Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 16
íe MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 13. sept. 1958 5021E VX/ONör EP'Tlfc KlÍHAftP MA>®N fór ég að gefa veginum gætur og færði mig jafnframt frá miðju lians og til hliðar. Á stundum sem 5>essari varð ég jafnan gripinn ótta við, að bifreið æki á mig, stríð brytist út, eða eitthvert óvænt óhapp kæmi fyrir, því að ófætt tnálverk var fyrir mér sem ófætt bam og gerði mig ábyrgan fyrir öðru lífi, auk míns eigins. Ég herti gönguna. Ég var ekki vanur að mála á kvöldin, þar sem litirn- ir glötuðu nokkru af gildi sínu við ljós, en löngunin var svo rík, að ég ákvað að reyna það. Um leið og ég kom aftur til herbergis míns, lét ég nýjan striga í grind- dna og hófst handa. Ég málaði alla nóttina. Hugs- nn mín var skörp og endurminn- ingin svo skýr fyrir hugskotssjón um mínum, að ég hefði ekki getað gert þetta betur, þótt Suzie hefði eetið fyrir hjá mér. Ég kenndi ekki neinnar löngunar til svefns. Legar dagur rann og ég gat séð litina, var ég mjög ánægður, því að litirnir voru sérkennilega áhrifaríkir og þrungnir tilfinn- ingu, þótt þeir væru ekki þeir sömu og ég hafði ætlazt til. Ég lauk við myndina um tíu leytið. Ég hafði málað myndina nákvæmlega á þann hátt, sem hún var £ endurminningu minni; sjó- liðann að baki Suzie, með aðra höndina við húfuna, og Suzie, sem Isneri að nokkru frá honum. — cAugnaráð hennar var þrungið isársauka, dapurleika og stolti. Ah ITong, sem var að færa mér te í tfjórða skipti, stóð lengi og virti hana fyrir sér, og ég sá á honum, að hann var snortinn. Rétt í því hringdi síminn, og það var Kay, sem hringdi. „Jæja, ég hef gert allt, sem ég gut fyrir þig“, sagði hún, „þótt mér sé alls ekki ljóst hvers vegna. ÍMér hefur loks tekizt að fá lof- orð fyrir sjúkrarúmi eftir rúmar eex vikur“. „Guð blessi þig, Kay“. „Það var enginn leið að fá rúm tfyrr, án þess að svíkja einhvern hættulega veikan. Heldurðu ekki, að henni sé borgið þangað til?“ „Jú, þetta er prýðilegt. Fang- elsislæknirinn sagði, að hún hefði gott af að fara í nokkurra daga leyfi áður. Ég held, að ég ætti að tfara með hana til Macao". „Mig hefur alltaf langað til Macao“. „Þú.getur komið með okkur, ef |>ú vilt“. „Það væri svei mér skemmtilegt tfyrir þig!“ Ah Tong var enn að horfa á myndina, þegar ég sleit símasam- bandinu. Hann sagði: „Hún er mjög falleg, herra. Hún virðist evo óhamingjusöm". Síðan bætti hann við: „Hún horfir á mig, herra. Það er mjög skrítið. Hún horfði á mig, þegar ég stóð þarna. Þá færði ég mig hingað, og enn horfir hún á mig. Augu hennar tala við mig“. ^Hvað segja þau?“ „Þau segja: „Hjarta mitt er fullt af svo mörgu. En ég veit ekki hvernig ég get skýrt það!“ Var þetta það, sem þér ætluðust til, að þau segðu, herra?“ „Það lætur mjög nærri því, Ah Tong“, sagði ég. Þrjár vikur voru enn, þangað til Suzie myndi verða látin laus frá Laichikok. Tíminn leið mjög hægt, og athugasemdir Ah Tong voru þær sörnu dag eftir dag. „Að- eins tíu dagar eftir, herra“, og „Aðeins niu dagar í dag, herra“. Hann hafði grannskoðað kín- verska dagatalið sitt og komizt að raun um, sér til óblandinnar ánægju, að dagurinn, sem Suzie kæmi úr fangelsi, fjórtándi dagur 10. mánaðar, væri sérlega hentug- ur til flutninga og bústaðaskipta. Hann tiikynnti mér hátíðlegur í bragði: „Þetta er fyrirtaiks-dagur til þess að yfirgefa fangelsi". „Ég myndi nú segja, að hvaða dagur sem væri, væri fyrirtaks dagur til þess, Ah Tong“, sagði ég. „Nei, herra. Hefði það verið sá þrettándi eða tíundi, hefði hún ef til vill orðið fyrir ógæfu, eftir að hún kom úr fangelsinu. En nú verður hún áreiðanlega hamingju söm. Dagurinn gæti ekki verið betri". En þó fór svo, þrátt fyrir það, að ég hafði beðið þessa dags með svo mikilli óþreyju, að ég beið hennar ekki við fangelsishliðið, er hún var látin laus. Ég hafði kom- ið til hennar boðum um, að ég mundi verða þar, og ég hafði lagt af stað frá Nam Kok í tæka tíð, en svo óheppilega vildi til, að ferj an, sem ég fór með yfir til Kow- loon, lenti í árekstri við fúinn og sóðalegan ryðkláf. Stýrimaður skipsins, sem við rákumst á, hafði verið of sljór af ópíumneyzlu til þess að hafa rænu á að víkja, er ferjan blés honum til viðvörunar. Hvorugt skipanna skemmdist nokk uð að ráði, en þau töfðust bæði um klukkustund, meðan skipstjórarn- ir jöfnuðu sakirnar sín á milli. Ég var orðinn svo gramur og óþol inmóður, að ég hefði getað grátið. Það hvarflaði jafnvel að mér að stökkva fyrir borð og reyna að synda til lands, en þá hefði ég neyðzt til að skilja eftir farang- urinn, sem ég hafði haft með mér, til þess að við gætum farið beint til Macao. Seint og síðar meir tóku vélarnar til starfa á ný, og skipið sigldi af stað. Það lagði að bryggju í Kowloon, göngubrúnni var komið fyrir, og ég ruddist með þeim fyrstu í land með ferðatösk- umar tvær og málaraáhöld mín. Engin leigubifreið var sjáanleg. Ég reikaði eftir strætinu, klyfjað- ur farangri mínum. Loks mætti ég bifreið. Ég gat með naumindum stunið upp: „Til Laichikok fangels isins", áður en ég hneig yfirkom- inn af þreytu, niður í baksætið. Þegar við komum til Laichikok, var Suzie hvergi sjáanleg, og mér var sagt við hjiðið, að hún hefði beðið í hálfa klukkustund, en síð- an farið. Bifreiðarstjórinn stakk upp á, að við færum til biðstöðvar strætisvagnanna, og er við komum fyrir hornið, sá ég hana standa þar, einmana og umkomulausa, í kínverska bláa silkikjólnum, sem hún hafði verið í fyrir réttinum, með hvítu, hælaháu skóna á fótum sér og hvítu handtöskuna á hand- leggnum. „Mér þykir mjög fyrir þessu, Suzie“, sagði ég og útskýrði fyr- ir henni, bvernig á því stæði, að ég kæmi svo seint. „Það skiptir ekki máli“, sagði hún hljómlausri röddu, eins og henni stæði nákvæmlega á sama, og ég þóttist skilja, að þar sem hún hefði hlakkað svo lengi til að komast út úr fangelsinu, hefði hinn raunverulegi atburður, loks er að honum kom, orðið henni nokkur vonbrigði. „Suzie, við munum nú halda til Macao“, sagði ég. „Macao?“ Til hvers?* „Ég hef útvegað þér rúm í sjúkrahúsi, en ég hélt, að þú mundir ekki hafa á móti því að við færum í burtu um stundar- sakir áður“. „Það er ágætt“. „Þú virðist ekki sérlega hrif- in“ „Mér er alveg sama. Við getum farið, ef þú vilt“. Skipið Fatshan lá við bryggj- una, er við komum þangað. Eftir eina klukkustund átti það að leggja af stað. Við settumst við borð í mannlausum borðsalnum, og Suzie drakk eina flösku af C!oca-Cola, meðan ég fékk mér kaffi. Nokkrir farþegar komu inn og settust við næsta borð. — Suzie leit sem snöggvast á þá, en virtist forðast að mæta augnatil- liti þeirra. Hún var vandi'æðaleg og niðurlút. „Þú þarft ekkert að óttast, Suzie", sagði ég. „Það sést ekki á þér. Enginn veit, hvaðan þú kem- ur“. Hún svaraði mér engu. Hún sat þegjandi drykklanga stund, en sagði síðan: „Jæja, ég fer núna“. „Ferð? Hvað áttu við?“ „Ég vil ekki fara til Macao. Þú getur farið einn“. „Ég skil ekki, hvað þú átt við, iSuzie. Hvað er að?“ „Ég hef verið að hugsa, meðan ég var í tukthúsinu — ég hafði nógan tíma til að hugsa. Þú ert mikill maður. Þú getur fengið hvaða stúlku sem þú vilt. Þú gæt- ir fengið fallega, ríka enska stúilku, eða kínverska stúlku af góðum ættum. En þú ert góðhjart- aður og þú vorkennir mér. Þú hugsar: „Ég vi’l ekki særa Suzie — ég verð að vera góður við hana“. En það vil ég ekki. Ég fer þess vegna núna. Ég fer frá þér“. „Bannsettur þvættingur er þetta, Suziel“ Ég vissi ekki, hvað ég átti til bragðs að taka til að halda aft- ur af henni, og ég hrósaði því happi, er ég heyrði, að búið var að lyfta landgöngubrúnni. Smám saman, er við tókum að fjarlægj ast Hong Kong, fór að lifna yfir henni, og hún fór að njóta ferða- lagsins. Ég sagði henni að hafa fataskipti, og hún hvarf ásamt þernunni til klefa síns. Þegar hún kom aftur í síðbuxunum og banda- skónum, var blik í augum hennar, og hún flissaði ánægjulega. „Veiztu, hvc.ð konan sagði við mig? Hún sagði: „Þú átt svo fal- leg föt — þú hlýtur að vera rík“. Hún hljóp £ sífellu milli borð- stokkanna og virti fyrir sér hrjóstrugar eyjarnar, sem við sigldum fram hjá, og stóra flota fiskiskútna fyrir fullum seglum, sem blöstu við á víð og dreif, svo langt sem augað eygði, eins og aragrúi leikfangaskipa. „Veiztu það, að í morgun vildi ég ekki yfirgefa tukthúsið“, sagði hún. „Ég hugsaði: „Ég hef engar áhyggjur hér. Ef til vill mun ég, þegar ég kem út, annaðhvort stela einhverj.u eða stinga Canton- stelpuna aftur með skærum, til þess að komast hingað af' r.“ En nú líður mér vel! Mér líður dá- samlega!“ Hún horfði með ánægjusvip á fiskis'kútu, sem við fórum mjög nærri. Hún sigldi tígulega með átta þöndum seglum, í rakri, golunni. Hún bar hina rauðu veifu kommúnistai'íkisins í Kína. Fám mínútum síðar breyttist stál- grár litur sjávarins, er 1-eðja Pearl fljótsins gaf honum sama litblæ ot mjólkurblönduðu tei. „Hvað er langt eftir til Macao?" spurði Suzie. „Ég býst við, að við komum þangað eftir um það bil eina klukkustund", sagði ég. „Og eftir á að hyggja, ég gleymdi víst að segja þér dálítið. Við giftum okk ur í Macao“. „Giftum okkur? Hver segir það?“ „Það er eins góður staður og hver annar til þess að gifta sig. Þú vilt giftast mér, er ekki svo?“ „Nei“. „Þá kvænist ég þér gegn vilja þínum. Það er mjög auðvelt í Macao — það er svo mikil spill- ing þar á staðnum. Ég múta þeim embættismanni, sem hlut á að máli, fel hann undir borðinu og spyr þig síðan, hvort ekki megi bjóða þér meira af steiktri anda- lifur. Um leið og þú segir „já“, mun embættismaðurinn reka höf- uðið út undan borðinu og segja: „Þakka yður fyrir, hér er hjóna- vígsluvottorð yðar! Verið þér sælir“.“ Hún flissaði. „Og næsta dag mun ég spyrja þig: Má bjóða þér örlítið meira af hrisgrjónum, kæri eiginmaður? Og þú munt segja „Já“ og þá mun sami maðurinn reka kollinn undan borðinu og segja: „Þakka yður fyrir, þið er- uð skilin“.“ Hún þagði nokkra stund og starði út á haf yfir borðstokkinn. Eftir nokkra stund sagði hún: „Mig dreymdi einu sinni, að -við værum gift. Ég var úti á götu, og það var milkil mannþröng þar. Ég sá þig, en komst ekki til þín vegna fjöldans. Ég fór að gráta. Þá ýtt- ir þú öllum til hliðar og sagði: „Farið burtu, bjánarnir ykkar. Þetta er hún Suzie, konan mín!“ Og allir fóru, eftir að þú sagðir þetta. Þá vaknaði ég“. „Og mundir um leið, að þú varst ekki orðin konan mín. — r L ú ó TIMMV, VOU HEARD MR. BRYSON TELL LOUIS TO BLOW UP THE BEAR \ MOUNTAIN ROAD? AND I THOUSHT THAT SNeWSLIDE WAS JUST A LUCKV BREAK' í FATHER, L I DON'T * WANT ANYTHING TO HAPPEN TO LOST FOREST AND ALL THE ANIMALS/ **€> i WANTED TO T<rLL MARK AND 0OOTTV WHAT HAPPENSf), *3UT ’ I COULDN’T BECAUSE V-YOU'RE MY DAD/ 1) „Tommi, heyrðirðu Brján skipa Lúðvik að sprengja upp veginn yfir Bjarnarfjall?" „Já, pabbi“. 2) „Og ég sem hélt að snjó- flóðið hefði bara orðið á svona heppilegum tíma fyrir okkur“. „Pabbi, ég vil ekki að neitt komi fyrir Týndu skóga og öll dýrin ] hvað í rauninni hefði gerzt, en þar“. ég gat það ekki vegna þess að 3) „Mig langaði svo til að þú ert pabbi minn“. segja Markúsi og Sigga frá því IVarstu fegin — eða leið?“ Hún svaraði ekki. Hún þagði i nokkra stund, en sagði síðan: „Ég j get ekki gifzt þér, vegna þess, að ég er veik. Og meðalið, sem ég tók, til þess að þú yrðir ekki veik ur, var alveg ónýtt. Læknirinn í Laichikok sagði mér það“. „Ég varð elkkert veikur þréfi fyrir það“, sagði ég. „Þú ferð líka til St. Margaret-spítalans eftir hálfan mánuð, og þar batnar þér alveg". „Ég hef enga trú á því. Ég held ekki, að neinum batni alveg“. „Vissulega batnar mörgum, Suzie. Þér er næstum batnað núna, og etf þú verður einn eða tvo mánuði til viðbótar í spítala, batnar þér að fullu“. Hún varð þögul á ný. Síðan stóð hún upp, gekk nokkurn spöl eftir þilíarinu, nam staðar við borð- stokkinn og stóð þar nokkra stund ein. Hún kom síðan aftur til mín. „Robert“, sagði hún, „ég hef aldrei vitað, að neinn væri til eins góður og þú. Ég hef aldrei þekkt neinn með svo gott hjarta. Mér þykir mjög vænt um þig“. „Guð blessi þig, Suzie. Þýðir þetta já?“ „Já, ef þú kærir þig um þaík Ég mundi gera hvað sem væri fyr- ir þig. Ég skal giftast þér, ef þú vilt, eða ganga í sjóinn, eða gera hvað annað, sem þú vilt“. „Sjórinn er alltof óhreinn hérna til þess að fleygja sér í hann. Ég vil miklu heldur, að við giftum okkur“. Þegar til Macao kom, náðum við í kerru og ókum í henni til gisti- hússins. Kerrurnar í Macao voru stærri en í Hong Kong, með sæt- um fyrir tvo, rými undir sætinu fyrir farangurinn og voru knúðar áfram sem reiðhjól. Ökumaðurinn var í rifnum stutbbuxum úr vinnu fataefni og með hattbarð á höfð- inu, en kollinn vantaði algerlega. Borgin virtist syfjuieg saman-bor- ið við Hong Kong, og hvarvetna mátti sjá merki hnignunar og nið urníðslu. Við fórum með farang- urinn til gistihússins og báðum dráttarkarlinn síðan að aka okk- ur til skrifstofu brezka ræðis- mannsins. Hann glotti, kinkaði kolli og þóttist skilja. — Fimrn mínútum síðar nam hann staðar fyrir utan byggingu, þar sem sjá mátti fyrir utan hermenn úr Austur-Afríkuher Pórtúgala með byssur og byssustingi og andlit, sem að litarhætti minntu helzt á kaffibaunir. „Gott?“ sagði hann. „E'kki gott“, sagði ég. „Hér er portúgalska stjórnin. Við viljum komast til brézka ræðismannsins". „Ágætt, ég skil!“ Hann hélt af stað atftur. Um síðir hittum við ræðismanninn í ski'ifstofubyggingu. 1 lofti skrif- stofunnar hengu marrandi loft- ræstiviftur, sem virtust geta fall- ið niður £ höfuðið á manni á hverri stundu. Falleg kynblend- ingsstúlka sat við ritvélina. And- lit hennar var fölleitt, fingert og lítið eitt feimnislegt, hárið sitt, þykkt og svart, og um hálsinn bar hún krossmark úr gulli. Ræðismað ! urinn var feitlaginn, sköllóttur náungi, sveittur á enni og með svitabletti undir handarkrika hvítrar skyrtunnar. Hann var að SHlItvarpiö Laugardagur 13. september: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar- mál. 14,10 „Laugardagslögin“. —- 19,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). — 19,30 Samsöngur: Karlakórinn í Köln syngur; Wilhelm Pitz stjórnar (plötur). 20,30 Raddir skálda: „Og jörðin snýst“, kafli úr skáld- verki eftir Jóhannes Helga (Höf- undur les). 20,50 Tónleikar (plöt- ur). 21,00 Leikrit: „Kvöldið fyrir haustmarkað" eftir Vilhelm Mo- berg. Þýðandi: Elías Mar. Leik- stjóri: Haraldur Björnsson. Leik endur: Valdimar Helgason, Hild- ur Kalman, Emilía Jónasdóttir og Haraldur Björnsson. 22,10 Lans- lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.