Morgunblaðið - 12.10.1958, Qupperneq 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 12. okt. 1958
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
f'ramkvæmdastióri: Sigíús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
EIGA FRAMSÓKNARMENN AÐ
RÁÐA ALÞÝÐUSAMBANDINU?
UTAN UR HEIMI
Nokkur mælitækjanna í gervihnettinum
Á leið til tunglsins
AÐ er reynsla íslenzks
verkalýðs að langvarandi
völd og stjórnarforysta
Framsóknarflokksins hefur ævin
lega í för með sér erfiðleika og
bágindi fyrir allan almenning í
landinu. Þegar fyrsta vinstri
stjórn Hermanns Jónassonar
hafði farið með völd á árunum
1934—1939 hafði hallærisástand
skapazt á íslandi. Stórkostlegt
atvinnuleysi ríkti við sjávarsíð-
una, lánstraust þjóðarinnar var
þorrið og gengi krónunnar fallið.
Núverandi vinstri stjórn hefur
aðeins setið í rúm tvö ár við völd.
Á þeim stutta tíma hefir hún lagt
á almenning nýjar opinberar á-
lögur, sem nema nokkuð á annan
milljarð króna á ári. Hún hefitr
ennfremur framkvæmt dulbúna
lækkun á gengi íslenzkrar krónu
um 55%.
Krefst oddaaðstöðu í
Alþýðusambandsstjc*rn
Það er vissulega hlálegt, að
Framsóknarflokkurinn, sem allt-
af hefur verið verkalýð landsins
þyngstur í skauti cg tekið af
mestri ósanngirni á kröfum hans,
skuli nú krefjast þess að sér
verði fengin oddaaðstaða í stjórn
Alþýðusambands fslands, heildar
samtaka verkalýðsins.Það, sem er
ennþá furðulegra er þo það, að
kommúnistar, sem jafnan hafa
þótzt skeleggastir forystumenn
verkalýðsins, skuli hafa samið við
Framsóknarflokkinn um að veita
honum þessa aðstöðu.
Kommúnistar gera sér Ijóst, að
það er vonlaust fyrir þá að fá
meirihluta á Alþýðusambands-
þingi. Framsóknarmenn reyna þó
að hjálpa kommúnistum á alla
lund. En allt bendir til þess, að
sú hjálp muni ekki duga, enda e-
Framsóknarflokkurinn fylgisrýr
innan verkalýðssamtakanna, eins
og vænta mátti. En kommúnistár
og Tímamenn vilja samt ekki
gefast upp við að halda stjórn
Alþýðusambandsins Þess vegna
reyna þeir alls konar samninga-
makk til þess að tryggja áfrám-
haldandi úrslitaáhrif kommún-
ista á stjórn samtakanna.
Til þess á að nota
Dagsbrún
Kommúnistar ugga nú mjög að
sér í kosningum þeim, sem nú
fara fram í Dagsbrún á fulltrú-
um til Alþýðusamb.þings. Þeir
vita, að yfirgnæfandi meirihluti
verkamanna í félaginu fyririítur
og vantreystir Framsóknarfiokkn
um. Reykvískir verkamenn vita,
af sárbiturri reynslu, að Fram-
sóknarflokkurin níðist alltaf á
Reykjavík þegar hann getur og
þorir. Verkamenmrnir í Dags-
brún eru ekki ginnkeyptir fyrir
því, að fá verstu óvinum bæjar-
félagsins völdin í heildarsamtök-
um verkalýðsins. Þeir telja, að
auðvald SÍS, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur að sterkasta
vopni sínu, hafi orðið r.ægilega
sterka aðstöðu í þjóðfélaginu, þó
að þessi auðhringur leggi ekki
einnig undir sig st'órn heildar-
samtaka verkalýðsins.
Dagsbrúnarverkamennirnir
hljóta því að verða tregir til
þess að láta nota atkvæði sín
til þess að fá Framóknar-
flokknum úrslitaáhrif í stjórn
Alþýðusambands íslands.
Bjóðast nú til að svíkja!
Það sætir vissulega engri
furðu, að sú yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar í samningum at-
vinnurekenda við Dagsbrún að
kauphækkun Dagsbrúnarmanna
skuli að vörmu spori tekin af
þeim með hækkuðu verðlagi, hef
ur vakið mikla athygli, og andúð
verkamanna. Dagsbrúnarstjórnin
leynir Dagsbrúnarmenn þessari
yfirlýsingu, því vitanlega hafa
Eðvarð Sigurðsson og samstarfs-
menn hans í samninganefnd Dags
brúnar haft fulla vitneskju um
hana. Það er óhugsandi,
að sjálfur verðlagsmálaráðherr-
ann, forseti Alþýðusambands ís-
lands, Hannibal Vaidimarsson,
hafi svikizt um að skýra stjórn
Dagsbrúnar frá þessu samkomu-
lagi. Hafi hann gert það, er vand-
séð, hvernig nokkur verkamaður
eða verkalýðssinni getur treyst
þeim manni.
Kommúnistar hafa lagt mikið
upp úr þýðingu þess fyrir verka-
lýðinn að verðlagsmálin væru í
höndum forseta Alþýðusamoands
ins, sem einnig er þingmaður
kommúnistaflokksins og réð-
herra. Verkamenn hafa nú fengið
gott tækifæri til þess að sann-
reyna innihald þeirrar staðhæf-
ingar kommúnista. Það voru Her-
mann Jónasson og Lúðvík Jós-
efsson, sem gáfu þá yfirxýsingu
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að
kauphækkunin, sem Dagsbrún
knúði fram, skyldi þegar koma
fram í hækkuðu verðlagi. Vitan-
lega hafa þeir haft samráð um
þá yfirlýsingu við ráðherrann,
sem verðlagsmálin heyra undir.
En getur það verið, að hvorki
Lúðvík Jósefsson eða Hannibal
Valdimarsson hafi talið það ó-
maksins vert að láta stjórn Dags-
brúnar vita um þetta þýðingar-
mikla atriði? Það er frekar ólík-
legt.
En það er athyglisvert, að í gær
svara bæði Þjóðvxljinn og Tím-
inn uppljóstrun hinnar leynilegu
yfirlýsingar ráðherra sinna með
því að bjóðast til þess að svíkja
hana.M
Viðhorfið er þá þannig, að
fyrst svíkja kommúnistar
Dagsbrúnarmenn með því að
leyna þá samkomulaginu um
að kauphækkunin skuli þegar
koma fram í hækkuðu verð-
lagi. Þegar verkamenn fá hins
vegar að vita um Ieyniplaggið
og fyllast reiði og andúð á
framferði kommúnista og
Framsóknarmanna, þá bjóðast
málgögn þessara flokka til
þess að svíkja sjálft ieyni-
plaggið, yfirlýsingu sína um
að ka.uphækkun Dagsbrúnar-
manna skuli tekin af þeim með
nýjum verðhækkunum!
Hvar er æra þessara manna?
Hvernig geta þeir vænzt þess að
einn einasti heiðarlegur verka-
maður ljái þeim atkvæði sitt?
ÞAÐ VAR ÞOKA á Cape Cana-
veral í fyrrinótt, en kl. 3,42
(staðartími), þegar „Pioneer",
fjögurra þrepa eldflauginni var
skotið upp, birti yfir öllu um-
hverfinu. Bjartur glóandi strókur
stóð aftur úr eldflauginni, hún
var kyrr andartak, síðan tók hún
að lyftast hægt, jók stöðugt hrað
ann — og þegar hún hafði náð
um 20 m hæð komst fyrst skriður
á hana. Bjarminn barst í þok-
unni langar leiðir, það var eins
og hún flyti á jörðinni. „Pioneer"
var nú kominn af stað. Ekki hafði
skeikað nema um 10 sekúndur
miðað við fyrirfram gerða áætl-
un.
Þetta var önnur tilraun, sem
Bandaríkjamenn gerðu til að
koma gervitungli á braut um-
hverfis tunglið. Mikil var eftir-
vænting þeirra, sem biðu á Cape
Canaveral. Vísindamenn lásu
jafnóðum úr merkjunum, sem
bárust frá „Pioneer" og um-
hverfis stóðu samverkamenn. —
Dauðakyrrð rikti í sölum tilrauna
stöðvarinnar.
Innan stundar varð ljóst, að
eldflaugin var komin út af að-
dráttarsviði jarðar og var fyrsta
tæki gert af mannanna hönd-
Eldflaug bandaríska flughersins
sem flvtur gervihnöttinn á braut-
ina kringum tunglið.
um, sem kemst út í hinn raun-
verulega geim. Áður hafði Van-
guard-gervitunglið komizt hæst,
2.500 mílur út frá jörðu.
Skömmu eftir að eldflaugin
var komin af stað, var tilkynnt,
að hún hefði náð 25.000 mílna
hraða á klst. og væri á réttri
stefnu á hinni 221,000 mílna
löngu leið, sem framundan var.
Þegar eldflaugin var komin út
úr aðdráttarsviði jarðarinnar
hægði hún ferðina mjög. Ef
allt gengur vel er áætlað, að
eldflaugin verði í 50.000 mílna
fjarlægð frá tunglinu eftir 2‘/2
sólarhring.
------•
Framan á efsta þrepi eldflaug-
arinnar situr gervimáninn, ef
mána skyldi kalla, því hann er
keilulaga. Öll eldflaugin er sett
saman úr 300.000 einstökum hlut
um, og bili einn, eða samband
rofni í einni af þúsundum leiðslna
— þá fer allt út um þúfur. Öll
vegur eldflaugin 50 smálestir og
er 30 metra löng, en hún léttist
mikið áður en hún yfirgaf segul-
svið jarðar, því þá hafði hún
brennt nær tjllu eldsneytinu —
og losað sig við neðstu þrepin.
Sjálfur „gervimáninn“ vegur
um 40 kg., en tæplega helming-
ur þess er þungi mælitækjanna,
sem komið er fyrir inni í keil-
unni. Meðal þeirra tækja er
sjónvarpssenditæki, sem ætlað er
að senda myndir til jarðarinnar
af þeim helmingi tunglsins, sem
frá jörðu snýr og mannlegt auga
hefur aldrei litið. Enda þótt eld-
flaugin komist alla leið og gervi-
tunglið fari einnig á hina
ákveðnu braut umhverfis tungl-
ið, er engu hægt að spá um það,
| hvort þessi sjónvarpssending
tekst. Aldrei hefur gefizt tæki-
færi til þess að reyna sjónvarps-
sendingu í geimnum og verið get-
ur, að eitthvað það komi í ljós,
sem hindrar slíkar sendingar með
þeim tækjum, sem hér um ræðir.
Auk sjónvarpstækisins eru
margvísleg margbrotin mælitæki
meðferðis. Sumt það, sem rann-
saka á, er ofvaxið skilningi ann-
arra en þeirra, sem við þessi
fræði fást. Hins vegar verður
reynt að ráða margt, sem jarðar-
búar hafa oft velt fyrir sér —
t.d. hitastig á tunglinu, segulsvið
þess o. fl. Að vísu hafa vísinda-
menn komizt mjög nærri um
margt með fullkomnum tækjum,
en engan veginn eru þeir full-
vissir um að niðurstöður þeirra
séu laukréttar.
Þegar eldflaugin nálgast tungl-
ið verða vísindamenn að fylgj-
ast mjög nákvæmlega með ferð
hennar. Með nokkurra mínútna
millibili er staða „gervitungls-
ins“ reiknuð út — og í tiltekinni
fjarlægð frá tunglinu verður lítil
raketta á „gervitunglinu" tendr-
uð. Rakettan á að setja gervi-
tunglið inn á rétta braut um-
hverfis tunglið, því að annars
kæmist gervitunglið undir áhrif
aðdráttarafls þess — og félli
„til tunglsins“.
Þessi raketta verður tendruð
með sérstökum hljómerkjum
annaðhvort frá Cape Canaveral
eða rannsóknarstöð á Hawaii.
Rannsóknarstöðvarnar, sem fylgj
ast með ferð eldflaugarinnar eru
fjórar, sú þriðja er á Jodrell Bank
í Englandi. Milli allra þessara
staða er beint þráðsamband og
allar upplýsingar um ferðir eld-
flaugarinnar berast samstundis á
milli.
Á Jodrell Bank er geysimikill
„radíó-stjörnukíkir". Ytri sjón-
skífa hans er 250 fet á breidd.
Strax og eldflaugin kom upp fyr-
ir sjóndeildarhringinn frá stjörnu
kíkinum í morgun sást hún í
kíkinum. Var fylgzt nákvæmlega
með ferðum hennar þar til hún
hvarf aftur undir sjóndeildar-
hringinn, en í fyrramálið geta
vísindamennirnir aftur fýlgzt
með henni. Þessi „kíkir“ gæti
fylgt eldflauginni milljónir mílna
út i geiminn. Hann er jafnframt
þeim eiginleikum gæddur, að
samkv. mælingum hans er hægt
að reikna út hraða eldflaugar-
innar. Allar upplýsingar eru
Hluti af „þrlðja þrepinu" settur
á eldflaugina
sendar til Cape Canaveral, sem
síðan hefur samband við „raf-
magnsheila", sem reiknar á auga
bragði út stöðu eldflaugarinnar.
----—•
Þegar þetta er ritað heldur eld
flaugin enn stefnu sinni og má
ætla, að hún komist því klakk-
laust að tunglinu. Allt er nú kom
ið undir því, að vel takist til
þegar rakettan er tendruð.
En færi svo, að heppnin yrði
þá ekki með og gervitunglið
lenti á tunglinu! Vissulega yrði
það bandarískum vísindamönn-
um mikil vonbrigði. Ráðagerðir
um víðtækar rannsóknir á tungl
inu og vonir um mikilvægar upp-
lýsingar yrðu að engu um stund-
arsakir. Samt sem áður yrði sú
tunglför mikill, tæknlegur sigur.
Vafalaust mundu margir vilja
segja, að það væri stærsti sigur,
sem maðurinn hefur unnið á vís-
indabrautinni.