Morgunblaðið - 25.09.1958, Síða 11

Morgunblaðið - 25.09.1958, Síða 11
Fimmtudagur 25. sept. 1958 MORCVWBLAÐIÐ n Frakklandi VIÐ raunum færa styrjöldina heim að bæjardyrum Frakka. Við munum lama hernaðar- legt og efnahagslegt vald Frakklands. Þannig talaði serkneski uppreisnarforing- inn Ferhat Abbas fyrir nokkrum vikum á fundi með blaðamönnum. Fyrir nokkrum dögum mynd- aði Abbas útlagastjórn Serkja með aðsetri í Kairo. og um leið er hann farinn að sanna mönnum í verki, að orð hans hafi verið annað og meira en innantómur áróður. Útsendarar hans æða nú um Frakkland þvert og endi- langt, svo að hvergi er friður, hvergi öryggi. Það er ógnaiöld í Frakklandi. Vítisvélar, morS og brennur Skæruhernaður Serkja í Frakklandi sjálfu hófst aðfara- nótt 25. ágúst með því að ein stærsta olíustöð landsins var brennd til grunna í Marseille. Hernaðurinn náði síðan hámarki 15. september með morðárásinni á Jacques Soustelle er hann ók í bifreið sinni um hábjartan dag skammt frá Sigurboganum mikla á Ódáinsvöllum. Sá at- burður var merki um allsherjar- sókn serkneskra brennuvarga og tilræðismanna. 'Samdægurs bár- ust fregnir af því að vítisvél hefði sprungið í ráðhúsi Mars- eille og einn maður látizt en þrír særzt. Skömmu síðar sprakk brynvarin bifreið frönsku lögreglunnar í loft upp í sömu borg. Sprengju hafði verið komið fyrir í henni og sprakk hún er kveikjulyklinum var snúið. í Le Havre hafnarborginni í Norður Frakklandi þeystu nokkr- ir Serkir í bifreið um göturnar og skutu úr vélbyssum á lögreglu stöð borgarinnar og á lögreglu- menn, hvar sem þéir urðu á vegi þeirra. Fregnir frá Normandy hermdu að Serkir hefðu hafið skipulagð- ar íkveikjur í bændabýlum hér- aðsins. Brunnu þrír bæir til grunna á einni nóttu og með þeim öll kornuppskeran. Næsta dag var kveikt í sögunar myllu við Maubeuge í Norður- Frakklandi og vopnaðir Serkir réðust inn í lögreglustöðvarnar í St. Etienne og Lyon í austur- hluta Frakklands. Froskmenn gera atlögu að flotanum Skömmu síðar bárust þær fregnir frá Toulon, helztu flota höfn Frakka á Miðjarðarhafs- ströndinni, að orðið hefði vart við hópa serkneskra frosk- manna, sem syntu í kafi inn í flotahöfnina og ætluðu að sökkva 35 þúsund tonna orr- ustuskipinu Jean Bart. Tókst að hrekja froskmeimina á brott með snarræði. Enn síðar var þess getið að serkneskir skemmdarverkamenn hefðu ráðizt inn í stærstu gas- stöð Parísarborgar í útborginni Corneuve. Þeim tókst að kveikja í einum gasgeymi, en með snar- ræði var útbreiðsla eldsins hindr- uð. Er álitið að ef gasstöðin öll hefði sprungið hefði allt Corn- euve hverfið lagzt í rústir í einu vetfangi. deilur um yfirráðin og hefur þá ekki skort á bræðravíg. Launmorðingjar hafa gott kaup Þótt fjöldi hinna eiginlegu hermdarverkamanna sé vart yfir 5000 í öllu Frakklandi halda þeir öðrum serkneskum innflytjend- um í þvílíkri ógn og spennu, að þeir þora ekkert að aðhafast. Herráðsfundir skæruíiðanna eru haldnir í bakhúsum og kjöllur- um veitingahúsa. Þar er ákveðið, hvaða serkneskir menn skuli næst myrtir fyrir samvinnu við Frakka. Launmorðingjar sjálfstæðis- hreyfingarinnar eru vel laun- aðir. Blaðið France Soir hcfur það eftir áreiðanlegum heim- ildum, að þeir hafj 50 þús. franka í fast kaup á mánuði og hljóti síðan kaupuppbætur fyrir einstök vel unnin morð. Skæruliðahóparnir eru vel skipulagðir. Yfirleitt starfa fimm skæruliðar saman í flokk, og munu að minnsta kosti 200 slíkir hópar vera starfandi í París. Að jafnaði er einn þeirra foringiim og geymir hann m. a. vpon og skotfæri síns hóps. Það vekur nokkra athygli, að mikill hluti vopna skæruliðanna kemur frá Italíu. Það eru ítalsk- ar vélbyssur frá því í heims- styrjöldinni. Er talið að vopnin séu keypt af ítölskum kommún- istum, sem viðuðu að sér ógrynni hergagna í lok heimsstyrjaldar- innar og hafa geymt þau siðan. Breytist Frakkland í fairgabúða- ríki? Þótt franska lögreglan hafi oft verið æði taugaóstyrk í viður- eign sinni við hina skærulið- ana, hefur hún þó ekki látið hafa sig til að vinna hryðju- verk á móti. Lögregla og herlið Frakka í Norður-Afríku hefur oft verið sakað um starfsaðferðir sem minna á Gestapo-lögreglu Þjóðverja á stríðsárunum. Máske hefur það einmitt’ verið ætlun hermdarverkamannanna, að fá lögregluna í heimalandinu til að hefja ósæmilegar fjöldaofsóknir gegn Serkjum almennt. Slíkt hafa menn forðazt, því að viður- kennt er að yfirgnæfandi meirí- hluti hinna serknesku innflytj- enda sé ekkert við ofbeldisverkin riðinn. Enn er þó ekki séð fyrir end- ann á þessu. Áframhaldandi hryðjuverk Serkja geta leitt til slíks öngþveitis og vandræða- ástands, að franska stjórnin inn- leiði herlög í landinu. Hafa jafn vel heyrzt fregnir af því að innan ríkisráðh. stjórnar DeGaulles hafi tilbúnar á skrifborði sínu áætl- anir um stórfellda auknmgu iog- reglunnar. Er miðað við það að 20 þúsund uppgjafahermenn sem gegnt hafa herskyldu í Alsír verði nú kallaðar til löggæzlu starfa heima í Frakklandi. Hætt er við að slík ákvörðun rnyndi þýða áð teknar væru upp sarns konar grimmdar-aðferðir og beitt hefur verið í Norður-Afríku. Enn heyrist orðrómur um að rík- isstjórnin hafi fyrirætlanir á prjónunum um fjöldahandtökur Serkja í París og mum þeim verða safnað saman í fangabúðir, ekki ósvipaðar fangabúðum nas- ista á stríðsárunum. Fregnir af þessum fyrirætl- unum eru enn óljósar. Þær myndu þýða stórfelldan álits- hnekki fyrir Frakkland. ef þær verða framkvæmdar. Þetta vestræna menningarland kæmist þar með í tölu lögreglu ríkjanna, þar sem mannrétt- indi væru að engu höfð eins og tíðkast í löndum kommún- ista. Olíugeymar brenna í Marseille. Barizt á breiðstrætunum Þannig hafa fréttir af morðum og skemmdarverkum streymt inn daglega. Serknesku skæruliðarnir eira engu og allra sízt því sem Frökkum er sárt um. Jafnvel hinn gamli Eiffel-turn fær eklii að vera í friði.- Aðeins smábilun í sigurverki vítissprengju veldur því, að hann stendur enn óskadd- aður. Það er því enginn vafi á því lengur, að vígstöðvarnar liggja við bæjardyr Frakka sjálfra. Það er barizt á brcið- um götum Parísar. Franskt herlið og lögregla á í hörðu stríði við 5000 manna vopnað herlið serkneskra skæruliða, sem leynist meðal sjálfra íbúa ’ landsins. Fraltkar eru í örð- ugri vígstöðu, því að þeir vita varla hverjir eru sekir og hverjir eru saklausir. Lögregluvörður hefur verið settur við allar opinberar bygg- ingar. í hverju pósthúsi, hverjum banka, hverri opinberri skrif- stofu standa lögreglumenn með hjálma á höfði og búnir skamm- byssum. Stundum grípur þessa lögregiu fát og hún skýtur jafnvel á sak- laust fólk, af því að útlit þess er líkt og Serkjanna. Þannig gerðist það fyrir nokkrum dögum, að lögreglan skaut til bana tvo portúgalska ferðamenn, aðeins vegna þess að þeir líktust Serkj- um. Meðal serkneskra innflytjenda Eins og kunnugt er hefur Alsír nú um langt árabil verið stjórn- skipulega talið hluti af . sjálfu Frakklandi. Serkjum hefur því verið frjálst að flytja búferlum til Frakklands og leita sér þar atvinnu. Nú er svo komið, að um 400 þúsund Serkir búa í sjálfu Frakklandi. Það er úr þessum hópi, sem sjálfstæðishreyfing Al- sírs kveður skæruliðana. Ferða- menn frá París kannast vel við serknesku teppasalana, er ganga um og selja ódýrar, handunnar vörur. Margir hafa einnig komið inn í Serkjahverfin í París á vinstri bakka Signu. Fei'ðamönn- um hefur þó verið ráðlagt síð- ustu árin að hætta sér ekki inn í þau, því að engan veginn er öruggt að þeir sleppi aftur þaðan á lífi. Lögreglumenn borgarinnar hætta sér yfirleitt ekki inn 1 þessi hverfi nema margir í hóp. Þó er langt frá því að allir hinir serknesku innflytjendur séu flugumenn sjálfstæðishreyf- ingarinnar. Jafnvel franska lög- reglan á erfitt með að gera sér grein fyrir hve náið eða víðtækt sambandið er milli sjáifstæðis- hreyfingarinnar og innflytjend- anna. Það er álit manna, að flugu mennirnir séu ekki nema lítill hluti innflytjendanna. MiIIi Serkja hafa líka staðið innbyrðis®>- Aðalfundur Prestafélags Auslur- lands og 80 ára afmæli Kolfreyiu- staðarkirkiu. AÐALFUNDUR Prestafélags Austurlands var haldinn að BúS- um í Fáskrúðsfirði 30. f. m. Frá- farandi formaður, séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað, setti fundinn og stjórnaði honum. Aðalmálið á dagskrá fundarins var starfsaðstaða sveitaprestsins og hafði séra Jakob Einarsson, prófastur á Hofi í Vopnaiirði, framsögu í málinu. Miklar um- ræður urðu á fundinum, en engar samþykktir voru gerðar. Séra Pétur Magnússon í Valla- nesi flutti fróðlegt erindi, ei hann nefndi, Seið nútímans. Á aðal- fundinum var kosin ný stjórn í félagið og hlutu kosningu, séra Sigmar Torfason, Skeggjascöðum, séra Marinó Krietinsson, Val- þjófsstað og séra Einar Þór Þorst- einsson, Eiðum. Lögreglumenn handtaka serkneskan launmorðingja hverfi Parísar. einu í sambaridi við aðalfund Presta félags Austurlands var minnzt 80 ára afmælis Kolfreyjustaðar- kirkju. Messað var í kirkjunni sunnudaginn 31. ágúst. Fyrir alt- ari þjónuðu séra Einar Þór Þorst- einsson og séra Pétur Magnússon. Séra Þorgeir Jónsson, prófastur, predikaði, en sóknarpresturinn, séra Þorleifur Kristmundsson, flutti ágrip af sögu kirkjunnar og minntist presta, er þjónað hafa við hana sl. 80 ár. Veður var hið bezta og fjölmenni við kirkju. Kolfreyjustaðakirkju bárust margar góðar gjafir í tilefni af- mælisins. Ludvig Storr, stórkaup maður gaf litað gler í alla glugga kirkjunnar og Fáskrúðsfirðingar gáfu nýtt og vandað orgei. Þá bárust kirkjunni eninig tvö alt- arisklæði, nýr altarisdúkur og nýr hátíðamessuhökull. Hjónin á Brimnesi, Sólveig Eiríksdóttir og Guðmundur Þorgrímsson, gáfu Biblíu í skrautbandi. Loks var tilkynnt, að frú Valborg Har- aldsdóttir, ekkja séra Haralds Jónssonar prófasts, er þjónaði Kolfreyjustaðarkirkju í 44 ár, og börn þeirra, hefðu ákveðið að gefa kirkjunni skírnarfont til minningar um séra Harald. Auk gjafa þeirra, sem nú hafa veiið taldar, má geta þess, að á síðast- liðnu ári gáfu konur í söfnuðin- um kirkjunni fermingarkirtla og var fermt í þeim í fyrsta sinni í vor. Þá hafa sömu konur fyrir skömmu gefið gólfdregil úr flaueli í kirkjugólfið. Fyrir afmælishátíðina hafði kirkjan verið endurbætt og mál- uð. Listafólkið Gréta og Jón Björnssot} máluðu hana , og skreyttu mjög haglega og smekk- lega. Er hún nú prýðilegasta guðshús. og söfnuðinum til sóma í hvívetna. Á sunnudagskvöldið buðu kon- ur safnaðarins til kaffidrykkju. Voru margar ræður fluttar í því hófi og létu aðkomuprestar i Ijós hrifningu sína yfir þessu vegiega , afmæli Kolfreyjustaðarkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.