Morgunblaðið - 12.10.1958, Síða 7
Sunnudagur 12. okt. 1958
MORGUWBL.4ÐIÐ
1
Sverrir Hermannsson:
Árásum á Stúdentafélag
Reykjavíkur svarað
VEGNA furðulegra skrifa v:nstri
blaðanna að undanförnu um
Stúdentafélag Reykjavíkur er
rétt að þau mál, sem til umræðu
hafa verið séu rædd nokkuð og
skýrð af hálfu félagsins. Það er
að vísu fjarri lagi, að Stúdenta-
félagið fari að elta ólar við það
þótt skriffinnar Alþýðublaðsins
og Tímans sletti úr klauf að
félaginu. En svo mjög sem hall-
að hefir verið réttu máli og log-
ið víða frá um hagi félagsins á
síðum þessara blaða þykir rétt
að svara þeim nokkrum orðum.
Sökum þess að ástæðan fyrir
uppþoti þessara blaða er um-
ræðufundur um landhelgismálið,
sem félagið gekkst fyrir 28. sept.
s. 1., er rétt að skýrt sé frá þeim
fundum, sem félagið hefir efnt
til á þessu starfsári.
S. I. haust hélt Stúdentafélagið
fund um kjördæmamálið. Nú
munu allir sammála um, að hér
sé um stórpólitískt mál að ræða
og jafnvel að annað meira hiti-
mál pólitískt sé vart finnanlegt.
Framsögumaður var ráðinn Jón
P. Emils, fyrrv. frambjóðandi
Alþýðuflokksins og núverandi
miðstjórnarmaður hans. — Ekk:
var þá minnzt á hlutdrægni af
hálfu Stúdentafélagsins.
S. 1. vor var fundur haldir.n
um efnahagsmálin. Enginn fer í
grafgötur um, að þar er um stór-
pólitískt mál að ræða. Fram-
sögumenn voru hagfræðingarnir
Jónas Haralz og Jóhannes Nor-
dal. Annar þessara manna, Jónao
I aralz, hafði að mestu undir-
búið þær ráðstafanir í efnahags-
málum, sem ríkisstjórnin gerði
s. 1. vor. Nú lá það ljóst fyrir að
stærsti stjórnmálaflokkur þjóð-
arinnar var í veigamiklum atrið-
um andstæður þeim ráðrtöfur.-
um, sem gerðar voru. Samt sem
áður var engum af forystumönn-
um hans boðin framsaga, og
hefði þó verið nærtækt að leita
til eins af þingmönnum hans,
prófessors Ólafs Björnssonar, sem
er einn kunnasti hagfræðingur
þessa lands. Ekki hevrðist eitt
orð um það þá af hálfu Alþbl.
og Tímamanna að neinum væri
mismunað.
Þá var haldinn fundur um
prentfrelsið, og enda þótt þar
sé ekki um að ræða pólitískt mál
að áliti manna vestantjalds, þá
má geta þess, að framsögumenn
voru Helgi Sæmundsson, ritstj.
Alþýðublaðsins og Jóha ■ íes úr
Kötlum.
Þá er komið að siðasta funa-
inum og þeim merkasta, fund-
inum um landhelgismálið, þar
sem Ólafur Thors, fj'rrv. for-
sætisráðherra hafði framsögu.
Þá er fyrst til að taka að strax
að lokinni Genfarráðstefnunni
ákvað stjórn Stúdentafélagsins
að gangast fyrir fundi urn mál-
ið. Var leitað til Davíðs Ólafs-
sonar, fiskimálastjóra, urn að
hafa framr'jgu í málinu. Af ýms-
um ástæðum sá hann sér það
ekki fært. Var málinu síðan hald-
ið vakandi, en tök voru ekki á
að boða til umræðufundar yfir
hásumarið. Það næsta, sem skeð-
ur í málinu, er að á stjórnar-
fundi í féiaginu 24. sept. s. 1.
var ákveðið að halda fund um
málið og fara þess á leit við Ólaf
Thors að hann hefði framsögu.
Við þessi málalok vildu tveir að-
dáendur núverandi ríkisstjórnar
í stjórn félagsins ekki una og
sögðu sig úr stjórninni eins og
kunnugt er. Töldu þeir eðlilegra
að leita til forsætis-, utanríkis-
eða sjávarútvegsmálaráðherra,
enda þótt Alþýðublaðið og Tím-
inn fordæmi nú harðlega að
pólitískur maður skyldi valinn.
Frá umræðufundinum sjálfum
er það skemmst að segja, að hann
var geysifjölmennur og félaginu
til stórsóma fyrir val á fram-
sögumanni. Framsöguræða Ólafs
Thors var ein sú bezta ræða, sem
flutt hefir verið um landhelgis-
málið. Játa það allir er á hlýddu
og einnig pólitískir andstæðingar
hans. Hann rakti ýtarlega sögu
landhelgismálsins frá upphafi,
sér í lagi stækkun landhelginn-
ar 1952, sem gerð var undir hans
forystu og svo allan gang mála
og málatilbúnað síðan. Hvatti
hann menn pijög til samstöðu í
málinu. Hvert orð í ræðu hans
var satt og rétt, enda hafa vinstri
blöðin ekki getað bent á eitt
einasta atriði í málflutningi hans,
sem rangt væri eða ósatt. Þess
í- stað hafa þau lagt allt kapp
á að útbreiða óhróður um ræð-
una og fundinn. Skyldi það líka
vera gert í þeim tilgangi að efla
þjóðareininguna og bjargfasta trú
manna erlendis á samheldni ís-
lenzku þjóðarinnar?
Nú ber þess vel að minnast, að
3 af 6 ráðherrum eru félagar í
Stúdentafélagi Reykjavíkur og
var þeim því innsrn handar að
mæta á fundinum og ræða m.'.lið.
Hvers vegna mætti enginn
þeirra? Eða töldu þeir málið út-
rætt af sinni hálfu eftir hin fjöl-
mörgu útvarpsávörp sem þeir
höfðu flutt um málið?
önnur hlið er til á þessu máli.
I máli sem landhelgismálinu
hljóta hin pólitísku samtök fólks-
ins í landinu að hafa alfa forystu.
Það var því þegar af þeirri
ástæðu eðlilegt, að einhver leið-
togi þeirra hefði framsögu í
málinu. Og hver skyldi þá
valinn: Sá sem hefir að baki
sér 42% þjóðarinnar, 19%, 18%
eða 15%.
Ef þjóðareining er fyrir hendi,
hvernig getur Stúdentafélag
Reykjavíkur hafa rofið hana með
þvi að fá forystumann stærstu
félagasamtaka þjóðarinnar til að
reifa málið á fundi sínum? Það
liggur ljóst fyrir, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sem aðrir flokkar
stendur einhuga að stækkun
landhelginnar. Þess vegna er tal
vinstri blaðanna um að Stúdenta-
félagið hafi rofið þjóðareiningu
út i hött og stórskaðlegt málstað
okkar í landhelgismálinu.
Hitt er svo annað mál, að Ólaf-
ur Thors var ekki sammála ríkis-
stjórninni í einu og öllu varð-
andi framkvæmd máisins t. d.
hvað snertir ,,Paynters“-málið.
En á að trúa því, að hinn minnsti
skoðanamismunur jafngildi land-
ráoum að áliti aðstandenda ríkis-
stjórnarinnár? Til eru fyrirmynd-
ir um slíkt í ýmsum þjóðfélög-
um. Sé þannig ástatt um þá
herra, sem hér ráða, þá eiga lýð-
ræðisfélög eins og Stúdentafélag-
ið verk fyrir höndum.
Neitun stjórnarliða í útvarps-
ráði virðist benda allhastarlega
til þess, að hér skuli ekki rikja
fullt mál- og skoðanafrelsi. Rök
þeirra fyrir neituninni eiga sér
enga stoð. Virðist neitunin aðal-
lega þyggð á því, að ágreiningur
ÆR
Nýlega var dregin til okkar
ær, sem við eigum ekki, mark:
sneitt fr. hægra, heilrifað bit
fr. vinstra. Sá, sem á þessa
kind, tali við undirritaðan og
sanni eignarrétt sinn. — Sig-
urður Gíslason, Hvaleyri, Hafn
arfixði. ■—
FORD '55
2ja dyra, sem alltaf hefur ver- *
ið í einkaeign, nýkominn til l
landsins og í mjög góðu lagi, I
til sölu og sýnis frá kl. 3—6
■að Grenimel 24, á morgun, — *
mánudag. — Veiðtilboð óskast. I
hafi verið um málið innan stjórn-
ar Stúdentafélagsins og því gerð
í minningu þeirra stúdenta, sem
ekki vildu una við lýðræðislega
afgreiðslu málsins. Þarf þetta eng
um að koma á óvart, því að hér
eru á ferðinni sömu mennirnir,
sem ekki vildu hiíta lögum og
reglum um kjör fulltrúa á þjóð-
þing íslendinga árið 1956.
Að gefnu tilefni skal það tek-
ið fram, að einu mennirnir, sem
gert hafa tilraun íil „byPingar"
í Stúdentafélagi Reykjavíkur
eru hinir svonefndu vinstri
menn. Arið 1953 gerðu þeir slíka
tilraun, sem mistókst hrapallega
og trúi því hve sem vill, að hún
hafi verið gerð í því augnamiði
einu að gera félagið að „ópóli-
tísku menningarfélagx" svo not-
uð séu þeirra eigin orð.
Samnefnari fyrir orð og skrif
þessara manna um Stúdentafélag-
ið og mál þess að ’indanförnu
er eftirfarandi klausa, sem
Hannes á horninu skrifar í Al-
þýðublaðið s. 1. sunnudag undir
nafninu „Gamall stúdent":
„Og síðan hafa stjórnendur
Stúdentafélags Reykjavíkur beitt
slíkri valdníðslu í félaginu að
tugir stjórnarmeðlima er ekki
höfðu sömu skoðun sáu sig til-
neydda að segja sig úr stjórn-
inni“.
Þeir, sem sagt hafa sig úr
stjórn Stúdentafélags Reykjavík-
ur frá upphafi eru samtals 2 —
tveir —.
Nýlenduvöravetzlun til sölu
Til sölu er fremur lítil nýlenduvöruverzlun á góð-
um stað í Reykjavík. Verzlunin hefir starfað lengi á
sama stað og er í fullum gangi. Hentugt tækifæri
fyrir mann til að skapa sér og fjölskyldu sinni at-
vinnu.
Þeir, sem kunna að hafa áhuga á þessu, sendi
afgreiðslu ÍVIbl. bréf með upplýsingum um nafn,
heimilisfang og símanúmer merkt:
„Nýlenduvöruverzlun — 7949“.
U ngíinga
vantar til blaðburðar í ettirtalin hverfi
Miðbceinn
Hringbraut
Nesveg
Seltjarnarnes (Skólabr.)
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Hið vel þekkta
heimapermanent
Fœst í flesfum
snyrtivöruverzlunum
um land allt
Þér, sem œtlið
að kaupa
eða selja bíl,
athugið að
flestir bílur,
sem eru til sölu
seljast hjá okkur
Látið
AÐSTOÐ
aðstoða yður
Bifreiðasalan
AÐSTOÐ
við Kalkofnsveg. Sími 15812.
Nýkomið:
bordbúnadur
Norti'kt silfurplett.
Vidar
Jðn SipunílGson
Skcrlýrípaverzlun
L. B. S. saumlausu
netnælonsokkarnir
max-g eftirspuiðu frá ísrael. —
Sokkarnir eru með tvöföldum
sóla.
LII.JUBÚÐ
Bergstaðastxseti 55.
Verzlunarstörf
Karl eða kona óskast í raf-
tækjaverzlun, gott kaup. Um-
sækjendur sendi mynd og gefi
upplýsingar um fyrri störf. —
Tilboð mex’kt: „Verzlunai'störf
— 7952“, sendist blaðinu.
Halló stúlkur
Ungur maður er á heima í
sveit, á stórt bú og nýjan bíl,
óskar eftir að kynnast góðri
stúlku á aldrinum 20—35 ára,
með hjónaband fyrir augum.
Má hafa eitt barn. Æskilegt
að mynd fylgi. Tilboð sendist
afgr. blaðsins rnerkt: „7948“.
ATHUGIÐ
að borið samar við útbi'eiðslu,
er la rgtum *»dýrrra aS auglýsa
t M.crgunblaðmu, en ) öðrum
blöóum. —
JHorgtttifcto&td
CUF/W EKK/ UÞÞ