Morgunblaðið - 25.09.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.09.1958, Qupperneq 20
Ógnaröld í Frakklandi Sjá bls. 11. í göngunum á Gnúpverjaafrétti var allgott veður nú á þessu hausti. En skammt var oft í regn- skúrirnar og stundum skullu þær yfir. Hérsést hvar ein skúrin nálgast, en sólargeislarnir reyna að brjótast gegnum úlfgrátt regnskýið. — Sjá grein á bls. 8. „Ég héit að það væri komið stríð!" sagði ytirmabur varnamáladeildar, er hann sá herflutninga varnarliðsins Fatlað fólk œtlar að stofna landssamtök Hér r bœnum verður félag siofnað annað kvöld FATLAÐ fólk hér í Reykjavik Á ÞRIÐJUDAGINN varð fólk í nágrenni Reykjavíkur vart við miklar bílalestir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem voru á leiðinni frá Hvalfirði og suður á Reykjanes. í lestum þessum voru m. a. margir stórir vörubílar og drógu sumir fallbyssur á eftir sér. Tómas Árnason, sem er deild- arstjóri varnarmáladeildar, átti viðtal við stjórnarblaðið Þjóð- viljann, sem birti fregn um þessa herflutninga á forsíðu í gær. í viðtalinu er Tómas spurð- ur: — Gefur varnarmáladeild nokkra skýringu á herflutningum þessum? Tómas svarar: — Enga skýringu aðra en þá, að þeir hafa ekki farið fram með samþykki okkar, og að varn- armáladeild hefur þegar gert ráð stafanir til að hafa samband við rétta aðilja, svo að slíkt sem þetta endurtaki sig ekki. Síðar í samtalinu skýrir deild- „Hausti“ Kristjáns Albertssonar % vel tekið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hafði í gær frumsýningu á leikritinu„Hausti‘’ eftir Kristján Albertsson rithöf- und. Leikstjóri var Einar Páls- son. Leiksýningunni var ágæt- lega tekið og voru leikendur, leik stjóri og höfundur leikritsins kallaðir fram hvað eftir annað í leikslok. Leikhúsið var þétt- skipað áheyrendum. Voru for- setahjónin meðal leikhúsgesta. Þetta er fyrsta leikritið, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á þessu hausti. arstjóri varnarmáladeildar svo frá, að hann hafi ekki haft hug- boð um þessa herflutninga, fyrr en hann sá bílalestina á Hafn- arfjarðarveginum, er hann átti leið þar um. Síðan hefur stjórnarblaðið Þjóðviljinn eftirfarandi um- mæli eftir Tómasi Árnasyni deildarstjóra: — Þegar ég sá þetta hélt ég að komið væri stríð. Tómas sagði, að það hefði aldrei átt sér stað fyrr, að her- flutningar í stórum stíl færu fram á aðalþjóðvegum landsins þann hluta dagsins, sem umferð væri mest og án þess að leitað hefði verið til þeirra aðilja ís- lenzkra, sem með mál þessi færu. „Slíkt verður áreiðanlega ekki leyft í framtíðinni“, sagði deild- arstjórinn og hélt enn áfram: „Ég veit ekki hvort hér er um samningsbrot að ræða af hálfu Bandaríkjamanna, skal ekkert um það segja að svo stöddu, sagði Tómas. Það sem herinn átti að gera, var að tilkynna Birni Ingvarssyni lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli um flutn- inga þessa en síðan hefði hann gert þær ráðstafanir sem nauð- synlegar hefðu þótt, t. d. í sam- bandi við umferðarstjórn, en Bandaríkjamönnunum var alls ekki leyfilegt að taka stjórnina í sínar hendur og á eindæmi sitt. Tómas Árnason segir að lok- um ,að bandaríski herinn muni samkvæmt samningum hafa leyfi til herflutninga á þjóðvegum úti séu samráð höfð við íslenzka að- ila um þá, en fram til þessa hafi allir slíkir meiriháttar flutningar farið fram að nóttu til, þegar um- ferðin er minnst á vegunum. Ekki ætlað til birtingar Mbl. sneri sér til Tómasar Árna- sonar í gær og spurði hvort um- mælin í kommúnistablaðinu væru rétt höfð eftir honum. Hann kvað þau myndu vera efnisiega rétt. Hins vegar, sagði hann, að blaðamanni Þjóðviljans, sem hringdi til hans, myndi hafa vcr- ið Ijóst, að þau voru ekki ætluð til birtingar og enn síður mættu ummælin skiljast sem nein opin- ber yfirlýsing fyrir hönd varn- armáladeildar. Ummælin um að hann hefði haldið að komið væri stríð, kvaðst Tómas hafa sagt I gamni og hlyti blaðamanninum, er við hann talaði, að vera það Ijóst. Tómas útskýrði þetta mál þannig, að venjulega væri það lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli, sem fengi tilkynningu frá varnarliðinu um herflutn- inga. Ef þeir færu fram um ná- grenni Reykavíkur væri lögreglu stjóranum í Reykjavík gert að- vart um það. Til dæmis væri það venja, að þegar sprengiefni á veg um varnarliðsins væri flutt um Reykjavíkurhöfn, stæðu íslenzkir lögreglumenn vörð um flutninga leiðina. Eigi kvaðst Tómas vilja leyna því, að þeir í varnarmáladeixd væru mjög óánægðir yfir því, að varnarliðið hefði framkvæmt þessa herflutninga án undanfar- ins leyfis, sérstaklega að setja vopnaða verði meðfram veginum. Ráðuneytið hefur falið lögreglu sjóranum á Keflavíkurflugvelli að afla nánari upplýsinga um málið. LEIGUBÍ LST J ÓRI einn hér í Reykjavík hefur verið sektaður um 12.500 krónur fyrir að hafa selt áfengi og fyrir að hafa það undir höndum í bíl sínum til sölu. Þetta gerðist hér í bænum í fyrrakvöld, milli klukkan 7 og 8. Þá komu tveir ungir menn, báðir innan við tvítugt, inn á lögreglu- stöðina. Þeir báru upp erindi sitt við varðstjórann, en það var að kæra leigubílstjóra fyrir að hafa selt þeim áfengi. Höfðu þeir keypt það í bíl hans fyrir 170 kr. og afhentu þeir varðstjóra flöskuna. Piltarnir sögðu lögregl- I unni frá því hvaða bil um væri að ræða og einnig frá því hvar í miðbænum bíllinn væri á þeirri stundu. hefur unnið að því í sumar að ganga endanlega frá stofnun fé- lags, er vinni alhliða að hvers- konar hagsmunamálum fatlaðs fólks og áhugamálum þess. Er nú svo komið að stofnfundiir fé- lagsins verður haldinn á morgun kl. 8,30 síðd. í Sjómannaskólanum og hefur stjórn félagsins beðið blöðin að hvetja alla þá, er fatl- aðir eru til þess að mæta á þess- um fundi, en formaður stjórnar- innar, Sigursveinn D. Kristins- son, sagði í gærdag, að eftir því sem næst væri komizt við laus- lega athugun myndu vera hér í Reykjavík um 100 manns, sem væri meira og minna fatlaðxr. ■— Félag þessa fólks ber nafnið Sjálfsbjörg. í sumar er leið, á undirbún- ingsfundi, er lög væntanlegs fé- lags voi'u samþykkt og stjórn þess kosin, voru mættir um 80 manns. í gærdag ræddu blaðamenn við nokkra stjórnarmenn félagsins, er gátu þess að félag'þetta myndi hafa nóg að starfa og væri þá fyrst að nefna að koma upp hús- næði fyrir starfsemina, því það er hugmynd okkar, sagði Sig- ursveinn að stofna til landssam- taka fatlaðs fólks. í þessu hús- næði yrði þjálfunarstöð og vinnu skóli. Þar væri æskilegt, að geta látið fólk utan af landi búa, er það væri til dvalar í þjálfunar- stöðinni. Við þurfum að vinna að leiðréttingu mála öryrkjanna, sem sviptir eru öryrkjastyrk frá því opinbera að meira eða minna leyti, ef þeim tekst að afla sér lítilsháttar tekna, sagði Sigur- sveinn. Á Siglufirði er búið að stofna slíkt félag með aðild 40—60 manna, á ísafirði og Akureyri er stofnun félaga í undirbúningi og þannig verður að því stefnt að Sjálfsbjargarfélög verði í öllum kaupstöðum landsins, er stundir líða fram. Félagið hefur fengið leyfi til merkjasölu einn sunnudag árlega. Að þessu sinni er merkjasölu- FREGNIR berast nú af hinum svonefndu „Nýju Fylkismiðum" um að veiðin þar hafi glæðzt á ný. í fyrradag hafi verið þar mjög góð veiði. Karfaaflinn á þessum slóðum hafði minnkað mjög í síðustu Ennfremur skýrðu piltarnir frá því, að þeir hefðu í „höndun- um“ sönnunargögn, máli sínu til stuðnings: Voru það númer þeirra peningaseðla er þeir höfðu borg- að bílstjóranum áfengið með. Lögreglan brá þegar við og fann brátt bíl og bílstjóra. í bílnum var gerð áfengisleit og fundust í honum 18 flöskur af áfengi. Við rannsókn og athugun á peningaseðlum þeim er fundust í fórum bílstjórans, kom í Ijós, að seðlanúmerin voru hin sömu og piltarnir höfðu gefið upp við lögregluna. Var bílstjórinn þegar handtekinn. Leigubílstjórinn játaði brot sitt og var hann sektaður um kr. 12.500 fyrir lögbrot þetta, sem fyrr greinir, og áfengið gert upptækt. dagur félagsins sunnudaginn 26. október. Heitir félagið á alla vel- unnara sína að kaupa merki þess dags. Einnig verður haldinn bazar til ágóða fyrir félagið og verður leit- að til fyrirtækja og verzlana í bænum um framlög. Það fólk, sem hefur áhuga fyrir málefnum Sjálfsbjargar getur gerzt styrktarfélagar. Er þeim veitt móttaka í verzluninni Roða á Laugavegi 74: Formaður félagsins er Sigur- sveinn D. Kristinsson, ritari Theó dór. Jónsson, Skeggjagötu 23, gjaldkeri Zophonías Benediktsson Faxaskjóli 16, meðstjórnendur Gils Sigurðsson, Kjartansgötu 8 og Edda Bergmann Guðmunds- dóttir, Þormóðsstöðum, Skerja- firði. Hvergi orðið vart við veiki í sauðfé YFIRSTJÓRN sauðfj árveikivarn anna skýrði Mbl. svo frá í gær, að henni hefði enn sem komið er ekki borizt nein tilkynning um vexki í fé því sem undanfarið hefur verið rekið af fjalli. Á hverjum degi hafa sauðfjár- veikivarnirnar látið birta gangna mönnum og réttarstjórum til- kynningu um að gera tafarlaust viðvart og grípa þá til nauðsyn- legra ráðstafana, ef vart verður við kindur, sem virðast vera veik ar. Réttum er nú að ljúka að þessu sinni, er t.d. búið að rétta .vestur í Syðri-Dölum, en einmitt þar var helzt óttast að veikinnar myndi nú aftur verða vart. Sama máli gegnir um féð í Þverárrétt í Staf- holtshreppi. Að vísu er ekki enn gengið endanlega úr skugga um hvort mæðiveikinnar hafi hvergi orðið vart, en víst er að helzt myndi veikin hafa komið fram nú í göngunum, ef hún hefði stungið sér niður. ] viku, og það jafnvel svo, að tog- I ararnir voru farnir að leita að fiski á öðrum slóðum, t. d. við Grænland. Þar var lítill fiskur. Munu togarar sem voru við Græn land hafa hraðað för sinni á Nýju Fylkismið. ★ Togarinn Fylkir er nú í öðrum leiðangri á Nýfundnalandsmið- um að leita karfamiða. Hafði hann í fyrradag fengið góðan afla og fallegan karfa, nokkurn spöl frá Nýju Fylkismiðum. Er verið að rannsaka þessi mið nánar og því ekki að svo stöddu neinu sleg- ið föstu um að tekizt hafi að finna ný karfamið á þessum vest- lægu miðum. Sæmundur Auðunsson er skip- stjóri á Fylki í þessum leiðapgri, sem hinum fyrri, og með honum er Jakob Sigurðsson sem er karfa- sérfræðingur Fiskideildarinnar. Prentmyndasmiðir I GÆR fór fram kosning full- trúa á þing Alþýðusambands ís- lands í Prentmyndasmiðafélagi íslands. Kjörinn var Sverrir Gíslason. Varafulltrúi Jón Stef- ánsson. Filfur komu upp um sprútisulu Karfaaflinn glœðist á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.