Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. ágúst 1958 MORG 11 NRLAÐIÐ 9 ÆT . Erlendur O. Péfursson Táp og fjör og frískir menn finrtast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunar stund. í ÞESSARI fylkingu var Erlend- ur Ó. Pétursson framarlega. Hon- um fylgdi hinn hressandi morg- unblær. Deyfð og mók var fjarri skapi hans. Gæddur var hann tápi og iðandi lífsfjöri, bráðlif- andi, sívakandi, brennandi í and- anum. Það verður aldrei um hann sagt, að hann hafi verið hálf- volgur í áhuganum. Öllum vinum hans og samferðamönnum er það Ijóst, að hér var sá maður, er lá ekki á liði sínu. Ég hef þekkt Erlend frá því hann fæddist. Við fæddumst báðir og áttum báðir heima við sömu götuna, sitt hvoru megin við Bakkastíginn. Man ég vel afa hans og ömmu, föður hans og móður. Traust vinátta var sam- einingarafl á heimilum okkar, Var þar um daglega samfundi góðra vina að ræða. Erlendur lærði að lesa hjá móður minni og reynd- ist henni ætíð sannur vinur. Það munu vera 43 ár liðin frá því ég heyrði Erlend fyrst halda ræðu. Var það á áttræðisafmæli ömmu hans. Dáðist ég að hinni snjöllu ræðu æskumannsins, og hefi ég á liðnum árum hlustað á margar ræður, er hann flutti með eldmóði sannfæringar, kall- andi og hvetjandi aðra til drengi- legra dáða. Drengurinn frá Götuhúsum setti svip á Vesturbæinn, og þær stundir komu, að Vesturbæingur- inn setti svip á Reykjavík. Víða kemur Erlendur við sögu, og öll- um, sem til þekkja, kemur sam- an um, að heilhuga maður hafi lagt góðu máli lið. Vér höfum lesið sögurnar um þá, sem hingað komu, þeir ukust að iþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Þá gleði átti Erlendur í ríkum mæli. Oft titraði hjarta hans af fögnuði, er hann var vottur að sigri íþróttanna. Þar var rétt- ur maður á réttum stað, og hann var þar með lífi og sál. Þannig gekk hann að störfum sínum. Það var óhætt að fela hon- um vandamálin. Með dugnaði og háttprýði vann hann ævistarf sitt og hlaut verðskuldaða sæmd. Með brosandi og vekjandi krafti tók hann þátt í margvíslegum félags- störfum, og um það geymist fög- ur minning, að hann hlífði aldrei sjálfum sér, en sýndi það með störfum sínum, að honum var ljúft að hlýða skyldunnar kalli og þeim kröfum, er til hans voru gerðar. Erlendur brást ekki traust inu. Með gleði gekk han til vinnu sinnar og var hrókur alls fagn- aðar á fjölmörgum mannfundum, er hann með prýði og djörfung ávarpaði menn með eggjunarorð- um. Víða kemur Erlendur við sögu. Var hann meðal stofnenda Reykvíkingafélagsins og skipaði þar sæti sitt með röggsemi þess manns, er i öllu vildi heill og heiður Reykjavíkur. Ég sakna hins trygga vinar. Mjög var hann mér hugljúfur. Það var heiðríkja yfir góðum dreng, er með einbeittum kjarki heilsaði fögrum degi og vaxandi birtu. Þéttur á velli og þéttur i lund, en viðkvæmur um leið, svo að brosið var oft í fylgd með tár- unum. En þvi skal ekki gleyma, að hann var þrautgóður á raun- ar stund. Með þolgæði háði æðru laus maður baráttu sína, og vin- ir hans samgleðjast honum, að þeirri baráttu er lokið. En sárt söknum vér hans, og hvað má þá segja um sorg nánustu vina hans? í kærleika og með sannri um- hyggju fylgdust þau systkinin að í sæld og í þraut. Ég hefi verið vottur að innilegu samfélagi þeirra og séð birtuna í híbýlum þeirra. Votta ég nú af heilum hug samúð mína frú Mörtu systur hans, Guðfinni mági hans, frænd- um og vinum. Á afmælisdegi Reykjavíkur átti ég tal við Erlend, er við skoðuðum gamlar Reyk;avíkur- myndir. Var hann þá í hinu létt- asta skapi, brosið leiftrandi, hand takið hlýtt og sterkt. Nokkrum dögúm síðar hringdi mágur hans til mín og flutti mér fregnina um andlát Erlends. Um leið og ég kveð hjartfólg- inn vin, veit ég, að það er í anda hans, að vér biðjum landi og þjóð sannrar blessunar, biðjum þess að „auðnan rík aldna prýði Reykjavík“. Blessuð sé minning hins ágæta Reykvíkings sem með lífi og starfi hefir sett svip á bæinn. — Bj. J. MENN kveðja þennan heim dag- lega og það er sagt, að maður komi í manns stað. En oft finnst manni þó að erfitt sé að fylla rúm þess sem horfinn er, þar sé autt og tómt, og víst er það, að svo mun mörgum finnast þegar þeir hugsa til Erlendar Ó. Pét- urssonar. Við fráfall hans er hniginn til moldar einn af höfuðleiðtogum íþróttahreyfingarinnar í höfuð- staðnum, sem átti langan og merkan starfsdag að baki. Erlendur Ó. Pétursson bjó yf- ir sérstæðum persónuleika. Manngöfgi og trú á æskulýðinn var honum í blóð borin. Það var því ekki að furða þótt slikur maður vígðist ungur að árum hugsjónum íþróttahreyfingar- innar, sem hann var svo gagntek- inn af, að þær voru hluti af hon- um sjálfum til hinztu stundar. Hafi nokkur einstakur maður lifað fyrir hugsjón sína þá var það Erlendur Ó. Pétursson, sem helgaði íþróttunum líf sitt og starfskrafta. Störf hans einkenndust af Ijúf mennsku, viðleitni til þess að sætta og drengskap. Með störfum sínum fyrir í- þróttahreyfinguna reisti hann sér slíkan minnisvarða, að þang- að er hverjum hollt að líta og leita sér fyrirmyndar. Fyrir þetta og ótalmargt ann- að er ástæða til þess að þakka. Við fráfall Erlendar Ó. Péturs- sonar hefur íþróttasamband ís- lands misst mikilhæfan og ein- lægan forustumann. Yfir minningu hans hvílir heiðríkja starfsins og baráttunn- ar fyrir hugsjónum og framgangi íþróttasamtakanna. Blessuð sé mining Erlendar Ó. Péturssonar. Guðjón Einarsson. Á MORGUN verður Erlendur Ó. Pétursson borinn til hinztu hvíld- j ar. Um fáa Reykvikinga mun það hafa átt betur við en hann, und- anfarna áratugi, að þeir hafi „sett svip á bæinn“. Þegar á unga aldri varð hann fyrirliði jafnaldra sinna í leik og íþróttum, og forystumaður ungra manna var hann til æviloka, dáð- ur og virtur af þeim, sem nutu forystu hans, og raunar öllum, sem kynntust honum. Hann var fyrir löngu orðinn virðulegur borgari Reykjavíkur, en með sinni gólátlegu gaman- semi og leikarahæfileikum, tókst honum á skemmtilegan hátt að verða (í gamni og alvöru) útval- inn fulltrúi hins gamla Vestur- bæjar — kjarna Reykjavíkur! Þeir verða vissulega margir, sem munu minnast Erlendar þessa dagana, sumir á prenti, en miklu fleiri þögulir, með sökn- uði og hrærðum huga. Þessum línum er aðeins ætlað að vera hinzta kveðja frá göml- um leikbróður og frænda, sem notið hefur einlægrar vináttu Erlendar meðan ævi hans entist. Sá, er þetta ritar, var að vísu mjög ungur þegar hann ásamt foreldrum og afa fluttist „austur fyrir læk“. En við afi þurftum flesta daga, þegar veður leyfði, að fara vestur að Götuhúsum (á horni Vesturgötu og Bakka- stígs). því að þar var amma, þar var (föður)systir og þar var EIli. Og þar var alltaf gott að koma. Margt af því sem gerðist meðal jafnaldranna á þessum slóðum um þær mundir er nú fallið í gleymsku. Og einn aðalleikvang- inn, fjöruna, með Kríukletti og Ingimundarkletti og grandann, hefur tækni nútímans fært í kaf. En ýmislegt frá þessum árum verður þó ávallt minnisstætt og margt af því snýst um Ella í Götuhúsum og drengjahópinn, sem safnaðist kringum hann, þeg ar hann fór að stálpast. Og Erlendur varð fulltíða mað- ur, aflaði sér menntunar og varð verzlunar- og skrifstofumaður. Hann naut ávallt trausts yfir- manna sinna, og þegar húsbóndi hans um mörg ár, Jes Zimsen, |forstjóri íslandsdeildar ,Samein- aða gufuskipafélagsins, féll frá honum nærgætni á ýmsan hátt. Það var athyglisvert og fremur sérstætt, hve góðir félagar þeir voru frændurnir, hinn roskni maður og hinn ungi sveinn. Erlendur Ó. Pétursson varð 65 ára á sl. vori (30. mai). Það telst nú ekki hár aldur, en hann hefur lokið miklu og merku dagsverki. Hans mun lengi verða minnzt af þeim sem kynntust honum, og framlags hans til íþróttamála og annarra félagsmála þó miklu lengur. Blessuð sé minning hans. Guomumlur Marteinsson. NÚ fækkar óðum þeim sem end- urreistu gamla góða V. R. úr dvalanum um 1920, og nú er ein- mitt sá fallinn frá, sem öflugast- an átti þátt í því að blása lífi og fjöri í félagið á ný. Eftir að Erlendur Ó. Pétursson gekk í V. R. tók hann strax virk- an þátt i staríi félagsir.s og eftir stuttan tíma var hann orðinn formaður þess og gegndi því ln memoriam — Sá ég þig, sveinn, á sólskinsdegi aldinn að árum en ungan þó. Þá fórstu fyrir frækinni sveit afreksmanna í íþróttum. Sá ég þig enn öðru sinni ramman Reykvíking, rausnarmann. Ást þín var einlæg til æskuborgar, gekkst þú fagnandi á fund hennar. árið 1938, tók Erlendur við starfi hans og gegndi því til dauðadags. En hann hélt áfram að vera leiðtogi ungra manna, einkum ungs íþróttafólks, og hópurinn, sem öll þessi ár hefur fylkt sér undir merki hans, er orðinn mjög fjölmennur. Ur þeim hópi eignaðist hann marga góða vini, en Erlendur var vinfastur og frá- bær drengskaparmaður. Erlendur Ó. Pétursson var alla tíð einhleypur, en í mörg undan- farin ár var honum búið vistlegt heimili í íbúð Mörtu, systur sinnar, og manns hennar, Guð- finns Þorbjörnssonar, vélstjóra, á Víðimel 38. Ríkti ávallt ein- læg vinátta þar á milli. Erlendur veiktist fyrst fyrir þremur árum, náði aftur bæri- legri heilsu, en veiktist á ný fyrri hluta þessa árs. Allan þennan tíma hefur hann notið einstakrar umhyggju og hjúkrunar systur sinnar og mágs, að því ógleymdu, að yngri sonur þeirra hjóna, drengur innan við fermingu, sat oft við sjúkrabeð frænda síns og stytti honum stundir og sýndi Sé ég þig nú á svæfli hvítum blundandi blítt í borgarskjóli. Liggi leið þín um ljósa vegu, Guði trúr '' í gleði og harmi. Kveð eg þig, kappi K.R.-inga, hetja í huga en í hjarta barn. Haf þú þökk, heillavinur, sannur að drengskap, sómamaður. Jakob V. Hafslein. starfi um 10 ára skeið með mik um dugnaði og myndarskap. Erlendur tók mikinn þátt í ýn um félögum í þessum bæ og þ; var hann hvergi hálfvolgur, har starfaði af lífi og sál, að þei málefnum sem hann á annað bc; sneri sér að og munu allir se: með honum störfuðu minna hans eldlega áhuga, er hann m; sinni þrumurödd mæltj fyrir síi um áhugamálum á félagsfundui Þar fylgdi hugur máli. það gái allir sannfærazt um. Ég átti því láni að fagna ; vinna með Erlendi í stjórn V. : flest árin sem hann var formaði þar, ennfremur í fjölda nefnc og mér er mikil ánægja að því ; láta hugann hverfa til baka < rifja upp allt það starf er v unnum saman. Þó við væru kannske ekki alltaf sammála ; öllu leyti, þá var allur ágreinin; ur jafnaður í bróðerni og okk; vinátta var ávallt sú sama. E. Ó. P., þú unnir V. R. ( starfaðir mikið fyrir það féla Þú unnir Reykjavík, fæðingarb þínum, og umfram allt — þú elsk aðir ættjörð þína svo innilega og, fölskvalaustað siíkt var til fyrir- myndar. • ; \ Vertu sæll gamlj góði vinur ög endurminningar minar um þig verða mér ávallt hugljúfar. E. G. MÁNUDAGINN 25. ágúst barst okkur sú harmafregn, að formað- ur KR, Erlendur Ó. Pétursson, væri látinn. Hann hafði undan- farandi 3 ár átt við alvarleg veikindi að stríða, síðan hann í ágúst 1955 fékk kransæðastíflu. Hann hafði legið. lengi rúmfast- ur, en var nú, þrátt fyrir endur- tekið áfall, tekinn til starfa í skrifstofu Sameinaða, léttur og hress í anda sem fyrr. Við höfð- um því gert okkur vonir um að við ættum enn um langt skeið eftir að njóta samvista hans í umfangsmiklum félagsmálum okkar. Erlendur Ó. Pétursson var bor- inn og barnfæddur Reykvíking- ur, og það sem meira var um vert, hann var Vesturbæingur í húð og hár, og átti aldrei lög- heimil austan lækjarins, hinnar ævafornu markalínu vestursins og austursins í Reykjavík. Er hann lá nokkra mánuði haustið 1955 í Landsspítalanum, þótti honum það hvað verst, að vera tilneyddur að halda til nætur- langt í Austurbænum. Hann var ungur valinn til for- ystu í félagsmálum, fyrst sem drengur í Fótboltafélagi Vestur- bæjar, og síðar sem fulltíða mað- ur í Knattspyrnufélagi Reykja- víkur. Enda þctt hann hafi átt mörg áhugamál, var félagið hans aðaláhugamál þau 44 ár, sem hann tók þátt í störfum þess. Það er óhætt að segja, að þessi ár hafi hann helgað KR og íþrótta- hreyfingunni allar sínar frí- stundir. Hann sat í 43 ár í stjórn félagsins, var kosinn ritari þess 9. apríl 1915 og gegndi því starfi í 20 ár. Með ritarastarfinu einu hefur hann gert sig ógleyman- legan í sögu KR um aldur og ævi, því að hann reit að mestu þrjár þykkar fundargerðabækur um starf félagsins, og hafa þær að geyma hinn ómetanlegasta fróð- leik um knattspyrnu hér á landi frá öndverðu, auk nákvæmra skýrslna um öll íþróttamót, sem fram fóru í Reykjavík. Munu fleiri en KR-ingar standa í óbættri þakkarskuld við hann fyrir elju hans og dugnað við ritarastarfið. Erlendur var fyrst kjörinn for- I maður KR 1933 og hafði hann við andlát sitt gegnt því um- fangsmikia starfi í aldarfjórð- ung, en samfleytt siðan 1937. Þá var félagið orðið stærsta og sterkasta íþróttafélag landsins, og það var tímafrekt starf að vera í forystu fyrir sliku fyrir- tæki. En hann átti eftir að sjá félagið taka miklum breytingum, eignast eigið íþróttahús og fé- lagsheimili, eigin æfingavöll, og verða að öflugu bandalagi 8 sjálf- stæðra deilda, með samtals um 1800 félögum Honum auðnaðist að sjá einlægustu óskir sínar ræt- ast með stöðugum viðgangi fé- lagsins. Erlendi var margt til lista lagt, hann var orðhagur með afbrigð- um, bæði í bundnu og óbundnu máli, og honum var sérlega létt að halda snjallar ræður, og lét honum jafnvel að halda tæki- færisræðu sem eldheita hvatn- ingaræðu. Þá eru þau ekki fá KR-ljóðin sem hann hefur ort, en honum var ekki um að beita skáldgáfunni nema þegar KR átti í hlut, en Erlendur var vel hag- mæltur. Þegar hart var í ári hjá félag- inu og erfitt með fjárhaginn fyrr á árum, gekkst hann fyrir leik- sýningum í tekjuöflunarskyni fyrir félagið, og lek sjálfur við mikinn orðstír aðalhlutverkið í Skugga-Sveini, og er leikur hans þar enn í minnum hafður. Erlendi voru snemma falin ýmis trúnaðarstörf innan íþrótta- hreyfingarinnar, átti um áratug sæti í stjórn íþróttavallarins og í Knattspyrnuráði Reykjavikur Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.