Morgunblaðið - 25.09.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 25.09.1958, Síða 10
10 MORGUNBLAÐItí Fimmtudagur 25. sept. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmaastióri: tiigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Víeth' Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson Rítstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÖMURLEGT ASTAND GJALDEYRISMÁLANNA Spencer Tracy og Felipe Pazos í kvikmyndinni um Gamla manninn og hafið. Kvikmyndin eftir skáldsögu Heming ways, ,,Camli maðurinn og hafið," fullgerð RÆÐA SÚ, sem Vilhjálmur Þór seðlabankastjóri hélt á aðalfundi Verzlunarráðs Islands fyrir réttri viku, hef- ur að vonum vakið mikla at- hygli. Bankastjórinn ræddi þar hreinskilnislega um ástand gjald eyrismála okkar og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri hið ömurlegasta. Hann benti í upp- hafi á það, að Seðlabankanum hefði ekki orðið mikið ágengt í baráttu sinni gegn sívaxandi pehingaþenslu og verðbólgu. Þenslan í bankakerfinu sé mikil og vaxandi. Reynt að forða greiðslu- þroti Um gjaldeyrisforðann komst bankastjórinn m.a. að orði á þ&ssa leið: „Við skulum svo koma að hinu — að varðveizlu gjaldeyrisforð- ans, eða með öðrum réttari orð- um þeirri viðleitni Seðlabankans að forða landinu frá greiðslu- þroti út á við. Um gjaldeyris- forða er í raun og veru ekki lengur að ræða, því að Seðla- bankinn hefur þegar orðið að taka mjög mikil bráðabirgðalán erlendis til að forða vandræð- um. I öðrum löndum er talað um ugg og ótta, ef gjaldeyrisforðinn fer niður fyrir meðalþarfir viss hluta árs. Sum lönd telja sig sjá hættumerki, ef forði, raunveru- leg gjaldeyriseign fer niður fyrir hálfs árs notkun landsins. Það eru þau lönd, sem rík eru, og hafa efnahags- og gjaldeyrismál í góðu lagi. — önnur setja aðvör- unarmarkið við þriggja mánaða forða. Hjá okkur eru öll slík mörk löngu farin. Hér er enginn gjaldeyrisforði til í þessari merkingu. Hér er aðeins um skuldir að ræða, hvað forsváranlegt er og hvað hægt er að skulda miklar bráðabirgða- gj aldeyrisskuldir". „Ógnarlegur gjald- eyrishalli“ Vilhjálmur Þór ræddi síðan nánar um gjaldeyrishallann og komst þá m.a. að orði á þessa leið: „í lok ágúst var heildar- gjaldeyrisskuldin að meðtöld- um öllum skuldbindingum 238 miilj. króna, og hafði hún vax- ið um 41 millj. frá síðustu áramótum, en um 100 milljón- ir frá ársbyrjun 1957 og um 119 milljónir frá ársbyrjun 1956. Hér þarf svo að hafa í hruga, að auk þessa hafa verið tekin stórlán, bæði 1956, 1957 og 1958. Er því um að ræða ógnarlegan gjaldeyrishalla á þessum tíma“, Alvarleg aðvörun Þessar upplýsingar Seðlabanka stjórans eru vissulega alvarleg aðvörun, bæði til ríkisstjórnar- innar og þjóðarinnar í heild. Gj aldeyrisaðstaða landsins er um þessar mundir, eins og fyrrgreind ar tölur bera með sér, hörmu- legri en nokkru sinni fyrr. Sí- fellt sígur á ógæfuhliðina. En engar raunhæfar ráðstafanir eru gerðar til þess að mæta vand- ræðunum eða bæta úr þeim. Nú- verandi ríkisstjórn hefur látið við það sitja, að taka stórkostleg er- lend lán og leggja gífurlega skatta á þjóðina til þess að geta I fleytt framleiðslutækjunum með bráðabirgðaráðstöfunum yfir botnlausan hallarekstur. En hún er sífellt að draga þjóðina lengra út í verðbólgufenið. Gengi lorónunnar sífellt að falla Hver einasti hugsandi maður gerir sér það ljóst, að með at- burðum síðustu mánaða, hinu sí- vaxandi kapphlaupi milli kaup- gjalds og verðlags er gengi ís- lenzkrar krónu stöðugt að falla. Hinar geysilegu verðhækkanir á öllum nauðsynjum almennings.og rekstrarvörum atvinnuveganna þröngva kosti þjóðarinnar. Laun- þegar reyna síðan að bæta sér upp kjaraskerðingar sínar með því að knýja fram kauphækkan- ir. Þar með er svikamylla verð- bólgunnar í fullum gangi. Þetta viðurkenna sjálfir leið- togar vinstri stjórnarinnar. Menntamálaráðherr'ann lýsir því t.d. yfir í ræðum norður í landi um síðustu helgi að ríkisstjórnin ráði ekkert við kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Hann telur sig hafa reiknað það út, að verulegur hluti verðhækkananna stafi af hækkun kaupgjalds. Reyn ir hann jafnframt að gera lítið úr áhrifúm „bjargráðanna" á hækk- un verðlagsins. En í því er fólgin greinileg tilraun til blekkingar. Verðlag margra erlendra vara var hækkað af völdum hinna hækkuðu álagna ríkisstjórnarinn ar áður en teljandi kauphækk- anir urðu á þessu sumri. Vinstri stjórnin úrræða- laus með öllu En vinstri stjórnin horfir upp á hina sívaxandi verðbólgu og stöðugt fallandi gengi íslenzkrar krónu gersamlega úrræðalaus. Ráðamenn hennar eru nú hættir að tala um nýjar leiðir og var- anleg úrræði, sem þeir eigi til lausnar vanda efnahagsmálanna. Vinstri stjórnin sýndi nokkurn manndóm og ábyrgðartilfinningu, ef hún kæmi nú fram fyrir þjóð- ina og játaði uppgjöf sína. En það mun hún áreiðanlega síðast i af öllu gera. Hinir svokölluðu i „verkalýðsflokkar11 hennar munu halda áfram kapphlaupinu um samningsuppsagnir og kröfur á hendur framleiðslunni. Og leiðtogar Framsóknar- flokksins munu halda áfram að hæla sér fyrir viturlega stjórn sína á fjármálum rík- LOKS er lokið töku kvikmynd- ar eftir skáldsögu Ernst Hem- ingways, . „Gamli maðurinn og hafið“. Nóbelsverðlaunaskáld- saga Hemingways reyndist kvik- myndafrömuðum erfitt viðfaiigs- efni. Leikstjórinn John Sturges og framleiðandinn Leland Hay- ward geta því varpað öndinni léttar að kvikmyndatökunni lokinni,. en þó munu sækja að þeim nokkrar áhyggjur, þangað til kvikmyndin hefir gefið Warn- er Bros í aðra hönd 5 milljónir dala — eða sem nemur kostn- aðinum af kvikmyndatökunni. - ♦ - Aðeins einu sinni áður í sögu talkvikmyndanna hafa menn átt í svo miklum erfiðleikum með kvikmyndatöku. Það var líka hjá Warner Bros, er unnið var að kvikmyndinni „Stjarna verður til“ með Judy Garland í aðal- hlutverki. Gerð kvikmyndarinn- ar tók fimm sinnum lengri tíma og kostaði allt að því fimm sinn- um meira en gert hafði verið rúð fyrir í upphafi. Tafir þær, sem urðu á kvikmyndatökunni, voru Judy Garland að kenna, sem er einhver duttlungafyllsta leik- kona, sem komið hefir í kvik- myndaver í Hollywood, síðan austurríska kvikmyndaleikkonan Luise Rainer, er tvisvar hlaut Oscarverðlaunin, var og hét. „Marlin“-fiskurinn — duttlungafull „stjarna“ Það er þó ekki sök Spencer Tracys, sem leikur gamla fiski- manninn í skáldsögu Heming- ways, að kvikmyndatakan hefir tekið lengri tíma og kostnaður- inn orðið talsvert meiri en upp- haflega var gert ráð fyrir. Það var önnur „stjarna“, sem átti sök á því, „marlin“-fiskurinn, er reyndist miklu erfiðari viðfangs en hinn þægilegi Spencer Tracy. Það varð þrautin þyngri. En þol- inmæði þrautir vinnur allar, og nú hefir komið í ljós, að erfiðið hefir borið góðan ávöxt. Kvik- myndin kvað vera bæði mjög vel gerð og óvenjuleg. Spencer Tracy rétti maðurinn Leland Hayward var aldrei í vafa um það, hver ætti að fara með hlutverk gamla mannsins. Enginn kom til greina annar en Spencer Tracy, sem hefir leikið í kvikmyndum í 25 ár, og liefir sýnt, að hann hefir til að bera þá kosti og hæfileika, sem þarf til þess að gera erfiðum hlut- verkfum góð skil. Sturges var einnig sannfærður um, að Tracy væri rétti maðurinn. - ♦ - Hins vegar gekk erfiðlega að finna þann rétta í hlutverk drengsins. Kvikmyndaframleið- endur leituðu víða fyrir sér og fundu hann í Havana, þar sem taka átti kvikmyndina. Hann er 11 ára og heitir Felipe Pazos. Felipe litli var uppgötvaður í kennslustund í ensku í skóla í Havana. Sama kvöldið var hon- um fengið í hendur atrjði úr kvikmyndinni, lærði hann það utan að og næsta dag vhr atriðið kvikmyndað ti) reynslu. Bæði Tracy, Sturges og Hayward voru mjög ánægðir með árangurinn, og Felipe var þegar fastráðinn. Drengurinn fer mjög vel með hlutverk sitt. Samleikur hans og Tracys sem fiskimannsins, er ekki lætur mótlætið buga sig, er svo heillandi, að áhorfandan- um hlýnar um hjartaræturnar. - ♦ - Ljósmyndarinn snjalli, James Wong Howe, sem er talinn ein- hver bezti ljósmyndari í Holly- wood, hefir náð mjög góðum myndum af Karabiska hafinu. Margs konar útbúnaður þurfti til að ná svo góðum myndum, sem eiga sinn mikla þátt í því að gera sem áhrifamesta baráttu gamla mannsins fyrst við að fá „marlin" fiskinn til að bíta á og síðan við að verja veiðina fyrir gráðugum hákörlum. í bókinni lýsir Hemingway þessum risavaxna fiski, 18 feta langri og 1500 punda þungri ó- Er viðureign gamla mannsins og fisksins stendur sem hæst á léreftinu, virðist áhorfandanum fiskurinn ósigrandi. Hemingway ánægður Hemingway vill helzt ekki sjá kvikmyndir, sem gerðar eru eft- ir skáldsögum hans. Hann var talinn á að sjá kvikmyndina, sem gerð var eftir skáldsögunni „Og sólin rennur upp“, en fór bölv- andi út, er sýningin stóð sem hæst. En Hemingway virtist vera ánægður með „Gamla manninn og hafið“ á léreftinu og kvað i hafa viðurkennt, að Hayward, I Sturges og ekki sízt Speneer Tracy hefði tekizt að túlka anda sögtunnar fráhiærlega vel í kvik- myndinni. — ♦ — Bók Hemingways hefir verið þýdd á 25 tungumál og hefir selzt mjög vel víða um heim. Það væri því ástæða til að ætla, að kvik- myndin yrði vel sótt. Kvikmynd- in „The Spirit of St. Louis“ kost- aði Hayward einnig 5 milljónir dala. I þessar kvikmynd lék James Stewart Charles Lind- bergh. Unga fólkið, sem nú á tímum sjónvarpsins gerir mest að því að sækja kvikmyndir, þekkti ekki Lindbergh. För hans yfir Atlantshafið tilheyrði sög- unni og vakti ekki áhuga hjá æskufólki, sem daglega sér þrýsti loftsflugvélar þeytast um himin- hvolfið. Vonandi fer ekki á sömu leið með „Gamla manninn og hafið“, enda ættu hafið, Heming- way og Spencer Tracy að laða unga fólkið til sín í nægilega ríkum mæli, til að kvikmyndin gefi eitthvað af sér. Söngleikur um Gypsy Rose Lee Hayward þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af fjármálum. Hann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður og blaðafulltrúi og er hann var 23 ára hafði honum græðzt fyrsta milljónin. Síðan eru milljónirnar orðnar fleiri. Hayward hefir nú í undirbúningi söngleik, sem á að heita ,,Gypsy“ og fjallar um ævi nektardans- meyjarinnar Gypsy Rose Lee. Ethel Merman („Call Me Ma- dame“) fer með aðalhlutverkið. Vafalaust er ekki ástæða til að óttast, að söngleikurinn gefi ekki Framh. á bls. 19 isins, bankamálum og öðrum efnahagsmálum. En hin alvar- legiu orð Seðlabankastjórans, sem rakin voru hér að framan segja meira um raunverulegt ástand efnahagsmála okkar í dag en skrum og ábyrgðarlaust fleipur leiðtoga vinstri stjórn- arinnar. Áður en kvikmyndatakan hófst, ’ varaði Hemingway kvikmynda- framleiðandann við þeim erfið- leikum, sem hann myndi eiga við að stríða. „Það verður þrautin þyngri", sagði Hemingway. „Þið ‘ verðið að fást við sólina, tungl- I ið, stjörnurnar, fiskana og Guð J — og þið eruð ekki vanir þvi“. ÍHemingway hafði rétt fyrir sér. I freskju, sem er gríðarlega sterk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.