Morgunblaðið - 13.09.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 13.09.1958, Síða 10
10 MORGV1SBLAÐ IÐ L'augardagur 13. sept. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vign Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6 Simi 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. KJÖT, MJÓLK, FISKUR OC BRAUÐ Ifyrradag bættist hækkun á brauðverði við aðrar verðlagshækkanir, sem orðið höfðu í vikunni. Hin nýja hækkun á brauðverðinu bætist ofan á aðra, sem varð skömmu eftir lögfestingu bjargráða ríkis- stjórnarinnar í vor. Ef báðar hækkanirnar, sem V-stjórnin hefur þannig orðið völd að, eru teknar saman, hækka þær brauð- verðið um 11%—16%. Það, sem af er vikunnar, eru afrek V-stjórnarinnar í verðlags- málum, því þessi: Á mánudag hækkaði kjöt um h. u. b. 12%. Á þriðjudag hækkuðu mjólkur- afurðir úr 9% til 32%. Á miðvikudag hækkaði fisk- verð frá 10% upp í nær 29%, og þó raunar mun meira, ef við- ! bótarniðurgreiðsla á saltfiski er! talin með, því að þá er hækkun hans 65%. En auðvitað verður í almenningur að borga pening , ana, sem til niðurgreiðslnanna J fara. Þeir eru af honum teknir j með hækkuðum sköttum í stað þess að hið raunverulega verð sé greitt milliliðalaust. Á fimmtudag hækkaði brauð- verð. Hækkanir þess eftir bjarg- ráðin nema samtals 11%—16%. Geri aðrir betur á fjórum dög- um. Hér er þó ekki allt talið, því að gegn þessu kemur 1,38% lækkun á kaffi, ekki vegna nýrra bjargráða V-stjórnarinnar, heldur af því að kaffiverð á Brazilíumarkaði hefur lækkað sem þessu nemur. Víst er góðra gjalda vert að almenningur fær að njóta þeirrar lækkunar, en skammt mun hún draga á móti öllum hækkununum. ★ Kjöt, mjólk, fiskur og brauð! Varðar verðlag annarra neyzlu- vara meira hag hvers einasta mannsbarns í landinu? Ætli pyngjan verði ekki mun léttari hjá margri húsmóðurinni og heimilisföðurnum næstu mánuð- ina, á meðan þetta nýja verð verður að greiða að fullu og eng- in uppbót fæst i vísitöluhækk- un? Auðvitað kemur svo vísitölu- hækkunin á sínum tíma og verð- ur ekkert smáræði. En hvort tveggja er, að allir vita, að vísi- tölugrundvöllurinn er orðinn al- rangur, og þó að almenningi veiti sízt af kauphækkunum, eiga at- vinnuvegirnir erfitt undir þeim að standa. Hér er því stefnt út í meiri ófæru en nokkru sinni fyrr. ★ Hækkanirnar nú ganga og svo fram af mönnum, að jafnvel Tíminn treystir sér ekki íengúr til að þegja um þær. I fyrstu virtist þó svo, að hann ætlaði sér að reyna að „eyða“ þeim með þögn sinni, eins og fleiri óþægi- legum staðreyndum. Nú hefur blaðið þó séð, að þögnin mundi gera skömm mannanna, sem lof- uðu „varanlegu bjargráðunum" enn þá meiri en ella, og segir því loks á föstudag frá því, sem verið hefur að gerast alla vikuna. Þögn Tímans var þó virðingar- verð miðað við það athæfi Eram- sóknarbroddanna að reyna að velta sökinni á afleið- ingum eigin gerða yfir á aðra. Eysteinn Jónsson, maðurinn, sem alltaf er að minnka, haíði brjóstheilindi til þess fyrir nokkrum dögum að kenna Sjálf- stæðismönnum um þessa þróun verðlagsmálanna. Þar vitnaði hann sérstaklega til þess, að Sjálfstæðismenn hefðu valdið kauphækkunum í sumar. í því sem öðru sneri Eysteinn Jónsson sannleikanum alveg við. Það voru kommúnistar og Framsóknarmenn, sem beittu sér fyrir fyrstu kaupdeilunum á þessu sumri. Nægir í því sam- bandi að minna á samningana við Skjaldborg og Járnsmiðafélagið. Sjálfstæðismenn áttu aftur á móti hlut að máli um það, að skýrra gagna var aflað frá efna- hagsmálasérfræðingi ríkisstjórn- arinnar um, hvort kauphækkun handa farmönnum væri nauð- synleg til þess að bæta upp það misrétti, sem þeir töldu sig öðr- um fremur hafa orðið fyrir vegna bjargráða V-stjórnarinnar í vor. Jónas Haralz taldi ótvírætt, að svo væri: Að á hlut farmanna hefði verið gengið meira en ann- arra. Um þá yfirlýsingu sérfræðings stjórnarinnar hefur Tíminn vand lega þagað. Ef aðrir ættu í hlut, mundi Tíminn vafalaust fullyrða, að með því væri verið að gera leik að því að láta líta svo út sem kauphækkunin til farmanna hefði verið fordæmi að almennri kauphækkun, í stað þess að hún var einungis til að bæta úr mis- rétti, sem V-stjórnin hafði beitt þessa stétt. Hvað vakir fyrir Tím- anum skal hér ekki sagt. Senni- lega ræður þar venjuleg skamm- sýni og ævilöng tregða á bvi að segja hið sanna. ★ Hvort sem Tíminn og önnur stjórnarblöð beita að þessu sinni þögn eða beinum ósannindum til að reyna að velta sökinni af V- stjórninni, er það þýðingarlaust. Stjórnin hefur nú setið í meira en tvö ár. Henni hefur gefizt meira en nægur tími til þess að koma úrræðum sínum í fram- kvæmd. Tilraunir til að skýla sér á bak við aðra sanna ein- ungis lítilmennsku þeirra, sem það reyna. Gersamlegt úrræða- leysi valdhafanna var því miður áður alkunnugt. Meginorsökin til þess, hvernig komið er, er sú, að vinstri flokk- arnir hafa allir í hóp reynt að dylja staðreyndir efnahagslífsins fyrir almenningi og véla um fyr- ir honum. - Með blekkingum sín- um virðast þeir þó fyrst og fremst hafa blekkt sjálfa sig með þeim árangri, að allt, sem þeir aðhafast, verður til þess að auka vandræðin, í stað þess að draga úr þeim. Tilraunir stjórnarflokkanna til þess, að draga athygli almenn- ings frá hinum geigvænlegu verðhækkunum nú, munu ekki takast. Á sömu leið er þýðingar- laust fyrir þá að kenna hver öðr- um um eða reyna að velta ábyrgð inni yfir á einhverja aðra. Sök stjórnarflokkarin er sam- eiginleg og hvílir á þeim einum. Áhrif vanefnda og blekkinga verða ekki með neinu móti um- flúin. Sá tími mun og koma, að valdhafarnir verða að gera kjós- endum reikningsskap gerða sinna, og þá munu þeir vissulega skera upp svo sem þeir hafa sjálfir sáð. T ungleldflaugin sett úr 300,000 HVER á himingeiminn? Flestir mundu sennilega svara: Enginn sérstakur. Og satt að segja hefur lögfræðingum enn ekki komið saman um það á hvaða forsend- um hægt sé að gera tilkall til himingeimsins eða einhverra hluta hans, enda þótt frétzt hafi um Japana einn, sem að undan- förnu hefur selt „jarðir“ á Mars með góðum hagnaði. ★ ★ ★ Allt bendir samt til þess, að einn góðan veðurdag taki stór- veldin að deila um himingeim- inn og um einstaka hnetti. Við vitum, að Bandarírijamenn hafa þegar gert eina tiiraun til þess að skjóta eldflaug til tunglsins, en mistekizt — og áfram verður haldið þar til vel tekst. Einnig er talið fullvíst, að Rússar hafi þegar gert eina eða fleiri tilraun- ir, sem farið hafa á sömu lund og í Bandaríkjunum, en auðvitað vilja Rússar ekki viðurkenná, að þeim hafj mistekizt — og segjast ekki hafa byrjað slíkar tilraunir. ★ ★ ★ Kapphlaupið um fyrstu tungl- ferðina er því í rauninni hafið — áður en menn hafa komið sér saman um það hvernig þjóðum skuli heimilt að „nema land“ utan jarðar. Auðvitað verður byrjað á tunglinu og getspakir menn geta sér til, að sá, sem fyrstur verður á staðinn geri til- kall til björtu hliðarinnar, en hinn síðari verði að láta sér nægja þá dimmu. Spaugari einn gat sér þess til, að þá yrði tungl- inu skipt í „Vestur-Tungl“ og „Austur-Tungl“. En einn vand- ann gat hann ekki leyst: Flótta- mannavandamálið, sem að sjálf- sögðu yrði þá aðalvandamólið á tunglinu! 0 En án alls gamans, þá er þessi fyrsta tilraun Banda- ríkjamanna vel þess virði, að henni sé meiri gaumur gefinn en gert hefur verið, enda þótt í fljótu bragði virðist ekki vera um að ræða neitt geysimikið stökk frá gervitunglaeldflaugun- um. Bandaríkjamenn tilkynntu það samtímis því sem þeir greindu frá fyrirhuguðum tilraunum, að ólíklegt væri, að fyrstu tilraun- irnar tækjust. Hér væri maðurinn að fara inn á ókunna stigu — og líkindin til árangurs væru 10%. ★ ★ ★ Það er ekki ætlun bandarísku vísindamannanna, að geimskeytið hæfi tunglið sjálft. Þrátt fyrir öll Síðasta þrep eldflaugarinnar fer um geiminn með 22,500 mílna hraða á klukkustund. — Þetta er Thor-eldflaug, sömu gerðar og notuð verður til tunglferðarinnar. — Við hana verður bætt fjórða og neðsta þrepinu, sem er stærst og afl- mest, enda hlutverk þess að koma Thor langleiðina út úr gufuhvolfi jarðar. vísindi nútímans er hægar sagt en gert að miða skeytinu svc, að það hæfi tunglið — jafnstórt og tunglið annars er. Fyrsta skeytið mun flytja mikið af margbrotn- um mælitækjum, sem eiga að gefa hinar margvíslegustu upp- lýsingar um himingeiminn. Það er til einskis að reyna að telja upp þær upplýsingar, sem hér er um að ræða — og nægir að benda á það, að þessi fjögurra þrepa bandaríska eldflaug ásamt öllum mælitækjum og útbúnaði er sett saman úr 300.000 einstökum hlut- er sam- hlutum um. Ef eitthvert ákveðið tæki eða hlutur bregzt af einhverjum ástæðum, þegar skeytinu er skot- ið — þá getur það kollvarpað til- rauninni. 0 Tilraunina er aðeins hægt að gera fjóra daga í mánuði hverjum, þegar tunglið er næst jörðu. Og „rétti tíminn“ er aðeíns fjórar mínútur hvern dag. Ef til,- raunin tefst af einhverjum ástæð- um í nokkrar mínútur, þegar komið er að rétta tímanum, getur svo farið, að allt verði um seinan og bíða verði „fjögurra mínútn- anna“ næsta dag. Og fari einnig svo síðasta daginn, að einhver hindrun komi í Ijós á síðustu mín- útunum, verður að fresta tilraun- inni um mánuð. ★ ★ ★ Slík er nákvæmnin. En samt er eldflaugatæknin og geimsiglíng- arnar ekki komnar hærra stig en svo, að vísindamennirnir treysta sér ekki til að miða eldflauginni nákvæmar en það, að hún fari framhjá tunglinu einhvers staðar innan 50.000 mílna fjarlægðar frá því, ef allt gengur að óskum. 50.000 mílur er enginn smávega- lengd hjá okkur hér á móður jörð, en „aðeins millimetfi í geimnum“ sagði nafntogaður vís- indamaður á dögunum. ★ ★ ★ Enda þótt vísindamennirnir bandarísku teldu sig geta miðað skeytinu á tunglið mundu þeir ekki gera það í þessari fyrs'tu tilraun. Eldflaugin með öllum mælitækjunum eyðilegðist að sjálfsögðu, þegar hún hæfði tungl ið. Tilraunin og farmurinn eru dýrmætari en svo, að skynsam- legt sé að eyðileggja allt vísvit andi. 0 Ráðgert er, að fjarstýra eld- flauginni, þegar hún er kom- in framhjá tunglinu — og láta hana beygja — og ganga síðan umhverfis tunglið, eins og tunglið gengur umhverfis jörðu. Auðvit- að er ekkert hægt að segja um það hvort þessi fjarstýriútbúnað- ur virkar, þegar fjarlægðin er orðin svona mikil milli senditæk- is og móttökutækis. Hér er allt á tilraunastigi og enginn getur sagt neitt ákveðið fyrirfram. Ekki er heldur nein fullvissa fyrir bví, að senditækin í eldflauginni, sem eiga að senda allar upplýsingar til jarðarinnar jaínóðum, séu nógu sterk — eða, að skilyrði séu fyrir hendi til þess konar loft- skeytasendinga um allan geim. ★ ★ ★ Fullvíst er, að vísindamenn hafa nú mestan áhuga á að fá upplýsingar um þann hluta tunglsins, sem frá okkur snýr og mannlegt auga hefur aldrei séð. Mjög fullkomið, sterkt og litið sagt neitt ákveðið fyrirfram.Ekki ið búið til í þessum tilgangi, — og er ætlunin að þetta tæki sendi myndir af öllu tunglinu. Hefur tunglið segulsvið? Hvert er hita- stigið? Slíkar og þvílíkar — og miklu fleiri eru spurningarnar, sem mennirnir ætla að fá svar við. Hvort þetta tekst í næsta mánuði, á næsta ári eða seinna — því vill enginn spá. En við von- um, að það verði sem fyrst. Sennilega verður tunglið ekkert rómantískt í augum fyrstu tunglfaranna. Svona myndir heilla ekki unga elskendur, aðeins vísindamennina. ★ HONG KONG, 11. sept. — Reuter. — Sendiherra kínverska alþýðulýðveldisins í Júgóslavíu hefir verið leystur frá störfum. Engar nánari skýringar hafa verið gefnar á því, hvers vegna sendiherrann hættir störfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.