ekki í
veg fyrir sigur Dahls — það að-
eins tafði þá staðreynd að hann
var Evrópumeistari og nýr sænsk
ur methafi, nýr Evrópumótsmet-
hafi — og í hópi allra fremstu
hástökkvara heims.
Maraþonhlaup
Maraþonhlaupararnir voru
ræstir kl. 2 e. h. í dag. Þeir voru
26 í byrjun og hlupu 1 km inni
á leikvanginum. Þegar út var
haldið skautzt Olympíusigurveg-
arinn Mimoun í fyrsta sætið. For
ystan var í góðum höndum. Þeg-
ar 10 km höfðu verið hlaupnir
voru 6 menn jafnir Mimoun, Van
den Driessee Belgíu, Popov og
Filin Rússlandi og Michalic Júgó-
slavíu. Eftir það fór að greiðast
úr. Popov tók forystuna og lengdi
forskotið stöðugt, kom fyrstur
shrifar úr
daglega lífinu
Riddaramennska
VARLA mun um meira rætt
þessa dagana en fyrirhugað-
ar aðgerðir Englendinga í hinni
nýju landhelgi íslendinga. Þó'
slíkt sé í rauninni allt annað en
hlátursefni, rifjar þetta tal upp
fyrir mér klausu úr gamansögu,
sem hefur verið metsölubók í
Frakklandj undanfarin ár. Aðal-
persónan er enskur majór,
Thompson að nafni, og er hann
látinn bera saman framkomu og
siði Englendinga og Frakka. í
ofannefndri klausu fjallar hann
um virðingu þá, sem hann segir
að Englendingar sýni þeim sem
eru minni máttar. Hún hljóðar
svo:
„í brezka konungdæminu er
virðingin fyrir þeim sem er minni
máttar, þessi allt að því með-
fædda hugulsemi að gefa hinum
veikburða alltaf tækifæri í ójöfn
um leik, nokkurs konar óskrifuð
lög, sem fiskimenn hlýða jafnt
sem skotmenn. Þegar Englending
ur vill rífa niður mannorð ein-
hvers, svo að hann eigi sér ekki
viðreisnar von, þá er sagt um
hann: He’s shooting a sitting bird
— eða eftir orðanna hljóðan;
Hann skýtur sitjandi fugl (þ. e.,
því sem næst: hann ræðst á garð-
inn þar sem hann er lægstur).
Þessa dýrkun á því sem erfitt
er, hafa Englendingar að leiðar-
Ijósi þegar þeir fara að veiða
fisk. I einni af fínustu ánum í
Hampshire, ánni Test, væri það
t. d. hreinasti glæpur að veiða
eftir sólarlag. Á sömu stundu sem
silungurinn kemur upp á yfir-
borðið eftir að birtu tekur að
bregða, og verður þar með „auð-
veldari viðfangs”, þá tekur
enski gentlemaðurinn, sem er
búinn að eyða öllum deginum í
að reyna að freista fisksins í
steikjandi hita, saman föggur
sínar og heldur heim til London.
Það er víst óþarfi að taka það
fram, að það þykja hræðileg helgi
spjöll að nota orm í beitu og að
falsveiðimenn sem beita votflug-
um eru litnir hornauga? Þurr-
flugan ein er leyfileg.“
Svo mörg eru þau orð um
riddaramennsku Englendinga í
þessari bráðfyndnu bók, sem
700.000 manns keyptu til að
hlæja að fyrstu tvö árin eftir
að hún kom út. Skyldu íslend-
ingar ekki sjá ennþá meiri ástæðu
til að hlæja að þessum orðum
þessa dagana?
1. september gamall
merkisdagur
FYRSTI september hefur fyrr
en á þessu ári verið talinn
til merkisdaga hér á landi, þó
ekki af sömu ástæðu og nú. Ef
við tryðum enn á veðrabreyting-
ar á ákveðnum dögum á árinu,
mundu vafalaust margir bændur
nú mæna vonaraugum til þessa
dags, en þá er Egidiusmessa.
Áður fyrr trúði almenningur
því að með höfuðdegi, sem er 29.
ágúst, breyttist veðráttan og
héldist sama veður a. m. k. í 20
daga á eftir.
Brygðust hundadagar í þessum
efnum, var þó ein von eftir þegar
illa hafði árað, Egidiusmessan.
í Þjóðháttum Jónasar á Hrafna
gili segir svo: Egidiusmessa (1.
sept.) er þrautadagur í trú
margra, hvað sem höfuðdeginum
líður. Ef veðrið er þá fagurt verð
ur svo allan mánuðinn og ef þurrt
er veður, þá verður gott haust“.
Nú skulum við vona að Egidius
messan bregðist ekki bændum á
óþurrkasvæðunum norðanlands.
Ra5 16. Bd3 Dxc2 17. Bxc2 Rxe4)
11...e5 12. h3 (Leikið til
að fyrirbyggja Bg4 auk þess sem
Rf3 er búinn reitur á h2) 12.
e4 13. Rh2 Re7 (Riddarinn
stefnir á nýjar slóðir vegna
breittra staðhátta. Svartur hótar
nú cxd4). 14. Ba2 c4 (Svartur á
í nokkrum erfiðleikum vegna
biskupapars hvíts. Hann kýs því
að loka taflinu sem mest). 15.
a4(?)
ABCDEFGH
ilifl m+m,
1if 4iii
'tm .ttft"
ímíwAm^■
I H.A
inn á völlinn og hljóp þar hring
með lárviðarkrans um liáls. Hann
var alls óþreyttur, gekk að galla
sínum, en klæddist ekki strax.
Hann var búinn að vera á
6. mínútu í samræðum við
starfsmenn á vellinum er
næsti maður kom og það
var landi hans Filin sem
eftir harða baráttu við Bretann
Norris hreppti silfrið. Norris var
þreyttastur hlauparanna.
Popov er frá Síberíu ættaður
og er einkar mannlegur í útliti.
Afrekið sem hann vann í þessu
maraþonhlaupi er hins vegar ofur
mannlegt. Aldrei hefur verið
hlaupin 42,2 km vegalengd á svo
stuttum tíma og munar allmiklu.
Keppnislaust var þetta aírek
unnið og engan veginn notaði
hann krafta sína til hins ýtrasta.
Hann sagði svo frá meðan hann
stóð og beið eftir að sjá hver
yrði í öðru sæti að hann hefði
ekkj byrjað að keppa fyrr en
1956. Hann kvaðst hafa hlaupið
5000 m á 14,32 mín og 10 km á
30,42.
110 m grindahlaup
Þar vann Lauer Þýzkalandi
yfirburðasigur og var í sérflokki.
Hann jafnaði Evrópumet sitt og
setti glæsilegt mótsmet. Lorger
Júgóslavíu var álíka öruggur í
öðru sæti með 14,1 sek., en hart
var barizt um bronsið. Þeirri bar-
áttu lauk með sigri Englendings-
ins Hildreth sem fékk sama tima
og Mikahilov Rússlandi.
800 m hlaup kvenna
Þar tóku rússnesku stúlkurnar
snemma forystuna og fóru þrjár
í fararbroddi. Baráttan um verð-
launin virtist ætla að verða milli
þeirra og varð það líka með þeirri
undantekningu að á síðustu
hundrað metrunum hljóp Leat-
her Englandi fram og komst í
þriðja sætið og á markalínunni
í annað sæti. Kom hún mjög á
óvart í hlaupi þessu.
1500 m hlaup
Hápunktur keppninnar frarnan
af þessum lokadegi var úrslita-
keppnin í 1500 m hlaupi. Þegar
það hófst gleymdist allt annað.
Þarna var Olympíusigurvegarinn
Delany og þarna var heimsmet-
hafinn Jungwirth, og þarna var
sænska vonin Dan Waern.
Byrjunarferðin benti ekki til
mikilla tíma. (58 sek. 400 m,
2:01,4 við 800 m og 3:00,3 við
1200) Þetta hlaut að verða hart
og mikið lokastríð. Það var líka
barizt ógurlega, Delany sem legið
hafði aftastur tók að færa sig
fram, en fremst fór Waern sem
hafði forystuna í hlaupinu lengst
af. Úr síðustu beygju kom hann
fyrstur en nú sóttu margir að.
Delany var kominn í annað sæti,
Framhald á bls. 19.
ABODEFGH
(Friðrik ákveður að losa um Bb2,
en sú áætlun er ekki samkvæmt
stöðunni. Hann hefði átt að stefna
gegn miðborði svarts og leika 15.
Dd2 t.d. b5 16. Hael Bb7 17. Bbl
og síðan f3. Eftir hinn gerða leik
nær svartur undirtökunum). 15.
.... He8 16. De2 Be6 17. Ba3
Red5 18. Hfcl Hac8 19. Rfl Da5
20. Dc2 Bd7 21. Rd2 Bxa4 22.
Db2 Db5 23. Dxb5 Bxb5 24.
Bc5 b6 25. Bd6 a6 (Þrátt fyrir
peðsvinninginn er erfitt að finna
viðunandi áframhald fyrir svart-
an. Til greina kemur 25. .. He6
og Re8, ásamt f5, en vinningur-
inn yrði áreiðanlega torsóttur).
26. g4! (Góður leikur sem skapar
mótsókn og smám saman frum-
kvæðið). 26..h5 27. Bbl
hxg4 28. hxg4 Hed8 29. Bg3 g5
30. Ba2 Hc8 31. Bbl a5 32. Be5
Rxg4 33. Bxe4 Rxe5 34. Bxd5
Hed8 35. Bg2 Bc6 (Friðrik hef-
ur teflt vel að vanda í tímahrak-
inu, og snúið á Matanovic, en fróð
legt hefði verið að sjá framhaldið
á skákinni eftir 36. e4). 36. Hcbl
Bxg2 37. Kxg2 Rd7 38. Hb5 f6
39. Ha4 Kf7 40. Rxc4 IIc6 41.
d5 og samið jafntefli. Svartur
leikur bezt 41.Hc5. Þrátt
fyrir friðsamleg úrslit er skák-
in langt frá því að vera viðburða-
laus.
IRJóh.
ABCDEFGH
Hvítt: Tal, Rússlandi
Svart: Pachman, Tékkóslóvakíu
7rönsk-vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6
4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6
Bxf6 7. Rf3 Rd7 8. Dd2 b6 9.
Bb5 Bb7 10. Rxf6f gxf6 11.
0-0-0 De7 12. d5 0-0-0 13.
De2 Re5 14. Rxe5 fxeð 15. Dxe5
Dc5 16. Be2 Bxd5 17. Ba6f Bb7
18. Bxb7f Kxb7 19. Dxc5 bxc5
20. Hhel Hxdlf 21. Hxdl Hg8
22. g3 Kc6 23. Hd3 Hg6 24. Kd2
Hf6 25. Ke3 Hf5 26. f4 c4 27.
Hd4 Hc5 28. a4 h5 29. h3 f5
30. Hd8 Hd5 31. He8 Kd7 32.
Hh8 c3 33. bxc3 Ha5 34. Hxh5
Hxa4 35. g4 fxg4 36. hxg4 Tc4
37. g5 Kd6 38. Hh2 Hxc3f 39.
Kd4 Hg3 40. Hd2 a5 41. c3 a4
42 Hd3 Hgl 43. Kc4f Ke7 44.
He3 Kd7 45. Kb4 Hg4 46. He4
e5 47. Hxe5 Hxf4f 48. c4 a3
49. Hd5f Kc6 50. Ha5 Hg4 —
Jafntefli-