Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnucfagur 31. ágúst 1958
MORCVNBLAÐIÐ
Þorl. Ó. Johnson, kaupmaöur.
í DAG, 31. ágúst, eru 120 ár liðin
frá fæðingu Þorláks Ó. Johnson,
kaupmanns.
Hann var fæddur að Breiða-
bólsstað á Skógarströnd 31. ágúst
1838, sonur hins þjóðkunna
manns, Ólafs E. Johnsen, prófasts
á Stað á Reykjanesi og konu
hans, Sigríðar Þorláksdóttur.
Þorlákur Ó. Johnson er einn
hinn merkasti maður, sem ís-
lenzk verzlunarstétt hefur átt.
Gekkst hann m. a. fyrir stofnun
.Menntunarfélags verzlunar-
manna 11. marz 1890, er hafði
það markmið að starfrækja verzl
unarskóla. Skóli þessi tók til
starfa haustið 1890, og lagði Þor-
Bankamenn
á fundum
Sr. Jónas Gíslason:
Hinn týndi sauður
Ingibjörg Johnson.
lákur honum til ókeypis húsnæði
og sjálfur tók hann að sér
ókeypis kennslu í ensku. Er
heilsa Þorláks þraut, sem varð
skömmu síðar, lagðist skólinn
niður.
í tilefni dagsins hefur Ólafur
Johnson, stórkaupmaður, og frú
Guðrún, kona hans, gefið bygg-
ingarsjóði Verzlunarskóla ís-
lands eitt hundrað þúsund krón-
ur í íslenzkum ríkisskuldabréfum
til minningar um Þorlák Ó. John-
son og konu hans, frú Ingibjörgu
Bjarnadóttur Johnson. Jafnframt
hafa þau hjónin afhent Verzlun-
arskólanum að gjöf brjóstlíkan
úr eir af Þorláki Ó. Johnson.
AÐALFUNDUR Sambands nor
rænna bankamanna var haldinn
að Bifröst í Borgarfirði í sl. viku.
Hófst hann á miðvikudag og stóð
til föstudags. Fulltrúar af íslands
hálfu voru þeir Hannes Pálsson
(Búnaðarbankanum) og Jóhann-
es Nordal (Landsbankanum) og
auk þess sátu fundinn Adolf
Björnsson (Útvegsbankanum) og
Guðmundur Einarsson (Útvegs-
bankanum). Níu erlendir banka-
menn komu til fundarins. Aðal-
fundir norræna bankamanna-
sambandsins eru haldnir ó ári
hverju. Hefur slíkur fundur einu
sinni áður verið haldinn á fs-
landi. Var það árið 1949.
Á fundum þessum eru gefnar
skýrslur um störf landssambanda
bankamanna og rætt um lcjör
þeirra og félagsstarf. Á fundinum
í fyrri viku var sérstaklega rætt
um væntanlega kjarasamninga
bankamanna í Danmörku og
Noregi.
Alþjóðafundur bankamanna
verður haldinn í borgunum St.
Andrews og Edinborg í Skotlandi
dagana 29. ágúst til 13. sepember.
Fundinn sitja tveir íslendingar:
Einar Ingvarsson (Landsbankan-
um, ísafirði) og Guðmundur
Einarsson (Útvegsbankanum, —
Reykjavík). Eru þeir farnir utan.
Fundir af þessu tagi eru haldnir
árlega, og er þar fjallað um ýmis
atriði varðandi bankastarfsemi.
A¥
♦ *
BRIDCC
♦ *
í 16. UMFERÐ í opna flokknum Þar fóru þeir Eggert og Stefán
sigraði íslenzka sveitin þá ítölsku
með 67:44. Er þessi sigur mjög
kærkominn og kemur mjög á ó-
vart, því að ítalir eru núverandi
Evrópumeistarar og heimsmeist-
arar. Önnur úrslit urða:
Egyptaland vann Frakkland
Noregur vann Svíþjóð
Holland vann Þýzkaland
Spánn vann írland
Engiand vann Finnland
Belgía, Damörk og Austurríki
sátu hjá.
Einnig kemur mjög á óvart sig-
ur Egyptalands yfir Frakklandi,
því að Frakkland var í öðru sæti
og hefði orðið nr. 1 eftir tap ítal-
anna.
Ein umferð er nú eftir og er
staða efstu landanna fyrir þá um
ferð þessi:
Ítalía 28 stig; England 28 stig;
Frakkland 27 stig; Svíþjóð 22
stig, Egyptaland 22 stig.
Eftirfarandi spil er frá leikn-
um milli íslendinga og Frakka.
Lauk viðureigninni með sigri
Frakka 72:34. Hér er eitt spil frá
þeirri viðureign tekið til gamans
til að sýna sagntækni þeirra
Ghestem og Bacherich, en þeir
sátu A.—V. í opna salnúm. Yest-
ur gefur. N.—S. á hættu.
óþarflega varlega og spiluðu bara
6 lauf.
6 stig fyrir Frakkland.
í kvennaflokki gerðu íslenzku
dömurnar jafntefli við þær írsku.
Höfðu íslenzku dömurnar 17 stig
yfir eftir fyrri hálfleik og er hér
eitt spil frá þeim hálfleik.
♦ G 10 5
V Á D G 10
♦ Á 9 7 6 5 3
♦ —
A Á 8 A 9 4
V 9 8 7
K 6 5 2 N
K D 10 8 V A
♦
4 S * K D 10 9
A 75 832
A K D 7 6 5 2
V 4 3
♦ 2
* Á G 7 6
frsku dömurnar sátu N.—S.
í opna salnum og fóru einn niður
dobblað í 6 spöðum, en okkar
dömur spiluðu 4 spaða og unnu
sex. 7 punktar fyrir ísland.
Samkomulag
um viðskipti
við Tékkóslóvakíu
HINN 29. ágúst var undirritað
í Reykjavík samkomulag um við-
skipti milli íslands og Tékkósló-
vakíu á tímabilinu frá 1. septem-
ber 1958 til 31. ágúst 1959. Sam-
komulagið undirritaði fyrir ís-
lands hönd Guðmundur í Guð-
mundsson, utanríkisráðherra, en
fyrir hönd Tékkóslóvakíu Frant-
isek Schlegl, formaður tékknesku
samninganefndarinnar.
Samkomulag þetta er gert í
samræmi við ákvæði viðskipta-
samningsins milli íslands og
Tékkóslóvakíu, er undirritaður
var í Prag hinn 1. ok4óber 1957
og gildir til 31. ágúst 1960.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
sams konar viðskiptum og verið
hafa við Tékkóslóvakíu undan-
farin ár, en þó heldur meiri.
Samningaviðræður hófust í
Reykjavík hinn 20. þ. m.
Þórhallur Ásgeirsson, ráðu-
neytisstjóri, var formaður ís-
lenzku samninganefndarinnar.
:• KV I KMY N Dl R
A
¥
♦
+
♦ 7 5
* Á 8 5
♦ G 9
* ÁKG 10
6 5
9 8
D 10 4
10 8 6 5 4 3 2
9
N
V A
S
¥
♦
*
Á K D 4
3 2
9 2
Á
8 7
4 2
A G 10 6
¥ K G 7 6 3
♦ K D 7
* D 3
Sagnir í opna salnum gengu
þannig hjá Frökkunum (N.—S.
alltaf pass).
V. A.
1 * 1 ¥
2 * 2 ♦
2 ¥ 2 A
3 * 4 *
4 A 5 G
7 +
og spilið var sjálfspilandi þar eð
laufin liggja 2 og 1.
En í lokaða salnum getið þið
vel ímyndað ykkur, að sagnir
hafi gengið nokkuð á annan veg.
„Sjónvarpskvik-
myndir"
ÞAU HJÓNIN Halla og Hal
Linker sýndu sl. föstudag í
Gamla bíói kvikmyndaþætti sína,
er þau nefna „Undur veraldar“,
en þættir þessir eru atriði úr
bandarískri sjónvarpsdagskrá,
sem sýnd hefur verið og sýnd er
enn víða um Bandaríkin. Eru
þættirnir, sem hér eru sýndir,
þrír: Dularfullir töfradansar í
Kongó, íslenzkir víkingar og
Japan. — Þau Linkers-hjónin
hafa á undanförnum árum gert
víðreist um heiminn og er óhætt
að fullyrða að frú Halla er víð-
förlasta konan. fyrr og síðar, af
íslenzku bergi brotin. Hefur, sem
vænta mátti, margt nýstárlegt og
fróðlegt borið fyrir augu hjón-
anna á þessum ferðum þeirra, og
kvikmyndaþættir þessir bera það
með sér að þau hafa glöggt auga
fyrir því sem girnilegt er til fróð-
leiks. — Því eru þættir þessir
mjög skemmtilegir jafnframt
því, sem þeir eru prýðilega tekn-
ir og skýringarnar á þeim ljósar
og lifandi — en um það atriði sjá
hjónin til skiptis.
í þættinum „Islenzkir víking-
ar“, sem tekinn er hér á landi,
er sýnt allt hið markverðasta í
náttúru landsins og atvinnulífi,
og segir frú Halla þar í stuttu
máli nokkur helztu atriði úr sögu
landsins. — Er þessi þáttur
mikilsverð landkynning og vel
úr garði gerður. Er þar ekki ein-
ungis leitast við að sýna fegurð
landsins, heldur einnig reynt að
kynna Bandaríkjamönnum at-
vinnulíf og framleiðslu þjóðar-
innar. Eiga Linkers-hjónin þakk-
ir skilið fyrir þessa viðleitni sína,
sem vafalaust getur orðið okkur
mikils virði.
Eins og áður er sagt, eru allir
kvikmyndaþættirnir fróðlegir og
skemmtilegir, ekki sízt þátturinn
frá Japan. — Og svo var gaman
að sjá Davíð litla Þór, ungan son
Linkers-hjónanna, sem er hressi-
legur drengur og virðist hafa
dafnað ágætlega á hinu mikla
ferðalagi með foreldrum sínum.
Ego,
Lúk. 15, 1—10.
HVERT erindi átti Jesús Kristur
inn í þennan heim í mannlegu
holdi?
Mörgum kann að þykja þessi
spurning einkennileg. Þó er full
þörf á að spyrja hennar. því að
margir virðast hafa misskilið er-
indi hans. Slíkur misskilningur
er þó ekki nýr af nálinni, því að
hans gætti þegar í samtíð hans
meðal Gyðinganna. Leiðtogar
þjóðarinnar litu niður á hann.
Hvers vegna?
Hann stóðst ekki mælikvarða
þeirra. Hann var ekki nógu fínn
í augum þeirra. Og það, sem
hneykslaði þá mest, var, að hann
gleymdi að taka tillit til mann-
virðinga. Hann gerði alla jafna
og samneytti jafnvel hinum
lægstu og verstu að manna dómi.
Hið sama kom fram í prédikun
hans.
Hann sagði: „Komið til mín,
allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir, og ég mun veita
yður hvíld.“ En svo bætti hann
við: „Ekki þurfa heilbrigðir lækn
is við, heldur þeir, sem sjúkir
eru.“
Þarna segir hann tvennt, sem
í fyrstu virðist ósamrýmanlegt.
Hann býður öllum að koma til
sín, en segir síðan, að aðems
hinir sjúku þurfi sín með.
En í þessu felst aðeins dómur
hans yfir okkur mönnunum. Hér
er enginn réttlátur, enginn heil-
brigður. Hér þurfa allir læknis
við. Og hér er fólginn ásteytingar
steinninn, sem svo margir hnjót.a
um. Við mennirnir erum allir
syndarar og þörfnumst náðar
Guðs.
Og Jesús lét sér ekki nægja að
tala þannig. Líf hans sjálfs bar
þess gleggstan vottinn, að hér
talaði hann sannleikann og
breytti eftir eigin orðum. Hann
forðaðist ekki tollheimtumenn og
bersynduga eins og fyrirmenn
þjóðarinnar, heldur laðaði þá að
sér. Og sumir lærisveinar hans
voru úr þeim hópi valdir.
í stað þess að fyrirlíta og
dæma, vildi hann fyrirgefa og
hjálpa. í augum hans var ekki
jafnmikill munur á hinum bezta
og hinum versta meðal manna,
því að þeir voru báðir syndarar,
sem þörfnuðust náðar Guðs.
Menn spyrja oft enn í dag eins
og farísearnir spurðu hann: Eru
þá góð verk einskis virði?
Nei, síður en svo. Við þurfum
ekki langi að lesa í fjallræðunni
til þess að sjá, að Jesús gerir
langtum strangari kröfur um Hf
og breytni en nokkur annar.
Hann gerði svo strangar kröfur,
að enginn sá maður hefur verið
til auk hans, sem hefur getað
gengið fram og sagt: Hver yðar
getur sannað á mig synd?
En þessi góðu verk, sem menn-
irnir vinna, geta aldrei orðið
grundvöllur undir guðssamfélagi
þeirra. Þar skildi með þeim.
Farísearnir sögðu: Af því að ég
vinn góð verk, þá er ég barn
Guðs.
Jesús segir: Af því að þú ert
barn Guðs, þá vinnur þú góð
verk.
Á þessu tvennu er augljós regin
Ísaíjarðartogar-
arnir afla vel
ÍSAFIRÐI, 29. ágúst: — Togarinn
ísborg kom hingað í morgun með
fullfermi af karfa af Nýju Fylkis-
miðum. Sólborg er á leið hingað
af sömu miðum, einnig með full-
fermi. — Nú er rétt byrjað að
salta reknetasíldina hér. — Hér
hafa verið stöðugar rigningar
undanfarið, en í dag hefur skipt
um veður og er nú logn og úr-
komulaust. — G. K
munur. Hin góða breytni er eðli-
legur og nauðsynlegur ávöxtur í
lífi sérhvers manns, sem vill vera
lærisveinn Jesú Krists. Trúin er
dauð án verkanna. En breytnin
getur aldrei orðið grundvöllur
guðssamfélagsins. Samfélag við
Guð getum við aðeins eignazt
fyrir trú á Jesúm Krist.
Og þetta er kjarni fagnaðar-
erindis kristindómsins. Enginn
maður er of vondur eða syndum
hlaðinn til þess, að Guð vilji
veita honum viðtöku, ef hann
aðeins vill koma til Guðs í veik-
leika sínum og vanmætti og
þiggja óverðskuldaða náð hans.
Föðurfaðmur Guðs stendur opinn
hverjum þeim manni, sem til
hans leitar huggunar og styrks.
En enginn maður er heldur nógu
góður til þess að komast aí án
náðar Guðs.
En kærleikur Guðs er ekki að-
eins fólginn í því, að hann tekur
á móti þeim, sem til hans leita.
Hann leitar sjálfur að fyrra
bragði mannanna. Þess vegna
sendi hann eingetinn son sinn í
heiminn. Jesús Kristur kom til
þess að leita að hinu týnda og
frelsa það, leiða það aftur til
Guðs. Sá var tilgangurinn með
komu hans í heiminn. Til þess
lifði hann og staffaði meðal okk-
ar mannanna. Til þess gaf hann
líf sitt á krossinum.
Hann er hirðirinn, sem fer til
þess að leita að sauðnum, sem
villzt hefur burt frá hjörðinr.i.
Engin hætta er of bráð. ekkert
erfiði er of mikið, þegar hann
leitar einhvers, sem týndur er og
villtur og í háska staddur. Hann
er hinn góði hirðir, sem leggur
líf sitt í sölurnar fyrir hjörðina.
En kærleikur Guðs lætur ekki
heldur staðar numið hér. Honum
nægir ekki aðeins að taka á móti
þeim, sem kemurj eða að leita
uppi hinn týnda.
Er hann hefur fundið hann,
leggur hann hann á herðar sér
og ber hann heim. Hann lætur
sér ekki nægja að vísa veginn,
heldur gefur hann einnig. kraft-
inn, sem með þarf.
Við þekkjum efalaust öll mynd
ina af góða hirðinum, sem gengur
fyrir hjörðinni með lítið lamb í
fanginu. Þannig ber Jesús Kristur
okkur mennina á kærleiksörm-
um sínum þann veg, sem okkur
er um megn að ganga, einir og
óstuddir. Og þessi kærleikur hans
kom skýrast fram, er hann gaf líf
sitt á krossinum og tók þar með
á sig syndabyrði alls mannkyns-
ins.
Við megum varpa allri okkar
áhyggju upp á hann. Hann hefur
opnað okkur leið heim til Guðs.
Hann styrkir okkur í veikleika
okkar og ber okkur fram fyrir
náðarstól Guðs. Jesús Kristur er
í gær og í dag og að eilífu hinn
sami, hinn sami líknsami lausn-
ari, hinn sami góði hirðir, hinn
sami trúfasti vinur syndaranna.
Þetta er sá boðskapur, sem guð
spjall dagsins flytur okkur:
Jesús Kristur elskar syndar-
ann. Hann tekur á móti hverjum
þeim, sem til hans leitar með
bæn um líkn og styrk. Hann leit-
ar sjálfur að fyrra bragði þeirra,
sem burt hafa villzt, tekur þá á
herðar sér og ber þá með fögn-
uði him til Guðs.
Þetta er fagnaðarerindi kristin
dómsins. Við þörfnumst allir náð
ar Guðs, og' hún stendur okkur
öllum til boða. Við getum aldrei
í eigin krafti orðið verðir þeirrar
náðar, en Jesús hefur veitt okkur
aðgang að henni með fórn sinni
á krossinum. Hann, eingetinn
sonur Guðs, elskar okkur og vill
allt fyrir okkur gera. Ef við að-
eins leyfum honum að komast að
með náð sína og kærleika, þá er
það honum nóg. Annars er ekki
af okkur krafizt. Hitt allt hefur
hann gert í náð sinni og gefur
okkur.
Leitum því til hans, hins góða
hirðis.