Morgunblaðið - 02.09.1958, Blaðsíða 19
Þriðju'cfagur 2. sepícmber 1958
MORCVNBLAÐIÐ
19
Clœsilegt félagsheimili við Freyjugötu
Murarafélag Reykjavíkur og Félag ísl.
rafvirkja hafa mí búið starfsemi sinni
góð skilyrði
FÉLAGSHEIMILI Múrarafélags
Reykjavíkur og Félags islenzkra
rafvirkja að Freyjugólu 27, var
vígt á laugardaginn að viðstöddu
fjölmenni. Þetta er fjögurra hæða
hús, hið reisulegasta — og innan
stokks glæsilegt og vel búið í alia
staði.
Vígsluhófið fór fram við góðar
veitingar í samkomusal félags-
heimilisins, sem rúmar 80—90
manns í sæti, Eggert G. Þorsieins
son, formaður Múrarafélagsins
bauð gesti velkomna, en siðan
tók formaður byggingarnefndar
og hússtjórnar, Olaíur Pálsson
mælingafulltrúi til máls. Lýsti
hann húsinu og þakkaði öllum
þeim, sem lagt höfðu hönd á verk
ið. Afhenti hann síðan húsið og
veitti Óskar Hallgrímsson, form.
Fél. ísl. rafvirkja því viðtöku.
Lýsti Óskar húsið opið til afnota
og bað allar góðar vættir jafnan
vemda og blessa starfsemi þess
og félaganna.
Eðvarð Sigurðsson flutti heilla
dskir Alþýðusambandsins, en að
því loknu tók Árni Brynjólfsson,
form. rafvirkjameistarafélags
Reykjavíkur til máls. Flutti hann
félagsheimilinu og eigendum þess
árnaðaróskir og heillakveðjur og
brýndi jafnframt fyrir þeim, að
mikil ábyrgð væri þeim á hönd-
um, sem náð heíSu slíkum áfanga
í starfi sínu. Freisinu fylgdi mik-
il ábyrgð — ábyrgðin að gæta
þess.
Guðmundur St. Gíslason, form.
Múrarameistarafélags Reykja-
víkur flutti heillaósKir svo og
Hallgrimur Bachmann, fyrsti
form. Fél. ísl. rafvirkja.
Þá voru heiðraðir tveir aldnir
brautryðjendur, þeir Kjartan Ól-
afsson múrari og Bergmundur
Ólafsson rafvirki. Luku allir
ræðumenn miklu lofsorði á glæsi
brag félagsheimilisins og þann
stórhug og þrótt, sem byggingin
bæri vott um. Bæði félögin
hafa átt við mikla erfiðleika að
stríða í félagsstarfseminni og er
það einlæg von forráðamanna
þeirra, að nýju húsakynnin
verði til þess að efla félags- og
menningaranda samtakanna. —
Byggingin er nú fullsetin og ein-
göngu af stéttarfélögunum og
starfsmönmrm þeirra.
Húsið að Freyjugötu 27 eiga
Vatnavextir
á Mýrdalssandi
í SIJMAR hefir runnið jökulvatn
úr Mýrdalsjökli vestan Langa-
slcers á Mýrdalssandi, þó ekki
meira en það, að ekki hefir það
valdið verulegum samgöngutrufl-
tmum. En síðustu dagana hefir
þetta vatnsrennsli færzt mjög í
aukana og rennur nú um 4 km
breitt svæði, meiraog minna, í
misdjúpum álum. Er nú að verða
ófært yfir þessa vaðla öðrum bíl-
um en stórum vörubílum með
drif á öllum hjólum. Víða er
vatnið allt af metersdjúpt. Ef
þessir vatnavextir ágerast enn er
hætta á að sveitirnar austan Mýr
dalssands einangrist algerlega,
svo fremi sem ekkert verður að
gert.
Svo virðist sem jökulvatnið
hafi brotið sér aðra braut en
venjulega undan jöklinum, því
að mjög lítið vatn hefir verið í
Múlakvísl. Hins vegar hefir
Skálm verið í miklum vexti.
múrarafélagar að fjórum fimmtu
hlutum. Uppdrátt að húsinu
gerði Sigurður Pétursson, bygg-
ingafulltrúi, og Sveinn Kjarval
sá um innanstokksuppdrætti.
Halldór Guðmundsson húsasm.
meistari, var yfirsmiður við bygg
inguna og múrarameistari var
Magnús Árnason. Jón Ágústsson
form. Málarameistarafél. Reykja
víkur hafði umsjón með málun.
Byggingarnefnd skipuðu Aðal-
steinn Tryggvason, Þorsteinn
Sveinssson, Kristján Benedixts-
son, Þorfinnur Guðbrandsson,
Guðbrandur Guðjónsson og Ól-
afur Pálsson.Auk byggingarneínd
ar störfuðu stjórnir félaganna
mjög að byggingarmálinu svo
sem að líkum lætur og meðlimir
félaganna lögðu fram mikla sjálf
boðavinnu.
Útför Erlends Ó. ! Frá Porforoz
Péturssonar gerð
að viðstöddu fjöl-
Barn drukknar I fjörn
HÚSAVÍK, 2. sept. — Það svip-
lega slys vildi til í gær í Flatey
á Skjálfanda, að tæplega tveggja
ára barn, Þórgunnur Hjaltadótt-
ir frá Reykjavík, féll í tjörn og
drukknaði.
Móðir litlu stúlkunnar hefur
dvalizt í sumar hjá tengdaforeldr
um sínum í Flatey. — Var litla
stúlkan við leik, ásamt tveim
systkinum sínum, þriggja og
fjögurra ára, en nefnd tjörn er
skammt frá heimili þeirra.
Foreldrar Þórgunnar litlu eru
Jóhanna Þorgeirsdóttir frá Akra-
nesi og Hjalti Jónasson frá Flat-
ey, kennari í Reykjavík.
—Fréttaritari.
Smyglmálið umfangs-
meira með hverjum degi
Rúml. 2 tonn með Tungufossi — Eldri
smyglmál er nú verið að rannsaka
FYRIRSJÁANLEGT er að
„smyglmálið mikla", muni verða
svo yfirgripsmikið er öll kurl eru
komin til grafar, að sennilega
mun ekkert smyglmál fyrr kom-
ast nokkuð í likingu við þetta.
Rannsókn smyglsins í síðustu
ferð. Tungufoss hefur orðið til
þess að nú er að komast upp um
ýmis eldri smyglmál. Rannsókn
þessara mála fer fram hér í
Reykjavík, þar sem Guðmundur
Ingvi Sigurðsson einbeitir rann-
sókn sinni að smyglinu í Tungu-
fossi og í Hafnarfirði, þar sem
Jón Finnsson, bæjarfógetafull-
trúi, er að rannsaka eldri smygl-
mál.
í „Steininum“ sátu í gærkvöldi
9 menn í gæzluvarðhaldi vegna
smyglsins í Tungufossi. Margir
menn hafa verið kyrrsettir, sem
kunnugt er, t.d. um helmingur
skipshafnarinnar á Tungufossi.
Um helgina var yfirheyrslum
haldið áfram og var þá náð merk-
um áfanga við rannsókn málsins.
jHefur tekizt að fá fram játningar
manna á því, að í skipinu hafi
alls verið rúmlega 2 tonn af •
spíra. Þegar upp komst um mál-
ið fundu lögreglumenn alls um
1 tonn. Þá voru á sunnud. var,
eftir ábendingu sakbornings
grafnir upp úr kálgarði suður í
11 en ekki 15
í gærmorgun var álitið að brezku
landhelgisbrjótarmr væru 15, en
við nánari athugun reyndust þeir
ellefu.
Kópavogi spírabrúsar með alls
80 lítrum.
Fleiri og fleiri menn hafa orð-
ið með degi hverjum, á einn eða
annan hátt viðriðnir smyglmál
þetta. Hafa margir verið kallaðir
fyrir rétt, en menn þessir hafa
aðallega verið kaupendur spíra
eða verið aðstoðarmenn þeirra
sem að smyglinu hafa unnið við
dreifingu þess og þess háttar.
Það mun vera tekið að greið
ast úr flækjunni, en þó hefur
enn engum verið sleppt úr haldi,
síðan á fyrsta degi rannsóknar-
innar. Er blaðinu kunnugt um að
allmargir þeirra sem nú sitja í
gæzluvarðhaldi hafa nú valið
þann kostinn að gera hreint fyíir
sinum dyrum í málinu.
í sambandi við rannsókn á
Tungufoss-smyglinu, hefur orðið
meira og minna upplýst um eldri
smyglmál. Rannsókn þeirra mála
fer fram í Hafnarfirði. Verður
væntanlega bráðlega hægt að
skýra frá því hvernig rannsókn-
inni miðar, en þessi gömlu smygl-
mál munu vera allumfangsmikil.
1 Hafnarfirði sitja fjórir menn í
gæzluvarðhaldi vegna rannsókn
ar þessara mála.
memu
ÚTFÖR Erlends Ó. Péturssonar
var gerð frá Neskirkju í gær að
viðstöddu miklu fjölmenni. Séra
Jón Thorarensen flutti húskveðj-
una en séra Bjarni Jónsson vígslu
biskup flutti líkræðuna og jarð-
söng. Jón ísleifsson lék á kirkju-
orgelið og stjórnaði söng kirkju-
kórs Neskirkju. Guðmundur Jóns
son söng einsöng og Þórarinn
Guðmundsson lék einleik á fiðlu.
íþróttamenn stóðu heiðursvörð
undir fánum í kirkjunni. Félag-
ar úr íþróttahreyfingunni og
fleiri samtökum og vinir og kunn
ingjar hins látna báru kistu hans.
ORN CLAUSEN
héraðsdómslögmaður
Málf’utníngsskriístofa.
Bankastræti 12 — Sím: 1Ó499.
LEIKAR fóru þannig í 15. um-
ferð, að Tal vann Larsen, Fischer
vann de Greiff, Matanovic vann
Fúster, Filip vann Neykirch og
Gligoric vann Cardoso. Jafntefli
varð hjá Friðrik Ólafssyni og
Sanguinetti, Petrosjan og Aver-
bach, Sherwin og Bronstein,
Szabo og Benkö og Pachman og
Rossetto.
í IG^ umferð vann Neykirch
Cardoso, Filip vann Fúster, og
Larsen vann Petrosjan. Er það
fyrsta skákin, sem Petrosjan tap-
ar. Jafntefli gerðu Rossetto og
Matonovic, Benkö og Pachman,
Fischer og Szabo, Sanguinetti og
Tal og Panno og Friðrik Ólaís-
son. Hitt eru biðskákir.
Tal er nú orðinn efstur með
11 vinninga. Petrosjan er með
10 V2, Friðrik Ólafsson þriðji með
10 og Matanovic fjórði með 9V2
vinning. Benkö, Pachman og
Gligoric eru með 9 vinninga og
Averbach 8% og biðskák.
Ekkert verður teflt í Portoroz
í dag, en 17. umferðin er á morg-
un. Friðrik Ólafsson á þá frí.
Hjartans þakkir til allra er glöddu mig á sjötugsaf-
mælinu.
Fanný Karlsdóttir.
Martinus kemur
til Islands
í BYRJUN september kemur
danski lífsspekingurinn Martinus
hingað til landsins í boði vina
sinna hér.
Hann mun flytja nokkra fyrir-
lestra hér í Reykjavik og á Akur-
eyri.
Aðalefni fyrirlestranna verður:
Hin eilífa heimsmynd:
1. Gerð alheimsins.
2. Endurholdgun og örlaga-
myndun.
3. Ódauðleiki.
4. Um tilverusvið alheimsins
- lífið eftir dauðann.
5. Guðsvitundin.
AKRANESI, 1. september: Annar
flokkur íþróttabandalags Akra-
ness, sem er á knattspyrnuferða-
lagi í Finnlandi og Svíþjóð, lék
sinn fyrsta leik í Nárpes í Finn-
landi í gær. Leikar fóru þannig,
að jafntefli varð ,þrjú mörk gegn
þremur. — Frá íþróttabandaiagi
Akraness.
Vinsæl revía sýnd
víða út um land
í GÆRMORGUN sást Haraldur
Á. Sigurðsson leikari á þönum
í Miðbænum. Hann var að kaupa
sér nesti og eitthvað fleira, því
í dag leggur hann upp í langferð
ásamt leikflokki sínum með reví
una: „Tunglið, tunglið taktu mig“.
Sagði Haraldur að um verulega
yfirferð yrði að ræða. Við munum
aðeins skilja Suðurlandið eftir, en
hina landsf jórðungana alla heim-
sækjum við, og höldum sýningu á
revíunni í kauptúnum og kaup-
stöðum. Það er líklega rétt að hafa
röðina öfugt, sagði hann, og dró
upp minnisseðilinn með nauðsynj-
um á. V^ð ætlum að sýna á Blöndu
ósi í kvöld.
Revían var sýnd hér í Reykja-
vík við mikla hrifningu í fjölda
mörg skipti, og ekki er að efa
að úti á landi kunni fólk að meta
góða brandara. Þetta hafði átt
að vera samtal við Harald Á. um
leikförina, en svo var hann kominn
í svo mikla tímaþröng, „eins og
skákmennirnir skilurðu", sagði
hann, að ef ég kemst ekki á stund-
inni til skósmiðsins til að sækja
skóna mína, þá verð ég að fara
á inniskónum mínuml J
Hjartans þaltkir færi ég börnum mínum, tengdabörn-
um og barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum, sem
heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og
heillaskeytum á sjötugsafmæli mínu, 25. ágúst sl.
Guð blessi ykkur öll.
Ástbjörg Jónsdóttir,
Framnesveg 17.
Guð blessi þá er glöddu mig níræða.
Lovísa Ingibjörg Jónsdóttir,
Háukinn 2, Hafnarfirði.
Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum ástúðlegar
afmæliskveðjur.
Sigurlang Erlendsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn
GUÐMUNDUR H. ÞORLÁKSSON
Kirkjuteig 14, andaðist að morgni sunnudagsins 31. ágúst.
Ingunn S. Tómasdóttir.
Móðir okkar
ÞÓRDlS RUNÓLFSDÓTTIR
Hverfisgötu 88, lézt að heimili sínu, sunnud. 31. ágúst.
Börn hinnar látnu.
Móðir okkar og fósturmóðir
TORFHILDUR GUÐNADÓTTIR
fyrrum húsfreyja að Steinum Austur-Eyjafjöllum, sem
andaðist 26. ágúst sl. verður jarðsett frá Eyvindarhóla-
kirkju Austur-Eyjafjöllum föstudaginn 5. september n.k.
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar Stein-
um kl. 1 e.h.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Ragnar Eyjólfsson.
Elsku maðurinn minn
JÓNAS ARNGRlMSSON
sem andaðist 27. ágúst verður jarðsunginn frá Keflavik-
urkirkju föstudaginn 5. september. Húskveðjan hefst kL
13,30 frá heimili hins látna Faxabraut 33A.
Guðbjörg Óiafsdóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu samúð við frá-
fall og jarðai'för eiginmanns míns
KARLS KRISTJÁNSSONAR
Norðurbraut 17, Hcifnarfirði.
Stefanía Jónsdóttir.