Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ
ÞYiðjudagur 2. september 1958
Brezka herskipið hefur flæmt ísienzka varðbátinn frá landhelgisbrjótnum og hindrað töku hans.
— Brezk herskíp
Framh. af bls. 1
hins vegar sú breyting á, að
að minnsta kosti Jieir beigískir og
þýzkir togarar, sem vitað var
um nálægt fjögurra sjómílna tak
mörkunum í gærkvöldi höfðu
flutt sig út fyrir 12 sjómílna
takmörkin í morgun. Hins vegar
er vitað um um það bil 11 brezka
togara, er í nótt söfnuðust saman
undir vernd fjögurra brezkra
herskipa og eins birgðaskips á
þremur nánar tilteknum svæðum
á milli fjögurra og tólf sjómílna
takmarkanna. Eitt þessara svæða
er út af Dýrafirði, annað norður
af Horni og hið þriðja fyrir Suð-
austurlandi, milli Hvalbaks og
lands, en þar var dimmviðri í
morgun og því erfitt um athug-
anir. Á hinum stöðunum var
bjartviðri, og voru flestir togar-
anna út af Dýrafirði. Snemma í
morgun hófu varðskipin aðgerðir
gegn þessum togurum, en þá
beitti eitt brezka herskipið strax
valdi til þess að hindra að varð-
skipið kæmist að sökudólgnum.
Gerðist það með þeim hætti, að
brezka freigátan „Palliser“ kom
á mikilli ferð með mannaðar fall'
byssur og sigldi á milli varðskips
ins og landhelgisbrjótsins, þann-
ig að varðskipið komst ekki að
togaranum. Til frekari árekstra
hefur ekki komið, en hins vegar
hafa náðst nöfn og númer allra
þeirra brezkra landhelgisbrjóta,
sem eru að gera tilraun til að
veiða innan hinna nýju takmarka
og verða mál þeirra tekin fyrir
eins og venja er.“
Atbiarðirnir fyrir vestan
f bítið í gærmorgun lögðu
blaðamaður og ljósmyndari Mbl.
af stað flugleiðis vestur fyrir
land á sömu slóðir og kvöldið
áður. Nóttin var nú liðin, hin
nýja landhelgislína, 12 mílna
línan hafði þegar verið í gildi
nokkrar klukkustundir. En enn
þá höfðu engar fregnir borizt af
viðbrögðum brezku togaranna,
sem kvöldið áður höfðu verið að
toga i óða önn við 12 mílna lín-
una eða eilítið fyrir innan hana
— en þá I fullum rétti. Höfðu
þeir farið inn fyrir línuna um
miðnættið og haldið áfram veið-
um sínum þar, eins og ensku
blöðin staðhæfðu undanfarna
daga að verða mundi?
Og hvað höfðust þá íslenzku
yarðskipin að?
Bretarnir í hnapp út af
Dýrafirði
Við komum út á flugvöll
skömmu eftir að fullbjart var
orðið af degi.
Þá voru brezkir fréttaritarar
nýlega farnir vestur flugleiðis
sömu erinda í tveiinur flugvél-
um og var mikill handagangur
í öskjunni, þegar upp í þá ferð
var lagt því nú skyldi verða frá
miklu að segja um viðskipti
Breta og íslendinga!
Þegar yfir Patreksfjörð kom
sáum við úr fjarska hvar eftir-
litsskipið H. M. S. Russel lá all-
djúpt út af Dýrafirði. Þegar nær
dró kom í ljós að fleiri skip en
Russel voru á þessum slóðum.
Reyk frá allmörgum togurum
lagði til himins og í ljós kom
von bráðar að þarna var fyrir
þyrping togara í kring um her-
skip „hennar hátignar“. Togar-
arnir voru á mjög svipuðum
slóðum og við höfðum hitt þá
fyrir kvöldið áður, út af strönd-
inni, þar sem er Arnarfjörður og
skömmu norðar mynni Dýra-
fjarðar, en nú virtust þeir þó
komnir ívið grynnra.
Tvö íslenzk varðskip
Flugvélin sveif yfir hópinn og
sáum við þá hvar voru tvö ís-
lenzku varðskipanna.
Það reyndust vera Albert og
Óðinn. Ægir, sem þarna hafði
verið daginn áður var nú horf-
inn. Skipin voru mjög þétt, ekki
nema á ca. 5—10 kílómetra
svæði og togararnir voru allir að
veiðum. Það vakti athygli okkar
að þeir virtust flestir vera gömul
skip og allir voru þeir frá Grims-
by, þeir hinir sömu sem þarna
höfðu verið að veiðum daginn
áður en nokkrir nýir komnir í
hópinn. Alls voru þeir nú 9 tals-
ins, og voru meðal þeirra
Churchill, Stoke City, Barnett,
Coventry City, King Sol, York
City og Derby County.
Syðst á þessu svæði var Albert
og hafði hann siglt upp að einum
hinna brezku togara í þann mund
sem við flugum þarna yfir.
Nokkru norðar var H. M. S.
Russel, Óðinn þar skammt frá
en lengra flestir togararnir í
hnapp, og furðuðum við okkur
á því hve skammt var á milli
þeirra við veiðarnar. Veður var
hið bezta, lítil alda og skyggni
gott. En engin önnur skip sáust
svo langt sem augað eygði. Við
renndum fyrst niður að Albert,
þar sem hann var kominn mjög
nálægt brezka togaranum. Það
reyndist vera togarinn Coventry
City, togarinn sem fréttaritari
Reuters er staddur á. Hann var
að veiðum, gamall togari ryðg-
aður og illa viðhaldið.
H.M.S. Russel elti ís-
lenzku varðbátana
Albert var nokkra stund ör-
skammt frá togaranum, en þegar
hér var komið sögu hafði hið
stóra herskip H. M. S. Russel,
snúið stefni sínu í átt til Alberts
og gengu hvítfyssandi öldur und-
an bógunum, þar sem það hélt
áleiðis til íslenzka varðskipsins.
Annað var ekki að sjá en að skip
herra brezka herskipsins teldi
fulla ástæðu til þess að fylgjast
með því sem milli Alberts og
Coventry City færi. En þegar
brezka herskipið átti skamma
leið ófarna hélt Albert frá tog-
aranum og hægði þá H. M. S.
Russel ferðina og hélt í humátt
á eftir Albert.
Það virtist augljóst að brezku
togararnir voru þarna allir að
veiðum innan við 12 mílna lín-
una og ekki var annað að sjá en
íslenzku varðskipin væru að
gera tilraun til þess að vinna
gæzlustörf sin af mestu sam-
vizkusemi.
íslenzku varðbátarnir
gátu lítið aðhafzt
Meðan þessu fór fram hélt Óð-
inn, sem nær var togarahópunum
í átt til eins togarans. Hann var
brátt kominn upp að hlið hans
og við sáum að það var togarinn
Barnett, sem þar var um að ræða.
Við fljúgum lágt yfir Óðin og
togarann. Á þeim brúarvængn-
um sem að togaranum snýr stend
ur einn af yfirmönnum skipsins
og háseti og kallar hann fyrir-
skipanir í mikinn lúður yfir í tog-
arann. En eftir því sem við fáum
bezt séð skeyta togaramenn því
engu og virða íslenzka varðskip-
ið ekki svars, en halda áfram að
veiða sinn landhelgisfisk. Hinum
megin á stjórnpallinum er einn
skipsmanna að gera staðarákvörð
un og við sjáum að íslenzku varð
skipin tvö, sem þarna eiga i höggi
við togarana 9 og H.M.S. Russel
virðast hafa þann háttinn á að
rita upp nöfn og einkennisstafi
togaranna, gera staðarákvörðun
við hvern þeirra og reyna að ná
tali af skipstjórunum í hátalara.
Lengra er þeim líklega ekki
kleift að ganga eins og sak-
ir standa við gæzlu landhelginn-
ar. Óðinn siglir síðan að næsta
togara og rennir einnig mjög ná-
lægt honum og tekur staðar-
ákvörðun. En þegar H.M.S. Russ-
el verður þess vart hvað Óðinn
hefst að breytir það um stefnu
og siglir nú í kjölfar hans, til
þess að hindra allar frekari að-
gjörðir íslenzka varðbátsins.
Veiðiþjófnaður undir
hervernd
Við vorum á flugi yfir brezku
togurunum þama út af Dýrafirði
í um það bil hálfa klukkustund.
Allan þann tíma endurtók þessi
sama saga sig: íslenzku varðskip-
in tóku staðarákvarðanir við hlið
togaranna. En hvert sem þau fóru
um hafsvæðið þar sem þeir lágu
með vörpuna og toguðu, fylgdi
þeim brezka herskipið. Flagg-
skip brezka flotans á íslandsmið-
um kom ávallt í humátt á eftir
þeim eða sigldi framfyrir þau.
Það var kyndugur eltingarleik
ur og dólgslegar aðfarir. En mark
mið brezka skipherrans var aug-
Ijóst: Að koma í veg fyrir það, að
íslenzku varðskipin, sem bæði
voru sem smábátar við hlið þess,
gætu tekið hina erlendu land-
helgisbrjóta. Hér var á daginn
komið hver „hernaðaraðferð“
brezku herskipanna var. Þannig
hugðust þau koma í veg fyrir að
íslenzku varðskipin gætu tekið
brezku togarana, sett menn um
borð og siglt til hafnar. Þannig
var veiðiþjófnaðurinn fram-
kvæmdur á miðunum út af Dýra-
firði undir hervernd fyrsta dag-
inn sem reglugerðin um hina
nýju landhelgislínu var í gildi.
Eftir að við höfðum enn virt
þetta þóf brezka herskipsins og
íslenzku varðbátanna fyrir okkur
nokkra stund tókum við stefnu
til lands. Flugmaðurinn mældi
hve langt togarahópurinn var
undan landi ,eftir því sem kostur
var. Á að gizka 10 mílur sagði
hann um leið og hann beygði upp
að Kópanesinu og tók stefnuna
suður yfir Látrabjarg. — ggs.
Gilchrist gekk á fund Hermanns
Samtíningur og sitthvað um land-
helgismálið
í REUTERSFRÉTT í gær segir mættust á miðunum í dag. 1 til-
frá því þegar H. M. S. Palliser
beitti ofbeldi til að koma í veg
fyrir, að íslenzkt varðskip tæki
landhelgisbrjót. Þá segir enn-
fremur í fréttinni, að íslenzlta
landhelgisgæzlan hafi „skrifað
niður“ brezku landhelgisbrjót-
ana og hyggist ná þeim síðar.
Ekki sé hægt að dæma landhelgis
brjótana fyrr en þeir komi í höfn.
En togaraeigendur geti hæglega
komið í veg fyrir slíka dóma,
með því að skipta um skipstjóra.
Ekki sé hægt að dæma skipið,
heldur skipstjórann.
Þá segir ennfremur í skeytinu,
að leýhitillaga, sem Bandaríkja-
menn hafi lagt fram til lausnar
landhelgisdeilunni hafi verið
felld af Islendingum.
Þá hefur brezka flotamála-
ráðuneytið gefið öllum brezkum
togurum fyrirmæli um að efna
ekki til ófriðar við íslenzk varð-
skip og bíða brezku eftirlitsskip-
anna, ef varðskipin hyggist taka
þá.
Fréttaritari Reuters á miðun-
um símaði í gærkvöldi, að allt
gengi að óskum. Þá er þess loks
getið í Reutersskeytinu, að Þór
og María Júlía hafi heilsað frei-
gátunni Eastbourne, þegar skipin
Rússneskir kafbátar á
íslandsmiðum ?
í REUTERSFREGN til Mbl. í gærkvöldi segir, að rússneskir
kafbátar hafi fylgzt með brezku togurunum á leið á íslands-
mið. Brezka flotamálaráðuneytið sagði í gærkvöldi, að um
flotaæfingar væri að ræða, ef rússneskir kafbátar væru við
ísland.
kynningu flotamálaráðuneytisins
segir, að skipin hafi siglt „mjög
nálægt“ hvort öðru.
Þá er þess og getið, að
Gilchrist, sendiherra Breta á Is-
landi, hafi í gær gengið á fund
Hermanns Jónassonar „til að
ganga úr skugga um, að ekki
væri um neinn misskilning að
ræða í veigamiklum atriðum“,
eins og það er orðað.
Loks segir í skeytinu, að
matvælaráðuneyti Vestur-Þýzka-
lands hafi skýrt togurum sínum
frá því, að ríkisstjórn landsins
geti ekki varið þá innan nýju
landhelginnar. Bezta ráðið til að
forðast árekstur sé — að fiska
fyrir utan 12 sjómílna landhelg-
ina.
íslenzku varðskipunum
gefnar fyrirskipanir um
að sýna fyllstu varúð
FORSÆTIS- og dómsmálaráð-
herra Hermann Jónasson, sem
samkvæmt embætti sínu er yfir
maður landhelgisgæzlunnar,
gerði í gær heyrinkunnugt, aðal-
efni þeirra fyrirmæla, sem ís-
lenzku varðskipunum hafa venð
gefin um viðskipti sín við brezku
landhelgisbrjótana og brezku her
skipin. í yfirlýsingu þessari kem
ur fram, að varðskipunum hafa
verið gefin fyrirmæli um það að
fara sem gætilegast að öllu í
störfum sinum og sýna fyllstu
varúð í samskiptum sínum við
hin brezku skip. Skulu þau taka
ljósmyndir af þeim brezku tog-
urum, sem sigla inn fyrir hin
nýju fiskveiðitakmörk og hefja
þar veiðar. Nöfn þeirra togara,
sem brotlegir verða, skulu skrif-
uð upp, ásamt einkennisstöfum
þeirra, staðarákvarðamr verða
gerðar og annarra sannanna afl-
að í því skyni að unnt verði að
taka umrædd skip og höfða mál
á hendur forráðamönnum þeirra.
ef þau leita síðar til hafnar hér
á landi.
Austíjarðaþokan
skýlir landhelgis-
brjótunum
EINN af fréttamönnum Mbl. á
Austfjörðum skýrði frá því í sím
tali við blaðið í gær, að
hann hefði gert sér ferð upp
á Staðaskarð milli Fáskrúðs-
fjarðar og Reyðarfjarðar, en
þaðan sést til Hvalbaks í
góðu skyggni. í gær var
skyggni hins vegar slæmt, þoka
yfir sjávarfletinum í 2—300 m
hæð, og sást því ekki neitt til
hinna brezku togara, sem sagðir
eru að veiðum innan fiskveiði-
takmarkanna út af Hvalbak.
Ekkert hefur frétzt nánar af
veiði brezku togaranna á þessum
«lóðum.