Morgunblaðið - 18.10.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.10.1958, Qupperneq 8
8 MORGVHBL401» Laugardagur 18. okt. 193t Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framk væmdastióri: Sigfús Jónsson. ASairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími ?.J045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. // EG ER EKKI UNGVERJI // UTAN UR HEIMI EGYPTA* LAND L 01 HIFRAMLEI05LA -19? 7 1 Mli I l 1 N KUWAIT - furstadæmið, sem flýt- ur á olíu og þakið er peningum EINN af framámönnum komfnúnista hefur ný- lega skrifað nokkrar greinar í Þjóðviljann til að rugla fyrir mönnum um, hvert sam- band sé á milli landhelgismáls- ins og aðildar íslendinga að At- lantshafsbandalaginu. í einni greininni vitnar hann til frétta- skeytis sem birt var í Morgun- blaðinu 5. sept. sl. og hófst á þessa leið: „Fréttamaður Reuters í Reykja vík átti í dag samtal við Lúðvík Jósefsson og spurði hann m. a. hvort íslendingar mundu fara úr NATO vegna landhelgisdeilunn- ar. Ráðherrann svaraði því til, að það væri heimskulegt að blanda saman landhelgisdeilunni og aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu“. Hinn kommúníski áróðursmað- ur segir af þessu tilefni: „Ég beið lengi vel eftir leið- réttingu ráðherrans á þessari frétt, þar sem ég átti bágt með að trúa að allskostar rétt væri með orð hans farið. En sú leið- rétting lét á sér standa.“ Síðar segir hann: „Það varð mér því mikið gleði- efni, þegar viðtal við ráðherrann birtist í Þjóðviljanum fyrir skömmu, þar sem hann greindi frá ferð sinni norður og austur um land og tók undir kröfur fólksins þar um að----------að- ildin að NATO „(skyldi)“ endur- skoðuð". Af þessum orðum er ljóst að það eru fleiri en andstæðingar kommúnista, sem þykir tvísögli sjávarútvegsmálaráðherra ís- lands færandi í frásögur. Enda er undantekning, að hann komi svo við mál, að hann sé ekki staðinn að beinum ósannindum, gefi yfirlýsingar, sem með öllu eru ósamrýmanlegar, eða lýsi sjálfan sig reiðubúinn til að hlaupa frá eigin orðum, hvenær sem honum þykir henta. Þetta eru þau kynni sem lands lýðurinn hefur fengið af Lúðvík Jósefssyni. Flestum þykja þau býsna dapurleg. Hinn kommún- íski hugsunarháttur lýsir sér vel í því, að einum af framámönn- um þeirra skuli þykja það „mik- ið gleðiefni“, þegar hann stendur átrúnaðargoð sitt að ósamrým- anlegri tvísögli. Framferði Lúðvíks og gleðióp aðdáandans, hvort tveggja er sprottið ai somu rót. Þessir menn eru sennilega ekki verri menn en aðrir, en þeir hafa gerzt fangar hinna kommúnísku kenn- inga og hugsunarháttar. Þar þykir sjálfsagt, ef það þjóni mál- staðnum, að nota orðin ekki til að skýra mál eða binda sjálfan sig, þó að sauðsvartur almúginn ætli svo, heldur til að villa um fyrir honum og blekkja eftir flokksins þörfum. Dæmi þessa hugsunarháttar sést í annarri grein hins um- getna framámanns kommúnista. Hann telur andstæðinga sína munu mótmæla sér og segja: „Hann níðist á ungverjum! hann vill reka íslendinga í þræla- búðir!“ Þessu svarar hann sjálfur: „En nú vill svo til, að ég er íslendingur en ekki ungverji og hlýt í þessu falli að miða við það.“ Þó þykist hann sízt mundi verða öðrum „auðmjúkari", „færu rússar hins vegar að sýna sig í því að kaupa upp landið okk ar undir setulið eða senda bryn- dreka sína cil verndar veiðiþjóf- um á hafinu í kringum það.“ „Það er tilgangslaust að metast á um það, hvort verra sé austur eða vestur“. Sjaldan hefur kaldranalegri né fávíslegri yfirlýsing sézt í ís- lenzku blaði en þessi. Athæfi Breta gegn íslending- um nú verður ekki nógsamlega fordæmt enda er það í senn of- beldi og heimska. En engum óbrengluðum manni getur komið til hugar að líkja því við fram- ferði Rússa gegn Ungverjum. Ef ísland væri austan járntjalds og hefði lent í slíkri deilu við höfuðríki þar og við höfum nú lent við Breta, hefði hvorki þurft að spyrja að leik né leikslokum. Það er eingöngu af því, að við þurfum ekki að óttast örlög Ung- verja að við höfum von um sig- ur að lokum. I rauninni setjum við alla okkar von á þá stað- reynd, að við erum staddir þar á heimskringlunni, sem réttur- inn er talinn mættinum æðri. Ef við værum í sporum Ung- verja, mundi hugdirfð hinnar kommúnísku kempu skipta litlu máli. Gengi hann ekki ásamt flokksbræðrum sínum í þjónustu kúgara eigin þjóðar, mundi hann eiga fótum fjör að launa, enda hið skjótasta reyna að flýja í skjól þeirra, sem hann nú burð- ast við að atyrða með ýmiss kon- ar kringilyrðum. En reisn hugsunarháttar hans má marka af því, að hann fær ekki af sér eins og aðrir að skrifa nafn eigin þjóðar — hvað þá annarra — með stórum staf. Allt á að vera sem auvirðilegast og þess vegna skrifa „íslendingar". ★ Sem betur fer hugsar megin þorri íslendinga á allt annan veg. Eðlilegt er að gremja ríki nú í hugum manna vegna afskipta- leysis Atlantshafsbandalagsins af herhlaupi Breta hingað til lands. En þá gæta menn þess ekki sem skyldi, að það var einmitt fyrir tilverknað kommúnista, að kom- ið var í veg fyrir, að fylgt yrði tillögu Sjálfstæðismanna um raunhæfar ráðstafanir til að stöðva herhlaupið, með því í tíma að kæra Breta fyrir At- lantshafsráðinu og heimta ráð- herrafund um málið. Þá sagði Lúðvík Jósefsson: — Atlants- hafsbandalagið kemur hér alls ekki við sögu. Allir skyni bornir menn máttu sjá þá þegar, að þessi yfirlýs- ing var gefin gegn betri vitund. En hún réði úrslitum um gerð- ir ríkisstjórnarinnar. Með á- kvörðun sinni þá lék Guðmund- ur í. Guðmundsson hrapallegar af sér í hendur kommúnista en nokkurn hefði getað órað fyrir. Ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Kommúnistar gerast og vafalaust sekir um oftrú á skiln- ingsleysi almennings, þegar þeir hvetja menn til andvaraleysis í utanríkismálum undir kjörorð- inu: Ég er ekki Ungverji. Á engan hátt geta þeir betur en með því að taka sér þau orð í munn, rifjað upp fyrir mönn- um hættuna, sem fylgir því að trúa fagurgala þeirra, sem ekki svífast að svíkja orð og eiða, hvenær sem þeir telja sér henta. ÞETTA er saga um lítið land, sem margir girnrast, Nasser ein- ræöisherra þó mest, enda hefur hann gilda ástæðu til þess. Furstadæmið Kuwait er ævin- týralega auðugt land. Þar er um f jórðungur allra olíulinda heims- ins. Það er þriðja mesta olíu framieiðslulandið utan- járn- tjaldsins, aðeins Barrdaríkin og Venezúela eru því fremri. Oliuframleiðsla hlutlausu svæð- anna sem Kuwait ræður á- samt Saudi-Arabíu er ekkj talin með framleiðslu Kuwait. Kuwait mætti kalla drauma- land olíukónganna. Olían gýs úr iðrum jarðar án þess að svo mik- ið sem ein dæla sé í gangi. Og þarna er grunnt á olíunni, óveniu grunnt. Látlaust streymir olian í víðum leiðslum til hafnar — og svo hefur móðir náttúra búið um hnútana, að óvíða í þessum heimshluta er jafndjúpt og ein- mitt við Kuwait. Þar geta stærstu olíuflutningaskip heims athafnað sig. Allur þessi olíustraumur er Vesturveldunum mjög mikiivæg ur, sérstaklega Bretlandi. -¥■ Segja má, að olían í Kuwait sé Bretlandi lífsnauðsyn, eins og nú standa sakir. Meira en hslm- ingur olíunnar, sem notuð er á Bretlandseyjum, kemur frá þessu litla furstadæmi. Og Bret- ar geta hér greitt með sterlings- pundum í stað dollara, sem alls staðar er nú krafizt og enginn á of mikið af. Þannig spara Bret- ar sér 1 billjón dollara árlega. Jafnframt er það ekki svo lítil búbót fyrir Breta, að meira en þriðjungur olíutekna auðugri manna í Kuwait er lagður í banka í Bretlandi. Og tekjur olíufélags- ins, sem Bretar og Bandarikja- menn eiga í sameiningu, eru eng- ar smáupphæðir. Þetta skýrir vel vegna hvers Bretar vilja ógjarnan missa olí- una frá Kuwait, sem þe:r eru bundnir til þess að verja samkv. samningi við furstadæmið. -¥- En hvað um þessar 200,000 hræður, sem byggja furstadæm- ið? Hvað fá þær? Fyrir átta árum var olían í Kuwait aðeins draumur fátækra og illa klæddra Araba. Landið var hrjóstrugt, einstaka vinjar hér og þar, íbúarnir lifðu við sult og seyru og áttu lítið annað en úlfalda sína og lítil hreysi. Þá komu brezku og bandarísku olíu félögin til sögunnar og eftir skamma olíuleit kom í Ijós, að furstadæmið flaut svo að segja á olíu. Og nú er öðru vísi umhorfs í Kuwait, landið hefur tekið mikl um stakkaskiptum — þökk sé olíugróðanum, sem streyrmr stríð um straumum inn í landið, mill- jón dollara á dag. * Nýtízku byggingar hafa hvar- venta risið, götur eru malbikaðar og umferðarkliðurinn sem í stór borgum. Nú er 1 bifreið á hverja níu ibúa furstadæmisins og þeim fer sífellt fjölgandi (aðallega bil- unum), verzlanagluggar eru full- ir af alls kyns munaðarvarningi, sem prýðir verzlanir stórþorga á Vesiurlöndum. ★ Atvinnuleysi er líka óþekkt fyrirbrigði í Kuwait nú orðið. Og betlrarar, sem eru f jöln.ennir í j öilum Arabaríkjunum, sjást nú ekki lengur í furstadæminu. — Fólkið græðir á tá og fingri, skatt arnir íþyngja ekki íbúunum, því að þeir eru engir. Skipulag heilbrigðismála og alls kyns opin ber þjónusta er hin fremsta sem um getur. Sjúkrahúsin í Kuwait eru þau fullkomnustu og beztu í heimi og öll læknishjálp er þar ókeypis. Þú getur fengið falskar tennur eða legið í sjúkarhúsi í heilt ár án þess að greiða eyri fyrir. ★ Sama er að segja um skólana. Þeir eru búnir hinum fullkomn- ustu kennslutækjum, sem völ <*r á Skólagjöld eru engin, meira að segja er nemendum greidd þóknun í ýmsum myndum fyrir að vera í skólanum, en þeir verða líka að læra. Vegna hinnar mikiu atvinnu og auðfenginna stór- tekna, freistast margir strákling- ar til þess að fara úr skóia straí og þeir teljast fullgildir verka- menn. Ríkið launar þeim þess vegna vel, sem leggja stund á framhaldsnám og sérmenntun. Hundruð ungra manna eru send til Vesturlanda til frekan menntunar og aðstandendur þeirra þurfa ekki einu sinni að kaupa þeim tannbrusta hvað þá meira. Olían borgar brúsann. Atvinnuleysi er ekkert, eins og fyrr segir. íbúarnir hafa flestir gefið upp alla forna atvinnuvegi. Perlukafarar eru nú t- d. orðnir sárafáir. Þeir vinna annaðhvort við olíuiðnaðinn, eru í lögregl- unni eða í sjálfboðaliðahernum, þar sem launin eru töluvert hærri en t. d. í Bandaríkjaher. Eins og nærri má geta er Kuwait hið fyi- irheitna land atvinnuleysingja úr fjölmörgum löndum. íbúar fursta dæmisins ganga að vonum fyrir allri vinnu, en stöðugt fleiri út- lendingar setjast þar nú að og vinna sér inn mikla peninga. -¥- Stjórnin hefur gert mikið til þess að ýta undir íbúðabygging- ar. Fólk, sem hingað til hefur búið í hálfgerðum hreisum, er verðlaunað fyrir að jafna þau við jörðu og styrkt til að reisa nýtízku íbúðarhús. í borgunum hafa lóðirnar stigið mjög í verði. í höfuðborginni Kuwait er fer- fetið við aðalgöturnar nú selt á sem svarar 100 dollurum. Maður nokkur, sem keypti landskika þar fyrir 200 dollara árið 1953, seldi hann fyrir skemmstu á 200.000 dollara. ¥ Ríkisstjórnin eyðir fé í gríð og erg og átti framan af fullt í fangi með að eyða olíugróðanum jafn óðum. Nú er unnið að hafnar- mannvirkjum, sem kosta eiga 80 milljónir dollara. Stækkun hafn- arinnar í höfuðborginm er nauð- synleg, því olíuskipunum fjölgar stöðugt og þau stækka. Á næsta árj á að hefja byggmgu breiðvegs sem tengja á írak og Kuwait. Og árið 1960 verður hafizt hand'. um byggingu alþjóðaflughafnar, sem verður ein hin fullkomnasta i heimi. -¥- Nú er peningaflóðið til Kuwait slíkt, að stjórnendur eru ekkert hræddir við að leggja í slík fyr- irtæki. Því er treyst, að tekj- urnar verði hinar sömu um aidur og ævi. Ríkisstjórnin ákveður ein faldlega hvað gera þurfi og fé er samstundis veitt til fram kvæmdanna. Fjárhagsáætlun rík isins eða fjárlög eru óþekkt fyr- irbrigði í Kuwait. Þrátt fyrir hálf heimskulega eyðslu á mörgum sviðum vegnar Kuwait sífellt bet- ur. En margt þykir nú benda til þess, að lakari tímar séu fram- Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.