Morgunblaðið - 11.10.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 11.10.1958, Síða 15
Laugardagur 11. okt. 1958 MOkmnSBL 4 ÐIÐ 15 Mynd þessi er af einu málverka Guðmundar frá Miðdal á sýningu hans, sem opnuð er í dag að Skólavörðustíg 43. — Máiverkið er af Múla í Aöaldal, gamla bænum. Málverkasýning Cuð munáar frá Miðdal t DAG kl. 2 síðd. opnar Guðm. Einarsson frá Miðdal málverka- og höggmyndasýningu í vinnu- sal sínum að Skólavörðustíg 43. Á þessari sýningu verða 55 vatns litamálverk, 5 olíumálverk, 4 höggmyndir og nokkrar rader- ingar. Náttúrumyndir öll málverkin á sýningunni eru gerð á síðastliðnum tveimur árum. Eru myndirnar fyrst og fremst af gömlum bæjum, fjall- lendi og ýmsum dýrum. Allar myndirnar eru teknar beint úr íslenzkri náttúru og að leik- mannsdómi einkar fagrar. Mál- verkin eru öll til sölu. Vatnslita- málverkin kosta frá kr. 2200,00 niður í kr. 600,00, en olíumál- verkin frá 7000 kr. niður í 1200 kr. Raderingarnar eru myndir frá gömlu Reykjavík. Mappa með 9 myndum kostar 150 kr. Mikið á ferðalögum Að undanförnu hefir Guð- mundur frá Miðdál verið mikið á ferðalögum víðs vegar um landið. Hefir hann fengið fyrir- myndirnar að þessum myndum sínum á þeim ferðalögum. Sýningin verður opin frá því kl. 2 e. h. til 10 daglega, nema á sunnudögum en þá verður sýn- ingin opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. Sýningin stendur frá 11.—26. október. Mórgum mun án efa leika hug- ur á að sjá þessa nýju sýningu hins mikilvirka og þekkta lista- manns. í gær gafst blaðamönnum kost- ur á að sjá sýninguna í hinum skemmtilegu húsakynnum lista- mannsins. Jónas Haralz ráðuneytisstjóri viðskiptamála- ráðuneytisins ? SKÝRT var frá því hér í Mbl. í gær, að Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptamála- ráðuneytisins, hafi fengið tveggja ára frí frá störfum vegna kjörs hans I stjórn Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Ekki hefur ráðuneytið til- kynnt hver gegna muni störfum Þórhalls á meðan. En Mbl. hef- ur fregnað, að Jónas Haralz hagfræðingur, sem verið hefur, — frá því hann kom að utan —, sérfræðingur ríkistjórnarinnar í efnahagsmálum, taki við ráðu- neytisstjórastörfum í viðskipta- málaráðuneytinu. Jónas Haralz var um nokkurra ára skeið starfs maður Alþjóðabankans og fór víða um lönd á hans vegum, sem sérfræðingur í efnahagsmálum. U nglinga vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi Miðbœinn Hringbraut Nesveg Seltiarnarnes (Skjólbr.J otgimtMaMfr Aðalstræti 6 — Sími 22480. Silíurtunglid DANSLEIKUR NÝJU DANSARNIR í kvöld kl. 8 Hljómsveit Aaage Lorange leikur. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. — tJtvegum skemmtikrafta. Símar 19965 og 11378. SILFURTUNGLIÐ Vimiiíigar í Happ- drætti Háskólans ; DREGTÐ var í gær í 10. flokki happdrættis Háskólans um 945 vinninga að upphæð kr. 1.195.000. Hæsti vinningur, 100 þús. kr., kom á hálfmiða nr. 1024, sem seldir voru í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur og Jóns Arnórssonar í Bankastræti. 50 þús. kr. komu á nr. 33133, hálfmiða, sem seldfr voru í , Verzl. Þorvaldar Bjarnasonar h.f. i og Elísar Jónssonar á Kirkjuteig. ! 10 þús. kr. komu á eftirtalin númer: 5549, 17318, 17833, 18541, 20430 og 24335. 5 þús. kr. vinningar komu á nr. 7805, 10658, 11627, 19318, 27667, 28781, 33707, 40578, 43086 og 43680. (Birt án ábyrgðar). Kait borð Hótel Borg framrcitt í dag og í kvöld Opnum nýja verzlun í dag Seljum alls konar barna- og kvenfatnað. GdlOiíID SVO VFL. — Verzl. Iða Laugaveg 28 Sendisvein ^ukið viðskiptin. — Auglysið í Morgunkladinu S í m i 2-24-80 vantar nú þegar á afgreiðslu blaðsins. Vinnutími kl. 9—6 e.h. 3llorjgtmM£*$!ý Hjartanlegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn- um, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum og hlýjum handtökum á 80 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðmundsdóttir, Réttarholti. Hjartans þakkir og kærar kveðjur færi ég börnum mín- um, barnabörnum, tengdafólki og öðrum vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig á 70 ára afmælisdaginn og gerðu mér hann ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Steinsdóttir, Karlsskála. Vantar leiguhúsnœði Óska eftir góðri 3ja herbergja íbúð til lelgu nA þegar. Þrennt í heimili. Fyrirframgreiðsla kemur tlt greina. — Upplýsingar í síma 16709. Egcgert Kristjánsson & Co, hf. að hún er búin til úr ekta, hollenzku kjúklingakjöti, feiti og seyði. Pakkað á heilsusamlegasta máta. Honig’s kjúklinga- súpa er góð byrjun á góðri máltíð. IÓLAFUR FINSEN fyrrverandi héraðslæknir lézt að heimili sínu á Akranwd, í gær, þann 10. október. Börn og tengdabörn. Maðurinn minn GUDMUNDUR MAGNÚSSON fyrrum bóndi á Ferjubakka andaðist á Landakotsspítala lð. október. Guðrún Sigrurðardóttlr. Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og bróður SVEINBJÖRNS SIGHVATSSONAR Bergstaðastræti 43, fer íram mánudaginn 13. þ. m. kl. 1.30 frá Fossvogskirkju. Jarþrúður Jónasdóttir, börn, teirgdasynir og systnr. GUDRÚN JÓNASSON, Amtmannsstíg 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. október, kl. 2 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Slysavarnafclag íslands. Gunnþ. Halidórsdóttir og fósturbörn. Minningarxxthöfn um móður okkar GUÐRÚNU SVEINSDÓTTUR frá Kjarnholtum fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn Í3. okt. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður í Haukadal sama dag kl. 3. — Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Bílferð verður austur að athöfninni í Fossvogs- kirkju lokinni. 'törnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.