Morgunblaðið - 12.10.1958, Síða 1
24 siður
45 árgangur
233. tbl. — Sunnudagur 12. október 1958
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Þjóbviljinn segir atvinnurekendur ekki
hefðu samið nema leyniyfirlýsingin
hefði verið gefin
Lúðvik segir vandann ekki annan en
svikja loforð sitt. Tvistig Hermanns
Eðvarð i vandrœðum með ,,lyga-bombuna'
TÍMINN og Þjóðviljinn neyð-
ast í gær til að játa tilvist
leyniyfirlýsingarinnar, sem
Lúðvík Jósefsson og Hermann
Jónasson gáfu fyrir nær 3
vikum vegna Dagsbrúnar-
samninganna.
Viðurkenning Þjóðviljans
Þjóðviljinn viðurkennir berum
orðum, að þessi sérsamningur
ríkisstjórnarinnar við vinnuveit-
endur hafi verið forsenda þess,
að Dagsbrúnarsamningarnir tók-
ust. Viðurkenningin stendur
svartletruð á 5. síðu Þjóðviljans
í gær og er svohljóðandi:
„Ef forsætisráðherra hefði
neitað að fallast á að reiknað
væri með nýja Dagsbrúnar-
kaupinu, hefði hann þar með
neitað að viðurkenna Dags-
brúnarsamningana. Atvinnu-
rekendur hefðu þá sagt, að
þeir gætu ekki samið upp á
þau býti að ríkisstjórn lands-
ins viðurkenndi samningana
ekki“.
Með þessu er játað svo, að
ekki verður um villzt, að Þjóð-
viljinn gerir sér ljóst, að leyni-
yfirlýsingin var liður í heildar-
samningunum og án hennar
hefðu þeir ekki komizt á. Ef
ómerkja á þetta loforð Lúðvíks
og Hermanns, leiðir þess vegna
óhjákvæmilega af því að sjálfir
Dagsbrúnarsamningarnir falla úr
gildi. Þetta er rökstuðningur
Þjóðviljans sjálfs, sem hann
kemst ekki undan.
í sama dálki fullyrðir Þjóð-
viljinn:
„Þetta er hiðstæð yfirlýs-
ing og birt hefiur verið í lok
allra kaupgjaldssamninga á
Islandi um langt skeið“;
Enginn veit betur en Þjóðvilj-
inn, að þetta er ekki rétt. Þess
er skemmst að minnast, að eng-
in slík yfirlýsing var gefin eftir
Hlífar-samningana á dögunum,
svo að aðeins síðasta dæmið sé
nefnt.
Lygabomban springur í örmum
Eðvarðs
Og ef yfirlýsingin var sjálf-
sögð og alvanaleg, af hverju var
þá öll leyndin? Af hverju sagði
þá Eðvarð, að samninganefnd
Dagsbrúnar hefði „aldrei séð
né heyrt þessa yfirlýsingu"?
Af hverju talar Þjóðviljinn þá
í gær á fyrstu síðu um „lyga-
bombu íhaldsins um áhrif Dags-
brúnarsamninganna á verðlag-
ið“? Og strax á eftir „lyga-
bombu“-talinu bætir Þjóðviljinn
við:
„Jafnframt skal það tekið
fram, að yfirlýsing sú, sem
forsætisráðherra gaf atvinnu-
rekendum, var enginn þáttur
í samningunum, hún var
aldrei birt samninganefnd
verkamanna og þeir áttu að
sjálfsögðu engan þátt í henni“.
Svo sem játning Þjóðviljans á
5. síðu sýnir, haggar leyndin við
verkamenn engu um gildi sér-
samnings ríkisstjórnarinnar við
vinnuveitendur. Leyndin sannar
einungis, að stjórnin ætlaði að
blekkja verkamenn.
Blygðunarleysi ríkisstjórnarinnar
Þeir munu hins vegar fáir, sem
trúa því, að ríkisstjórnin sé svo
blygðunarlaus, að hún hafi þag-
að um þennan þátt samninga-
gerðarinnar við sjálfan Eðvarð
Sigurðsson. Ef svo hefði verið,
mundi Eðvarð nú snúa heift sinni
gegn ríkisstjórninni, sem að hans
sögn á að hafa svikið Dagsbrún í
tryggðum.
í stað þess standa Eðvarð,
Lúðvík og Hermann allir í hóp
berir að svikum og vita auðsjá-
anlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Þjóðviljinn er gersamlega tví-
saga um það, sem átt hefur sér
stað. Hann reynir að kenna Her-
manni um og talar um „yfirlýs-
ingu forsætisráðherra", þó að
allir viti, að það var Lúðvík
Jósefsson, sem upphaflega samdi
yfirlýsinguna og fékk einungis
samþykki Hermanns við hana.
Engum kemur heldur annað til
hugar en að Hannibal Valdi-
marsson, sjálfur verðlagsmála-
ráðherrann, hafi hér verið með i
ráðum. Málflutningur Eðvarðs
Sigurðssonar byggist á því, að
ekki einungis Lúðvík Jósefsson
og Hermann Jónasson hafi svik-
ið hann í tryggðum, heldur og
Hannibal Valdimarsson, sjálfur
forseti Alþýðusambands íslands.
Lúðvík segir: Bara að svíkja
Úrræðin til þess að sleppa úr
svikastíunni eru þessum kump-
ánum og samboðin. Þjóðviljinn
birtir á fremstu síðu í gær gleið-
letraða yfirlýsingu eftir Lúðvík
Jósefssyni, þar sem efnið er ein-
faldlega það, að ráðherrann seg-
ist skulu svíkja vinnuveitendur
um það, sem hann lofaði þeim á
dögunum og reyndi þá að halda
leyndu!
Nokkru loðnari yfirlýsing, sem
mönnum þó er ætlað að skilja á
sama veg, er einnig birt eftir Her-
manni Jónassyni. Hermann reyn
ii þó að hafa vaðið fyrir neðan
sig, en vantar auðsjáanlega ekki
viljann til svikanna, ef hann sér
færi á að koma þeim fram.
Með þessum yfirlýsingum er
stjórnarherrunum rétt iýst. Fyrst
reyndu þeir að leyna verkalýð-
inn hinu sanna. Þegar þeir svo
eru staðnir að verki, segja
þeir daginn, sem kosningar í
Dagsbrún til Alþýðusambandsins
eiga að hefjast, að þetta geri ekk
ert til, þeir séu reiðubúnir til að
svíkja allt, sem þeir hafi lofað.
Æðstu valdamenn landsins
bæta sem sagt tilboði um svik of-
an á blekkingarnar, sem þeir eru
staðnir að í alþjóðar-augsýn.
Hver trúir slíkum mönnum?
Er hægt að hugsa sér harðari for-
dæmingardóm en þeir sjálfir hafa
kveðið upp yfir athæfi sínu með
þessum yfirlýsingum nú? Minn-
ast menn þess, að hafa nokkurn
tíma fyrr séð jafnófyrirleitna
svikara standa uppi, afhjúpaða í
svikum sínum og tvöfeldni? Þar
berjast þeir um, reiðubúnir til
þess að vinna allt til að koma sér
úr öngþveitinu, er þeir sjálfir
hafa komið sér í, annað en hið
eina, sem heiðarlegum mönnum
sæmir, að játa yfirsjónir sínar
og viðurkenna, að þeir eru ekki
þeim vanda vaxnir, sem þeir hafa
tekizt á hendur.
Hlorfur á samkomulagi
um fiskveiðilögsögu
Fœreyja
Kaupmannahöfn, 11. okt.
Einkaskeyti til Mbl.
VIÐRÆÐUM sérfræðinganna frá
Danmörku, Færeyjum og Bret-
landi um fiskveiðilögsögu Fær-
eyja lauk í gær. Menn höfðu bú-
izt við einhverri tillögu að við-
ræðunum loknum, en hún kom
ekki fram. Sérfræðingarnir náðu
ekki samkomulagi um öll atriði
málsins, en viðræðurnar voru já
kvæðar og færðu menn nær mark
inu. Talið er að lausn málsins sé
ekki langt undan.
Sjónarmiðin sem fram komu
viðræðunum verða nú lögð fyrir
stjórnir Danmerkur og Bretlands,
en síðan munu Danir og Bretar
taka upp samningsviðræður að
nýju.
í gær ræddu sérfræðingarnir
fyrst og fremst um verndun
hrygningarstöðvanna.
Þessi mynd sýnir hvernig geimfar, sem sent yrði frá jörðinni til tunglsins, mundi lenda á
tunglinu. Geimfarið yrði útbúið sérstökum tækjum til að vinna á móti aðdráttarafli tunglsins,
þannig að lendingin yrði hæg. Undirbúningur og framkvæmd slíkra ferða til tunglsins er skýrð
rækilega í bók Gísla Halldórssonar verkfræðings, „Til framandi hnatta".
Bandarísk eldflaug tií tunglsins?
Eitt merkilegasta afrek sögunnar,
segja visindamenn
Cape Canaveral, 11. okt.
— Reuíer. —
ELDFLAUGIN „Pioneer“ sem
skotið var í áttina til tungls-
ins var nálægt réttri braut,
þegar síðast fréttist, en vís-
indamenn búa sig undir Það,
að eitthvað kunni að fara af-
laga, þannig að gervihnöttur-
inn sem eldflaugin flytur kom
ist ekki á braut sína kringum
tunglið. En þótt gervihnött-
urinn færi af fyrirhugaðri
braut sinni, mundi hann samt
geta gefið mikilvægar upp-
lýsingar um geiminn meðan
hann er á lofti og vísinda-
mönnum tekst að halda radíó-
sambandi við hann.
2 vikur
Rafgeymarnir i gervihnettin-
um eiga að endast í tvær vikur.
Sex tímum eftir að eldflauginni
hafði verið skotið á loft, var
reiknað út að nún væri komin
um 80.000 kílómetra frá jörðiniU.
Vísindamenn sem höfðu sam-
band við eldflaugina dag sögðu,
að upplýsingarnar sem kæmu frá
henni bentu til þess, að hún kynni
að fara út af fyrirhugaðri braut
sinni.
Tækin í góðu lagi
Landvarnaráðuneyti Bandaríkj
anna tilkynnti í kvöld, að tækin
Framh. af bls. 1
SUNNUDAGIIKINN 12. OK'l'OBER
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: Sr. Guðm. Guðmundsson,
Útskálum: Jesú fyrirgefur
syndir.
6: Trésmiðir, hrindið árás
kommúnista á félag ykk-
ar!
7: Sverrir Hermannsson: —-
Árásuni á Stúdentafélag
Reykjavíkur svarað.
8: Tvö kvöld á Broadwa)
(s-a-m).
Kvennasíða.
Nýju umfeVðarreinarnar á
Miklatorgi.
Leikdómur Sig. Grímsson-
ar um ..Ilorfðu reiður um
öxl“.
Ritstjórnargreinin nefnist:
„Eiga Framsóknarmenik
að ráða Alþýðusamband-
inu?“
Á leið til tunglsins (Ut-
an úr heimi).
13: Reykjavíkurbréf.
15: Fólk í fréttunum.
1
9:
10:
— 12: