Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 8
8 MORCIISBLAÐIB Fiínmtudagur 25. sept. 1958 / Norðurleit með Sunnlendingum Fjórar þjóðir j göngum hjá Gnúpverjum * ' • 'vV. •• • • ‘jKV' • ■ sA'fS' • ■ ■ ■ ■ ' • • — PILTAR! P-i-l-t-a-r! Hestarn- ir ykkar eru að strújka! Ég vaknaði með andfælum og hentist á fætur, fyrir utan heyrði ég Filippus „fóstra" minn hróþa hástöfum á okkur. Loftur reis upp við dogg í tjaldinu hjá mér og spurði hvað um væri að vera. — Filippus segir að hestarnir séu að strjúka, segi ég. — Já, ég held ég heyri bölvað- ann hávaðann í honum. Það eru auðvitað Flóabikkjurnar, sem eru að fara, svaraði Loftur og hallaði sér aftur. Við heyrðum skvamp og skelli í Datsánni. Það var greinilegt að nokkrir hestar hoppuðu í höftum yfir ána. Ég skreiddist úr pok- anum, smeygði mér í stigvéiin og skundaði út úr tjaldinu. Allir höfðu verið í fasta svefni. en hróp in í Filippusi komu hreyfingu á mannskapinn. Allir þustu að kof- anum og spurðu, hvað um væri að vera. Ekki var greitt um gang, því að myrkrið var svo svart, að ekki sáust skil himins og jarðar. Ég minnist þess ekki að hafa fyrr verið úti í jafn-sótsvörtu myrkri án þess að þoka væri. Menn hnutu um tjaldstög, duttu um hnakka og reiðinga, en höfðu sig loks bölvandi og ragnandi að kofanum. Filippus var með gott vasaljós og hafði hlaupið niður að Dalsánni og í fjarska heyrð- um við, hvar hrossahópur hopp- aði fram melana hinum megin árinnar. — Hérna eru tveir hestar, hróp aði Filippus. utan úr myrkrinu, og við sáum hvar hann beindi Ijósinu að tveimur hestum, sem hoppuðu um eyrarnar. Hérna eru aðrir tveir, kallaði einhver annar, sem einnig var kominn með vasaljós niður á eyrar. Leitað að strokuhestum Nú var hafizt handa um að finna beizli og reiðtygi, leggja á hestana, sem komnir voru neðan úr nátthaganum, og að tjaldstað. Þrír menn bjuggu sig til ferðar til þess að elta strokugripina og var það þó ekki árennilegt ferða- lag, þar sem ekki sáust handaskil. Að skammri stundu liðinni hélt Filippus að stað ásamt ferðafé- lögum sinum, voru þeir allir með vasaljós. Hurfu þeir út í náttmyrkrið en við sem eftir vorum fórum að svipast eftir því, hvort fleiri hestar væru á stroki. Fundum við tvo skammt frá, en aðrir virtust hinir rólegustu í haganum. Ekki vissum við hve margir hefðu farið, en eftir hljóð- inu að dæma í ánni gerðum við ráð fyrir, að þeir mundu vera 4—6. Ekki höfðum við mikla von um, að félagar okkar fyndu þá, jafnsvart og náttmyrkrið var. Eftir á að gizka 2 tíma eða svo, er við heimamenn höfðum kom- ið okkur fyrir í tjöldunum á ný, heyrðum við hvar „fóstri" minn kom og sagði þá hafa fundið alla hestana. Voru þeir bundnir á streng, en síðan gengið til náða á ný. Rétt i þann mund, er ég var að sofna, heyrði ég Filippus tauta fyrir utan tjaldið: — Ef ég hefði ekki farið að álpast í stígvélin heldur hlaupið út berfættur, þá hefði ég náð klárunum, áður en þeir fóru í ána. Allir lofuðu árvekni Filippus ar, enda bjargaði hún málinu í þetta sinn. Á fund fjallkóngs Eldsnemma um morguninn bjuggumst við af stað og héld- um inn í Kjálkaver. Þar biðu I tjaldstað í Ilólaskógi. Leitarmenn á Gnúpverjaafrétti eru jafnan svo margir að hinir litlu leitar- mannakofar rúma þá ekki. Enda eru kofarnir fyrst og fremst gerðir fyrir þá, sem fara í eftirsafn og eftirleitir. Þá hafast gangnamennirnir við á stalli innst í kofanum, en hafa hestana framan til í honum, enda eru þá oft komin rysjungsveður, hríðar og snjóar. okkar lönguleitarmennirnir, komnir innan yfir Sand. Við Loft- ur urðurn síðbúnastir og riðum því hratt enda er reiðvegur af- burðagóður frá Dalsá inn að Kisu. Þar sá ég í fyrsta sinn hinn gamalreynda fjallkóng Jó- hann bónda á Hamarsheiði. Hann var að taka saman föggur sínar ásamt félögum sínum og voru þeir að búa upp á trússhestana, er við komum. Það var gaman Safnið rennur yfir Dalsá. Á góðu hausti, eins og nú, eru ár þær, sem fara þarf yfir með féð, litlar og mjög auðveldar. En fyrir hefur komið, þegar úrkomur hafa verið miklar, að illfært eða ófært hefur verið yfir ýmsar þverár Þjórsár. Það hefur líka komið fyrir að gangnamenn hafa orðið að bíða við árnar á leið sinni inn á fjall til þess að komast yfir þær. að sjá þennan aldurhnigna fjall- skörung skipa mönnum í leitir með hógværð sinni og stillingu. Hann gekk á milli manna, leit á þá, eins og hann segði með sjálf- um sér: Til hvers er nú þessi nýtur? Síðan stútaði hann sig af pontunni, gekk til mannsins og sagði honum, hvert hann ætti að fara. Þarna við Kjálkaverskofa var glatt á hjalla um morguninn, menn drukku síðustu dreggjarnar af kaffinu, áður en ketillinn var settur ofan í skrínu og einhvervar svo hugulsamur að skvetta ofur- lítilli brjósthýru út í kaffikrús- ina. Innan stundar hélt trússalest- in af stað, en hún átti fyrir hönd- um stutta dagleið. aðeins um klukkutíma ferð niður að Dalsá. Við, sem áttum að ganga, riðum í norður frá kofanum og var mönnum skipað í leitir vestur og norður á ásana um Miklalækj- ardrög og Flóamannaöldu. Ég lenti um það bil miðsvæðis með reyndum gangnamanni, Sigurgeir Runólfssyni. Ég hafði beðið Jó- hann að skipa mér í lei.t, þótt í rauninni væri ég aukamaður. Þennan dag var veður sæmilega gott en skúrir voru hvarvetna á næsta leiti. Dagleiðin er stutt og gengu leitir ágætlega þennan dag nema hvað hinir seinustu Mynd þessi sýnir svonefnt Hlaup í Dalsá. Á myn dinni, þar sem féð rennur yfir ána, sést að hér er um talsvert vatnsfall að ræða, en á þessari mynd er áin til að sjá eins og ofurlítill bæjarlækur. Við Hlaupið verður jafnan að standa maður þegar féð kemur innan að. Annars getur svo farið, að það freistist til að stökkva yfir. Eitt sinn fóru allmargar kindur í Hlaupið og fórust sumar þeirra, því straumkastið er þar gífurlegt. Myndirnar tók vig. fengu hressilega rigningardembu skammt innan við Dalsána. Flóamenn kveðja Næstu nótt náttuðu allir sig við Dalsá og bar ekkert til tíðinda enda strokuhestar bundnir á streng. í bíti morguninn eftir voru Flóamenn fyrstir á fætur og bjuggu sig til ferðar því hér áttu þeir að skilja við okkur og halda vestur á bóginn yfir á Hrunamannaafrétt. Við kvöddum þá, með virktum og þökkuðum ánægjulega samveru, enda voru þeir Flóamenn einkar fjörugir og léttlyndir ferðafélagar. Einn þeirra hafði gefið tilefni til skemmtilegs atviks í Kjálka veri. Hann hafði þjáðst af tann- pínu frá því að við lögðum af stað en einhver forsjáll gangna- maður, sem kom innan yfir Sand, léði töng til þess að hægt væri að draga hina skemmdu tönn úr sjúklingnum. Sú athöfn var mjög hátíðleg og eins og gefur að skilja tilefni til ýmissa athuga- semda, þar sem rúmlega 20 manns voru vitni að verknaðinum. En Steindór á Haugi, svo hét hmn sjúki, varð einkar glaður við að losna við meinvættina úr munni sínum enda kvaðst hann nú geta „brúkað kjaftinn almennilega". Þess skal getið, a& Steindór er bæði málhress og orðfimur. Fjórar þjóðir leita Skömmu eftir brottför Flóa- mannanna héldum við hinir af stað fram yfir Fossá og skömmu síðar mættum við nýjum gangna- félögum, sem lagt höfðu af stað degi síðar en við úr byggð. Meðal þeirra var Jón Ólafsson í Geld- ingaholti, en hann átti að færa mér bæði hest og vistir. Auk hans voru allmargir aðrir þeirra á meðal 1 Spánverji, 1 Dani og 1 Færeyingur. Það voru því fjórar þjóðir sem fjallkóngur Gnúpverja hafði til starfa þennan daginn. Hann skipaði í leitir í skyndi og menn dreifðu sér á svæðið frá Dalsá vestur um Ör- æfi og niður að Þjórsá. Ég lenti nokkuð miðsvæðis, eins og daginn áður, og hafði Jón gamla Þorkelsson mér á hægri hönd en ungan spánskan mennta mann til vinstri, Romero að nafni. Veður var bjart og gott þennan dag. Jón át.ti að leita brúnir Lönguhlíðar og beina fénu niður brekkurnar en ég síðan koma því áleiðis til Spánverjans og svo koll af kolli, þannig að megin- hluti safnsins rynni fram með Þjórsá. Allt gekk þetta vel utan það að ég týndi Spánverjanum. Hann áttaði «ig ekki í fyrstu á því hvernig göngum er háttað og skyldi ekki þýðingu þess að hver gangnamaður þarf jafnan að hafa náið samband við næstu leitar- Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.