Morgunblaðið - 25.09.1958, Qupperneq 2
2
MORGl’NBLAÐIÐ
Flmmtuclagur 25. sept. 1958
Japanska stjórnin óftast alvarlegar
afleiðingar Formósudeilunnar
Vill búa Japan nýtizku varnarvopnum
TOKYO, 24. sept. — Uggur er í
mönnum í æðri stöðum í Tokyo
vegna atburðanna við Formósu.
Eru á prjónunum ráðagerðir um
að búa Japan nýtízku verndar-
vopnum þegar í stað vegna ófrið-
arhættunnar — og fá hjá Banda-
ríkjamönnum fjarstýrðar eld-
flaugar til loftvarna.
Áætlað er, að í janúar n. k.
sendi Bandaríkjamenn fyrstu
eldflaugarnar til Japan, en frjáls-
lyndir, sem hafa stjórn Japans í
Fyrirmæli
AMMAN, 24. sept. — Talsmaður
brezkni herstjórnarinnar í Jórd-
aníu skýrði svo frá í dag, að inn-
an fárra daga mundi brezka
stjórnin gefa nánari fyrrimæli
■m væntanlegan brottflutning
brezka hersins frá Jórdaníu.
sínum höndum, óttast, að jafnað-
armenn beiti sér af alefli gegn
slíkum ráðstöfunum.
Einn af talsmönnum stjórnar-
innar hefur látið svo um mælt,
að þess sé vænzt, að Bandaríkja-
menn noti hernaðarlega aðstöðu
sína í Japan til hins ýtrasta
vegna hinna alvarlegu atburða
við Formósu — og grípa verði til
róttækra ráðstafana til þess að
efla varnír Japans, Rússarnir séu
skammt undan — og þeir hafi
ásamt Kínverjum mjög mikinn
herstyrk við Kyrrahaf.
Björgunarverðlaun úr
verðlaunasjóöi Cunnars
H afbergs
STJÓRN Hafbergssjóðs, sem er
í vörzlu Slysavarnafélags ís-
lands, hefur ákveðið að veita 14
ára pilti í Stykkishólmi, Jakobi
Sigurbjörnssyni, kr. 1000.00 úr
sjóðnum í viðurkenningarskyni
fyrir það er hann 22. marz sl.
bjargaði 10 ára dreng, Snæbirni
Jóhannssyni, er fallið hafði út af
Snérist gegn
vegna
N
asser
BAGDAD, 24. sept. — Réttar-
höldunum yfir Jamali, fyrrum
forsætisráðherra fraks, hélt
áfram í dag. Hann er sakaður um
að hafa átt þátt í samsæri gegn
stjórn Sýrlands.
Jamali neitaði sakargiftinni.
Hann sagðist hafa kosið samstöðu
STEF annast
réttindagæzlu
ritverka
Á AÐALFUNDI Alþjóðasam-
bands höfunda í Belgíu nýlega
var íslenzka STEF kjörið sem
varanlegur aðili 1 rithöfunda-
deild sambandsins til að annast
gagnkvæma réttindagæzlu rit-
verka, endurprentunar, opinbers
flutnings, hljóðritunar og annarr
ar hagnýtingar ritverka, sem höf-
undarnir sjálfir geta ekki annazt
hver fyrir sig.
Fréttir i stuttu máli
BREZKA Alþýðusambandið
mun fara þess á leit við Mac-
millan, að haldin verði ráðstefna
um Formósumálið. Brezku stjórn
inni beri að gera allt, sem í henn
ar valdi stendur til þess að af-
stýra frekari átökum á Formósu-
sundi.
A 12 MENN hafa verið hand-
teknir í Antwerpen í sambandi
við dauða allmargra manna
vegna neyzlu tréspírituss.
* UTANRÍKISRÁÐHERRAR 20
Ameríkurikja hafa setið á rök-
stólum í Washington og komizt
að samkomulagi um, að nauðsyn
bæri til nánari efnahagslegrar
samvinnu Ameríkuríkjanna allra.
ÍC GOMULKA hefur gagnrýnt
kaþólsku kirkjuna harðlega og
sagt hana vinna gegn hagsmun-
um ríkisins. 95% Pólverja eru
kaþóiskir.
if ENN hafa orðið átök með
Alsírmönnum og frönsku lög-
reglunni í Frakklandi.
ic TILKYNNT hefur verið í
Kairo, að furstadæmið Kuwait,
sem framleiðir meira en helm-
inginn af olíu þeirri, sem Bretar
nota, muni sækja um inngöngu í
Arababandalagið.
i( í TOKYO er tilkynnt, að í
undirbúningi sé endurskoðun
varnarsamnings Japans og Banda
ríkjanna.
með Vesturveldunum vegna þess
að nú á tímum væri aðeins um
tvennt að ræða fyrir smáríkin:
Að vera sterk, eða standa með
stórveldi. Ég kaus vestrið af því
að heimsvaldastefnan er að deyja
út, en kommúnisminn er vaxandi
ógnun, sagði hann.
Jamali sagði ennfremur að
Nasser hefði engan rétt til þess
að þröngva sinni stjórn yfir önn-
ur ríki. Hann hefði snúizt gegn
Nasser vegna hins gegndarlausa
áróðurs hans, sérstaklega útvarps
áróðursins.
Frekari yfirheyrslum var frest-
að.
Ræðismannimim
barstgjöf frá
borgarstjórninni
EINAR B. Pálsson yfirverkfræð-
ingur hjá Reykjavíkurbæ, kom í
fyrradag frá Þýzkalandi. Hafði
Einar komið við í Lúbeck, á leið-
inni heim og verið gestur í af-
mæli Árna Siemsens ræðismanns,
er var sjötugur síðastl. mánudag.
Margt gesta heimsótti Árna
þennan dag. Meðal þeirra var
fulltrúi borgarstjórnar Lúbeck-
borgar, er færði ræðismanninum
sérstakar kveðjur og árnaðarósk-
ir borgarstjórnarinnar og færði
honum gjöf frá henni í tilefni af
afmælinu, og þakkaði fulltrúinn
Árna í nafni borgarinnar fyrir
vel unnin störf um hálfrar
aldar skeið, sem hann hefur búið
þar, og það hve miklu ástfóstri
hann hefur tekið við hina þýzku
borg.
Var setið í góðum fagnað á
heimili Árna langt fram á kvöld.
Var ljóst að Árni nýtur trausts
og virðingar samborgara sinna.
hafskipabryggjunni í Stykkis-
hólmi. Var Snæbjörn litli á reið-
hjóli en fremst á bryggjunni rak
hann hjólið í og steyptist á höf-
uðið í sjóinn, þar sem lágsjávað
var, var þetta mikið fall og hlaut
drengurinn allmikinn skurð á
höfuðið og missti þegar meðvit-
und. Jakob, sem bar þarna að
hafði engin umsvif heldur fleygði
sér til sunds eftir piltinum og
tókst honum að bjarga drengnum
meðvitundarlausum að landi.
Þykir Jakob hafa sýnt hið mesta
snarræði og fórnfýsi við þessa
björgun og því maklegur þessar-
ar viðurkenningar.
Hafbergssjóður er stofnaður af
Engilbert Hafberg kaupmanni, til
minningar um son hans, Gunnar
Hafberg, sem fórst af slysi 25.
júlí 1943. Tilgangur sjóðsins er
að veita unglingum innan 18 ára
aldurs viðurkenningu fyrir að
bjarga mannslífum á sjó eða
landi, og fyrir að sýna sér-
stakan dugnað og snarræði til
hjálpar er slys ber að höndum.
Stjórn sjóðsins skipa 3 menn og
er forseti Slysavarnafélags ís-
lands ávallt formaður hans, en
auk hans skipa sjóðstjórnina, for-
maður Slysavarnadeildar Ingólfs
og formaður ungmennadeildar-
innar í Reykjavík. Þegar ástæða
þykir til að veita verðlaun úr
sjóðnum skulu þau ávallt af-
hent viðkomandi 25. sept., sem er
afmælisdagur Gunnars heitins
Hafbergs. Ur sjóðnum hefir áður
verið veitt viðurkenningum eft-
irtöldum ungmennum: Þórði Ól.
Þorvaldssyni, Reykjavík, 13 ára
pilti fyrir að bjarga 3ja ára telpu
úr eldsvoða 9. marz 1947, Stein-
dóri Arasyni, 17 ára pilti á
ísafirði fyrir að bjarga 6 ára
dreng er fallið hafði fram af
bryggju á ísafirði 1948, og var
sá drengur einnig búinn að missa
meðvitund er honum var bjarg-
að. —
Umsóknir um verðlaun úr
Hafbergssjóði skulu sendar
stjórn sjóðsins fyrir lok hvers árs
og skal fylgja þeim staðfest
skýrsla um hin unnu afrek.
symr v
Sjálfsmynd, eitt af verkunum
á sýningu Ágústs.
r
Agúst F. Petersen
erk sín
í Sýningarsalnnm
KLUKKAN 1 á morgun verður
almenningi opnuð málverkasýn-
ing í Sýningarsalnum við Hverf-
isgötu. Er það Ágúst F. Petersen,
listmálari frá Vestmannaeyjum,
sem heldur þar sína fyrstu sjálf-
stæðu sýningu. Á sýningurmi eru
20 málverk, landlagsmyndir, úpp
stillingar, mannamyndir og kon-
kret-málverk.
Ágúst byrjaði að mála í æsku
án nokkurrar tilsagnar. Siðar hef-
ur hann notið handleiðslu list-
málaranna Þorvalds Skúlasonar
og Harðar Ágústssonar og einnig
farið námsferðir til Parísar. Hann
var á sínum tíma einn af stofn-
endum Myndlistarskólans í
Reykjavík og hefur verið leið-
andi maður í þeim félagsskap frá
fyrstu tíð. Ágúst heíur sýnt verk
sín á samsýningum hér heima og
erlendis á árunum 1947 til 1955.
'Sýningin verður opin til 9. októ-
ber nk. Eins og áður segir verður
hún opnuð almenningi kl. 1 á
morgun, en hún er opnuð kl. 8,30
í kvöld fyrir boðsgesti Sýning-
arsalarins.
Neðansjávnr á
annan mánuð
WASHINGTON, 24. sept. —
Bandaríski kjarnorkukafbáturinn
Seavolf hefur sett nýtt met í
köfun. Hann fór í kaf hinn 5.
ágúst s. 1. — og er enn í kafi.
Fyrra metið átti kafbáturinn
Skate, sem er af sömu gerð. Hann
var í kafi 31 dag og 5 stundir.
Samkvæmt tilkynningu fiota-
stjórnarinnar bandarísku er þessi
köfunartilraun ekki gerð til þess
að setja nýtt met, heldur til þess
að reyna þolgæði áhafnarinnar og
hæfni mannsins til þess að lifa í
„tilbún«“ andrúmslofti. — Sea-
wolfe er á Atlantshafi.
Fallinn í ónáð
BERLÍN, 24. sept. — Grotewohl,
forsætisráðherra A-Þýzkalands,
skýrði frá því í dag, að Fritz
Selbmann, hagfræðisérfræðingur,
hefði venð leystur frá stöðu sinni
sem aðstoðarforsætisráðherra. —
Selbmann hefur sætt harðri gagn
rýni að undanförnu. Er hann sak-
aður um að hafa vitað um skipu-
lögð samtök til þess að varpa
Grotewohl fyrir borð, en ekkl
ljóstrað upp um samsærið.
Meistaraprófs-
fyrirlestur
LAUGARDAGINN 27. septemhw
flytja tveir kandídatar fyrir-
lestra við Háskóla íslands sem
lokaþátt í meistaraprófi í ía.
lenzkum fræðum: Fyrirlestrarnlr
verða fluttir í I. kennslustofu og
er öllum heimill aðgangur.
Cand. phil. Nanna Ólafsdóttir
flytur fyrirlestur um Eiðinn eftir
Þorstein Erlingsson. Hefst nann
kl. 2 e. h. stundvíslega.
Cand. phil. Baldur Jónsson
flytur fyrirlestur um Björn Þor-
leifsson hirðstjóra. Hefst hann
kl. 4 e. h. stundvíslega.
Bretar setja
Boeing 707
LONDON, 24. sept. — Allt bendir
til þess, að bandaríska flugfélag-
ið Pan American hafi þegar tap-
að í samkeppninni við brezka
flugfélagið BOAC um að verða
fyrst með þotur á Atlantshafs-
leiðinni. Bandaríska félagið
ætlar að hefja ferðir með Boeing
707 hinn 26. okt. eins og kunn-
ugt er, en BOAC ætlar að taka
Comet IV í notkun hið fyrsta.
Formósumálið rœtt
Allsherjarþinginu
NEW YORK, 24. sept. — For- ógna
mósumálið var rætt á Allsherj-
arþinginu í dag. Tóku margir til
máls — og réðust fulltrúar
kommúnistaríkjanna harkalega
á Bandaríkjastjórn og sögðu hana
Spaak flutti fastaráðinu
skýrslu
PARÍS, 24. sept. — Fastaráð
Atlantshafsbandalagsins ræddi í
dag Kýpurmálið. Paul Henri
Spaak, framkvæmdastjóri banda-
lagsins, gaf skýrslu um viðræður
sínar við gríska leiðtoga. Meðlim-
ir ráðsins munu ráðgast við ríkis-
stjórnir sínar í kvöld, en á morg-
un verður haldinn annar fund-
ur — og að honum loknum mun
Spaak halda til Bandaríkjanna, í
þriggja vikna heimsókn.
Ástandið er orðið alvarlegt, því
að Grikkir hafa hótað því að
slíta stjórnmálatengslum við
Bretland og Tyrkland, ef Bretar
láta verða af ráðagerð sinni um
að senda sérlegan ráðgjafa land-
stjóranum á Kýpur til aðstoðar.
f brezku áætluninni um framtíð-
arstjórn Kýpur var tyrknesku og
grísku stjórninm boðið að senda
fulltrúa landsstjóranum til að-
stoðar.
Spaak lét svo um mælt í dag,
að yfirlýsing Makariosar um til-
lögu hans um sjálfstæði Kýpur
væri „athyglisverð", en Spaak
neitaði að gera frekar grein fynr
SKoðunum sinum á tillögunm.
heimsfriðinum, en aðrir
fulltrúar lögðu áherzlu á það,
að koma ætti í veg fyrir að vald-
beiting yrði notuð til landvinn-
inga — jafnt við Kínastrendur,
sem annars staðar í heiminum.
Formósumálið setur svip sinn
á allar viðræður manna í aðal-
stöðvum S. Þ. Mikið er rætt um
sendiherraviðræðurnar í Varsjá,
því að ljóst er, að Bandaríkja-
stjórn skýtur málinu til S. Þ. ef
þær viðræður bera engan árang-
ur. í kvöld bárust þær fregnir
frá Washington, að viðræður þess
ar væru svo gott sem farnar út
um þúfur.
Lloyd, utanríkisráðherfa Breta,
og Gromyko, utanríkisráðherra
Rússa, snæddu saman í dag —
og sagt er, að þeir hafi mikið
rætt Formósumálið. M. a. hafi
Lloyd sagt Gromyko, að Russar
yruð að sjá svo um, að samkomu-
lag næðist, en Gromyko hafði
talið öll vandkvæði á því, ef
Bandaríkjamenn flyttu her sinn
ekki fra Formosu.
fótinn fyrir
Búizt var við harðri samkeppni,
en nú blæs ekki byrlega fyrir
Bandaríkjamönnunum. Gert var
ráð fyrir, að í fyrstu yrði aðeins
flogið milli New York, Parísar
og Rómaborgar, því að yfirstjórn
Lundúnaflugvallar hafa enn ekki
veitt Boeing lendmgarleyfi. —
Sama máli gegnir um Parisar-
flugvöllinn, en flugfélagið batt
miklar vonir við að Frakkarnir
mundu gefa sig fyrir tilsetlan
tíma.
Svo virðist pó ekkl ætla að
verða. Frakkarmr fara að dæmi
Breta og telja hávaðann fra Boe-
ing 707 allt of mikinn. Viö
hávaðamælingar, sem nýlega
voru gerðar á Lundúnaflugvelli,
þegar Boeing var þar, kom í ljós,
að sú þota mun valda miklu meiri
truflunum á jörðu niðn en Com-
et. Ekki einungis í nánd við flug-
völlinn — heldur og víðs fjarri
honum. Astæðan er sú, að Boeing
er miklu þyngri en Cómet —
og getur ekki hækkað flugið jafn
skjótt.
Ekki er laust við að hlakki í
Bretunum, því að ailt bendir nú
til þess, að Comet verði ein um
hituna.
Furðufréttir
LONDON, 24. sept. — Franskur
vísindamaður kvaðst nafa grætt
hornhimnu úr hundi við manns-
auga. Sami víslndamaður segir,
að þetta sé í þriðja sinn, sem slík
tilraun heppnist. Jafnframt hafi
verið fundin aðferð til þess að
geyma hornhimnu óendanlega
lengi í lífrænu ástandi.
Þá er skýrt frá því í Moskvu,
að rússneskum vísindamanni hafi
tekizt að græða haus af hvolpt
vlð búk fullvaxins hunds.