Morgunblaðið - 13.09.1958, Qupperneq 8
8
MORGTJ 1S BL iÐlfí
Laugardagur 13. sept. 1958
Rogalandsbréf frá Árna G. Eylands:
Handhægur mykjudreifir vekur
athygli norskra bænda
RÉTT í þessu fæ ég 1 hendur
Skýrslu verkfaeranefndar, um til-
raunir 1957. Þar er meðal annars
sagt frá reynslu með mykjudreif-
inn DOFFEN frá Noregi. Þar
segir meðal annars:
„Ekki er hægt að tengja dreif-
arann beizli traktorsins, heldur
verður að nota sérstakan dráttar-
krók, sem hægt er að fá við Fergu
son-traktor, en hann verður að
panta sérstaklega. Dráttarkrók-
urinn er staðsettur rétt neðan
við tengidriföxul og þannig út-
búinn, að hægt er að láta hann
síga niður að jörðu, krækja hon-
um í dráttaruglu ækisins og lyfta
síðan upp aftur með vökvalyft-
unni. Er einkar hentugt að nota
þennan dráttarkrók fyrir vagna.
Skiptir þá ekki máli, þó að vagn-
arnir séu framþungir, en dráttar-
hæfi traktorsins eykst við að
þyngja hann nokkuð að aftan."
Hér er í alla staði rétt frá sagt,
en vekja ber athygli á því hver
mistök það eru að hinn umræddi
dráttarkrókur skuli ekki vera
látinn fylgja öllum Ferguson-
traktorum sem seldir eru á ís-
landi, óumbeðið og sem sjálf-
sagður hlutur, því að krókurinn
er nauðsynlegur hverjum bónda,
sem vill í senn hafa full not af
traktor sínum og gæta alls örygg
is í akstri og meðferð traktorsins.
Hér á landi (í Noregi) má segja
að hinn umræddi dráttarkrókur
sé talinn með fasta-búnaði trakt-
orsins og bændur þekkja nær
ékki Fergusontraktor án króks-
ins, engum dettur í hug að tengja
vagnæki, eða því líkan drátt,
við beizlið á traktornum, enda
veldur slíkt aukinni slysahættu
og er vart talið leyfilegt, — það
myndi talið til vanrækslu um
öryggis-búnað vélar, ef að slysi
yrði.
Svona er það um margt sem
lýtur að búnaði véla sem bændur
kaupa. Seljendur vélanna þurfa
og verða, ef vel á að vera oft
„að hafa vit fyrir bændunum",
í góðri meiningu sagt, um margt
er þar að 'lýtur. Það er t.d. fróð-
legt að athuga að á undanförnum
árum skuli hafa verið seldir trakt
orar svo hundruðum og jafnvel
þúsundum nemur án þess að hinn
umræddi sjálfsagði dráttarbúnað
ur sé á vélunum. Dráttarkrókur-
inn var ekki til á neinum Fergu-
son-traktor á Hvanneyri þegar
til átti að taka og reyna áburðar-
dreifinn Doffen í fyrra og Verk-
færanefnd mun ekki hafa verið
kunnugt um krókinn né notkun
hans fyrr en dreifir þessi kom
til sögunnar og reynsla hans.
Bændunum sem keypt hafa
Ferguson og notað er því sannar-
lega vorkun þótt þeir hafi ekið
króklausir og tengt æki við trakt-
or á miður heppilegan hátt.
Hlutirnir lærast smám saman.
Sem sagt, í fyrra rakst Verkfæra-
nefnd og ég á þennan marg-
nefnda góða krók. Ef seljendur
Ferguson-vélanna hafa brugðið
hart við og látið dráttarkrókinn
fylgja öllum Fergusonunum, sem
þeir hafa selt í ár þá er vel, —
ef ekki, verður betur að gera
næsta ár og meira að segja að
útvega mörg hundruð Ferguson
eigendum slíka króka, með því
er notkun vélanna bætt til mik-
illa muna og bætt úr mistökum
sem hafa átt sér stað við af-
greiðslu og sölu undanfarið.
Þetta feiknmikla vélabákn, sem er í Sænska frystihúsinu, hef-
ur framleitt ís fyrir togarana í marga áratugi, en vélin, sem
upphaflega var byggð fyrir síðustu aldamót, var miðuð við
gufuafl, og því eru þessi stóru „svinghjól“.
Mykjudreyfir Doffen. —
Séð aftan á vélina.
Nauðsynlegt að fœra ísframleiðsluna
fyrir togaraflotann í nýtízku-horf
Ofært að skipin verði oð biba og frysti-
húsin verba oð geta tryggt skipunum
góðan ís
í SUMAR hefur það komið þó
nokkrum sinnum fyrir að tog-
ararnir hafa orðið að bíða í höfn
hér í Reykjavík eftir að fá í sig
ís til veiða. Hér er um að ræða
alvörumá! að dómi þeirra sem
gjörst þekkja. Það, sem þessu
veldur, er að frystihúsin hafa
ekki nógu afkastamiklai vélar, en
það stafar aftur af því að ekki
hafa fengizt leyfi til kaupa á
frystivelum.
í sumar hafa 16 togarar verið
á ísfiskveiðum héðan frá Reykja
vík. Þá hafa utanbæjartogarar
iðulega tekið nér ís, loks hafa
frystihúsin þurft að framleiða
mikið af ís vegna eigin fiskfram-
itiðslu. Ailt heiur þetta haft þa i
áhrif að frystihúsinu hafa ekki
verið eins aflögufær á ís til tog-
aranna, sem þurfa munu um og
yfir 100 tonn í hverja veiðiför.
Þetta hefur svo orsakað tafir tog-
aranna. Að vísu er þetta ekki í
fyrsta skiptið, sem skipin verða
fyrir töfum af þessum sökum.
Sænska frystihúsið er langsam
lega stærsti ísframleiðandinn um
tuga ára skeið, en önnur frysti-
hús eru ísbjörninn, Hraðfrysti-
stöðin, frystihús Jupíters & Marz
og Fiskiðjuverið. í Sænska frysti
húsinu eru tvær gamlar vélar,
sem upphaflega voru gufuknún-
ar, byggðar í Þýzkalandi nokkru
Myndin sýnir hinn umrædda dráttarkrók.
Hátíðaguðsþjónusta
á Akranesi
AKRANESI, 8. sept. — Síðastlið-
inn sunnudag, 7. sept. fór fram
hátíðaguðsþjónusta í Akranes-
kirkju í tilefni af því að um þess-
ar mundir eru liðin 100 ár frá
'fæðingu séra Jóns A. Sveinsson-
ar, prófasts, er var sóknarprest-
ur á Akranesi um 30 ára skeið,
fæddur 11. sept. 1858.
Séra Jón var norðlenzkur að
ætt, fæddur á Snæringsstöðum
í Svínadal í A.-Hún. Hann vígð-
ist til Garðaprestakalls á Akra-
nesi 23. maí 1886 og gegndi prests
embætti þar til dauðadags, 22.
maí 1921. Prófastur í Borgarfjarð
arprófastsdæmi var séra Jón frá
1896. Kona hans var Halldóra
Hallgrímsdóttir, hreppstjóra Jóns
*onar á Akranesi.
í messunni þjónaði séra Magn-
ús Guðmundsson, sóknarprestur
1 Ólafsvík fyrir altari, en hann
er skírnarbarn sr. Jóns, fæddur
á Innra-Hólmi. Sr. Leo Júlíusson
á Borg predikaði. Núverandi sókn
arprestur á Akranesi, sr. Jón M.
Guðjónsson, flutti minningar-
ræðu um nafna sinn, sr. Jón pró-
fast. Þess má geta að tíu.Jónar
hafa verið sóknarprestar á Akra
nesi frá fyrstu tíð.
í ýtarlegri minningarræðu um
sr. Jón, mælti sóknarprestur m
a. á þessa leið: „Sr. Jóni Sveins-
syni verður ekki líkt við storm-
inn, ekki við suma fyrirrennara
hans, sem gustur stóð af og risu
hátt í stórhuga umbrotum og
framkvæmdum. Honum verður
ekki líkt við sr. Hannes Stephen-
sen, 5. Garðaprest á undan hon
um, er stóð við hlið Jóns forseta
í fremstu víglínu í sjálfstæðis
baráttu þjóðarinnar, heldur ekki
þann sem settist í sæti haris, sr.
Þorstein Briem, að mælskusnilld
í prédikunarstóli, en það má
fullyrða að í ljúfri framkomu,
skyldurækni og ráðvendni í hví-
vetna hafi engin Garðapresta
komizt lengra en hann“. Þetta er
sannmæli.
í lok ræðu sinnar, tilkynnti
sóknarpresturinn, að niðjar sr.
Jóns Sveinssonar og tengdason-
ur hans hafi ánafnað byggðasafn-
inu í Görðum ýmsa muni hans,
skrifborð og skrifborðsstól hans,
handbækur, ýmis skjöl hans,
einkabréf og fleira. Til viðbótar
því gaf einn fermingarsonur sr.
Jóns Steins-biblíu hans, er sr.
Jón hafði ritað nafn sitt á. Sókn-
arpresturinn þakkaði þessar gjaf-
ir. Ennfremur færði hann Akra-
neskirkju að gjöf Guðbrands-
biblíu frá þeim hjónum, Helgu
Jónsdóttur og Friðjóni Runólfs-
syni á Akranesi, til minningar um
foreldra þeirra og fósturforeldra,
og var gjöfin bundin aldarafmæli
sr. Jóns, er fermdi þau bæði.
Meðhjálpari kirkjunnar, Karl
Helgason, símstjóri, þakkaði fyrir
hönd safnaðarins hinar góðu gjaf-
ir og mikla rækt þeirra hjóna við
sýsluna. Sr. Magnús í Ólafsvík
minntist að lokum sr. Jóns og
sinna kynna af honum. Var ræða
hans ljúf um hinn mikla sæmdar-
mann. Kirkjukór Akraneskirkju
annaðist sönginn með mikilli
prýði og öll var athöfnin sérstak-
lega hlý og virðuleg.
Aðalfundur Hallgrímsdeildar
var haldinn hér á Akranesi um
helgina og sóttu hann margir
prestar. Nánar mun ég segja frá
honum síðar. — Oddur.
Ungfrú Jean Stewart, dóttir
Thornes hershöfðingja.
Dóttir hershöfð-
ingjans trúlofast
HVÍTI FÁLKINN, blað varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli,
skýrir frá að rómantíkin lifi á
hinum gráa flugvelli, jafnvel
meðal fjölskyldna hinna hátt-
settustu þar, því að dóttir sjálfs
yfirhershöfðingjans á vellinum
ungfrú Jean Stewart, kynntist
þar sínum tilvonandi, Littel flug-
liðsforingja. Gaf Henry G.
Thorne herstoöfðingi út tilkynn-
ingu um það, að dóttir hans hafi
opinberað trúlofun sína.
Thornefjölskyldan er frá
Marylandríki, en hinn tilvon-
andi eiginmaður er frá Wisconsin
í vesturhluta Bandaríkjanna.
Hann hefur stundað nám í hús-
gerðarlist við háskólann í Wis-
consin, en gegnir nú herskyldu
sinni í 57. orrustuflugvéladeild
inni á Keflavíkurflugvelli.
fyrir síðustu aldamót. Þær eru
eingöngu við ísframleiðslu fyrir
togarana. Þær eru eðlilega orðn-
ar úreltar og dýrar í rekstri. Þrjú
hinna frystihúsanna eru með ís-
vélar, sem smíðaðar eru í Vél-
smiðjunni Héðni.
1 samtali við framkvæmda-
stjóra Sænska frystihússins,
Björn G. Björnsson í gær, skýrði
hann frá því,að hann hefði fyrir
nokkrum árum kynnt sér sjálf-
virkar ísvélar í Þýzkalandi. Ekki
hefur fengizt leyfi til kaupa á
slíkum vélum ennþá, en þegar
það hefðist í gegn yrði að miða
við 150 tonna ísframleiðslu á sól-
arhring sem lágmarksafköst.
Koma þyrfti upp ísgeymslu fyrir
nokkur hundruð tonn og færa
framleiðsluna í nýtízkulegra horf
t.d. með færiböndum frá frysti-
húsinu og fram á togarabryggj-
urnar. Kostnaðurinn af þessu
myndi trúlega verða milli 7—8
millj. kr. Taldi Björn líkur á því
að hægt yrði að fá lán erlendis
frá til vélkaupanna, gegn ör-
uggari tryggingu hér heima.
í samtali við Mbl. sagði Hall-
grímur Guðmundsson forstjóri
Togaraafgreiðslunnar, að vissu-
lega væri það tímabært að
hreyfa máli þessu opinberlega.
Aðkallandi er að opinberir aðil-
ar gefi máli þessu meiri gaura
en þeir hafa gert. Fyrir oss ís-
lenöinga, sem fiskveiðiþjóð, er
það grundvallaratriði við fisk-
framleiðsluna að ísinn sem togar
armr nota sé í alla staði fyrsta
flokks. Skipstjórar hafa kvartað
yfir því að í löngum veiðiferðum
hafi ísinn bráðnað niður. Þetta
stafar einkum af því að kuldastig
ið í ísnum þegar hann er settur
um borð í togarana er of lágt,
sennilega ekki meira en 3—4 stig.
Nauðsynlegt er að frystihúsin
geti framleitt svo mikinn ís að
hægt sé að eiga ísbirgðir jafnan
fyrirliggjandi, svo að hægt sé að
tryggja hitastigið í ísnum sé ekki
undir mínus 8—10 stig.
Atriði sem benda má á í sam-
bandi við þetta, sagði Hallgrímur,
eru veiðar þær sem togararnir
hafa stundað í sumar á hinum
fjarlægu karfamiðum Nýja Fylk-
ismiðum við Nýfundnaland. Þa-
ðan er allt að 5 sólarhringa sigl-
ing. Skipin hafa ekki orðið fyrir
teljandi töfum en svo löng er sigl
ingin að minnstu tafir gætu haft
alvarlegar afleiðingar fyrir fisk-
farminn ef ísinn væri ekki nógu
góður og bráðnaði. Því er pað
háskalegt ef ekki er allt gert ti3
þess að gera ísframleiðsluna sem
bezta og þurfti hið opinbera að
koma til liðs við frystihúsin
I