Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. september 1958
,Þegar býður þjóðarsómi'
hann í þessu máli, þar sem þjóð-
inni riði mest á að standa sam-
an, látið undan freistingunni að
reyna að gera ríkisstjórninni
óskunda, þó að hann ynni þjóð-
inni stórkostlegt tjón út á við
um leið“.
Forsætisráðherra svaraði ekki
Hér ber forsætisráðherra lands-
ins þungar sakir á stærsta flokk
þjóðarinnar. En hann nefnir eng-
in dæmi til sönnunar sakaráburði
sínum. Sú þögn er af einföldum
ástæðum. Söguburður forsætis-
ráðherra er uppspuni frá rótum.
Sérstaklega er eítirtektarvert,
að forsætisráðherra skuli telja
fyrstu sakargiftina þá, að Sjálf-
stæðisflokkurinn „hefði ekki
fengizt til að svara nema endr-
um og eins“. Alþjóð er kunnugt,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
beint einni málaleitan til for-
sætisráðherra í landhelgismálinu.
Það var í bréfi hinn 7. ágúst, þar
sem skorað var á ríkisstjórnina
að birta allar skýrslur og gögn
í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn
bar fram þessa ósk, vegna þess
að hann taldi, að með þessu
mundi eytt margs konar grun-
semdum og þar með greitt fyrir
sannri þj'óðareiningu. Látum
vðra, að einhverjir telji, að þessi
ósk hafi verið misráðin. En víst
er að hún var þess eðlis, að til
hennar varð að taka afstöðu,
henni varð að svara.
En forsætisráðherrann hefur
ekki látið svo lítið að virða
stærsta flokk þjóðarinnar svars.
Bréfinu frá 7. ágúst er enn
ósvarað og tillaga flokksins hef-
ur verið að engu höfð. Síðan
leyfir þessi sami maður sér að
koma og ásaka Sjálfstæðisflokk-
inn gersamlega að ástæðulausu
Frá héraðsmóti Sjálfstœðismanna
á Ólafsfirði
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna kveðnum vísum, og nú hefði
í Ólafsfirði var haldið laugardag-
inn 30. ágúst. Hófst það kl. 9,30
síðdegis. Formaður Garðars,
félags ungra Sjálfstæðismanna í
Ólafsfirði, Jakob Ágústsson raf-
veitustjóri, setti mótið og stjórn-
aði því. Ræður fluttu alþingis-
mennirnir Bjarni Benediktsson
og Magnús Jónsson.
Vandamál Ólafsfirðinga
Magnús Jónsson tók fyrst til
máls. Hann kvað það nú sem fyrr
meginviðfangsefni stjórnmálanna
að reyna að tryggja landsfólkinu
sem bærilegust lífsskilyrði. Menn
greindi á um leiðir að því marki,
en um markmiðið sjálft gæti
ekki verið ágreiningur.
Ólafsfirðingar* ættu við marg-
víslegan vanda að stríða við að
tryggja íbúum bæjarfélagsins
sómasamlega afkomu. Þar ynnu
allir að þjóðnýtum framleiðslu-
störfum, þegar slíka vinnu væri
að fá, og myndi það næsta fá-
títt, ef ekki einsdæmi nú á dög-
um, að fleiri vildu sækja sjóinn
en skiprúm leyfðu á staðnum.
Þrennt væri lífsnauðsyn fyrir
Ólafsfirðinga, — fleiri fiskiskip,
aukin hráefni til fiskvinnslu-
stöðva og bætt hafnarskilyrði.
Því miður hefði ríkisstjórnin eigi
stutt þessi mál sem skyldi og
bein og afdráttarlaus loforð um
aukinn skipakost hefðu ekki ver-
ið efnd.
Unga fólkið og framtíðin
Þá vék Magnús að nauðsyn þess
að tryggja sem jafnasta aðstöðu
allra þjóðfélagsborgara til lífs-
bjargar. Framtíð hvers byggðar-
lags væri undir því komin, að
unga fólkið festi þar rætur. Því
væri mikilvægt að búa sem bezt
að því. Kvað Magnús því sér-
staklega eftirtektarverða þá fyr-
irætlun bæjarstjórnarinnar í
Ólafsfirði undir forystu Sjálf-
stæðismanna að gera sérstakar
ráðstafanir til að auðvelda ungu
fólki í bænum að eignast hús-
næði.
Að lokum minntist Magnús á
þær miklu vonir, sem Ólafsfirð-
ingar, sem ættu alla afkomu sína
undir sjávarútvegi, gerðu sér um
stækkun fiskveiðilögsögunnar.
Væri það allra ósk, að það ör-
lagaríka mál leystist farsællega.
ísland á eina sál
Bjarni Benediktsson hóf ræðu
sína með þessum orðum:
„Þegar býður þjóðarsómi,
þá á Bretland eina sál.
Svo kvað Einar Benediktsson
um Breta forðum. Nú eru þeir
atburðir að gerast, að Bretar
munu sanna heiminum, að ísland
á eina sál“.
í landhelgismálinu eru allir ís-
lendingar einhuga um megin-
atriði. En um framkvæmdina
verður heilbrigð gagnrýni að
njóta sin því frekar sem málið
er mikilsverðara. Með því einu
móti er von til, að bætt verði úr
mistökum, sem að hafa borið.
Sakargiftir Hermanns
Síðan rakti Bjarni gang land-
helgismálsins frá setningu land-
grunnslaganna fram á þennan
dag.
Sjálfstæðismenn hafa frá upp-
hafi lagt sig fram um að vinna
málinu allt það gagn, sem þeir
máttu, sagði Bjarni. í dag, laug-
ardag, segir Tíminn raunar frá
ræðu, sem Hermann Jónasson
forsætisráðherra hélt fyrir
skömmu og hefur blaðið eftir
honum um landhelgismálið:
„Ríkisstjórnin hefði óskað eft-
ir nánu samstarfi í því máli, og
samráði. Sjálfstæðisflokkurinn
hefði ekki fengizt til að svara
nema endrum og eins og í hálf-
fyrir að
sem til
beint!
hafa ekki svarað því,
flokksins hefur verið
Utanríkisráðherra úti á þekju
Þvílík vinnubrögð forsætisráð-
herrans lýsa því miður ekki mikl-
um samvinnuvilja. Við Sjálf-
stæðismenn höfum aldrei látið
það á okkur fá. Við höfum hér
sett málefnið ofar öllu öðru. Ein-
mitt þess vegna bórum við fram
tillöguna um, að ráðherrafundur
í Atlantshafsbandalaginu yrði
kallaður saman. Við sáum fram
á, að sú starfsaðferð, sem við-
höfð hafði verið, mundi ekki
leiða til neins. Okkur duldist
ekki, að á ferðum var voði, sem
við töldum, að afstýra yrði.
Utanríkisráðherra synjaði
þeirri málaleitun m.a. með þeim
rökstuðningi, „að viðtöl fara
enn fram á vegum Atlantshafs-
bandalagsins" og „að viðræðun-
um verður haldið áfram og það
þrautreynt til seinustu stundar
að ná jákvæðri niðurstöðu".
í sama mund og utanríkisráð-
herra sendi þetta frá sér, var
formlega tilkynnt, að þessum við-
ræðum væri slitið. Svo er því
ekki að sjá sem utanríkisráðherra
hafi fylgzt ýkjavel með því, sem
var að gerast. Sama kemur enn
fram í því, þegar hann lýsir yfir,
að „að óreyndu verður því þó
ekki trúað að bandalagsþjóð ís-
lendinga grípi til hervalds í því
augnamiði að koma í veg fyrir,
að íslendingar geti gætt fiskveiði
landhelgi sinnar".
Ef ríkisstjórnin veit ekki að
þetta er yfirvofandi, þá er hún sá
eini hér á landi, sem þetta hefur
farið fram hjá. Við Sjálfstæðis-
menn bentum á ráð, er við töld-
um líklegast til að afstýra þeim
vandræðum, sem yfir vofa og
þeim ófýrirsjáanl. afleiðingum,
sem þar af geta stafað. Einmitt
rétt áður en við komum á þennan
fund, barzt í útvarpinu fregn um,
að danska ríkisstjórnin hefði ósk-
að eftir fundi Atlantshafsráðsins
um málið. Af því sést, að aðrar
ríkisstjórnir, sem minna eiga
þó í húfi en við, loka ekki
á sama hátt og hin íslenzka stjórn
augunum fyrir þeim voða, sem
hér er á ferðum. Okkar skoðun
er að sterkara hefði verið að
mæta á slíkum fundi sem sækj-
andi, en láta aðra um málatilbún-
aðinn.
Einhuga þjóð
En jafnframt því sem við bend
um á það, sem miður hefur farið,
þá leggjum við höfuðáherzlu á,
að nú er sá tími kominn, að öll
þjóðin verður að standa saman.
Svo er að vísu að sjá sem for-
sætisráðherra leggi ekki mikið
upp úr samhug Sjálfstæðis-
manna, þar með meirihluta kjós-
enda, t.d. hér í Ólafsfirði. Ein-
mitt hér, þar sem menn af
dirfsku sækja sjóinn út á opið
Norðurhafið, hafa þeir lært, að
án hvorugs verður af komizt,
sjálfsbjargarhugarins og sam-
hjálparinnar, sem einkennir
stefnu Sjálfstæðismanna. Þess
vegna er hér eitt af sterkustu
vígjum Sjálfstæðismanna.
Ólafsfirðingar skilja, að þegar
sæmd byggðarlags þeirra er í
veði, þá verða þeir allir að taka
höndum saman, hvar í stétt,
stöðu og flokki, sem þeir standa.
Á sama veg mun öll islenzka
þjóðin gera nú. Hún mun læra af
því, sem aflaga hefur farið og
hún mun sýna, að þegar býður
þjóðarsómi, þá á hún eina sál,
ekki síður en ríkari og mann-
fleiri þjóðir, er okkur þykjast
geta knésett.
★
Báðum ræðumönnum á héraðs-
mótinu var ágætlega fagnað. —
Leikararnir Ævar R. Kvaran og
Steinunn Bjarnadóttir, Kristinn
Hallsson óperusöngvari og Máni
Sigurjónsson þíanóleikari, fluttu
fjölbreytta skemmtidagskrá við
mjög góðar undirtektir áheyr-
enda. Að lokum var stiginn dans.
Mótið var mjög fjölsótt.
Meðferð
málsi
ns
landhelgis-
fyrr
og nu
T í M I N N heldur því fram sl.
sunnudag, að á fundi, sem Olafur
Thors átti með fulltrúbm brezku
stjórnarinnar í London í janúar
árið 1952 hafi hann annaðhvort
ekki sagt frá því, sem ætlunin
var að hann segði, um áform
okkar um útfærslu landhelginn-
ar, eða þá að hinir brezku stjórn-
arfulltrúar hafi ekki skilið hann
nægilega glöggt.
Þessari fáránlegu fullyrðingu
Tímans er bezt svarað með því að
vitna í yfirlýsingu, sem Olafur
Thors las upp á fyrrgreindum
fundi og síðar var birt Alþingi í
þingræðu, sem hann flutti hinn
6. nóvember árið 1952. í þeirri
ræðu skýrir Ólafur Thors frá því
að hann hafi á fundinum með
hinum brezku fulltrúum lesið upp
eftirfarandi yfirlýsingu:
„1. Samkvæmt beiðni brezku
ríkisstjórnarinnar frestaði ís-
lenzka ríkisstjórnin frekari að
gerðum í sambandi við vernd-
un fiskimiða þangað til vitað
yrði um úrslit Haagdómsins.
2. Lögfræðilegir ráðunautar
ríkisstjórnarinnar, bæði inn-
lendir og erlendir, telja nú að
íslenzku stjórninni sé heimilt
að taka upp að minnsta kosti
sams konar reglur og Norð-
menn. Þetta fyrirkomulag
höfðu íslendingar einnig áður
ÚP
sbrifar
daglega lífinu
]
Uppskerutiminn nálgast.
NÚ líður að þeim tíma, að garð
eigendur huga að haustupp-
skerunni og margir hafa þegar
gætt sér á nýjum kartöflum.
Hvílíkt lostæti borið saman við
skemmdar og myglaðar kartöflur
frá útlandinu, sem maður hefur
orðið að gera sér að góðu í sum-
ar — þegar þá nokkrar kartölfur
hafa fengizt á annao borð.
Það kostar ærna vinnu og
áhyggjur að fást við matjurta-
rækt hér í Reykjavík og stund-
um fer langt frá, að erindi fari
þar eftir erfiði. Þannig kemur
mér í hug saga, sem ég heyrði
nú á dögnum — hálfgerð rauna-
saga er það. — Hún er um kor.u,
sem á garð inni í Laugardal,
skammt frá þvottalaugunum. Þar
í grenndinni er líka knattspyrnu-
völlur, þar sem ungíingsdrengir
leika og æfa knattspyrnu aí m'kl
um móði.
Af vcllinum — í garðinn.
FYRR í sumar — sagði konan
— var ég öll kvöld þarpa
inn frá til að lú arfa og hlú
að garðinum. Ég hafði þar bæði
rabbarbara, kartölfur og rófur.
Ég varð snemma vör við, að
drengirnir, sem vöndu komur
sínar á völlinn, þurftu líka að
koma við í garðinum rnínum. —
Þannig var slitinn upp allur rabb
arbarinn minn, meðan leggirn-
ir voru enn ungir og óþroskaðir.
Látum það nú vera — en ein-
kennilegt þótti mér að nokkurn
skyldi langa til að kippa upp
kornungum kartöflugrösum, áður
en um nokkurn undirvöxt gat
verið að ræða. Sennilega hafa
rabbarbaraþjófarnir gert sér að
leik að slíta þau upp í leiðinni
— eða kannski hafa þeir ekki
þekkt hvaða jurt þetta var eða
hvernig vexti hennar væri hátt-
að! — Hvað um það. — Svo fóru
rófurnar að koma upp og mér
sýndist líta heldur vei út með
þá uppskeru hjá mér. En þá varð
ég að skreppa norður í land, —
hugaði auðvitað fljótlega að garð
inum mínum, þegar ég kom í bæ
inn aftur.
E'
Erfiði til einskis.
N það var heldur ljót að-
koma. Rófurnar lágu upp-
rifnar eins og hráviði um garð-
inn. Hver einasta hafði verið rif-
in upp — en augsýnilega aðeins
hluti af þeim hirtur. Heldur
gröm og dauf í bragði fór ég leið-
ar minnar heim og hugðist koma
brátt aftur til að hirða þessar
leifar. En auðvitað stóð það
heima, þegar ég kom þar tveim-
ur dögum seinna, að þá var hver
og ein einasta horfin. Svo þetta
var árangurinn af öllu mínu erf-
iði. — Lái mér hver sem vill,
að ég varð bálreið og sár. —
Ég er ekki í neinum vafa um, að
það voru fótboltadrengirnir. sem
hér höfðu verið að verki. Slóðin
eftir þá lá greinilega troðin frá
vellinum og í garðinn minn —
og jafnvel yfir aðra garða, sem
þeir höfðu orðið að fara yfir
til að komast í rófurnar mínar.
Fallega innrættir upprennandi
íþróttamenn að tarna — eða
hvers konar uppeldi skyldu þess-
ir veslings drengir hafa fengið?
Tc
Landsbankinn líka.
OGGI gamli skrifar:
„f sumar sá ég minnzt á það
í dálku« Velvakanda, hve póst-
húsið í Reykjavík væri illa
merkt og víst er það satt og rétt.
Væntanlega verður þó úr því
bætt nú, þegar svo gagngerðar
umbætur á því standa yfir —
og er reyndar að mestu lokið,
á húsinu að innan. Væri hálf-
hlálegt að gleyma sjálfum stimpl
inum á meistaraverkið. En nú
dettur mér í hug, að í rauninni er
þetta alveg sama sagan um ná-
granna pósthússins, sjálfan
Landsbankann, hvað ógreinilega
merkingu snertir.Sérstaklegameð
tilliti til útlendinga, sem hér
koma, ætti bankinn að vera auð-
kenndur betur en nú er og raunar
fyrir íslendinga líka — aðkomu-
fólk í borginni. Okkur, sem þekkj
um Reykjavík út og inn finnst
þetta ef til vill óþörf krafa, en
„gcstagangur" er orðinn mikill
hér, og gestirnir margir hverjir
alls ófróðir um, hvar Landsbank
inn og aðrar slíkar heiðursstofn-
anir eru til húsa.
Toggi gamli“.
en samning«urinn frá 1901 var
gerður, bæði að því er varðar
grunnlínur og fjögurra mílna
fjarlægð frá þeim.
3. fslendingar eru nú að und-
irbúa ráðstafanir sínar á þess-
um grundvelli".
Þessi yfirlýsing sýnir, hversu
fráleitar ásakanir Tímans eru um
það nú, 6 árum eftir að flóum
og fjörðum var lokað, að brezkir
stjórnarfulltrúar hafi ekki skil-
ið Ólaf Thors. í fyrrgreindri yfir-
lýsingu er ekki talað neinu tæpi-
tungu-máli, enda hafði stefna
Ólafs Thors og Sjálfstæðisflokks-
ins alltaf verið hiklaus í barátt-
unni fyrir útfærslu landhelginn-
ar.
Tíminn telur það mikla van-
sæmd fyrir Ólaf Thors, að á bess-
um fundi voru ekki mætt tu
menn úr ríkisstjórn BreL.ands.
Sjálfur veit hann að Ólafur Thors
ræddi hvað eftir annað við utan-
ríkisráðherra Bretlands um fyr-
irhugaðar friðunarráðstafanir ís-
lendinga og skýrði þar málstað
fslands.
Það er rétt, sem Davíð Ólafsson
fiskimálastjóri sagði nýlega í
grein um landhelgismálið, að
engin stjórnarráðstöfun hefur
verið eins vel undirbúin og setn-
ing reglugerðarinnar árið 1952
þegar flóum og fjörðum var lok-
að og fjögurra mílna fiskveiði-
takmörkin ákveðin.
Áður en það merka spor var
stigið höfðu Sjálfstæðismenn
beitt sér fyrir uppsögn samn-
ings þess, sem Danir gerðu við
Breta 1901 um víðáttu íslenzkr-
ar landhelgi og ennfremur haft
forgöngu um setningu laganna
um vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins frá 1948. En
á þeirri löggjöf byggjast þær ráð-
stafanir, sem nú hafa verið gerð-
ar um 12 mílna fiskveiðilögsögu.
Því miður hafa þær ráðstafan-
ir ekki verið eins vel undirbúnar
og hinar fyrri.
Sá móður sína
kyrkta
LUNDÚNUM, 26. ág. — Sex ára
drengur varð í dag áhorfandi að
því, þegar móðir hans, frú Joyce
Green 31 árs, var myrt í Denham,
Englandi. Drengurinn var í fel-
um, og eftir morðið hljóp hann
grátandi til nágrannanna, en þeg
ar þeir komu á vettvang, var
móðir hans látin.
Lögreglan hefur ráðlagt ætt-
ingjum drengsins að gæta hans
vel, því að svo gæti farið, að
morðinginn reyni einnig að hafa
hendur í hári hans vegna þess, að
hann gæti orðið hættulegt vitni.
Frú Green var áður gift banda
rískum hermanni og bjó með hon
um í. 10 ár í Bandaríkjunum.
Hún var skilin við hann og flutt
aftur heim til Englands, þar sem
hún giftist 25 ára gömlum manni
ekki alls fyrir löngu. — Unnið
er að rannsókn málsins.