Morgunblaðið - 25.09.1958, Side 18
18
MORGVISBLAÐIÐ
Flmmíudagur 25. sept. 1958
Ti! sölu er
matvöruverzl un
í Austurbænum. — Uppl. gefur:
Málflutningsstofa Sigurðar Ólasonar
og Þorvaldar Lúðvíkssonar,
Austurstr. 14, sími 15535.
AfgreiÖslumann
Samband ísl. samvinnufélaga óskar að ráða
afgreiðslumanen sem fyrst að verzlun í
Reykjavík.
Upplýsingar (ekki í síma) í starfs-
mannahaldi StS, Sambandshúsinu við Sölvhóls-
götu, III. hæð.
Uppboð
á íbúðarskúr á lóðinni nr. 62 við Skipasund, hér í
bænum, með leigulóðarréttindum, eign dánarbús
Sesselju Haraldsdóttur, fer fram eftir ákvörðun
skiptaréttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri laugar-
daginn 27. september 1958, kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Heildsölufyrirtæki óskar að ráða
stúlkur
til enskra, danskra bréfaskrifta og bókhalds-
starfa. Got kaup.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt:
„7751“.
i
Tilkynning
Veitingastofan VEGA hættir störfum í dag,
25. sept. um óákveðinn tíma.
Þakka öllum viðskiptavinum ánægjuleg viðskipti.
Friðsteinn Jónsson
Stúlka
ekki yngri en 20 ára óskast til afgreiðslu-
starfa.
Einnig unglingur 14—16 ára til aðstoðar
við ýmiss störf. —
Upplýsingar í síma 16808.
Flintkote
fyrirliggjandi í 5 I. G.-brúsum.
Pantanir óskast sótta»r sem fyrst.
Olíufélagið Skeljungur hf.
Verzlun, Ægisgötu 10
Sími 2-44-20
— / Norðurleit
Framh. af bls. 8
menn. Allt fór þetta samt vel að
lokum og vona ég að ekki hafi
orðið mikið eftir, því oft sá ég
næsta leitarmann austan við
Spánverjann og mun hann hafa
tekið við fénu sem hraktist und-
an okkur Jóni. Um nónbilið var
meginhluti gangnamannanna kom
inn niður í Gljúfurleit, en þar
skyldi áð næstu nótt. Safnið var
rekið fram yfir Gljúfurá en áður
voru allar ær og gimbrar merktar
með bláu merki milli hornanna.
Þetta er gert til þess að bændur
setji frekar á þær gimbrar, sem
fylgt hafa mæðrum sínum fremst
fram á afrétti. Eins og kunnugt
er, er fjárstofn þeirra Hreppa-
manna tiltölulega nýr og ókunn-
ugur á afréttinum og tekur því
nokkurn tíma að venja hann í
efstu grös.
Hátíð í Gljúfurleit
Það var hátíð í Gljúfurleit um
kvöldið. Fjallkóngur okkar var
sóttur heim í gangnakofann í til-
efni þess að á þessu hausti skipar
hann í 30. sinn í leitir sem fjall-
kóngur þeirra Gnúpverja. Var
söngur og gleði í gangnakofanum.
Jón Ólafsson bóndi í Geldinga-
holti ávarpaði fjallkónginn fyrir
hönd gangnamanna og þakkaði
honum störf hans sem fjallkóngs.
Jóhann þakkaði heimsóknina og
bað- menn syngja og vera káta.
Aður en ég gekk til náða um
morgun við fyrstu skímu dags-
ins. Sama sagan endurtók sig,
búið var upp á trússhesta og nátt
staður yfirgefinn. Jóhann skip-
aði í leitir, en nú var ég annar
þeirra, sem lengst þurftu að fara
þann daginn. Vestastur var skip-
aður Jón í Geldingaholti, en ég
við hlið hans. Fórum við því
fyrstir af stað, enda áttum við
langa leið fyrir höndum vestur
yfir Öræfin og inn fyrir svonefnt
Lambafell, inn í Fossárdrög. Þar
hittum við landmælingamenn.
Meðal þeirra voru gamlir skóla-
félagar, en sökum þess að okkur
lá á, gafst tími til lítils armars
en að heilsast og kveðjast. Við
héldum nú niður með Lambafelli
að vestan og urðum engrar kind-
ar varir fyrr en við vorum komn-
ir fram undir Kistu. Segir fátt
af göngunum þennan daginn ann
að en að þær gengu allvel, og
veður var gott. Víða er góður reið
vegur og gátum við vestustu
mennirnir farið greitt yfir. Þó
koma slæmar grjóturðir á milli.
Niður undir Háafoss komum við
um 2-leytið um daginn, en þar
var okkur gert að bíða, þar til
safnið tæki að renna yfir Sand-
fellið, austur undan okkur.
Leitað í Fossgili
Sem kunnugt er, fellur Háifoss
niður í djúpt og hrikalegt g)l.
Þangað höfðu tvær kindur
ólpast og urðum við að klöngr-
ast niður tii þess að sækja þær,
því enga kind má skilja eftir, ef
þess er nokkur kostur að ná
henni. Gekk þetta allsæmilega, en
síðan tókum við okkur um það
bil klukkutíma hvíld. Þennan dag
hafði ég tvo til reiðar og þurfti
nú ekkj lengur að leggja minn
þunga skrokk á Blesa einan. Jón
í Geldingaholti hafði fært mér
jarpa hryssu, liðlegt og skemmti-
legt hross og gat ég því skipt
byrðinni milli þeirra.
Upp úr nóni rann safnið fram
yfir Sandafellið og niður í Hóla-
skóg. Hér má segja, að mestum
hluta gangnanna sé lokið. Féð
er allt rekið í gerði í Hólaskógi.
Undir myrkur um kvöldið er því
síðan hlaypt fram íyrir girðing-
una og dreifir það sér þá um
Stangárfjall. Er það einasti biett-
urinn, sem smala þarf næsta dag.
í Hólaskógi er svo síðasti nátt-
staðurinn í óbyggð. Næsta dag
nálgumst við menninguna á ný,
fram undan fer reksturinn, um
10 þúsund fjár, um hinn fræga
Þjórsárdal.
tm ííSgPsf^ii
Úr Hólaskógi eru trússhestarnir reknir lausir, en baggarnir
settir á stóran flutningabíl, eins og myndin sýnir.
nóttina gekk ég afsíðis, eins og
gengur. Virtist mér þá sem tveir
hestar hoppuðu í höftum eftir
brúninni fyrir ofan tjaldstaðinn.
Kolsvart náttmyrkur var á. Ég
hljóp upp á brúnina og bjóst við
að ná þar strokuhestunum.
Þetta reyndist þó misskilningur.
Ég var þó ekki ánægður með
þetta, heldur gekk ég norður fyr
ir tjaldstaðinn í áttina til nátt-
hagans, sem er all-langt frá
tjöldunum. Og þar mæti ég fimm
hestum, sem sýnilega höfðu strok
í huga. Ég brá mér heim að tjö’d-
unum, náði 'í einn félaga minna
og við handsömuðum gripina og
bundum á streng. Um nóttina yfir
gáfu fleiri hestar nátthagann, en
sem betur fór stönzuðu þeir allir
hjá bundnu heStunum. Eins og
jafnan áður vöknuðum við næsta
STLLKLR ÓSKAST
til verksmiðjustarfa
Skógerð Kristjáns Guðmundssonar hf.
Spítalastíg 10
Til sölu notaður
Moskvich '57
Bifreida- og landbúnaðarvélar
Brautarholti 20 — Sími 10386
Atvinna
Okkur vantar mann til að vinna við
hreinsun og ræsting bifreiða.
Bifreiðastöð Steindórs
Sími11588
Þessi mynd er tekin austan við Háafoss og sést ofan í Fossdal-
inn. Neðst til vinstri á myndinni eru tveir hvítir deplar og eru
það Kindur, sem hafa lagt niður í brattann til þess að leita sér
kjarngóðra grastoppa á syllunum.
—vig.