Morgunblaðið - 25.09.1958, Page 1
20 síður
45 árgangur
218. tbl. — Fimmtudagur 25. september 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ískyggilegt ástand í Beirut
Foringi uppreisnarmanna myndar stjjórn
BEIRUT, 24. september: —
I dag sló í bardaga með
kristnum og múhameðskum í
hafnarhverfum Beirut. Lög-
reglan réð ekki við neitt og
kvaddi herlið á vettvang. —
Tókst að koma á kyrrð eftir
allmikið þóf — og lágu þá
a. m. k. 10 menn í valnum.
Herinn hefur nú tekið varð-
stöðu á öllum mikilvægum
stöðum í borginni, svo og á
mörkum borgarhluta krist-
inna og múhameðskra og hef-
ur fengið skipanir um að
skjóta tafarlaust hvern þann
óbreyttan borgara, sem sést
bera vopn.
Jafnframt hefur hernum verið
fyrirskipað að beita léttum fali-
byssum gegn sveitum skotliða,
sem kynnu að taka sér stöðu í
húsum —. og skjóta á vegfar-
endur. Ástandið þykir nú mjög
alvarlegt — og að sögn frétta
manna eru líkurnar fyrir meiri
háttar óeirðum nú meiri en
nokkru sinni síðan óeirðirnar
brutust út 9. maí sl.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur Chehab, hinn
nýkjörni forseti, sem nú hefur
tekið við stjórnartaumum, falið
Karami, leiðtoga múhameðskra
uppreisnarmanna, að mynda
stjórn.
O-Á-O
Falangistar og yfirleitt kristn-
ir menn eru þessu mjög andvígir
og vilja leggja lífið í sölurnar til
þess að koma í veg fyrir að
múhameðskir nái undirtökum í
stjórn landsins. Hafa Falangistar
boðað „friðsamlegt“ verkfall til
að mótmæla þessu, en þátttakan
hefur ekki verið almenn. Við-
búnaður kristinna og múham-
eðskra er nú mikill og reisa hvor-
ir um sig götuvígi í borgarhlut-
um sínum.
Algert útgöngubann var sett í
borginni í kvöld og hafði ekki
dregið til neinna frekari tíðinda,
þegar síðast fréttist.
Bandaríski herinn hafði sett
strangan vörð um bandaríska
sendiráðið — og svo virtist, sem
við öllu mætti búast.
Síðustu fréttir:
SEINT í gærkveldi bárust
þær fregnir frá Beirut, að
hinn 37 ára gamli múham-
eðski uppreisnarforingi, Ras-
hid Karami, hefði myndað
stjórn samkv. beiðni Cheh-
abs forseta. Karami er bæði
forsætis-, varnarmála- og
innanríkisráðherra. í ríkis-
stjórninni eiga sæti 8 ráðherr-
ar — 4 kristnir, 3 múham-
eðskir og einn Drúsi.
Halda fast við 12 mílur
KAUPMANNAHÖFN, 24.
september. — í kvöld var gef-
in út yfirlýsing í Þórshöfn að
afloknum fundi landsstjórn-
arinnar færeysku, sjö manna
nefndar Lögþingsins og
dönsku stjórnarnefndarinnar.
Sagði þar, að allir stjórnmála-
flokkarnir í Færeyjum héldu
fast við kröfuna um 12 mílna
fiskveiðilandhelgi. Hins vegar
eru Færeyingar ekki mót-
fallnir frekari viðræðum við
brezku stjórnina og meiri
hluti sjö manna nefndarinn-
ar er fylgjandi því, að reynt
verði að komast að samkomu-
V.-íslendingur fulltrúi
Kanada á þingi S.Þ.
VESTUR-ÍSLENDINGURINN G. S. Thorvaldsson hefur verið
skipaður einn af aðalfulltrúum Kanada á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna. Blaðið Winnipeg Tripune skýrir nýlega frá þessu
og hefur það eftir honum, að aðaláhugamál hans sé landhelgis-
málið, einkum ef umræður verða varðandi þá ákvörðun Islendinga
að stækka landhelgi sína úr fjórum í tólf sjómílur.
G. S. Thorvaldsson er lögfræð-
ingur að menntun og hefur sak-
ir ágætra hæfileika komizt til
mikils frama í Kanada. Fyrir
tveimur árum var hann kjörinn
formaður lögfræðingafélags
Manitoba og í kosningunum í
vetur var hann kjörinn til öld-
G. S. Thorvaldsson
ungadeildar Manitoba. Það eru
um 80 ár síðan foreldrar hans
fluttu frá íslandi, en sjálfur hef-
ur hann aldrei heimsótt ætt-
land sitt.
Sendinefnd Kanada er undir
forustu utanríkisráðherra lands-
ins, Sidney Smith, sem um
lángt árabil var rektor Myni-
tobaháskóla og er því persónu-
lega kunnugur mörgum Vestur-
íslendingum, er starfa við þann
háskóla sem prófessorar. Skipun
G. S. Thorvaldssonar í sendi-
nefndina ætti og að vera fyrir-
heit um náið og vinsamlegt sam-
starf íslands og Kanada í bar-
áttunni fyrir 12 mílna fiskveiði-
landhelgi.
lagi, sem ógilt gæti samning-
inn frá 1955.
Ráðherrafundiir
í Washington
WASHINGTON, 24. sept. — Ut-
anríkisráðuneyti Bandaríkjanna
tilkynnti í dag, að Atlantshafs-
bandalagið hefði þegið boð Banda
ríkjastjórnar um að vorfundur
utanríkisráðherra bandalagsríkj-
anna yrði haldinn í Washington
á næsta ári. Verður fundurinn
haldinn 2.—4. apríl n. k. Boðið
er fram komið í tilefni þess, að
hinn 4. apríl á næsta ári eru lið-
in 10 ár. síðan 12 aðildarríki
bandalagsins undirrituðu stofn-
skrá þess í Washington.
Sett baim á Rússa
BELGRAD, 24. sept. — Samkv.
áreiðanlegum heimildum hefur
júgóslavneska stjórnin lagt bann
við kvikmyndasýningum rúss-
neska sendiráðsins í „rússneska
menningarhúsinu“. Þetta rúss-
neska kvikmyndahús er hliðstætt
starfsemi upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna í Belgrad.
LITTLE ROCK, 24. sept. — í dag
kom til alvarlegra átaka í Little
Rock milli hvítra og svartra. —
Hófst bardaginn með því að 10
negrar réðust á 3 hvíta skóla-
stráka — og slösuðust tveir hinna
hvítu alvarlega í viðureigninni.
Einn negri var handtekinn.
Frú útför forsetafrúarinnar Georgíu Björnsson í gærdag
í Fossvogs kirkju.
Virðulegur blœr yfir útför
frú Ceorgíu Björnsson
HÁTÍÐLEGUR og í senn virðu-
legur blær var yfir útför frú
Georgíu Björnsson forsetafrúar,
er fram fór frá Fossvogskirkju í
gærdag, að viðstöddu fjölmenni.
Einn elzti vinur Sveins forseta
Björnssonar og frú Georgíu, séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup
flutti minningarræðuna. Meðal
nærstaddra voru Ásgeir Ásgeirs-
son forseti og frú Dóra Þórhalls-
dóttir.
Athöfnin hófst klukkan 1,30
með því að þeir dr. Páll ísólfsson
og Björn Ólafsson léku sorgar-
lag.
I kórnum þar sem kista frú
Georgíu Björnsson stóð var mik-
ið blómskrúð. Mátti greina þar
marga blómsveiga. Kransar voru
m.a. frá forsetahjónunum, frá
ríkisstjórninni, frá Alþingi, frá
sendiráði íslands í Kaupmanna-
höfn, frá ræðismönnum í Reykja-
vík, frá sendiherra Breta hér, frá
tékkneska sendiráðinu, frá Sjóvá
Kommúnistar misstu 10 þotur
Alvarleg vistaþurrð á Quemoy
TAIPEI 24. september. — f dag
kom til loftorrustu yfir Formósu
sundi, 32 þotur frá Formósu voru
á flugi þar í 35,000 feta hæð, .er
100 þotur kommúnista, af gerð-
inni MIG 17, komu aðvífandi.
Sló í bardaga, sem stóð í 10 mín-
útur. Flugmenn þjóðernissinna
segjast hafa skotið niður 10 þot-
ur kommúnista, laskað nokkrar,
en enga misst sjálfir.
Talsmaður bandaríska hersins
á Formósu vildi hvorki neita né
staðfesta fréttina, en sagði upp-
lýsingar þjóðernissinnahersins
hafa reynzt réttar undanfarna
daga.
Ástandið á Quemoy er nú orð-
ið alvarlegt, því að undanfarna
daga hafa eyjaskeggjum aðeins
borizt stjötti hluti þeirra vista,
sem venjulega hrökkva til dag-
legra þarfa. Stórskotahríð komm
únista á eyjuna linnir ekki. Talið
er, að meira en 350,000 sprengjum
hafi verið skotið á eyjuna síðan
„stríðið" hófst hinn 23. ágúst sl.
Talið er, að þjóðernissinnar
tengi vonir sínar við að komm-
únistar bjóði vopnahlé. Hins
vegar munu þjóðernissinnar
verja Quemoy til síðasta manns.
Talsmaður þjóðernissinna sagði í
dag, að kommúnistar yrðu að
hætta skothríðinni að fyrra
bragði, þeir hefðu hafið hana.
Engan veginn er talið líklegt,
að kommúnistar ætli að bjóða
vopnahlé. Ekkert bendir til bess
nema síður sé. Við það bætist,
að veðráttan er þeim hagstæð.
Haustvindarnir eru farnir að
blása — og ekki eykur það mögu
leikana á því að þjóðernissinnar
geti flutt nægar birgðir til Que-
moy.
r
Arangurslausar
viðræður?
VARSJÁ, 24. sept. — Sendiherrar
Bandaríkjanna og kommúnisku
stjórnarinnar í Kína hittast á
morgun í Varsjá í fjórða sinn.
Samkvæmt góðum heimildum í
borginni eru Kínverjar nú þeirr-
ar skoðunar, að fundir þessir
muni engan árangur bera.
tryggingafélagi íslands, frá Helga
P. Briem sendiherra og konu
hans, ísafoldarprentsmiðju og frá
starfsfólki prentsmiðjunnar. Auk
þess voru stórir fallegir blóm-
vendir í gólfvösum, og sjálf var
hin hvíta kista öll fagurlega
skreytt.
Skömmu eftir að séra Bjarni
Jónsson vígslubiskup, hóf ræðu
sína, braust sólin fram úr skýj-
unum og varpaði geislum sínum
á ská gegnum gluggana inn í kór-
inn. Séra Bjarni Jónsson sem var
mikill vinur Sveins Björnssonar
forseta, en þeir voru fjóra vetur
skólabræður í Latínuskólanum,
flutti mjög hugnæma minningar-
ræðu um frú Georgíu. Séra
Bjarni sem einnig jarðsöng Svein
Björnsson, valdi honum texta úr
Fjallræðunni, en hann vitnaði
tíðum í Fjallræðuna, þá er hann
flutti ávörp og ræður. Textinn er
sr. Bjarni valdi er hann flutti
minningarræðuna um Svein, var:
„Þar sem fjársjóður þinn er þar
mun og hjarta þitt vera“, Sr.
Bjarni valdi einnig þennan texta
úr Fjallræðunni er hann í gær
flutti minningarræðuna um frú
Georgíu, svohljóðandi. „Ekki
kveikja menn Ijós og setja það
undir mæliker, heldur á ljósstik-
una og þá lýsir það öllum sem
eru í húsinu". — Út frá þessu
talaði séra Bjarni Jónsson um
ævi og starf forsetafrúarinnar.
Meðal nærstaddra voru ráð-
herrar ásamt konum sínum,
fjöldi embættismanna, sendiherr
ax erlendra ríkja og þar var og
margt vinafólk frúarinnar.
Dr. Páll ísólfsson stjórnaði kór
söngnum en sungnir voru þessir
sálmar: Ó blessuð stund og á eftir
minningarræðunni Hve sæl, óhve
sæl og Fögur er foldin.
Minnigarathöfninni lauk I
sjálfri kirkjunni er vígslubiskup
séra Bjarni Jónsson kastaði rek-
unum. Að því búnu dróst hið
himinbláa tjald fyrir kórinn.