Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. september 1958 M O TfC TJNBLAÐ1Ð n Varðskipið Ægir og „Ilerskip hennar Hátígnar“ Russel þar sem þau liggja skammt hvort frá öðru á 12 mílna línunni á sunnudagskvöld og bíða miðnættís. Brezk herskip sfjórnuðu innrás togar- anna í íslenzka landhelgi // Fyrirmœlin ganga í gildi á miðnœtfi. Hafið auga með svörtum skipum Fréttamaður og Ijósmyndari Mbl. lýsa undirbúningi Breta að ofbeldisað- gerðum fyrir Vestfjörðum STRAX upp úr hádegi á sunnu- dag fóru brezkir togarar fyrir Vestur- og Norðurlandi að hafa samband við eftirlitsskip brezka flotans II. M. S. Russel, sem lá rúmlega 12 sjómílur út af Arnar- firði. Ilafði verið ákveðið, að Russel, sem er um 2000 lesta tundurspillir lægi á ákveðnum stað út af firðinum, en þegar þangað kom, var Ægir þar fyrir, nákvæmlega á sama stað og Bret- arnir höfðu gert ráð fyrir, að eftirlitsskip þeirra yrði. Russel sigldi þá nokkru norðar og tók sér stöðu um 1 km frá Ægi. Stjórnaði togaraflotanum Eins og fyrr getur, höfðu brezku togaraskipstjórarnir náið samband við Russel. Fréttamað- ur Mbl. fylgdist með samtölum þessum og var þegar Ijóst, að eftirlitsskipið stjórnaði togara- flotanum og gaf honum nákvæm- ar fyrirskipanir um það, hvernig togarasjómenn skyldu hegða sér. Skipsmenn á Russel spurðust ná- kvæmlega fyrir um staðarákvörð un togaranna og svöruðu þeir því greiðlega, skýrðu einnig frá fyrir ætlunum sínum. Mátti heyra á togarasjómönnum. að þeim var heitt í hamsi, en þó létu þeir gamanyrði fylgja upplýsingum sínum. Þannig gat einn togara- skipstjóranna þess, að hann bygg ist við því, að „þetta yrði eins og í neðanjarðarlest.“ 'Hefur hann sennilega átt við það, að þröngt yrði á þingi, þegar flotinn sigldi inn fyrir nyju landhelgis- mörkin undir vernd eftirlitsskips ins. Annar sagðist mundu „gelta xraman í“ íslenzku varðskips- mennina, ef þeir létu sjá sig. Þá gáfu togararnir upp staðarákvarð anir sínar eins og fyrr getur. Derby County kvaðst vera 12 sjó- milur fyrir utan Kópanes kl. 5.30, en kvaðst mundu toga að 9 míl- um hvað liði. Cape Portland sagði: Við förum senn frá þeim stað, sem við gáfum ykkur upp í morgun, látum ykkur vita síð- ar. Mátti heyra, að sumir togara- skipstjórarnir voru varkárir, ef á þá væri hlustað og töluðu und- ir rós. Þeir sögðust hafa fengið „fyrirskipanirnar“ o. s. frv. — Greinilegt var af samtölunum, að togarinn Churchill gegndi ein- hverju mikilvægu hlutverki á þessum slóðum og virtist hann vera forystuskip fyrir togurun- um. Kölluðu á Russel Augljóst var, að togaramenn höfðu nákvæmar gætur á öllu sem gerðist í kringum þá. Ef eitthvað óvenjulegt bar að hönd- um, kölluðu þeir þegar á Russel og skýrðu frá atburðum. Kl. rúm lega 6 síðdegis á sunnudag skýrði Lincoln City t. d. frá því, að flug- vél væri á sveimi skammt frá honum. Var togarinn þá staddur um 2 sjómílur undan Malarrifi. Skýrði togarinn frá því, að svo virtist sem þarna væri á ferðinni farþegaflugvél. —■ Þetta er ekki katalínubátur, bætti hann við. Alllöngu síðar skýrðu togarar undan Arnarfirði frá því að flug- vél flygi yfir þá og sögðu, að hún væri blágrá og gul á vængj- um, en hér var einmitt um að ræða flugvél þá, sem flutti frétta- menn Mbl. á slóðir togaranna. Síðar mátti heyra, að ferð flug- vélarinnar vakti mikla athygli togaramanna, enda flaug hún mjög lágt yfir skipunum, eins og getið er um annars staðar í þess- ari frétt. Hafið auga með „svörtum skipum“ Klukkan 20.50 á sunnudags- kvöldið kallaði Russel á alla brezku togarana og sagði: Ekkert samkomulag hefur náðst. Fyrir- mælin ganga í giidi á miðnætti. Hafið auga með öllum „svörtum skipum“ sem sigla í áttina til ykkar, svo og öðrum. skipum. Skýrið okkur þegar í stað frá siglingu þeirra. Um þetta leyti og skömmu áð- ur heyrðist líka í brezkum tog- urum sem voru að veiðum fyrir Norðurlandi, svo og nokkrum tog urum sem voru á siglingu undan Reykjanesi. Lock Wagan skýrði t. d. frá því, að hann væri að i/eiðum ekki langt frá Eldey. Munu þar nafa verið nokkrir aðrir Aberdeen-togarar á ferð. — Á flugi yfir Látrabjargi á sunnudagskvöld. Séð norður með Vestfjörðum, þar sem brezkir togarar og lierskip biðu þess að gera innrás í íslenzka landhelgi. Sæbjörg var á verði á Selvogs- banka um þetta leyti. Um miðnætti var mikið um að vera hjá brezka flotanum og var erfitt að fylgjast með samtölum skipanna. Þó mátti heyra, að skipstjórarnir skýrðu eftirlits- skipinu frá því, að þeir væru nú að toga út og draga inn vörp- ur sínar. Síðari hluta nætur reyndist mjög erfitt að greina samtöl skip- anna. Þó var það augljóst, er líða tók á nóttina, að brezku togararnir voru að veiðum innan við hina nýju línu. Heyrðist það á tilkynninkum þeirra um stað- arákvarðanir. Er líða tók á morguninn mátti heyra að íslenzku varðskipin gáfu hinum brezku togurum að- varanir. Þeir væru að veiðum inn&n landhelginnar og yrðu þeir teknir og færðir fyrir íslenzka dómstóla. En eins og kunnugt er hindr- uðu hin erlendu eftirlitsskip ís- lenzku varðskipin í að gegna skyldu sinni. Á flugi yfir miðunum úfi fyrir Vestfiörðum Tveir brezkir togarar að veiðum á sunnudagskvöldið út af Vestfjörðum. ÞAÐ var liðlega sex á sunnudags kvöldið sem blaðamaður Mbl. og Ólafur K. Magnússon ljósm. lögðu af stað með einkaflugvél frá Reykjavíkurflugvelli vestur fyrir Vestfirði til þess að svipast eftir ferðum brezkra togara og eftirlitsskipa á þeim slóðum. Flug vélinni, sem var lítil fjögurra manna flugvél, TF-SOL, stýrði eigandi hennar Sig. Ólafss., sem er einn af f lugmönnum Loftleiða. Skyggni var gott og stefna var tekin vestur yfir Snæfellsnes, flogið yfir Breiðafjörð og fram- hjá Látrabjargi. Ekkert skip var sjáanlegt á siglingarleið, utan vöruflutningaskip á leið til Reykjavíkur skammt sunnan við Látrabjarg. • Flogið var fyrir Látrabjarg í glaða sólskini, fram hjá Hvallátr um og Breiðavík nokkurn spöl frá landi án þess að enn yrði annarra skipa vart. Klukkan 7.03 Sjáum hvar skip fer djúpt út af Hvallátrum. Sigurður sveigir flugvélina til vesturs og innan stundar erum við komnir yfir skipið. Það reynist vera brezkur togari, grámálaður með skor- steinsmerki frá Grimsby. Hann er á norðurleið. Ólafur tekur mynd út um gluggann og við höldum áfram norður með strönd því í kvöldsólinni virðast þau nær hvít að lit. Við fljúgum fyrst til varðskipanna. Og þá kemur í ljós að hér er komið flaggskip brezka flotans á þess- um slóðum, H. M. S. Russel og ber einkennisstafina F-97. Hitt skipið er ekki brezkt sem við í fyrstu hugðum. Það er íslenzka varðskipið Ægir. Við fljúgum lágt yfir H. M. S. Russel og Ólafur myndar í sí- fellu. Ljósmerki eru send frá stjórnpalli brezka herskipsins, þegar þeir skipsmenn verða okk- ar varir. En enginn okkar skilur hvað herskipsmenn eru að fara. Þeir halda á, mjög hægri ferð til norðurs og þegar við fljúgum sem lægst veifa dátarnir á þil- farinu til okkar. Fallbyssurnar eru enn huldar grænni segldúks- ábreiðu. Utar liggja togararnir og eru þeir flestir að veiðum. Við fljúg- um nú lágt yfir þá alla. Flestir eru þeir með vörpuna úti, vír- arnir hverfa í sjóinn í fuglamor- inu aftur með skipshliðinni, og einn er með hlerana á skipshlið- inni. Menn í gulum olíustökkum eru við vinnu sína á þilfarinu inni og erum brátt komnir fram hjá mynni Patreksfjarðar. Klukkan 7.10 Framundan sjáum við skyndi- lega þyrpingu skipa í fjarska. — Þafna er brezki flotinn, segir Ólafur. Þegar nær dreg- ur kemur í ljós að hann á kollgátuna, en ekki er hann þó allur. Þarna eru í hóp sex togarar og leggur reykinn frá þeim til himins í blíðunni. Skipin eru skammt hvert frá öðru, ekki nema á að gizka 500—1000 metrar á milli þeirra. Enn sjáum við ekki hvort þau eru að veiðum. Nokkru nær landi liggja tvö stór skip og það má sjá að þetta eru varðskip, og sumir veifa, þegar flugvélin nær strýkur siglutoppana. Það kemur í ljós að allir eru togar- Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.