Morgunblaðið - 13.09.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.09.1958, Qupperneq 3
Laugardagur 13. sepí. 1958 MORGVNBLAÐ1B 3 Farþegaþotan Boeing 707 á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Hún er ein allra stærsta flugvél, sem þar hefur lent. Framan til á myndinni sést þungi trébúkkinn, sem hófst á loft við blástur frá einum hreyfli þotunnar. (Uósm. Mbl. Ól. K. M.). Tekur /79 farþega og vegur „en hún er létt eins og fiður” Þotan Boeing 707 sem veldur þátta skilum i alþjóðaflugi kemur við á Keflavíkurflugvelli KOLSV ARTAMYRKUR og steypiregn var á Keflavíkur- flugvelli í fyrrinótt, þegar Boeing 707, hin nýja farþega- þota Pan American flugfé- lagsins, lenti þar. Fréttamað- ur og ljósmyndari Mbl. stóðu holdvotir ásamt fleiri á- horfendum á stéttinni fyrir framan flugvallarhótelið og mændu út í myrkrið. Þeir sáu undarlegt fyrir- brigði nálgast utan úr dimm- unni. Það var næstum óend- anleg röð af upplýstum kýr- augum. Manni kom helzt til hugar, að hér væri á ferðinni stórt hafskip -— eins og Queen Mary. Þetta voru gluggarnir á farþegarými hinnar risavöxnu bandarísku flugvélar. Við lauslega taln- ingu kom í ljós, að á hvorri hlið þotunnar voru nærfellt 60 gluggar. Vængir mótast af hinum mikla hraða Þegar Boeing 707 staðnæmdist loks við flugvallarhótelið í skini frá flóðljósum og ærandi hvinur þrýstiloftshreyflanna þagnaði gafst mönnum tækifæri til að virða fyrir sér þessa silfur- gljáandi og undurfallegu þotu, sem svo miklar sagnir hafa farið af að undanförnu. Útlit hennar og línur eru töluvert fráhrugðn- ar því sem við eigum að venj- ast á eldri farþegaflugvélum. Vængir og stél eru aftursveigð sakir hins mikla hraða og hún er mjög straumlínulöguð, enda mun henni vera fært að geysast áfram um loftið með næstum 1000 km hraða á klst. Það er þessi geysilegi hraði, sem er helzta einkenni banda- rísku farþegaþotunnar. Það er hraði hennar, sem veldur því, að menn segja: — Með Boeing 707 verða þáttaskil í alþjóðaflugi. Með tilkomu þessarar farþegaþotu hefur hnötturinn „minnkað“ næstum því um helming. Hraðfleygustu flugvélar sem nú eru notaðar fara t.d. milli New York og London á 12 klst. en Boeing 707 mun fara þessa leið á aðeins 6t4 klst. í „veizlusal“ flugvélar Boeing farþegaþotan ætlaði að- eins að æja stutta stund á Kefla- víkurflugvelli meðan hún væri að taka steinolíu, þotur nota hana í stað benzíns. Ætlunin hafði ver- ið að þeir 30 manns sem með henni voru, áhöfn og ýmsir sér- fræðingar, kæmu inn í hótelið, en vegna rigningarinnar kusu þeir að dveljast á meðan um borð í flugvélinni. Fékk fréttamaður Mbl. leyfi til að líta inn í flug- vélina ásamt þeim Einari Farest- veit og Ragnari Borg, fulltrúum Pan American hér á landi. Við hittum þar flugstjórann, Miller kaptein. Hann tók á móti okkur í farþegarýminu og sýndi okkur hina nýtízkulegu og smekk legu innréttingu vélarinnar. Til beggja hliða eru sætaraðir, þrjú sæti sitt hvorum megin, en alls á flugvélin að geta tekið 179 far- þega. En það sem vakti fyrst og fremst athygli okkar, var hve far- þegarýmið var rúmgott. Það var eins og maður væri í veizlusal, þar var hærra undir loft en ger- ist í venjulegum íbúðarherbergj- um. Ótrúleg þróun tækninnar Talið snerist fyrst um það hvernig ferðin hefði gengið. — Hvað voruð þið lengi á leið- inni frá Nýfundnalandi? — 2 klst. og 50 mínútur. — Og hvað verðið þið lengi til Prestvíkúr í Skotlandi? — Rúma eina klst. Það tekur í rauninni nokkurn tíma að skilja þessar upplýsing- ar flugstjórans. Við sem forðum dáðumst að þeim framförum, þeg ar hægt var að fljúga út til Evr- /20 tonn ópu á svona sex til sjö klst. fáum þá tilfinningu, að við séum orðn- ir gamlir í hettunni, og við ger- um Miller flugstjóra grein fyrir því, að nú ætli tæknin alveg að ganga fram af okkur. Hann brosir góðlátlega og seg- ir: — En tæknin mun þó halda áfram. Eftir 20 ár munu jafnvel þessar flugvélar þykja gamal- dags. Og hann bætir við í gamni: — Frh. á bls. 18. 1 farþegarými bandarísku þotunnar. Fulltrúar Pan American á íslandi ræða við flugfreyjuna og flugstjórann. Talið frá vinstri: Ragnar Borg, flugfreyjan, Einar Farestveit og Miller flugstjóri. (Ljósm. Mbl.) HeilíZarúrslit skákmótsins í Portoroz 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 vinn 1 Tal ........ • % % 1 % % % % 0 1 % 1 1 % % 1 % 1 % 1 1 — 13% 2 Gligoric .... % • % % 0 % % % % % 1 1 % % 1 1 0 1 1 1 1—13 3 Petrosjan ...... %%»%%%%%1%1%%%%0 1 1 1 % 1 — 12% 4 Benkö ....... 0 % % • % 1 % 1 1 % % 0 % 1 % % % % 1 1 1 — 12% 5 Friðrik ..... % 1 % % • 1 0 1 % 1 % % % % 0 1 0 0 1 1 1—12 6 Fischer ..... % % % 0 0 • % % % % % % % 1 % 1 1 % 1 1 1—12 7 Bronstein ... % % % % 1 % • % % % 1 % % % % % 1 % 0 % 1 — 11% 8 Averbach .... % % % 0 0 % % • 1 0 %'% % 1 1 1 % 1 % % 1 — 11% 9 Matanovic .. 1 % 0 0 % % % 0 • 1 % % % % % 1 1 % 1 % 1 — 11% 10 Szabo ...... 0%%%0%%1 0*%%1%0%1 1 1 1 1—11% 11 Pachman...... % 0 0 % % % 0 % % % • % % % 1 1 1 % 1 1 1 — 11% 12 Panno ...... 0 0 % 1 %%%%%%%•% 1 % % 1 % 1 % % — 11 13 Filip ...... 0 % % % % % % % % 0 % % • % 1 % % % 1 1 1—11 14 Sanguinetti .... % % % 0 % 0 % 0 % % % 0 % • 1 % 1 1 % 1 % — 10 15 Neikirch.... % 0 % % 1 % % 0 % 1 0 % 0 0 • 0 % 1 1 % 1 — 9% 16 Larsen...... 0 0 i % 0 0 % 0 0 % 0 % % % 1 • 1 1 % 0 1 — 8% 17 Sherwin ... %1 0%1 00% 0000 %0% 0*101 1 _ 7% 18 Rossetto .. 0 0 0 %1%%0%0%%% 0 0 0 0* 1 % 1 — 7 19 Cardoso .... % 0 0 0 0 0 1 % 0 0 0 0 0%0%1 0« 1 1— 6 20 De Greiff .. 0 0% 0 0 0 %%%0 0%0 0%1 0%0«0 — 4% 21 Fiister .... 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0%0% 0 0 0 0 0 1 • — 2 STAKSTIINAR Hræðslan við staðreyndirnar Það vakti mikla athygli, áð Tíminn skyldi ekki segja eitt ein- asta orð um allar verðhækkan- irnar, nú að undanfömu, fyrr en loks í gær, að blaðið treystir sér ekki lengur til að þegja og skýrir frá þeim. Þessi tilraun Tímans til að flýja staðreyndirnar, er ekki það ein- asta, sem Framsóknarmenn hafa gripið til af hræðslu við það, sem nú er að koma fram um sívaxandi verðbólgu og rýrnandi lífskjör almennings. Nú er það prédikaS í Tímanum dag eftir dag og Ey- steinn Jónsson hefur farið út um allar sveitir til að boða þá kenn- ingu, að óáranin i efnahagsmál- unum sé öll Sjálfstæðismönnum að kenna. Framsóknarmenn eru orðnir dauðhræddir við almenn- ingsálitið í sambandi við verðbólg una og það gjaldþrot sem ríkis- stjórnin hefur beðið i viðureign sinni við efnahagsmálin. Stjórn- arflokkunum er það ljóst, að al- menningur man eftir stóru orð- unum um „alhliða viðreisn efna- hagslífsins“ og um að „brjóta blað i efnahagssögu landsins“, eins og það var kallað fyrir kosningarn- ar og þegar ríkisstjórnin var sett ' á laggirnar. Þess vegna er nú gripið til þess að þegja af hræðslu við staðreyndirnar eða búnar eru til kynjasögur, eins og Eysteinn Jónsson flytur nú á fundum úti á landi. Mótsagnir Þegar ríkisstjórnin var mynd- uð, var því lofað, að Sjálfstæðis- mönnum skyldi bægt frá öllum áhrifum á efnahagsmálin, enda var því lýst yfir að það væri ein- asta ráðið til þess að lækna mein- semdirnar. Hermann Jónasson og aðrir forystumenn stjórnarflokk- ana sögðu að hið „helsjúka efna- hagslíf“ yrði ekki læknað nema með því að bægja Sjálfstæðis- mönnum frá öllum áhrifum á þau mál. Þetta er það loforð, sem stjórnarflokarnir hafa haldið dyggilegast, enda hafa Sjálfstæff- ismenn hvergi verið kvaddir til neinna ráða um efnahagsmáliu og engin áhrif haft á þær lagasetn- ingar, sem gerðar hafa verið í því sambandi. En í áróðrinum nú er látið svo sem það séu Sjálfstæff ismenn, sem raunverulega ráffi stefnunni í efnahagsmálunum og það sé þess vegna þeim að keuna, þegar illa fer. Hermann Jónasson lét sér Iíka nýlega um munn fara, að „sér- hyggjumönnunum“, þ. e. Sjálf- stæðismönnum, hefði verið vikiff til hliðar og hljómar það nokkuð undarlega, alveg í sama mund og Eysteinn Jónsson segir, að Sjálf- istæðismenn ráði raunverulega stefnunni í efnahagsmálunum. Samningsuppsagnknar Timinn segir í gær, að kaup- hækkanir og samningsuppsagn- ir séu Sjálfstæðismönnum að kenna. Blaðið þegir auðvitaff um þá staðreynd, að sjálf ríkisstjórnin lögbauð 5% kaup- hækkun með „bjargráðalögun- um“ og að þau félög, sem síðan hafa sagt upp samningum og fengið hækkað kaup eru að láng- samlega mestum meirihluta und- ir stjórn manna úr Kommúnista- flokknum eða Alþýðuflokknum. Auk þessa má svo benda á að ríkisstjórnin hefur á liðnum tima beinlínis haft forgöngu um ýmsar Ií kauphækkanir einstakra félaga og þá ekki þeirra, er lægst höfðu launakjör. Þegar þetta er athug- að, fer að verða lítið úr forystu | Sjálfstæðismanna um kaupliækk anir og vinnudeilur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.