Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. september 1958
Utg.: H'.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson.
Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla. simi 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Rjtstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
BREZKT OEBELDI OG TILLAGA
DANA
ÞAÐ FÓR SVO, að Bretar ,
gerðu alvöru úr því að
senda togara sína inn fyr-
ir 12 mílna takmörkin, undir
vernd fallbyssubáta. Raunar er
tími fallbyssubátanna liðinn fyr-
ir löngu en sú var tíðin, að Bret-
ar þurftu ekki annað en að senda
slíka báta á vettvang og urðu all-
ir smælingjar þá skelfingu lostn-
ir. En tímarnir hafa breytzt.
Meðal þjóðanna eru hinir sterk-
ari orðnir veikari og hinir veik-
ari orðnir sterkari. í stað þess að
sýna fallbyssur koma þjóðirnar,
stórar og smáar, saman á ráð-
stefnur og freista þess að jafna
það, sem deilt er um og skýra
sjónarmið hver annarrar. Þess er
að vænta að sú leið verði enn
notuð en ekki látið sitja við fall-
byssubáta, enda standa Bretar |
einir í því efni. Engin önnur þjóð
vill fara að dæmi þeirra. Slíkri
„hátign“ lúta íslendingar ekki,
en standa á rétti sínum. Það er
augljóst að tiltæki Breta getur
ekki skapað þeim neinn rétt,
enda er tilgangurinn augljóslega
sá að sýna mátt og megin brezka
ríkisins gagnvart íslendingum,
sem þó var engin þörf á. Togarar
Breta eru ekki sendir inn fyrir
12 mílna takmörkin til þess að
veiða, heldur til þess að vera á
sviðinu við þessa valdsýningu
Breta fyrir Vesturlandi. Kostur-
inn, sem Bretar tóku, er frá sjón-
armiði íslendinga og vafalaust
margra annarra, hinn heimsku-
legasti, sem þeir gátu valið og
felur auk þess í sér ýmsar hætt-
ur. í fyrsta lagi er sú hætta að
árekstrar gætu orðið milli íslend
inga og Breta á hafi úti með ó-
fyrirséðum afleiðingum. í öðru
lagi er svo hin stjórnmálalega
hætta, sem af því leiðir að stofna
til svo alvarlegs ástands milli
þjóða, sem eru báðar þátttakend-
ur í varnarsamtökum hinna vest-
rænu þjóða. Með tiltæki sínu
gera Bretar óvinum vestrænnar
samvinnu hér á landi hinn mesta
greiða. Ef til vill hefur Bretum
sjálfum orðið þetta ljóst á allra
seinustu stundu og má í því sam-
bandi minna á fréttir erlendra
blaða, sem benda í þá átt. Á laug
ardag birti t.d. danska blaðið
„Berlingske Tidende“ þá frétt frá
London, að „þar eru menn hrædd
ari við að deilan hafi alvarlega
þýðingu í sambandi við þátttöku
íslands í Atlantshafsbandalaginu
en að nokkur „styrjöld“ muni
brjótast út milli íslenzkra varð-
skipa og brezka flotans".
Sjálfstæðismenn komu fram
með rökstudda tillögu um að ís-
lenzki utanríkisráðh. hlutaðist til
um að þegar í stað yrði kallaður
saman ráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsins til þess að
hindra tiltæki Breta og firra
þeim stórvandræðum, sem aug-
ljóslega gátu af því hlotizt, á einn
og annan veg. Þessari tillögu
hafnaði utanríkisráðherrann og
var það mikil skammsýni. Þegar
ráðherrann skrifaði bréf sitt til
Sjálfstæðisflokksins, þar sem
hann neitaði tillögu hans, var þó
ástandið þannig, að viðræður um
landhelgismálið voru farnar út
um þúfur í París og brezkt of-
beldi blasti við. Sjálfstæðismenn
rökstuddu, svo að ekki varð um
deilt, að rík nauðsyn væri að ráð
herrar NATO ræddust við um
málið en utanríkisráðherrann
neitaði enda þótt málið væri orð-
ið alvarlegra en nokkru sinni áð-
ur. Það var mikið ábyrgðarleysi
af utanríkisráðherranum að
hafna tillögu Sjálfstæðismanna,
en nú hafa flokksbræður hans í
Danmörku tekið upp þráðinn og
ríkisstjórnin þar beiðzt þess, að
ráðherrafundur Atlantshafs-
bandalagsins verði kallaður sam
an, svo fljótt sem auðið er. í for-
ustugrein í aðalblaði danskra
jafnaðarmanna, Social Demokrat
en ,segir á sunnudag, að land-
helgismálið „snerti í hæsta máta
sambandið milli landanna, sem
eiga aðild að Atlantshafsbanda-
laginu“ og að það sé „knýjandi
nauðsyn að sérhver möguleiki sé
notaður“. í sama streng tóku önn
ur dönsk blöð, svo sem Politiken,
sem ræða skref dönsku ríkis-
stjórnarinnar á sunnudag.
Þessi beiðni um ráðherrafund
innan NATO sýnir að fleiri gera
sér það ljóst en Sjálfstæðismenn,
að rík nauðsyn er til að taka á
deilunni, sem upp er komin, af
ábyrgðartilfinningu og forða
vandræðum, sem blasa við. Til-
lagan sýnir ennfremur að danska
ríkisstjórnin er á sama máli og
kom fram í tillögu Sjálfstæðis-
manna, að þegar um er að ræða
alvarleg ágreiningsmál, verða
þeir að hittast og talast við, sem
valdið hafa. í slíkum viðræðum
duga ekki „milliliðir“ eða menn,
sem engin úrslitaráð hafa, hversu
ágætir sem þeir menn annars eru.
Mikill meirihluti íslendinga
fagnar því vafalaust að þessi til-
laga er komin fram, en óvinir
vestrænnar samvinnu verða
henni eflaust andvígir og munu
reyna að afflytja hana við íslend-
inga á sama hátt og reynt var að
rægja Sjálfstæðismenn fyrir til-
lögu þeirra um vestrænan ráð-
herrafund.
Að hugsa rétt og vilja vel
Frá héraðsmóti á Dalvik
Sjálfstæðismenn höfðu for-
göngu um þá lagasetningu varð-
andi landgrunnið, sem allar að-
gerðir í landhelgismálinu hafa
byggzt á síðan. Sjálfstæðismenn
hófu framkvæmdir með útfærslu
fiskveiðitakmarka fyrir Norður-
landi 1950 og fylgdu málinu eft-
ir með útvíkkuninni 1952 og síð-
an kom það lengi í hlut þeirra að
halda uppi baráttunni út á við
fyrir viðurkenningu á rétti ís-
lands til enn frekari útfærslu á
landhelginni. Sjálfstæðismenn
hafa jafnóðum bent á það, sem
betur mætti fara í meðferð ríkis-
stjórnarinnar á landhelgismálinu
og borið fram sínar tillögur í
samræmi við það.
íslendingar þurfa ekki að ótt-
ast málstað sinn. Það er sama í
því efni hvort þeir standa frammi
fyrir brezkum fallbyssubátum,
sem sendir eru hingað af hug-
arfari frá liðinni öld eða þeir
mæta bandalagsþjóðum sínum á
ráðstefnu. Málstaður íslands
hlýtur að sigra, um það er þjóðin
í engum vafa og stendur þétt
saman.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna
í útsveitum Eyjafjarðar var hald
ið á Dalvík sunnudaginn 31. ágúst
kl. 8,30 síðdegis. Var húsið þétt
skipað. Formaður Sjálfstæðisfé-
lags Dalvíkur, Egill Júlíusson út-
gerðarmaður, setti mótið og
stjórnaði því. Ræður fluttu al-
þingismennirnir Bjarni Benedikts
son og Magnús Jónsson.
Þingmálin.
Magnús Jónsson tók fyrr til
máls. Hann kvað þá venju hafa
lagzt niður að halda leiðarþing,
og hér í sýslu hefðu tilraunir þing
manna í þá átt mistekizt. Það
væri hins vegar allt of langt mál
að gera viðhlítandi grein fyrir
hagsmunamálum héraðsins á hér
aðsmótum, og því hefði hann haft
þann sið, að gera að loknu hverju
Alþingi héraðsbúum nokkra
grein fyrir þeim þingmálum, er
helzt vörðuðu Eyfirðinga, í blaði
flokksins á Akureyri. Vænti hann
þess, að það gæti komið að sömu
notum og frásagnir á fundum.
Gildi lýðræðisins.
Magnús ræddi síðan gildi lýð-
ræðisins. Kvað hann lýðræðið
veita fólkinu rétt til að vera
ósammála. Það, að menn hefðu
bæði rétt og vilja til að ræða við-
fangsefni mannlegs lífs frá öllum
hliðum, væri einn traustasti
hornsteinn framfara og farsældar
Auðvitað væri hægt að misnota
þennan rétt sem önnur réttindi,
en sagan hefði þó ótvírætt sann-
að það, að frelsi og lýðræði
tryggðu bezt frelsi og lifsham-
ingju fólksins. Oft væri talað um
að stjórnmálúi væru ailt að því
mannskemmandi, en þaö þyi'ftu
þau ekki að vera og mættu ekki
vera. Menn mættu ekki missa
áhuga á þjóðmálum, þótt þeim
þætti stjórnmálabaráttan ósæmi-
leg, heldur ætti almenningur að
gera þær ákveðnu kröfur til
stjórnmálamanna sinna, að þeir
temdu sér í hvítvetna drengilegar
og heiðarlegar baráttuaðferðir og
| túlkuðu málin rétt fyrir þjóðinni.
Einmitt á þessu sviði væri hugs-
unarháttur Eyfirðinga til fyrir-
myndar, því að hér væri það
hverjum stjórnmálamanni til
tjóns að nota ódrengilegar bar-
áttuaðfe.ðir.
Alvarlegar blikur á lofti
Að lokum benti Magnús á það,
að ýmsar alvarlegar blikur væru
á lofti. Um stærsta mál þjóðar-
innar, landhelgina, væri þjóðin
einhuga. Um efnahagsmálin væri
aðra sögu að segja. Þar væru
uppi ýmsar skoðanir, en undir-
staða að lausn vandans væri sú,
að málin væru rétt túlkuð fyrir
þjóðinni, en ekki gerð enn flókn-
ari en þau þyrftu að vera, svo
sem of mikið hefði bonð á að und
anförnu. Vonandi leystust vanda
mál þessi á þann hátt, að þjóðin
gæti ótrauð haldið áfram sókn
sinni til aukinnar mennirigar og
öruggari afkomu.
Að hugsa rétt og vilja vel.
Næstur talaði Bjarni Bene-
diktsson og fara hér á eftir nokk
ur höfuðatriði ræðu hans:
Bjarni frá Vogi, einn af fremstu
forystumönnum í sjálfstæðisbar-
I áttu þjóðarinnar á fyrsta fjórð-
I ungi þessarar aldar, hafði að orð-
■ taki, að vandinn í stjórnmálum
væri sá, að hugsa rétt og vilja
vel.
Auðvitað á þetta boðorð ekki
við stjórnmálamennina eina,
heldur hvern og einn og að sjálf-
sögðu er svo með það sem önr.ur
boðorð, að hægara er að kenr.a
það en halda. En þó eru þeir, sem
sá sérstaki trúnaður hefur ver-
j ið sýndur, að þeir fara með æðstu
! völd lands og þjóðar sízt ósann-
girni beittir, ef þessi mælikvarði
1 er lagður á verk þeirra.
Þegar ekki er hugsað rétt.
Lítum aðeins á meðferð efna-
hagsmálanna. Vissulega er þar
mikill vandi á höndum. Endalaust
má deila um, hvort bjargráðin,
sem lögfest voru í vor, hafi verið
nauðsynleg eða ekki. Eins um
það, hversu miklar álögurnar séu,
sem í þeim eru fólgnar. En víst er,
að ef lögfesting þeirra var nauð-
synleg, hvort sem nýir skattar
samkvæmt þeim voru næi 900
milljónir eða aðeins 3—400 millj.
króna, og stundum hefur ekki
stærri upphæð verið talin nokkur
peningur, þá var þessi löggjöf
gjörsamlega út í bláinn, ef hún
hvíldi ekki á því, að grunnkaup-
ið í landinu væri orð;ð of hátt.
Þess vegna yrði með sérstökum
ráðstöfunum að taka af almenn-
ingi það, sem hann hafði fengið
ofgreitt í kaupi og endurgjalda
það atvinnuvegunum. Ef þessi
var ekki meiningin með bjarg-
ráðunum, voru þau alger endi-
leysa.
En grundvallarreglunni er ekki
fylgt betur en svo, að jafníramt
því, sem gerðar eru stórkost-
legar ráðstafanir til að skatt-
leggja almenning vegna of hás
grunnkaups, þá er ný grunnkaups
hækkun boðin í leiðinni. Til
þeirrar ákvörðunar liggja vissar
skýringar. Þær skipta ekki máli
hér. Það, sem við þurfum að atta
okkur á, er, að í þessu þýðingar-
mikla máli bilaði hin rétta hugs-
un í miðjum kliðum af annar-
legum ástæðum, svo úr verður
hrein hringavitleysa.
Nokkuð skortir á næga góðvild.
Og þegar þannig fer með hina
réttu hugsun, hvernig skyldi þá
fara með hina kröfuna, að vilja
vel? Góðvildin hjá mesta valda-
manni þjóðarinnar nú lýsir sér
í orðum, sem Hermann Jónasson,
forsætisráðherra hafði í ræðu í
Hólmavík fyrir rúmri viku. Tím-
inn í gær (laugardag) hermir svo
frá:
„Hann kvað því mikið hampað,
að flokkarnir, sem stæðu að nú-
verandi ríkisstjórn væru ósam-
stæðir um flest. Það væri að vísu
rétt, að þeir væru ekki sammala
um ýmislegt, en það, sem skipti
mestu máli, væri það þó, að um
stærstu málin væru þeir yfirleitt
sammála".
Hvert er þá stærsta málið, sem
forsætisráðherra hælir stjórn
sinni af að hafa verið sammála
um, á rúmum tveggja ára valda-
ferli? Það nefnir forsætisráð-
herra í næstu setningu, er hann
segir:
„Þeir væru sammála um það,
að víkja sérhyggj umönnum til
hliðar og þeir hefðu þegar gert
verulegar ráðstafanir til þess“.
Forsætisráðherra vill víkja helm
ingi þjóðarinnar til hliðar.
Þetta er það, sem forsætisráð-
herra íslands einmitt nú, þegar
frekar þarf á þjóðareiníngu að
halda en nokkru sinni áður, telur
stjórn sinni mest til gildis, að hún
sé sammála um „að víkja sér-
hyggjumönnum til hliðar“, og
þegar hati verið gerðar „veru-
legar ráðstafanir til þess“. En
hverjir eru þeir sérhyggjumenn,
sem forsætisráðherrann talar
um?
Það hefur aldrei farið leynt,
að þannig tala Framsóknarbrodd
arnir um Sjálfstæðismenn í land-
inu. Sjálfstæðismenn, sem nú
eru a.m.k. um helmingur allra
kjósenda þjóðarinnar. Það er
þessi helmingur þjóðarinnar, sem
forsætisráðherra stærir sig af, að
„þegar hafi verið gerðar veruleg-
ar ráðstafanir til að víkja til hlið-
ai“. Og maðurinn, sem hælist um
yfir þessu, er fulltrúi flokks, sem
við síðustu kosningar fékk ekki
nema um 15 af hverju hundraði
kjósenda. Hér sýnist í senn tölu-
vert á skorta um nauðsynlega
góðvild og rétta hugsun.
Á skortir um skilning og
viðurkenningu
Því berara verður þetta, sem
forsætisráðherra í ræðu sinni ein
mitt víkur að landhelgismálinu
og nauðsyn þjóðareiningar um
það. Það er saga fyrir sig, hvern-
ig ráðherrann með röngum frá-
sögnum og hreinum ósannindum
hyggst skapa þjóðareiningu í
því mikla máli. En í Tímanum
segir í dag, sunnudag: „Þjóðin
stígur þetta skref, einhuga og ó-
hvikul í trausti þess, að nágranna
og bandalagsþjóðir virði rétt
hennar til þessarar ákvörðunar
— —“. í sömu dálkunum á
fremstu síðu Tímans og þetta
stendur er frá þessu skýrt nokkru
neðar: „100 brezkir togarar i
vernd fjögurra herskipa eiga að
fara inn fyrir 12 mílna línuna
þegar í dag“.
Ríkisstjórnin lýsti því snemma
í júní, að hún ætlaði að nota tím-
ann fram til 1. sept. til að afla
skilnings og viðurkenningar á
nauðsyn þeirra nýju reglna, sem
í nótt eiga að taka gildi. Við
Sjálfstæðismenn höfum bent á,
að því miður hafi töluvert mis-
tekizt í þeim undirbúningi. Þær
tvær tilvitnanir úr Tímanum,
sem ég las upp, sýna að of mikið
er til í þeim ábendingum okkar.
Af hverju fylgdist ríkisstjórnin
ekki með?
Og inni í blaðinu segir um til-
tilvitnaðar ofbeldisráðagerðir
Breta:
„Um þetta hefur íslenzku rík-
isstjórninni ekki borizt neitt
formlegt frá brezku stjórninni
og að óreyndu geta íslendingar
ekki trúað því, að bandalagsþjóð
fari að beita þá ofbeldi, enda
þótt hótanir séu um það í blöð-
um og útvarpsfréttum“.
Á sömu ,síðu er stór mynd af
dr. Kristni Guðmundssyni, sendi-
herra íslands í London. Ef ís-
lenzka ríkisstjórnin var sjálf alls
endis ófróð um það, sem allir
aðrir vissu að verið hefur yfir-
vofandi, til hvers hefur hún dýr-
an sendiherra í London, ef hann
hefur ekki getað bætt úr þessuni
skorti á þekkingu stjórnarinnar?
Og til hvers hafa öll viðtölin í
París verið, ef ekki var þar hægt
að fá vitneskju um jafnalkunn-
ugt atriði sem þetta?
Við Sjálfstæðismenn töldum
rétt, að efnt yrði til ráðherra-
fundar í Atlantshafsbandalag-
inu vegna yfirvofandi ofbeldisað-
gerða Breta. Synjun utanríkis-
ráðherra á þeirri tillögu hvílir
ekki á fullnægjandi rökum og
hlýtur að vekja ýmiss konar
spurningar. Látum það þó vera.
Stöndum saman á hættunnar
stund
Hér mætti sannarlega margs
spyrja og margt er það, sem bet-
ur hefði mátt fara. En við Sjálf-
stæðismenn setjum það ekki fyr-
ir okkur. Við munum að vísu
ekki gleyma því og þjóðin má
ekki heldur gleyma því, vegna
þess að af mistökunum verðum
við allir að læra. En nú er svo
mikið í húfi, að vel takist, að all-
(ar óþarfar ýfingar verða að
! hætta. Við verðum öll að hugsa
j um það eitt, að láta rétta hugsun
og góðvild ráða, svo að sigur vinn
ist í hinu mikla lífshagsmuna-
máli íslenzku þjóðarinnar. Því að
þó að við séum ósammála um
margt og deilum oft hart, þá er-
um við öll sammála um, að heill
og velferð íslenzku þjóðarinnar
viljum við öllu framar.
Máli ræðumannanna beggja
var mjög vel tekið. Listamenn-
I irnir Ævar R. Kvaran, Steinunn
Bjarnadóttir, Kristinn Hallsson
og Máni Sigurjónsson fluttu
skemmtiþætti, sem mótsfólkið
] þakkaði með lófataki. Að iokum
’ var dansað. — Héraðsmótið fór
hið bezta fram og þótti takast
jmeð ágætum í hvívetna.