Morgunblaðið - 25.09.1958, Síða 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. sept. 1958
EPTlR RttHARP
yfir þessum myndum yðar eins og
margir aðrir virðast vera. En
verði heppnin me? yður, getur vel
skeð, að þér eigið eftir að mála
eitthvað sem varið er í“.
Von bráðar var sýningunni lok~
ið, og síðustu gestirnir voru farn-
ir. Roy Ullman kom til okkar með
breitt bros á tungllaga andlitinu.
„Stórsigur! Lítið á alla rauðu
deplana! Hann benti á myndirnar
á veggjunum, sem seizt höfðu. —
„Ég óska yður innilega til ham-
ingju. Þetta var stórsigur!"
„Það var Suzie, sem vann
stærzta sigurinn", sagði ég“.
„Auðvitað. Það leizt öllum mjög
vel á hana. En þetta eru auðvitað
yðar myndir--------“
Hann Var fremur heimskur mað
ur. Honum var ekki Ijós sú eldraun
sem Suzie hafði orðið að ganga
gegnum. Allan síðari hluta dags-
ins hafði ég gefið þeim gætur sem
fóru úr sainum út á götuna,
vegna þess að þá var hættast við,
að þeir kæmu upp um sig, en ég
hafði hvorki séð eitt einasta háðs-
glott né augnagotur, og sá sigur
tók mínum sigri fram, svo að ég
gat ekki hugsað um annað. Ég
var í sæluvímu, þegar ég yfirgaf
sýningarsalinn, ekki vegna rauðu
deplanna, heldur vegna Suzie,
vegna þess hvað ég var hreykinn
af henni.
Að lokinni opnun sýningarinnar
lentum við í að taka talsverðan
þátt í samkvæmislífi. Eitt heimboð
leiddi af sér annað, og raðað var
á hvern dag; hádegisverðarboð
með Ullman og listagagnrýnanda
sem stóð til fjögur, þaðan til síð-
degisdrykkju .nilli klukkan sex og
átta, síðan til kvöldverðar í St.
John’s Wood, og að lokum undir
miðnætti til veizlu í Chelsea, þang
að sem okkur hafði verið boðið
með þessum orðum: „Það gerir
ekkert til þótt þið komið seint —
veizlurnar okkar standa venjulega
í þrjá daga. „Það var í þessu
Chelseasamkvæmi, sem Suzie lenti
í hvað mestum vanda að svara
fyrir sig. Einn gestanna, kona
með augu, sem minntu á kýr, lagði
það í vana sinn að viðhafa hneyksl
anleg orð og bera fram nærgöng-
ular spurningar með sama sak-
leysissvipnum og væri hún að
tala um veðrið. Hún spurði Suzie
upp úr eins manns hljóði, hvað
hún myndi gera, ef hún hitti á
götu í London sjóliða, sem hún
hefði kynnzt í Hong Kong. Það
varð hræðileg þögn. Þeir sem
næstir stóðu, voru slegnir þögn og
undrun. Þá svaraði Suzie. „Ég
mundi segja: „Halló, góðan dag-
inn“. Öllum létti stórlega, og það
varð almennur hlátur — og það
var Suzie sem bar sigur úr být-
um. Hún hafði ekki í hyggju að
reyna að vera fyndin, en heili
hennar hafði verið sem lamaður
af hrellingu, og hún hafði sagt
það fyrsta, sem henni datt í hug.
En allir dáðust mjög að svari henn
ar og hún fékk það orð á sig, að
hún væri hnyttin í svörum.
Það var Suzie, sem bjargaði mér
frá því að gera sjálfan mig að
fífli. Ég var farinn að njóta sam-
kvæmislífsins, því að sýningin
hafði verið talsvert auglýst, og
alls staðar var mér tekið opnum
örmum. Allir virtust kannast við
mig og dást að verkum mínum —
og ef þeir komu óvart upp um sig
— að þeir hefðu ekki séð sýning-
una sjálfir, heldur þekktu hana
aðeins af umtali, fann ég til
hreykni vegna þess að þeir virtust
fyrirverða sig fyrir að hafa farið
á mis við hana. Reyndin var vit-
anlega sú, að við vorum jafnan
innan sama lokaða hópsins, en
mér fannst ósjálfrátt sem væri
þetta allur heimurinn, og í fyrsta |
skipti á ævinni varð mér á að
hugsa: „Ég er orðinn maður með
mönnum — ég er áhrifamaður!“
Allt í einu varð ég þess áskynja,
að ég var farinn að geta talað um
lístina. Öðru vísi mér áður br’á, er
ég hafði ekki getað sagt nokkur
orð í samhengi um myndir mínar,
og ég hafði aðeins getað tautað:
„Ég sé eitthvað' sem mig langar
til að mála, og reyni að mála það“.
Nú var ég allt í einu farinn að
leggja dýpri merkingu í myndir
mínar og gat ofið um þær vef kenn
inga, notað háfleyg tæknileg orð
um málaralist, sem ég hafði ekki
þekkt fram að þessu. Ég átti það
til að vera mælskur og gat jafnvel
verið fyndinn, og þótt ég hefði áð-
ur fyrr aðeins talað við þá sem
næstir sátu í kvöldverðarboðum,
átti ég nú orðið auðvelt með að
tala yfir alla. Þegar öll kurl komu
til grafar, hafði ég nú orðið eitt-
hvað fram að færa, ég var orðinn
Sérverzlun
við Laugaveg
er til sölu. Upplýsingatr ekki gefnar
í síma.
Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður
Bankastræti 7.
þekktur maður á sviði listarinnar.
Kvöld eitt heima hjá Roy Ull-
man, hafði ég látið dæluna ganga,
meðan setið var að borðum. Eftir
að konurnar voru farnar út,
spurði einn gestanna, sem sá um
dagskrárliði í sjónvarpi, hvort ég
gæti hugsað mér að flytja fyrir-
lestur jafnframt því að myndir
mínar væru sýndar.
„Það gæti jafnvel orðið um er-
indaflokk að ræða“, sagði hann.
Ég sagðist óska þess, að hann
hefði beðið mig þessa mánuði fyrr
— það væri nú orðið um seinan,
þar sem við færum frá Englandi
eftir þrjá daga. Við hefðum keypt
flugmiða til Japan með viðkomu
í Hong Kong.
Roy Ullman lét sem hann væri
niðursokkinn í að skoða vel snyrt-
ar neglur sínar. „Auðvitað er ekk-
ert fjær mér en að reyna að hafa
áhrif á yður — en meira að segja
sannur listamaður hefur ekki efni
á að sniðganga aðdáendur sína.
Og þegar litið er á allar hliðar
málsins, er ég viss um að það er
mjög ákjósanlegt, að þér lengið
dvöl yðar hér......“
Ég lét brátt sannfærast, og þeg
ar Suzie kom aftur inn í herberg-
ið, lagði ég málið á sama hátt
fyrir hana. Að því búnu sagði hún
kæruleysislega: „Jæja, mér er al-
veg sama“, og Ullman, *sem var
í rauninni lítt um hana gefið,
sagði: „Bravo, frúin gefur sam-
þykki sitt“, hringdi síðan til flug-
félagsins og afpantaði flugfarmið
ana.
Á leiðinni heim var Suzie þögul
og fjarlæg, og það var ekki laust
við að mér gremdist það, þar sem
ég var talsvert upp með mér af
því að hafa verið beðinn um að
tala í sjónvarp og vildi gjarnan,
að hún gleddist með mér vegnd
þessa. Skap hennar varð mér ögr-
un. Ég varð að sigra 'hana. Þegar
við vorum háttuð og ég bjóst til að
láta vel að henni, sagðist hún vera
þreytt og færði sig fjær mér. Ég
sneri mér frá henni, móðgaður og
gramur.
En morguninn eftir, þegar cg
var að reyna að Ijúka við mál-
verk af henni, sem var það eina
sem ég hafði gert, síðan ég kom
til London, tók ég eftir bliki í aug
um hennar og ýmsu öðru í fasi
hennar sem gaf mér til kynna, að
hún væri nú ekki svo frábitin því,
sem hún hafði hafnað kvöldið áð
ur. Ég hló og stríddi henni á því,
og síðar er ég bað hana skýring-
ar á þessum óvanalegu dutlungum
hennar, svaraði hún: „Mér geðjast
vel að þér í dag. Mér geðjast vel
að þér, þegar þú ert að vinna í
þessum óhreina, gamla jakka, öll-
um í málningaslettum".
„Hvenær geðjast þér ekki að
mér?“
„Þegar þú ert montinn og talar
of mikið, bomm! bomm! bomm!“
Hún hermdi eftir tilburðum mín
um, er ég talaði sem mest. Ég var
mjög særður og reyndi að bera
blak af sjálfum mér. Ég sagði
henni, að þar sem ég hefði dvalizt
svo lengi í Austurlöndum, án j Þær véku ekki frá okkur, nema til
nokkurs sambands við listunnend- j þess að stinga smámynt í grammo-
ur, væri ekki nema eðlilegt að ég f fóninn, og þær létu spila „Seven
nyti þess að vera meðal þeirra, ^ Lonely Days“ okkur til heiðurs
sem töluðu sömu tungu og kunnu j allt kvöldið. 1 hvert skipti sem
að meta list mína. Auk þess hefði j lagið hófst að nýju. létu sjóliðarn-
ég mikið gagn af að kynnast öðr-j ir vanþóknun sína í ljós með
um málurum, gagnrýnendum og; bauli og háðsglósum, og ég gat
listvinum.
„Ég held ekki, að það sé þann-
ig“, sagði hún. „Ég held, að í Eng-
landi verðir þú harðlyndur. — Of
margt fólk. Of mikið tal. Allt of
mikið bomm, bomm, bomm. — Þú
verður kaldlyndur".
„Á ég að segja þér, hvað gengur
að þér?“ sagði ég. „Þú ert afbrýði
söm. Þú ert afbrýðisöm vegna
þess, hve mikill samkvæmismaður
ég er — og þú ert líka afbrýði-
söm út í allar ungu stúlkurnar,
sem koma til mín og segja, að ég
sé dásamlegur".
Hún hristi höfuðið.
ekki að mér gert að hafa samúð
með þeim, þar sem skeytingarleysi
stúlknanna gagnvart þeim var í
sjálfu sér næg raun, þótt ekki
bættist það böl ofan á að hafa stöð
ugt sama lagið glymjandi í eyr-
unum.
Suzie hafði keypt gjafir handa
öllum stúlkunum, og þær opnuðu
bögglana með tilhlýðilegum undr-
unar- og aðdáunarópum. — Eina
stúlkan sem hélt sig í nokkurri
f jarlægð, var Doris Woo. Hún sat
keik ein sér við bcrð úti í horni og
deplaði augunum bak við um-
gjörðalaus gleraugun. Von bráð-
„Auðvitað ertu það — þú berð ’ ar voru tveir talsvert drukknir
öll einkenni þess utan á þér. Líttu j sjóliðar farnar að rifast um hana,
bara á grænu augun í speglinum!“ i þar sem hún var sú eina stúlkn-
Ég var himinlifandi yfir, ,hvern anna sem tiltæk var. En um leið
ig mér hafði tekizt að snúa mig °S hún bjóst til að yfirgefa sal-
út úr þessari árás hennar, og ég *11 með sigurvegaranum, kallaði
ég var hæstánægður með sjálfan Suzie til hennar og bað hana að
mig, það sem eftir var dagsins. sækja gjöfina sína. Hinar stulk-
Það var ekki fyrr en um kvöldið, urnar tóku undir það og véku
er ég hafði legið lengi andvaka í j
myrkrinu með óljósan ugg í
brjósti, að ég skynjaði allt í einu
sannleikann í skopmynd Suzie af
mér. Ég sá sjálfan mig sitja við
veizluborð og halda hrókaræður af
mikilli speki um hluti, sem ég
hafði ekki hundsvit á og notfæra
mér kennisetningar til þess að
gefa myndum mínum aukið gildi,
jafnframt því að gagnrýna verk
annarra. Ég hugsaði: „Ég er -nik-
ill maður", vegna þess að ég var
í mínu innsta eðli smeykur um, að
ég væri ekki alls ekki neitt. — Ég
talaði, í stað þess að vinna, reif
niður í stað þess að byggja upp.
Þau voru skelfileg — öll þessi
innantómu hræsnisfullu siðdegis-
samkvæmi, full af fagurfræðilegu
gaspri, þindarlausum ræðuhöld-
um, sem juku á sjálfsáálitið en
gengu af hinum innra manni dauð-
um — slökktu þann loga, sem ein-
mitt bar nauðsyn til að hlúa að.
Ég varð gripinn skelfingu og
ákafri löngun til þess að forða •
mér, áður en það væri um sein j Fnnmtudagur 2.>. seplember:
an. Ég vakti Suzie og kveikti Ijós- j Fastir liðir eins og venjulega.
ið. „Suzie, skelfilegur auli hef ég 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
til hliðar, til þess að hún kæmist
að borðinu.
„Ég vil ekki neitt“, hvæsti hún.
„Hver átti að fá hana?“
„Þú“, sagði Suzie. „Það er gjöf
sem ég fékk handa þér í London".
„Ég trúi þér ekki“, sagði Doris
biturlega.
Hún reif pappírinn utan af
bögglinum, eins og hún væri með
því að gera okkur greiða og sagði
um leið, að það þýddi ekki fyrir
okkur að reyna að telja henni trú
um, að við hefðum munað eftir
henni í London. Orðin köfnuðu í
hálsi hennar, þegar hún sá hvað
í bögglinum var. Það var lítið
seðlaveski úr leðri, og á ská yfir
hornið var letrað gylltum stö ' im
Doris Woo. Hún starði þögul á
það um stund, og það myndaðist
ajlltvarpiö
verið — hreinasti grasasni"
„Hvað hefur komið fyrir?"
sagði hún. „Hvað er að?“
„Þú hafðir á réttu að standa,
Suzie. Dvöl okkar hér er á góðri
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,30 Tónleikar: Harmon-
ikulög (plötur). 20,30 Erindi: —-
Dýralíf í eyðimörkinni (Ingimar
Öskarsson náttúrufræðingur). —-
leið með að eyðileggja mig. — Við .20,55 „Portúgalskir gítarar'
megum ekki vera hér lengur".
„Hvað um erindin þín?“
„Fari þau norður og niður“.
„Þú hefur gaman af að tala.
Dommingo Camarinha gítarleikari •
og Santos Moreira víóluleikari
leika lög frá Portúgal (plötur).
21,15 Dagskrá Menningar- og
Þú færð ekki tækifæri til þess í minningarsjóðs kvenna: a) Ávarp
Japan".
(Auður Auðuns forseti bæjar-
„Ég kæri mig ekkert um að tala. I stjórnar Reykjavíkur). b) Erindi
Mig langar til að mála“. og samtal: Ólafía Einarsdóttir tal
Morguninn eftir héldum við til ’ ar um menntunarviðhorf kvenna
afgreiðslu flugfélagsins og fengum j fyrir fjórum áratugum, en Auð-
aftur farseðlana, sem við höfðum ur Þorbergsdóttir lögfræðingur
afbeðið, og fimrti dögum síðar vor-
um við komin aftur til Nam Kok.
Ég held, að hvorki fyrr né sið-
ar hafi Nam Kok verið í öðru eins
uppnámi og þá. Stúlkurnar voru
svo glaðar og hrifnar vegna endur
komu Suzie, að það hvarflaði ekki
að þeim að sinna starfi sínu. Þær
létu sem þær sæju ekki sjómenn-
ina og stóðu í þéttum hnapp um
borð okkar, svo að við gátum vart
snúið okkur við fyrir þrengslum.
a
l
ú
ó
1) „Við vitum ekki hvers vegna
Navaho-Indíánarnir óttast ljónið,
sem drepur fyrir þeim kindurnar,
Markús. En þeir óttast það, og
það er þitt að finna ástæðuna."
2) Seinna: „Það var vissulega
fallega gert af Vermundi, að lána
okkur íbúðarvagninn sinn, SirrL“
„Já, og ég mun áreiðanlega njóta
ferðarinnar. Mig hefur alltaf
langað til að sjá Suðvesturríkin.“
3) Sömu nótt læðist ljón um
fyrir utan kofa einnar Navaho-
indíánafjölskyldunnar.
gerir grein fyrir viðhorfum nú.
c) Einleikur á píanó: Guðrún
Kristinsdóttir leikur (plötur). —•
22,10 Kvöldsagan: „Presturinn á
VökuvöIIum" eftir Oliver Gold-
smith; XI. (Þorsteinn Hannes-
son). 22,30 Islenzk dægurlög af
plötum. 23,00 Dagskrárlok.
Föstudagur 26. september
Fastir liðir eins og venjulega.
— 13.15 Lesin dagskrá næstu
viku. — 19.30 Tónleikar: Létt lög
(pl.). — 20.30 Erindi Orrustan um
íslandsmið 1532 og sáttafundur-
inn í Segeberg; III: Sættargerðin
(Björn Þorsteinsson sagnfræðing-
ur). — 20.55 íslenzk tónlist: Karla
kórslög eftir ýmis tónskáld (pl!).
— 21.30 Útvarpssagan: „Einhyrn-
ingurinn" eftir Sigfrid Siwertz;
V. — sögulok (Guðmundur Frí-
mann skáld þýðir og les). — 22.00
Fréttir, íþróttaspjall og veður-
fregnir. — 22.15 Kvöldsagan:
„Presturinn á Vökuvöllum“ eftir
Oliver Goldsmith; XII. (Þor-
steinn Hannesson). — 22.35 Sin-
fónískir tónleikar (pl.): Svíta nr.
2 í e-moll (Indíána-svíta) op. 48
eftir Edward McDowell (East-
man-Rochester sinfóníuhljóm-
sveitin leikur; Howard Hanson
stjórnar). — 23.10 Dagskrárlok.