Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 20
VEDRIÐ Norðaustan gola, skýjað, lítilsháttar rigning. fflrgiMtMá 197. tbl. — Sunnudagur 31. ágú^ 1958 Reykjavikurbréf Sjá bls. 11. Reykvíkingar á sýningu minjasafnsins Þjóðliátíðín 2. ágúst 1904 á Landakotstúni. Fyrir framan veitingatjald Halbergs gestgjafa. — Á myndinni sjást meðal annarra Sighvatur Bjarnason, bankastjóri, og Halberg sjálfur (næst tjald- inu). Óhætt er að fullyrða, að dömurnar séu í P arísartízku 1904. (Sjá bls. 13) Enginn veit nœr rannsókn smyglmálsins lýkur Trúlega meira spiramagni smygíað á land en það sem i leitirnar kom SVO umfangsmikil er rannsókn smyglmálsins orðin, að ógerlegt er að sjá fyrir hvenær henni verði lokið. Rannsóknardómar- inn í málinu hefur varizt allra frétta af gangi rannsóknarinnar, því málið liggur hvergi nærri auðveldlega fyrir til rannsóknar og niðurstöður með öllu óljósar. í gær munu alls 13 menn hafa setið inni, eins og það er kallað, en 7 þeirra hafa við r&nnsókn málsins verið úrskurðaðir til framhalds-gæzluvarðhalds. Allt eru þetta skipsmenn og fyrrver- andi skipsmenn af Tungufossi, að einum undanskyldum. Morgunblaðinu er kunnugt um að í spíritusfarmi þeim, sem lög- reglann fann í bílnum fyrir framan Austurbæjarbíó, og í fyrstu var settur í samband við „Silfurtunglið“ ótti að fara í hús eitt vestur í bæ. Á sama tíma og lögreglan lagði hald á þessa „spíra“-brúsa, biðu tveir menn 1 ofvæni eftir þeim í þessu húsi í Vesturbænum. Mennirnir áttu ásamt þriðja manni hlut í bil- farminum. Þessir menn sita nú allir í gæzluvarðhaldi. Lögreglan lagði hald á 118 brúsa er hún handtók smyglar- ana um nóttina. En það mun vera ákveðinn grunur að um meira magn hafi verið að ræða, sem varpað var í sjóinn. Humarveiðar hafa gengiB mjög vel í sumar Óvenjumörg kuml hafa fundizt í Svarfaðardal Veiöi senn lokið — afli meiri en nokkru sinni fyrr Þar voru heygðir fornmenn með hesta sina FYRIR nokkrum árum fur.dust kuml skammt fyrir neðan bæinn Ytra-Garðsorn í Svarfaðardal. Síðan hefur Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, rannsakað stað inn nánar og komið hefur í Ijós að þarna eru óvenjulega mörg kuml. Þessar grafir, sem eru 10 að tölu, munu vera frá heiðnum tíma, sennilega frá bænum Grund, en þar á Þorsteinn Svör- fuður að hafa búið. Blaðið átti í gær tal við Kristján Eldjárn, sem sagði að hér væri um að ræða sæmilegan fund, alltaf þætti fengur í að finna forn- Skipstjórinn dæmdur 1 GÆR gekk dómur í máli Harr- isons skipstjóra á brezka togar- anum Lord Plender, sem tekinn var við veiðar í landhelgi á föstu dagsmorguninn. Var skipstjórinn dæmdur í 74.000 kr. sekt og afli' skipsins gerður upptækur til Landhelgissjóðs. Einnig var hon- um gert að greiða málskostnað. Skipstjórinn áfrýjaði dómnum. Landliel gisgæzlan hefur náð vörp unni upp úr Breiða firði EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, þótti auðsætt, að brezki tog- arinn Lord Plender hefði höggv- ið frá sér trollið, er hann var tekinn að veiðum á Breiðafirði aðfaranótt föstudags sl. Morgun- blaðið hefir nú fregnað, að Land- helgisgæzlan muni hafa náð upp vörpu togarans. Þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um erindi lians á þeim slóðum sem hann var tekinn á. mannagrafir, og þetta væru ákaf- lega myndarlegir grafreitir. Þarna hafa karlar verið grafnir með vopn og konur með skart- gripi, eins og siður var, og með næstum hverjum manni hafa KEFLAVÍK, 29. ágúst: — Það er nú svo komið með þjóðveginn milli Keflavíkur og Reykjavíkur, að heita má, að hann sé að verða ófær. Er illt til þess að vit.i, að þannig skuli komið fyrir fjölfarn asta þjóðvegi landsins og það um hásumar. Ekkert hefur verið gert við veginn að heita má, utan þess, sem einu og einu bílhlassi af mold hefur verið dembt í verstu hvörfin í sumar, rétt til málamynda. Vegurinn á svonefndum Fitj- um, rétt við Njarðvík er nú svo illa farinn, að verði ekki gert við hann næstu daga, má búast þar við stórslysum. Heflar hafa fyrir löngu skafið upp allan ofaní burð, og er ekkert eftir nema grjót. Bílstjórar, sem þarna fara um, reyna að hlífa farartækjum sínum með því að aka yzt i veg- inum. Er nú svo komið, að vegur inn er sprunginn út um meira en bílbreidd, og hallast mjög mik ið. Er þarna um stórhættulegan kafla að ræða, fyrir alla, sem ekki gjörþekkja vegínn og aka af mikilli nákvæmni. Þarna fara milli 600 og 700 bílar um daglega og eru ekki svo fáir bílar, sem hafa brotnað niður á þessum Trá Portoroz FIMMTÁNDA umferð skákmóts- ins í Portoroz var tefld í gær, en úrslit höfðu ekki borizt, er blaðið fór í prentun. Friðrik Ól- afsson átti þá við Argentínu- manninn Sanguinetti og hafði hvítt. Sextánda umferðin verður tefld í dag og hefir Friðrik þá svart gegn Argentínumanninum Panno. verið heygðir einn eða tveir hest- ar. Þó er sá hængur á, að sýni- lega hefur verið rótað þarna í öllu einhvern tíma áður og kuml- in verið stórskemmd. Af þeim sökum finnst nú lítið af gripum, þeir dýrmætustu eru að m. k. á burt, en grafsiðurinn og allur útbúnaður grafanna kemur vel í ljós. Samt sem áður heíur fund- izt þarna talsvert hrafi af beina- grindum. stutta vegarspotta. Þeir, sem fara með vegamálin, mættu gjarnan fá sér ökuferð hingað suður, að líta á vegsummerki, því sjón er sögu ríkari. — Ingvar. Tungufoss átti að fara í gærdag SEM kunnugt er af fréttum hefur Tungufoss ekki komizt í strandferð, vegna kyrrsetningar allmargra skipsmanna vegna rannsóknar smyglmálsins. Um hádegisbilið í gær var gert ráð fyrir að skipið færi héðan síð- degis og munu nýir menn verða ráðnir í stað þeirra sem ekki fengu brottfararleyfi. ÞESSA dagana eru yngstu borg- ararnir að byrja skólagöngu og taka 7, 8 og 9 ára deildir barna- skólanna til starfa næstkomandi fimmtudag. Síðdegis á mánudag eiga 7 ára börnin og þau 8 og 9 ára börn, sem eru að flytja á milli skóla, en ekki hafa enn látið um það vita, að mæta til innritunar. í þetta sinn verða um 4500 börn í þessum þremur deildum barna skólanna í Reykjavík, 1549 7 ára börn, eða börn fædd árið 1951, 1488 8 ára börn eða börn fædd 1950 og 1463 9 ára börn eða börn fædd 1949. Á þessu hausti taka til starfa tveir nýir barnaskólar í Reykja- vík. Svokallaður Vesturbæjar- HUMARVEIÐAR frá Eyrarbakka hafa aldrei gengið eins vel og í sumar, að því er Mbl. er tjáð. Frá byrjun og til júlíloka var veiði ágæt, enda voru gæftir mjög góðar. Nú í ágúst hefur veið in verið tregari, einkum seinni hluta mánaðarins, Munu bátarn- ir frá Eyrarbakka senn hætta veiðum, ef afli glæðist ekki á næstunni. Er nú orðið langt á miðin, því að humarinn er sótt- ur austur fyrir Vestmannaeyjar. Fjórir bátar hafa stundað hum- arveiðarnar frá Eyrarbakka í sumar. Eru það Helgi, Ægir, Faxi og Friðrik. Heildarafli þeirra er nú um 150 tonn, en það er meira en aflazt hefur nokkru sinni áð- ur. Allan veiðitímann hafa um 30 til 40 manns unnið að verkun aflans í landi. Eru það einkum konur og börn og er því mikil vinnuaukning að humarveiðun- um. Enn er mikil vinna eftir í landi, þó bátarnir hætti nú veið- um, því að humarinn er frystur óunnin til að byrja með. Eins og áður segir hafa bátarnir sótt aust ur fyrir Vestmannaeyjar upp á síðkastið, en annars eru beztu humarrniðin talin út af Selvogi frá 65 föðmum allt út á 80 faðma dýpi. Sigling á þau mið tekur um tvær og hálfa klst. Fréttaritari Mbl. á Stokks- eyri skýrði svo frá í gær, að hum arveiðar standi þar enn yfir. Það an hafa verið gerðir út tveir bát- skóli verður til húsa í gamla Stýrimannaskólahúsinu, sem hef ur verið lagfært og málað í sum- ar. Þar verða aðeins 7, 8 og 9 ára bekkir. í hinu nýja íþróttahúsi Ármanns verður komið fyrir úti- búi frá Laugarnesskóla og nefn- ist það Höfðaskóli. Þarna verða eingöngu þrjár yngstu deildir barnaskólans, en þar eð húsnæði þetta verður ekki tilbúið fyrr en 1. október, mun kennsla byrja í Laugarnesskólahúsinu. í öðrum skólahúsum bæjarins verður kennt eins og venjulegr 1. óktóber hefst svo kennsla í efri bekkjum barnaskólanna, 10, 11 og 12 ára bekkjum. ar á humarveiðar í sumar. Eru það Hólmsteinn og Hásteinn II, en auk þess hefur einn bátur frá Þorlákshöfn, Gissur ísleifsson, lagt upp humarafla á Stokkseyri í sumar. Afli er nú heldur að tregast, sagði ' fréttaritarinn, og nú er um 5—6 klst. sigling á mið- in. Bátarnir væru hættir, ef gæftir væru ekki svo góðar, sem raun ber vitni. Um 30 manns hafa haft vinnu við verkun hum- arsins í landi. Forsætisráðherra ekki í bænum Blaðaf ulltrúi ríkisstj órnarinnar, Benedikt Gröndal, skýrði er- lendum blaðamönnum frá því í gærmorgun, að forsætisráðherra, Hermann Jónasson, myndi fara úr bænum síðdegis í gær og ekki koma aftur fyrr en seint á sunnu- dagskvöldið. Voru þessar upph gefnar í sambandi við hugsanleg- an fund blaðamanna með for- sætisráðherra. Landskeppni við Dani í gær og dag f GÆR hófst í Randers í Dan- mörku landskeppni í frjálsum í- þróttum milli íslendinga og Dana og lýkur í dag. Blaðið fer það snemma í prentun á laugar- dögum, að ekki er hægt að skýra frá úrslitum hér. Keppnin hófst kl. 5 e.h. í gær, en í dag hefst hún kl. 2 e.h. Landskeppnin er háð í Rand- ers af því tilefni að íþrótta- félagið þar, eitt elzta og merk- asta frjálsíþróttafélag Dana, er fimmtíu ára um þessar mund- ir og efnir í því tilefni til mik- illa hátíðahalda. Landskeppnin er einn liður hátíðarinnar — og við íslendingar vonum að Dönum finnist sá þátturinn ekki síztur. íslenzka liðið er að minnsta kosti staðráðið í að gera sitt til að svo verði, segir í bréfi frá Atla Steinarssyni, sem er þar ytra. PARÍS, 30. ágúst — Reuter — Alls um 3 þús. Serkir munu hafa verið handteknir og yfirheyrðir, síðan hermdarverk Serkja hófust í Frakklandi. Flestir þeirra hafa verið látnir lausir afur. Keflavíkurvegurinn er stórhœttulegur Yngstu deildir skólanna a& hefja vetrarstarfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.