Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. ágúst 1958
í>kÁLPí»A(^A EF'Tlfc RtCHARÞ MASOM
fðrum upp á Tindinn og skoðnð-
um Tigar Balm hofið.
Ég var einnig vanur að lesa
fyrir Suzie að minnsta kosti einn
klukkutíma á dag. Ég fékk lánað-
ar bækur á Bókasafni British
Council, og smám saman náði ég
talsverðri leikni í að túika erfið-
ustu orðin jafnóðum fyrir hana.
Fróðleiksþorsti Suzie var óslökkv
andi, og hún hafði mjög gaman
af bæði skáldsögum, ævi- og ferða
sögum, en það, sem henni þótti
mest koma til af öllu, var smá-
saga Maupassant, Boule de Suif,
sagan um frönsku gleðikonuna,
sem fórnaði ættjarðarást sinni og
lét tilleiðast að eiga vingott við
þýzkan liðsforingja fyrir þrá-
beiðni samferðafólks síns, sem þó
hafði sýnt henni fyrirlitningu á
alia lund, þangað til það þurfti
að hafa gagn af henni. Suzie beið
með eftirvæntingu eftir hverju
orði, og hún vildi láta lesa söguna
fyrir sig aftur og aftur. 1 hvert
skipti var eitthvað nýtt sem megn
aði að hrífa hana, og hún spurði
mig ótal spurninga um söguhetj-
urnar, rétt eins og hún héldi að
um sannsögulegan atburð væri að
ræða. Hvernig hafði Boule de
Suif hafið feril sinn? Hvað hafði
hún átt marga viðskiptavini, og
hve hárrar þóknunar hafði hún
krafizt? Og hvað hafði orðið um
hana? Hafði hún aldrei gifzt?
Hún sagði hinum stúlkunum
söguna niðri í veitingasalnum og
sú frásögn hennar vakti svo mikla
hrifningu, að hún varð að endur-
taka hana hvað eftir annað. En
þétt Maupassant skildi við sögu-
hetju sína í tárum og forsmáða
af öllum, lét Suzie þar ekki staðar
numið, heldur bætti við endi, sem
var henni meira að skapi. Og sag-
an varð æ lengri og ýtarlegri, eft-
ir því sem hún var sögð oftar,
þangað til svo var komið, að Boule
de Suif hafðí ekki eingöngu gifzt,
heldur var hún einnig orðin móðir.
Er þar var komið sögunni, var
auðheyrt, að Suzie var farin að
blanda harmleik eigin ævi saman
við sögu Boule de Suif, þar sem
hún sagði frá því, að fyrsta barn-
ið, sem var drengur, hefði lent í
slysi og móðir hans hefði orðið til
þess að finna hann á förnum vegi
slasaðan og limlestan — og hefði
vantað á hann annan handlegg-
inn. En sem betur fór, var annað
barn væntanlegt; og það hefði
eflaust komið Maupassant mjög á
óvart, að áður en yfir lauk, var
söguhetja hans orðin sex barna
móðir.
Sagan hreif stúlkurnar mjög,
og þær söfnuðust jafnan allar
kringum Suzie, er hún hóf frá-
sögnina. Áður en langt um leið
voru þær búnar að gefa hinni smá
vöxnu en bústnu Jeanne nafnið
Wun Tun, sem þýddi soðin hveiti
bolla og var það, sem í kínveskri
matseld svaraði einna helzt til
Boule de Suif í þeirri frönsku.
Suzie ríkti nú sem drottning
niðri í veitingasalnum, og þá að-
stöðu hafði hún öðlazt, vegna hins
▼iðurkennda sambands okkar, þar
•em siíkt samband var æðsta tak-
mark allra stúlknanna. Þær litu
óspart upp til hennar, er henni
hafði tekizt að höndla slíkt hnoss,
og ég virtist hafa hækkað í áliti
hjá þeim á ný við það að bæta fyr-
ir brot mitt með því að taka Suzie
að mér aftur. Stúlkurnar komu
fram við okkur á sama hátt og
værum við nýgift hjón. Þær komu
í heimsókn til herbergis okkar,
færðu okkur smágjafir og drógu
sig í hlé, ef þær héldu að við mynd
um viija vera tvö ein. Oftast vor-
um við heimsótt af Gwenny Ching
og nýrri stúlku, Mary Kee að
nafni, sem var bæði ung, feimin
og óreynd. Suzie hafði tekið Mary
undir sinn verndarvæng, ráðlagði
henni af reynslu sinni og bjó hana
undir þau vandamál, sem myndu
mæta henni. Ég virti þær oft fyr-
ir mér, er þær stungu saman nef j
um úti á svölunum. Svipur Suzie
lýsti móðurlegri umhyggju, en
Mary leit upp til Suzie með lotn-
ingarblandinni aðdáun. Ég gat
ekki varizt brosi, er mér varð Ijóst
að þær minntu mig einna helzt á
skólastýru og nýjan nemanda.
Nú orðið talaði Suzie ekki um
mig sem „vin“ sinn, heldur var
hún farin að kalla mig „eiginmann
sinn“, er hún talaði við hinar
stúlkurnar. Hún gerði mér þá
játningu sjálf, og var ekki laust
við, að hún skammnðist sín fyrir
að hafa gerzt svo djörf, án míns
leyfis. „Mér finnst „eiginmaður
minn“ hljóma miklu betur“, sagði
hún, „en mér þykir leitt, að ég
skyldi ekki spyrja þig leyfis
fyrst“.
„Þú mátt kalla mig, hvað sem
þú vilt, Suzie“.
„En ég segi þeim samt, að við
munum aldrei giftast í raun og
veru. Ég segi þeim alltaf: „Mað-
urinn minn er mikill maður. Ein-
hvern tímann verður hann fræg-
ur. Þið munuð sjá mynd af honum
í blöðunum og í fréttamyndum
kvikmyndahúsanna. Þess vegna
getur hann ekki gifzt mér. Hann
verður að fara frá mér og giftast
enskri stúlku!“
„Ég veit ekki, Suzie. Ég hef
ekki hugsað mikið um framtíð-
ina“.
Þetta var síðari hluta dags, og
við lágum hlið við hlið í rúminu.
Hugur minn var þrunginn þeim
hlýju tilfinningum, sem jafnan
gagntóku mig, er ég hafði notið
atlota hennar. Við lágum lengi
þögul. Allt í einu rauf Suzie
þögnina.
„Hvað þýðir eiginlega köngul —
eitthvað?“
„Köngu]lóarvefur?“ Ég mundi
eftir því orði úr bók, sem ég hafði
verið að lesa fyrir hana úr, fyrr
um daginn.
„Já, köngullarvefur".
Ég útskýrði fyrir henni lifnaðar
hætti köngullarinnar og aðferð
hennar við að búa til vef sinn. Ég
hafði jafnan haft mikinn áhuga
á köngullóm, og meðan ég dvaldist
í Malaya, hafði ég oft virt fyrir
mér, tímum saman, köngullær og
aðferðir þeirra við að spinna vef
sinn — sér í lagi hafði ég reynt
að ráða fram úr þeirri gátu,
hvernig þær komu fyrir fyrsta
þræðinum milli tveggja trjáa. —
(Að lokum hafði ég komizt að raun
um, að þær létu sig hanga á þræð
inum niður úr trjágrein, unz
vindurinn feykti þeim að hinni
greininni, þar sem þær síðan
festu þræðinum og eftir þeirri loft
brú, sem þannig myndaðist, gátu
þær farið að vild, fram og aft-
ur). Suzie hlustaði með athygli á
frásögn mína og skaut inn í fyrir
spurnum öðru hverju. Ég sótti blað
og blýant til þess að geta sýnt
henni mismunandi gerðir vefja
hinna ýmsu tegunda, og við dáð-
umst í sameiningu að þeirri eðlis-
hvöt, sem kemur ungum köngulóm
til að vefa, án þess að þurfa að
læra það. Þekkingarþorsti Suzie
var mér jafnan óblandið ánægju-
efni, og ég naut í ríkum mæli
frjórrar ánægju uppfræðarans,
sem finnur huga nemandans þrosk
ast undir leiðsögn hans. Mennt-
unarskortur hennar og sú þekk-
ingarþrá, sem var honum sam-
fara, var eitt af því, sem hreif
mig hvað mest í fari hennar, og
ég hefði ekki fyrir nokkurn mun
viljað, að hún væri öðru vísi en
hún var, að þessu leyti. Þannig
voru tildrög þess að mér datt allt
í einu í hug, í miðjum samræðun
um um köngullærnar, að ég væri
hamingjusamari með Suzie en
nokkurri annarri manneskju fyrr
og síðar, og mig langaði til að
kvænast henni.
Fram að þessu hafði ég tekið
það sem sjálfsagðan hlut, að hjóna
band væri útilokað — ég hafði
ekki einu sinni hugleitt þann mögu
leika. Það var hægt að búa með
hafnarstelpum —- en að kvænast
þeim, — það var annað mál. En
hví skyldi ég ekki kvænast Suzie?
Mér stóð nákvæmlega á sama um
fortíð hennar — hún virtist jafn-
vel nú orðið svo f jarlæg og aðskil
in frá núverandi tilveru okkar, að
ég gat rætt um atburði fyrra lífs
hennar við hana af svo fullkom-
inni hreinskilni, að það var næst-
um eins og við værum að tala um
aðra konu. Auk þess átti fortíð
hennar sinn þátt í því að gera
hana að óvenjulegri stúlku, ólíka
ölium öðrum, og segja mátti, að
það gæfi hinu góða og saklausa í
eðli hennar aukið gildi, að það
skyldi hafa getað varðveitzt, þrátt
fyrir lífemi hennar.
Sú hugmynd, að giftast henni,
greip mig á þeirri stundu þeim
tökum, að ég var kominn á
fremsta hlunn með að skjóta bón-
orðinu inn í samræður okkar um
köngullærnar — en á síðustu
stundu var sem hvíslað að mér.
„Vertu ekki sá bjálfi, að gera það
— þú veizt, að þig mun iðra þess!
Þig langar einungis til að kvæn-
ast henni vegna þess, að fáfræði
hennar er vatn á myllu sjálfs-
hyggju þinnar — vegna þess, að
hún lítur upp til þín eins og þú
sért guð almáttugur".
,;Og hvað ætti svo sem að vera
athugavert við það?“ spurði ég
þessa innri rödd mína. „Hví
skyldi mér ekki falla vel í geð, að
litið sé upp til mín? Og stundum
kemur líka fyrir, að návist henn-
ar hefur þveröfug áhrif á mig.
Stundum kenni ég auðmýktar og
lítillætis í návist hennar, vegna
þess að sjónvitund hennar og
skilningur á lífinu er mun sak-
lausari og hreinni en minn. Ég
læri jafnmikið af henni og hún
af mér. Ég er alltaf að læra af
henni — sé og kynnist lífinu að
nýju, séðu með augum hennar“.
Innri röddin: Jæja, það kann
að vera, að það sé ágætt að vera
kvæntur henni, meðan þú dvelur
hérna — en þú gætir aldrei farið
með hana til Englands. Vinir þín-
ir myndu ekki opna heimili sín
fyrir henni.
Ég: „Þeir mættu þá fara norð-
ur og niður fyrir mér. Á hinn
bðginn er ég viss um, að ekki
myndi það gilda um þá alla“.
Innri rödd: „Nei, þeir myndu
bjóða ykkur heim og koma fram
við hana sem sýningargrip. „Á ég
að segja þér, elskan, ég á von á
furðulegum hjónum í kvöldmat.
Frúin var hafnardrós í Hong
Kong...... Ég get svarið það.....
Nei, klæddu þig ekki í spariföt-
in .... svo notuð séu orð George,
hún er því sennilega vanari að
maður afklæðist!“
Ég: „Þá fer ég ekki með hana
til Englands. Ég kýs miklu frem-
ur að búa hér í Austurlöndum".
Innri rödd: „Jafnvel hér í Aust
urlöndum yrði hún þér fjötur um
fót í samkvæmislífinu“.
Ég: „Þú talar eins og ég sé
haldinn metorðagirnd í sambandi
við samkvæmislíf. Ég er ekki í
þjónustu hins opinbera, heldur er
ég listmálari. Og ég er ekki fyrsti
málarinn, sem kvænist eftirlætis
fyrirsætunni sinni“.
Innri rödd: „Getirðu ekki haft
hemil á bráðlæti þínu, sjálfs þín
vegna, ættirðu að minnsta kosti
að gera það vegna Suzie. Segðu
ekkert við hana, fyrr en þú ert
alveg viss í þinni sök. Þú ættir
að vera farinn að þekkja sjálfan
þig og þínar snöggu hugd.ettur —
um þetta leyti í næstu viku
muntu vera búinn að koma vit-
inu fyrir þig“.
En samt sem áður fór því fjarri,
að áhugi minn rénaði næstu daga,
heldur náði hugmynd þessi fast-
ari tökum á mér. Já, ég ætla að
kvænast henni, hugsaði ég glaður
í bragði, og ég var rétt búinn að
taka þá ákvörðun að biðja henn-
ar við fyrsta ákjósanlega tæki-
færið, sem mér gæfist, þegar
óvæntur atburður skeði, sem fékk
mér annað umhugsunarefni.
Það var að morgni, um ellefu
leytið, og ég var önnum kafinn
við að mála, þegar barið var allt
í einu að dyrum. Suzie var úti á
svölunum með þeim Gwenny og
Mary Kee, og hún flýtti sér í gegn
um herbergið til dyra, til þess að
sjá, hver það væri, þar sem hún
taldi það skilyrðislaust skyldu
sína að sjá um, að ég væri ekki
ónáðaður að óþörfu. Ég heyrði að
hún hvíslaðist á við Ah Tong. Síð
an kom hún inn í herbergið og
lokaði dyrunum. Hún kom til móts
við mig, hátíðleg í bragði. Hún
rétti mér umslag.
„Þetta skeyti var að koma til
þín“.
„Viltu vera svo væn að opna
það fyrir mig, Suzie“, sagði ég,
þar sem ég vissi, að hún myndi
njóta þess að vinna slíkt trúnað-
arstarf fyrir mig að þeim Gwenny
og Mary Kee ásjáandi.
Hún ljómaði af hreykni. Hún
gætti þess vandlega að áhorfend-
ur hennar fengju sem bezt tæki-
færi til að fylgjast með athöfn-
inni. Hún rétti mér skeytið. Þetta
var lengsta skeyti, sem ég hafði
nokkru sinni fengið, og í fyrstu
hvarflaði að mér, að hér væri um
mistök að ræða og skeytið væri
alls ekki ætlað mér. Þá sá ég, að
skeytið var frá Mitford’s í New
York. Það var tólf línur, og inni-
hald þess var í stuttu máli það,
að þekkt bandarískt myndablað,
gefið út á alþjóðavettvangi, hafði
beðið um heimild til þess að birta
myndir af málverkum mínum og
vatnslitamyndum frá Hong Kong.
Enn fremur bauðst blaðið til að
greiða mér fyrirfram fyrir,
„japanska teiknibók", og jafn-
framt myndu þeir borga fyrir mig
flugfar og tveggja mánaða dval-
arkostnað í Japan.
Samanlögð upphæðin fyrir Hong
Kong myndir mínar og væntanleg-
ar myndir frá Japan var nefnd í
bandarískum dölum og var svo
há, að ég óttaðist með sjálfum
mér, að við hana hefðu bætzt nokk
ur núll fyrir mistök ritsímans.
Upphæðin, sem nefnd var, hefði
dugað okkur Suzie, með núverandi
lifnaðarháttum, í rúmt ár.
Síðustu þrjár línur skeytisins
voru hvatningarorð til mín um að
láta ekki þetta tækifæri til kynn-
ingar verkum mínum í Bandaríkj-
unum ganga mér úr greipum, þar
sem það myndi auka áhuga n.anna
á myndum mínum, ef til þess
kæmi, að ég héldi sýningu þar
síðar.
Sú hvatning var óþörf, og ég
sendi samstundis skeyti um, að ég
tæki boðinu. Jafnframt baðst ég
SÍJÍItvarpiö
Sunnudagur 31. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
10.30 Prestvígslumessa í Dóm-
kirkjunni: Biskup íslands vígir
guðfræðikandidatana Ásgeir Ingi-
bergsson til Hvammsprestakalls í
Dalaprófastsdæmi og Sigurvin
Elíasson til Flateyjarprestakalls
í Barðastrandarprófastsdæmi; —
séra Óskar J. Þorláksson þjónar
fyrir altari og séra Björn Magnús
son prófessor lýsir vigslu; vígslu-
vottar auk þeirra eru séra Sigur-
jón Þ. Árnason og séra Sveinn Vík
ingur. Annar hinna nývígðu
presta, Ásgeir Ingibergsson, pré-
dikar. Organleikari: Dr. Páll Is-
ólfsson. 15,00 Miðdegistónleikar
(plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt
lög af plötum. 16,30 Veðurfregnir.
— Færeysk guðsþjónusta (Hljóð-
rituð í Þórshöfn). 17,00 „Sunnu-
dagslögin". 18,30 Barnatími ——
(Helga og Hulda Valtýsdætur).
19.30 Tónleikar (plötur). — 20,20
„Æskuslóðir"; X: Siglufjörður
(Þorsteinn Hannesson óperusöngv
ari). 20,45 Tónleikar (plötur). —
21,20 „1 stuttu wiáli". — Umsjón-
armaður: Loftur Guðmundsson
rithöfundur. 22,05 Lýst síðari
hluta landskeppni í frjálsum
íþróttum milli Dana og Islend-
inga, er fram fer í Randers (Sig-
urður Sigurðsson). 22,25 (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 1. seplemher:
Fastir liðir eins og venjulega.
1S,30 Tónleikar: Lög úr kvik-
myndum (plötur). 20,30 Um dag-
inn og veginn (Thorolf Smith
fréttamaður). 20,50 Einsöngur:
Hjördís Schymberg syngur (pk).
21,10 Upplestur: „Musa“, smásaga
eftir Ivan Bunin (Steingrímur
Sigurðsson þýðir og les). 21,30
Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir,
síldveiðiskýrsla og veðurfregnir.
22,15 Búnaðarþáttur: „Nú er kom
ið hrímkalt haust“ (Páll Zop-
hóníasson alþingismaður). 22,30
Kammertónleikar (plötur). 23,00
Dagskrárlok.
a
r
L
ú
ó
1) Tommi horfir dapur í bragði í á eftir Tryggva, þegar hann legg-1 ur af stað í réttinn
ÞriSjudagur 2. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms-
um löndum (piötur). 20,30 Erindi:
Flóttinn frá heimilunum (Hannes
J. Magnússon skólastjóri). 20,55
Tónleikar (plötur). 21,40 Útvarps-
sagan: „Konan frá Andros“ eftir
Thornton Wilder; IV. (Magnús Á.
Árnason listmálari). 22,00 Frétt-
ir, íþróttaspjall og veðurfregnir.
22,15 Kvöldsagan: „Spaðadrottn-
ingin“ eftir Alexander Pushkin;
I. (Andrés Björnsson). 22,30 Hjör
dís Sævar og Haukur Hauksson
kynna lög unga fólksins. 23,25
* Dagskrárlok.