Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. september 1958 MORGVTSBLAÐÍÐ Þessi mynd var tekin í gærmorgun innan við fiskveiðitakmörkin bátnum Albert frá brezkum landhelgisbrjót. T ogaraskipstjórarnir ráða ekki hvar þeir veiða, heldur herskipin miðunum út af Dýrafirði. H. Russel hefur bægt varð- SÍÐDEGIS í gær heyrðist tal- stöðvarsamtal milli togara, eins af brezku togurunum, sem var að veiðum innan við 12 mílna landhelgina, og herskipsins HMS Russell úti fyrir Vestfjörðum. Segja má að samtal þetta stað- festi það, sem fram Rom í blaða- fregnum, að erindi brezkra tog- ara inn fyrir hina nýju landhelg- islínu, hafi ekki verið fyrst og fremst að veiða, heldur að sýna Islendingum mátt brezka flot- ans. Á sunnudagsmorgun munu að- eins sárafáir brezkir togarar hafa verið að veiðum nærri landi út af Vestfjörðum. Stafar það af því, að þar var lítill afli. • Síðdegis í gær mátti heyra að einn togarinn í hópi þeirra brezku, sem eru út af,Arnarfirði, kallaði til HMS Russel. Erindi togaraskipstjórans við skipherra varðskipsins var það, að fá leyfi til þess að fara út fyrir línu til þess að veiða þar. Svarið kom ekki um hæl. Mátti af þessu samtali ráða það, að skipstjórarnir á brezku togurun- um út af Vestfjörðum, geta ekki tekið ákvarðanir varðandi sigl- ingu skipa sinna sjálfir. Svarið við þessari umleitan kom svo nokkru síðar frá skip- herranum á Russell. Leyfið var veitt til þess að togarinn færi út fyrir 12 mílna línuna, en skilyrð- islaust yrði togarinn að vera kom inn inn á verndarsvæði H.M.S. Russells áður en dimmt yrði! í gærkvöldi skýrði útvarpið frá því að einn brezku togar- anna hafi beðið gæzluskipið leyf is til að leita inn í höfn en gæzlu skipið harðneitað að veita slíkt leyfi. MótmœlaorSsending til sendiherra Breta Eftirfarandi mótmælaorð- sendingu afhenti Guðmund- ur í. Guðmundsson utanríkis ráðherra brezka sendiherr- anum í gær: EINS og brezku ríkisstjórninni er kunnugt, gekk í dag í gildi reglugerð frá 30. júní sl. um fisk- veiðilandhelgi íslands. Sam- kvæmt 2. grein reglugerðarinnar eru erlendum skipum bannaðar allar veiðar innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi eins og nánar greinir í 1. grein hennar. Við höfum undanfarnar vikur hlustað á hótanir brezkra útgerð armanna um að virða ekki ís- lenzkar reglur um fiskveiðilög- sögu og ekki viljað leggja trúnað á, að brezk stjórnarvöld stæðu að baki þessum hótunum, en nú hefur komið í ljós, að brezk her- skip hafa í dag varnað íslenzku varðskipi að leysa af hendi skyldustörf þess, er það reyndi að stöðva brezkan togara, sem brotið hafði íslenzk lög. Ríkisstjórn íslands mótmælir harðlega þessum aðförum brezks herskips sem broti á íslenzkum lögum og íslenzkri friðhelgi og krefst þess, að hinum brezku herskipum verði fyrirskipað að láta af aðgerðum sínum. Ríkisstjórn íslands áskilur sér einnig allan rétt vegna framan- greinds atviks. Tveir brezkir togarar í landhelgi út af Vestfjörðum í gær- morgun. Varðbáturinn Albert siglir upp að öðrum þeirra. -íJíkÍIIE? J -■v —t # !;Í!:JÍS ■ :' ■ ■ " ' . , * "I . ■ "■•-•••: •Wí.; •wgr -V Varðbátarinn Óðinn á milli tveggja brezkra tog ara, sem eru að veiðum í landhelgi út af Dýrafirði. STAKSTEIIVAR Dýrtíðaralda Mikil dýrtíðar- og verðbólgu- alda veltur nú yfir þjóðina. Af yfirliti, sem Mbl. birti fyrir nokkrum dögum um verð- lagshækkanir síðan „bjargráð" vinstri stjórnarinnar komu til framkvæmda kemur það i ljós, að verð á einstökum nauðsynjum almennings hefur hækkað um allt að 42%. Hér er um að ræða svo gífurlega aukningu dýrtíðar- innar að sjaldan eða aldrei liefur önnur eins verðbólgualda risið á jafnskömmum tíma hér á landi. Af þessu leiðir að sjálfsögðu margvíslega erfiðleika, bæði fyr- ir allan almenning, sem verður að kaupa nausynjar sínar á mjög hækkuðu verði, og atvinnuvegi þjóðarinnar, er mæta stöðugt auknum rekstrarkostnaði tækja sinna. Hjólið snýst Þannig snýst hjól verðbólg- unnar með vaxandi hraða. Kaup gjald og verðlag hækkar á víxl og fyrr en varir þarf nýjar ráð- stafanir til þess að halda fram- leiðslutækjunum í gangi. En vinstri stjórnin lofaði þjóð- inni nýjum leiðum og varanleg- um úrræðum til lausnar öllum vanda í efnahagsmálum hennar. Hún hefur nú setið á þriðja ár við völd. Þennan tíma hefur dýr- tíð og verðbólga stöðugt haldið áfram að vaxa og kaupmáttur launa að þverra. En hin varan- legu úrræði stjórnarinnar hafa aldrei sézt. Hún hefur aðeins átt eitt úrræði, nýja skatta og tolla á þjóðina. Nú er Eysteinn Jónsson farinn að litast um eftir nýjum skatt- stofnum til undirbúnings næsta Alþingi og nýjum tollum á nauð- synjar landsmanna. Þetta er hans eina úrræði til lausnar vanda efnahagslífsins. Hvílíkt „úrræði“ í þjóðfélagi, þar sem opinberar álögur keyra orðið langt úr hófi fram. Flokkar vinstri stjórnarinnar lofuðu þjóðinni því, að aðeins þeim „ríku“ skyldi látið blæða í skattahít Eysteins Jónssonar. Reynslan hefur hins vegar orðið sú, að engin stjórn hefur lagt aðrar eins drápsklyf jar á „almúg- ann“ og einmitt vinstri stjórnin. Bitna harkalega á bændum Hermóður Guðmundsson bóndi í Árnesi í Suður-Þingeyjarsýslu ræddi áhrif „bjargráðanna" á hag og afkomu bænda í samtali við Mbl. nýlega. Komst hann að þeirri niðurstöðu að þau væru mjög óhagstæð fyrir landbúnað- inn og bændastéttina. I samtalinu komst Hermóður m. a. að orði á þessa leið: „Samkvæmt þeim hækka allar rekstrarvörur landbúnaðarins stórkostlega í verði, þar með tal- ið kjarnfóður, áburður, brennslu efni, vélaviðhald og viðhald fast- eigna, en allt eru þetta stórir kostnaðárliðir við búreksturinn. Er óhugsandi, að hin væntanlega hækkun afurðaverðs vegi þar upp á móti“ Hermóður Guðmundsson kveð- ur bændur telja það sérstaklega ósanngjarnt að farmgjöld fyrir kjarnfóður skyldu hækka um 55% þegar önnur farmgjöld á sekkja- og stykkjavöru, sem flutt er til landsins hækkaði aðeins um 20%. Loks bendir hann á að vinstri stjórnin hafi takmarkað svo innflutning varahluta í rækt- unarvélar að stórkostleg vand- ræði hafi skapazt með viðhald vélanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.