Morgunblaðið - 11.10.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 11.10.1958, Síða 9
taugardagur 11. okt. 1958 m O R C V 1\ B L 4 Ð I Ð 9 Alþýðusambandið þarf trausta og örugga forystu Hagsmunir verkamanna eiga að ganga íyrir hagsmunum kommúnistaflokksins 1 GÆR birti Morgunblaðið viðtöl við nokkra verkamcnn í Dagsbrún, þar sem rætt var við þá um álit þeirra á núver- andi stjórn félagsins og starfsemi fulltrúa þess innan Al- þýðusambandsins. í dag birtast enn nokkur viðtöl við Dags- brúnarmenn svipaðs eðlis. Þessi mál eru efst á baugi hjá verkamönnum þessa dagana því á morgun Iýkur kosningu fulltrúa til Alþýðusambandsþings. Kommúnistar nota verka- menn sem skálka- skjól Höskuldur Eyfjörð Helgason verkamaður í Sorpeyðingarstöð- inni, sagði m. a. þetta: — Langt er síðan hagur verka- manna hefir verið jafn-knappur og nú, enda viðurkenna jafnvel kommúnistar sjálfir að dýrtíðin sé með versta móti. Þeir töldu það þó sitt aðalbaráttumál að halda henni niðri þegar þeir kom ust í stjórn að reyndin hefur orð- ið allt önnur. Dagsbrúnarstjórnin er of ein- ráð. Okkur verkamönnum finnst stöðugt gægjast fram, að forráða- menn Dagsbrúnar séu ekki að berjast fyrir okkur, og hefur það aldrei komið eins skýrt fram eins og síðan núverandi stjórn tók við völdum. Kommúnistar nota okk- ur sem skálkaskjól, þeir snið- ganga okkur og hafa haft sam- ráð við stjórnina um að halda niðri kaupinu. Svo eru þeir að reyna að berja því inn í hausinn á okkur að þeir séu beztu menn, sem hugsanlegir séu til að hafa forystu um okkar málefni og reyna að skelfa alla þá verka- menn, sem ekki fallast á þetta sjónarmið, með því að kalla þá öllum illum nöfnum til þess að reyna að vekja tortryggni í þeirra garð. Þetta verður æ meira áber- andi eftir því sem hallar undan fæti hjá kommúnistum. Kommúnistum finnst nefnilega allt í lagi „að vinna fyrir“ okk- ur verkamennina meðan við er- um að hjálpa þeim upp í valda- stólana, en þegar þangað er kom- ið er umhyggjan fyrir verka- mönnunum gleymd. Það er því full ástæða til'þess fyrir verka- menn að gera sér ljóst að komm- únistar hafa ekkert á ASÍ-þing að gera, sem fulltrúar þeirra. Kommúnistar hafa brugðizt trausti verka- manna Hörður Þórðarson, verkamað- ur hjá Hitaveitunni segir: Verkalýðsbaráttan verður á hverjum tíma að miðast við hags muni verkamanna, en þeir eiga ekki að þurfa að fórna sér og sín um í baráttu fyrir flokkshags- munum, eins og kommúnistar hafa krafizt að við gerðum hvað eftir annað. Það er ekkert spaug fyrir fátæka barnamenn að láta reka sig út í verkföll, verkföll, sem gefa svo ekkert í aðra hönd, annað en aukna dýrtíð í landinu. Verkföll eiga að vera til þess að verkamenn fái kjör sín bætt, en eitcki til stuðnings vissum stjórn- málaflokum. Kjarabaráttan verð ur að miðast við þaðaðkjör verka lýðsins batni raunverulega. Þetta hlýtur að vera kjarninn í allri verkalýðsbaráttu. Kommúnistar hafa gersamlega brugðizt því hlutverki, sem verka menn hafa falið þeim. Þeir hafa frá fyrstu tið sett eigin hagsmuni ofar hagsmunum verkamanna, þc hefir þetta aldrei orðið áþreif- anlegi’a en eftir að kommúnist- ar komust í ráðherrastólana. — Lnda þótt kaup verkamannsins hafi nokkuð hækkað, þá hefur dýrtíðin færzt svo í aukana, að sífellt verður erfiðara fyrir verka mann með þungt heimili, að láta launin endast fyrir lífsnauðsynj- um. Mér finnst því ástæða til að kommúnistar verði leystir undan þeirri ábyrgð að stjórna hags- munabaráttu reykvískra verka- manna. Veit ég að fjöldi verka- manna mun taka undir þessi orð mín, sagði Hörður Þórðarson að lokum. Mesta hagsmunamál verkalýðsins að Alþýðu- samband- ið hljóti trausta og örugga forustu Guðbjörn Jensson bifreiðar- stjóri hjá Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni: Ég kýs lýðræð- issinna sem fulltrúa Dagsbrúnar á þing Alþýðusambandsins vegna þess að ég álít að þeir vinni bet- ur að málefnum verkalýðsins en kommúnistar. Sem dæmi um sleif arlag kommúnistastjórnarinnar í Dagsbrún vil ég nefna að þeir hugsa ekkert um að ganga úr skugga um að aðbúnaður verka- manna á vinnustað sé sómasam- legur, eins og þeim ber þó skylda til að gera. Þá finnst mér að Alþýðusam- band íslands eigi fyrst og fremst og eingöngu að hugsa um kiara- og baráttumál verkalýðsins, en að það sé ekki hlutverk þess að skipta sér af hinum almennu stjórnmálum í landinu. Hins veg ar hafa kommúnistar misnotað það sér til pólitísks framdráttar. I þessu sambandi vil ég láta það álit mitt í ljós, að mér finnst „stjórn hinna vinnandi stétta“, eins og ríkisstjórn sú er nú sit- ur nefnir sig, hafa unnið illa að kjaramálum verkalýðsins, því að allar þær verðhækkanir, sem orð ið hafa í tíð hennar hafa verkað þannig, að verkamaðurinn hefur borið minna úr býtum við þær hækkanir, sem hann hefur fengið, heldur én hann hefur á sama tíma orðið að greiða fyrir hækk- andi verðlag á vörum og þeirri þjónustu, sem honum er nauð- synlegLað kaupa. í sambandi við þessar kosning- ar finnst mér rík ástæða til að minnast á hið mikla ranglæti, sem mikill hluti verkamanna er beittur með því að halda þcim sem aukameðlimum í Dagsbrún. Það er sýnilegt að þetta gera kom múnistar vegna þess að þeir ótt- ast um völd sín í félaginu. Mér er kunnugt um, að það eru margir félagsmenn sem taldir eru auka- meðelimir, sem eiga fullan rétt til þess að verða fullgildir meðlimir, enda er ekkert réttlæti í því, að þessir menn, sem greiða jafnhátt félagsgjald og við, njóti ekki sömu réttinda. Ég vil að endingu beina þeirri eindregnu hvatningu tíl hinna fjölmörgu aukameðlima í Dags- brún að fara og krefjast réttar sins í félaginu. Fyrr en þeir hafa gert það, geta þeir ekki fengið að kjósa og þanriig látið í ljósi álit sitt á stjórn kommúnista á verka lýðsmálum. | Það er eitt mesta hagsmunamál I verkamanna í landinu, að Alþýðu sambandið hljóti trausta og ör- , ugga forustu, sem ber hag þeirra I fyrir brjósti, en notar ekki þessi Bandarískur bókmennta■ fræðingur heldur hér fyrirlestra um Abraham Lincoln og nútíma-ljóðlist sterku samtök til framdráttar pólitískri hentistefnu. Þessu tak- marki verður aðeins náð með því að lýðræðissinnar sigri í kosn- ingunum til Alþýðusambands- þings. í SAMBANDI við Amerísku bóka sýninguna, sem nú stenduri yfir á Laugavegi 18, er hér kominn dr. Roy P. Basler, deildarstjóri í þingbókasafninu í Washington. Mun hann dveljast hér fram á fimmtudag og halda tvo opinbera fyrirlestra. Sá fyrri mun fjalla um Abraham Lincoln og rit hans og verður á Amerísku bókasýn- ingunni kl. 8,30 á sunnudag, en sá síðari um nútíma-ljóðlist í Bandaríkjunum, og verður í há- tíðasal Háskólans á þriðjudags- kvöldið kl. 8,30. ' í gær gafst fréttamönnum tæki- færi til að ræða við dr. Basler. Hann er maður rúmlega fimm- tugur að aldri, sérfræðingur í enskum og bandarískum bók- menntum og kunnur vestanhafs fyrir ritstörf sín, einkum um ævi Abrahams Lincolns Bandaríkja- Það verður að hjnlpa börnum, sem ekki geto fylgzt með í nómi Stutt samtal við Helmer Norman, rektor í Stokkholmi í SÍÐASTA mánuði var staddur hér á landi merlcur skólamaður sænskur, Helmer Norman, íektor frá Stokkhólmi, sem þar hefur yfirumsjón með sérkennslu barna, sem geta ekki fylgzt með í venjulegu námi. Hér sótti Nor- man rektor námskeið, sem hald- ið var fyrir 15 til 20 kennara, sem eru að búa sig undir að kenna börnum, sem eru afbrigði- leg að einhverju leyti. Tíðinda- maður Mbl. hitti Norman að máli og innti hann eftir skipan þessara mála í Stokkhólmi. — Starf mitt er í því fólgið, að veita þeim börnum úrlausn, Helmer Norman rektor sem ekki geta fylgzt með í skól- um af einhverjum orsökum. Orsakirnar eru ýmist líkamlegar eða andlegar. Þessi börn setjum við í sérstakar bekkjardeildir og eru flest fimmtán börn í hverri svo auðveldara sé fyrir kennar- ana að leiðbeina hverju einstöku barni. Með þessu móti njóta börnrn sín betur en ella og meiri líkindi eru til, að hæfileikar þeirra komi í ljós. Þessi börn eru oft sízt verri gáfum gædd, en önn ur börn, enda þótt sjóndepra eða andlegir kvillar hafi hindrað nám þeirra áður. Auk þessa höfum við sérstak- ar deildir fyrir börn, með trufl- anir á tilfinninga- eða viljalífi. Þau börn hafa oft ekki hemil á athöfnum sínum og geta því eng- an veginn fylgzt með í venju- legri bekkjardeild. Með því að hafa þau sér vinnum við tvennt: Við komum í veg fyrir að þessi börn valdi truflunum í bekkn- um og hjálpum þeim sjálfum til að öðlast félagslegan þroska. — Hvað viljið þér segja um dvöl yðar hér í Reykjavík? — Viðfangsefni mitt hér hef- ur verið að skýra frá þessu fyr- irkomulagi okkar. Hér hef ég orðið var við mikinn áhuga á því, að L-_..zkir kennerrr afli sér þeirrar sérmenntunar, sem þarf til að leiðbeina slikum börn- um, sem hér hefir verið getið. Is- lenzku kennararnir sem áður hafa kynnt sér þessi mál voru sér staklega áhugasamir, en í sept. í fyrra voru sex íslenzkir kenn- arar á námskeiði hjá okkur í Stokkhólmi. Þetta starf er erfitt og krefst meiri ',:nu en ven'"- legt kennstustarf og auk þess getur ke.marinn ckki vænzt sama árangurs. En þjóðfélagið verður að hjálpa þessum börnum og hlýtur einnig sín l_an fyrir það þegar frá líður. forseta og fyrir útgáfu sína á ritum Lincolns, sem kom út árið 1953 í átta stórum bindum. Auk þess hefur hann ritað nokkrar bækur um aðrar bókmenntir, auk fjölda tímaritsgreina um svipað efni. Dr. Basler láuk dokt- orsprófi í bókmenntasögu frá Duke University í Colorado árið 1931. Hann var um árabil háskóla kennari í bókmenntasögu og gerð ist starfsmaður Library of Con- gress árið 1952. Snemma á þessu ári var hann skipaður yfirmaður einnar af sex daildum þess safns, þeirrar er geymir allar orða- og uppsláttarbækur þessa stærsta safns í heimi, handrit þess, landa- bréf, tónbókmenntir og fleira. Dr. Basler er nú á fyrirlestrar- ferð um 6 lönd, Frakkland, Hol- land, England, Þýzkaland og ís- land og heldur héðan til Eng- lands, þar sem hann mun m.a. koma fram í sjónvarpi og tala um þingbókasafnið, en það er eins og áður er sagt stærsta bókasafn í heimi, telur 10—11 millj. bóka auk skjala, handrita o. fl. Ferð- in er farin í sambandi við 150 ára afmæli Abrahams Lincolns 12. febr. næstkomandi. Höfðu margir erlendir aðilar beðið um mann til fyrirlestrahalds þá, en þar se... bandarískir sérfræðing- ar um Linccln . erða önnum kafn ir í sambandi við afmælishátíð- ina heima .1 það leyti, var ákveð ið að dr. Basler færi nú fyrir- lestraferð til ofangreindra landa. Fyrirlesturinn á sunnudaginn nefnist The Lincoln Legend og fjallar um Abraham Lincoln og rit hans, einkum um þau áhrif, sem hann hefur haft á stefnur í bandarískum bókmenntum, bæði með ritum sínum og lifs- stefnu. Hann verður haldinn á Laugavegi 18A, þarsem Ameríska bókasýningin er til húsa og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Fyrirlesturinn á þriðjudags- kvöldið í hátíðasal Háskólans nefnist Trents in Contemporary American Poetry og fjallar um nútíma-ljóðskáld í Bandaríkjun- um, verk þei.ra og stefnur í ljóðagerð síðustu ára og mun hann að lokum lesa upp tvö ljóð máli sínu til skýringar. Mun fyr- irlestur þessi án efa vekja athygli þeirra mörgu sem hér hafa áhuga á nútíma-ljóðlist. Verður sá fyrir lestur einnig öllum opinn. Gjöf til barnaskóla Mýrasýslu LAUGARDAGINN 20. sept. sl. hélt skólanefnd Barnaskóla Mýra sýslu fund og var þar mættur hr. skrifstofustjóri Ólafur Bjarnason, Reykjavík. Afhenti hann barna- skólanum staðfesta skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Björns bónda Ólafssonar frá Stafholts- veggjum, ásamt sparisjóðsbók með innstæðu að upphæð kr. 12.000,00 — tólf þúsund krónur. Minningarsjóð þennan gefur Barnaskóla Mýrasýslu hr. klæð- skerameistari Elís Ólafsson á ísa- firði til minningar um bróður sinn, Björn Ólafsson. í skipulagsskrá sjóðsins segir m.a.: „3. gr.: Tilgangur sjóðsins er að efla menntun í átthögum þeirra bræðra, en í því augnamiði skal veita þeim börnum verðlaun, sem íá hæsta aðaleinkunn í hverri deild barnaskólans í Stafholts- tungum. Má verja til slíkra verð- launaveitinga allt að % — þrem- ur fjórðu— hlutum ársvaxta af innstæðu sjóðsins í lok hvers reikningsárs, en verðlaun skulu vera jörn til allra nemenda, er þau hljóta — !4 — einn fjórði hluti ársvaxtanna skal ávallt leggjast við höfuðstólinn. 4. gr.: Tekjur sjóðsins verða: Vextir af höfuðstól, eins og hann er á hverjum tíma, svo og gjafir og áheit, sem honum kann að á- skotnast, en vaxtatekjur einar koma til úthlutunar samkvæmt áramótauppgjöri. 5. gr.Verðlaun úr sjóðnum skulu veitt í fyrsta sinn í lok skólaárs 1972, en á því ári, hinn 14. marz eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Björns Ólafssonar. Verðlaun skulu þá afhent við skólaslit, og ávallt árlega síðan. 6. gr.: Stjórn sjóðsins skipa: formaður skólanefndar, sem* er formaður sjóðsstjórnar, og með- stjórnendur, skólastjóri og odd- viti Stafholtstungnahrepps“. Vegna skólanefndar Barna- skóla Mýrasýslu færi ég hr. klæðskerameistara, Elís Ólafs- syni, ísafirði, miklar og góðar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf til skólans. Bergur Björnsson, Form. skólanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.