Morgunblaðið - 25.09.1958, Side 6
e
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 25. sept. 1958
SL. íimmtudag gafst tíðinda-
mönnum blaðsins tækifæri til að
sjá merkilega sýningu á logsuðu-
og logskurðartækjum í samkomu
sal Landssmiðjunnar í Reykja-
vík. Sýningin fór fram á vegum
Harris Calorific Co. í Bandaríkj-
unum og umboðsmanna firmans
hér G. Þorsteinsson & Johnson
h.f.
Safnazt höfðu saman á annað
hundrað logsuðumenn úr Reykja-
vík og víðar að, til að sjá Roy
Rasmunsen sýna nýjar gerðir af
Harris logskurðartækjum og hit-
ara, sem nota Propane-gas í stað
Accetylen-gass. Þessi breyting
hfur það í för með sér, að kostn-
aður við logskurð getur lækkað
um allt að 60%.
Notkun á Propane-gasi hefur
ekki þekkzt hér áður við log-
skurð, en hefur rutt sér mjög til
rúms erlendis.
Auk þessa sýndi Roy Rassmun-
sen mönnum nýja gerð af Harris
þrýstijöfnurum. Að lokum svar-
aði hann margvíslegum fyrir-
spurnum, sem fyrir hann voru
lagðar.
Þessi sýning tókst vel og mátti
heyra á undirtektum að iðnaðar-
mennirnir meta mikils svona
kynningarstarfsemi og væri æski
legt að meira væri gert að slíku.
Bretar hafa áhyggjur af því að
mega ekki leita hafnar á Islandi
BREZKA blaðið Daily Telegraph
velti því fyrir sér í fyrsta skipti
á laugardaginn, hvað brezku land
helgisbrjótarnir skyldu til bragðs
taka, ef einhver af áhöfn togar-
anna slasaðist eða yrði alvarlega
sjúkur. Enn sem komið er, segir
blaðið að.ekkert slíkt hafi komið
fyrir um borð í brezku togur-
unum. Virðist það álit fréttarit-
ara blaðsins, að þeir geti ekki
leitað til íslenzkrar hafnar.
Skýrt er frá því að nýlega hafi
Farþegar til Græn-
lands koma hér v/ð
MEÐAL farþega frá Kaupmanna-
höfn-með Gullfaxa s. 1. föstudags-
kvöld voru Höjgárd verkfræð-
ingur, Thorsen verkfræðingur,
Hans C. Christiansen forstjóri
hinnar Konunglegu Grænlands-
verzlunar og Eske Bruun, ráðu-
neytisstjóri í Grænlandsmála-
ráðuneytinu. Einnig voru í fylgd
með þeim tvær skrifstofustúlkur.
Hópurinn fór héðan með Sólfaxa
á laugardaginn til Syðri-Straum-
fjarðar en þaðan verður haldið
til Badaríkjanna með viðkomu í
Thule.
í Bandaríkjunum munu fara
fram samningar um áframhald-
andi framkvæmdir Bandaríkja-
manna í Grænlandi, en verkfræð-
ingarnir Höjgárd og Thorsen eru
framarlega í fyrirtækinu Nor-
rænum heimskautaverktökum,
sem haft hefir með höndum mikl-
ar framkvæmdir þar nyrðra.
Nú liggja fyrir áætlanir um
byggingu nýrrar hafnar á Vest-
ur-Grænlandi á eyju nálægt
Godtháb og er byggingarkostnað-
ur áætlaður um 300 millj. danskra
króna.
Þess má geta í þessu sambandi
að fyrirtæki Höjgárds verkfræð-
ings byggði á s'ínum tíma raf-
stöðina við Ljósafoss og höfnina
í Gdynia í Póllandi.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórshamn við Templarasund
14 ára léttadrengur, Johnny
Calcoen á belgískum togara slas-
azt. Togarinn, sem heitir Breug-
hel frá Ostende 810 tonn hefur
verið að veiðum utan 12 mílna1
landheigi, virðist því óskiljanlegt,,
hvers vegna hann leitaði ekki til
íslenzkrar hafnar með hinn slas-
aða mann.
Þess í stað setti togarinn sig í
sambandi við brezka eftirlits-
skipið Russel og skýrði frá því
að léttadrengurinn hefði hand-
leggsbrotnað um olnboga. Russel
sagði Belgíumanninum að búlka
veiðarfærin og koma með full-
um hraða. Þegar togarinn var
kominn til Russels fór enskur
læknir um borð í hann og hugaði
að meiðslum drengsins. Síðan
hætti togarinn veiðum ,en sig.'di
utan. Var það ætlunin að setja
drenginn í land í Færeyjum, en
Brueghel ætlaði að sigla til
Ostende.
Þá skýrir Daily Telegraph frá
því að Grimsby togarinn Derby
County, sem er 400 smálestir
hefði komizt í hann krappann við
landhelgisbrot undan íslands-
ströndum. Það var aðfaranótt
föstudagsins, sem vél hans bilaði
í þungum sjó. Vélamenn úr Russ-
ell fóru yfir í hann og voru
heila nótt að gera við skemmd-
irnar. Alla nóttina lá brezka
eftirlitsskipið hjá togaranum til
þess að hindra að íslenzka land-
helgisgæzlan notaði tækifærið —
Eftir viðgerðina hélt togarinn
áfram veiðum innan 12 mílna
markalínunnar.
Hún
litla á Brú
NÝKOMNAR eru 4 plötur hjá
Fálkanum, sungnar af Hauki
Morthens.
Við þekkjum öll Hauk, en samt
finnst mér ég ekki geta látið hjá
líða, að hripa niður nokkrar línur
um þessar prýðisplötur.
Undirleikinn á öllum plötunum
annast hljómsveit Jörn Grauen-
gárds, og er hann fágaður að
vanda og öllu stillt í hóf.
Fyrst skal frægt telja kvæðið
um hana Catarinu litlu: hægan
vals eftir Jón frá Hvanná. Þetta
er mjög vel samið lag, sungið af
tilfinningu og smekkvísi af
Hauki, fiðlustrengirnir í bak-
grunninum spilla ekki. Takið eft-
ir, þetta er íslenzkt lag við ís-
lenzkt Ijóð.
Á hinni síðunni er lagið „Lipur-
tá“ (Lollipop), létt og leikandi,
eins og Lipurtá á að vera. Hauk-
ur syngur lagið af glettni, og
er vel viðeigandi. Þeir, sem ekki
hafa þarfara við tímann að gera,
geta skemmt sér við að telja hvað
oft orðið Lipurtá kemur fyrir í
textanum. Annars er óþarfi að
amast við endurtekningunni á
titilorðinu, hún spillir hér engu.
Þá komum við að „Rock-
Calipso í réttunum“ (When
Rock’n-Roll came to Trinidad).
Þetta er ágætt calipso-lag, með
gríntexta eftir Jón Sigurðsson.
Ég verð að vísu að játa það, að
ég á bágt með að ímynda mér þá
Húnvetninga og Skagfirðinga í
Rock-Calipso dansi norður í
Stafnsrétt, að vísu má líkja
stympingunum við stóðið við
Rock’n-Roll dans. Textaframburð
ur Hauks er skýr og réttur. Hann
syngur pilsunum, réttunum, en
ekki pilsonum, réttonum, eins og
einn ágætur söngvari söng hér
um árið.
Ásta Sveinsdóttir og Tólfti
september, eiga þarna valsana
Ný leib SVR
Fimmtudaginn 25. þ.m. verður
hafinn akstur. á nýrri strætis-
vagnaleið, sem ber nafnið Bú-
staðahverfi og verður nr. 20.
Akstur á þessari leið hefst í
Lækjargötu, fyrir neðan Mennta-
skólann og verður ekið um Frí-
kirkjuveg, Sóleyjargötu, Miklu-
braut, Sogaveg, Tunguveg, Bú-
staðaveg, Grensásveg, Miklubraut,
Lönguhlíð, Laugaveg í Lækjar-
götu.
Ekið verður á hálftíma fresti,
15 mín. yfir og íyrir heilan tíma.
skrifar ur
daglegq iífiriu
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarandi bréf um flug-
póstþjónustuna:
„Nýlega var frá því skýrt, að
með bættum húsakynnum og ýms
um nýjungum mætti nú búast við
stórbættri póstþjónustu. Það er
rétt, að húsakynnin hafa verið
bætt, ýmsar skipulagsbreytingar
átt sér stað og góð tæki verið
tekin í notkun. Hitt er svo annað
mál, að allir munu mjög óánægð-
ir með styttan frest, þegar skila-
skal flugpóstsendingu fyrir
næstu flugferð til útlanda.
Bréf skilist 14 klst.
fyrir brottfarartíma
AÐUR var það svo, að bréf
þurftu að vera komin í póst-
stofurnar fyrir kl. 6.00 (að
morgni) — eða yfirleitt 2 klst.
fyrir brottför flugvélar. Nú er
það víst hins vegar svo, að flug-
póstsendingum, bréfum sem öðr-
um, ber að skila fyrir kl. 18.00 (að
kvöldi) — eða 14 (fjórtán)
klukkustundum fyrir venjulegan
brottfarartíma á algengustu
flugleiðum til útlanda. Sú
skýring hefur verið gefin af
starfsmanni pósthússins, að póst-
stjórnin vildi helzt ekki þurfa að
greiða eftir- og næturvinnu.
Á laugardögum mun ekkj vera
átt Við að afgreiða flugpóstsend-
ingar eftir kl. 13.00. Við slík
störf virðist og ekki vera unnið
á sunnudögum. Flugpóstbréf, sem
t. d. kemur í póstkassa aðalpóst-
stofunnar kl. 14 á laugardögum,
nær ekki sunnudagsvél til út-
landa, væntanlega þá ekki heldur
mánudagsvél, sem leggur af stað
kl. 8.00, heldur bíður þriðju-
dagsvélar, ef flogið er þá. Eftir
þessu er möguleiki á 68 klst. töf,
þar til bréfið kemst af stað.
Fimmfalt burðargjald
NÚ er það svo, að á bréfi frá
Danmörku er 0,30 d. kr. frí-
merki. Það samsvarar 71 eyri á
skráðu gengi. Póststjórnin hér
heimtar aftur á móti kr. 3,50 fyrir
sína þjónustu, þ. e. fimmfalda
upphæð. Frá Sviss koma bréf í
flugpósti með 0,40 Fr. frímerki —
samsvarandi kr. 1,50 ísl. — fyrix
sömu þjónustu er krafizt hér kr.
4,00, sem er 2,7 falt gjald.
Hvað segja kaupsýslumenn um
ofangreint, og hvað segja bankar
og ýmsar opinberar stofnanir?
Hverju hefur póstmeistarinn í
Reykjavík og Póst- og símamála-
stjórnin til að svara? í allri kurt-
eisi væri æskilegt að fá skýring-
ar, því póstþjónustan hérlendis
er áreiðanlega orðin það dýr, að
beztu þjónustu má krefjast.“
Að sj álfsögðu fá þessir aðilar
rúm fyrir svar sitt í þessum dálk
Símastúlkurnar sérlega
liprar
ÞAÐ er rétt að geta þess sem
vel er gert engu síður en
hins. „Sjómaður af Suðurnesj-
um“ skrifaði fyrir skömmu og
vildi koma á framfæri hrósi um
símastúlkurnar á Siglufirði, sem
hann segir að hafi sýnt einstaka
lipurð í allri afgreiðslu í sumar.
Sé það þó enginn leikur að af-
greiða samtöl þarna, þegar land-
lega sé hjá síldarbátunum og allir
sjómenn vilji síma heim til sín
á sama tíma. Segir hann að stúik
urnar hafi jafnvel setið fram yfir
lokunartíma, til að geta veitt sem
flestum úrlausn og viljað leysa
hvers manns vanda á sem
skemmstum tíma.
„Bláu augun“ og „Frostrósir",
ágæt lög og vel raddsett.
Stefnumót (Buzz-Buzz-Buzz)
þykir mér einna minnst til koma,
enda leikið fullhratt.
Rúsínan í pylsuendanum er svo
lagið Lóa litla á Brú. Hér er
Haukur „í stuði“ og lætur gamm-
inn geysa. Gítarsóló Grauengárds
er líka mjög skemmtileg, og und-
irleikur hljómsveitarinnar.
Um söng Hauks Morthens á
plötum þessum má segja að hann
er góður og þær vandaðar að allri
hljómsveitarraddsetningu og upp
töku.
Haukur er alltaf að vaxa, og á
meira til í pokahorninu. Lög þessi
mættu að skaðlausu heyrast oft-
ar í óskalagaþáttum útvarpsins,
og myndi auk þess spara um-
sjónarmönnum þeirra þuluna:
„Ég ætla lofa ykkur að heyra lag,
sem hefur verið kosið eitt af tíu
beztu“ o. s. frv.
19. september.
Árni ísleifsson.
Konráð Jóhannes-
son flugmaður
í Kanada í 49 ár
í HEIMSKRINGLU, blaði Vestur-
íslendinga, frá 20. ágúst s. 1., er
frá því skýrt að Konráð Jóhannes
son hafi átt 40 ára flugmanns-
afmæli 10. ágúst. — Hafi þá
Winnipeg Tribune birt grein um
Konráð og farið viðurkenningar-
orðum um hann. Konráð er nú
62 ára að aldri.
Konráð Jóhannesson
í Heimskringlu segir svo: „Blað
ið telur Konráði margt til frægð-
ar. Er eitt meðal annars það, að
hann hafi verið flugkennari hóps
flugmanna, sem vandasömustu
flugstörf hafi hér á hendi.
Að öðru leyti telur blaðið hann
hafa verið þann frumherja flug-
mála hér, að koma á fiski-flutn-
ingi, náma flutningi og gripa,
með flugvélum.
Konráð Jóhannesson er fædd-
ur 10. ágúst 1896 í Argyle-byggð,
sonur Jónasar Jóhannessonar írá
Geiteyjarströnd . í Mývatnssveit
og Rósu Einarsdóttur frá Húsa-
vík. Konráð gekk í herinn 18.
marz 1916 og sigldi ári síðar til
Englands. Þaðan var hann sendur
til Egyptalands til að starfa þar
við flugskóla. Hann kom heim
aftur 19. maí 1919, stundaði hér
háskólanóm og flugkennslu hjá
hernum um skeið og síðar á eig-
in spýtur, sem íslendingum er
kunnugt.
Þáttur þessa íslendings i flug-
sögu Kanada, er honum og ís-
lendingum til frama“.