Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIb
L.augardagur 18. okt. 1958
Eftirlitsmann með
Veitingarstorfsemi
vantar nú þegar. Umsókn og upplýsing-
ar sendist á afgr. Mbl. fyrir 24. okt.
merkt: „Veitingarstarfsemi — 7010“.
Aðstoðarráðskona
óskast að heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lags fslands í Hveragerði.
Upplýsingar á staðnum.
Náttúrulœkningafélag íslands
Piltur eða stúlka
óskast til innheimtu og sendiforða hálfan
eða allan daginn.
Friðrik Bertelsen & Co. hf.
Mýrargötu 2.
TILKYNNING
Nr. 27/1958.
Innílutningsskrifstofan hefir ákveðið að framlengja
fyrst um sinn ákvæði tilkynningar nr. 21 frá 8. sept-
ember 1958 um undanþáguverð á nýrri bátaýsu þar
sem sérstakir örugleikar eru á öflun hennar.
Reykjavík, 15. október 1958.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Tilboð óskast í eftirfarandi trésmíðavélar:
1 Combinered sænsk „JONSEREDS", 60 cm. hefill, af-
réttari og þykktarhefill, fræsari, hjólsög, borvél og
smergel. 1 Bandsög, 16”. 1 Handpússvél. 1 Lakksprauta.
5 blokkþvingubúkkar.
Til sýnis á Njálsgötu 10A — Sími 1 42 99.
AMERÍSKAR
LITABÆKUR og
DÚKKULÍSUBÆKUR
teknar upp í dag. Mikið úrval.
PLAST
í metravís mjög smekkleg munstur
ódýrt.
NÁTTFATAEFNI
óvenju fölbreytt úrval.
Óþarfi að ómaka sig niður í bæ, því hjá okkur
er vöruúrvalið.
Ávallt eitthvað nýtt á boðstólum.
Leiðin liggur til okkar.
LœkjcrbúðinÍ (
LAliGARNESVEGt Vji
Rngnheiður Jónsdóttir og Tómns
Guðmundsson Sútarnbúðum
Af mæliskveðj a
HINN 18. október árið 1957 átti
Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrver-
andi ljósmóðir frá Kjós í Grunn-
arvíkurhreppi áttræðisafmæli. —
Rúmum tveimur mánuðum síðar,
hinn 26. desember, átti maður
hennar Tómas Guðmundsson fyrr
verandi hreppstjóri sjötugsaf-
Ragnheiður Jónsdóttir
Tómas Guðmundsson
dúk og disk, sem þessi stutta
afmæliskveðja til þeirra er rituð.
Ragnheiður og Tómas bjuggu í
áratugi góðu búi í Kjós í Hrafns-
firði. Húsfreyjan var ljósmóðir
og þjónaði um 50 ár einhverju
erfiðasta ljósmóðurumdæmi lands
ins. Hlaut hún fyrir þau störf
sín vináttu og virðingu allra
hreppsbúa sinna og allra er til
hennar leituðu. Kjarkur og dugn-
aður Ragnheiðar í Kjós var með
eindæmum. Hún lét hvorki stór-
hríðar á fjallvegum né storma
á sjó aftra för sinni ef skyldan
kallaði. Og heima á búi sínu var
hún skörungur til vinnu. Gest-
risni hennar og Tómasar síðari
manns hennar var og viðbrugðið.
Fyrri maður hennar var Guð-
bjartur Kristjánsson frá Kollsá.
Áttu þau tvö myndarleg börn.
Missti hún hann á miðjum aldri.
Framkoma þessarar þrekmiklu
konu, sem ævinlega er boðin og
búin til líknar og hjálpar mót-
ast fyrst og fremst af ró, festu
og yfirlætisleysi. Það eru megin-
einkenni Ragnheiðar frá Kjós.
Allur yfirborðsháttur er henni
fjarri skapi.
— Ólafur Finsen j
Framh. af bls. 6.
embættis, hafa reynzt hin farsæl-
ustu.
Hann var kvæntur ágætri
konu, Ingibjörgu ísleifsdóttur,
prests í Arnarbæli Gíslasonar.
Var Ingibjörg kona miklum kost-
um búin, fríð og gjörvileg. Hún
lézt 18. febrúar, árið 1936.
Varð þeim hjónum átta barna
auðið og eru fimm þeirra á lífi:
ísleifur Gísli, forstjóri Við-
tækjaútsölunnar í Reykjavík,
kvæntur Svövu Sigurðardóttur.
Hendrikka Andrea, gift Jóni
Sigmundssyni, sparisjóðsgjald-
gjaldkera.
María Ása, gift Ólafi B.
Björnssyni, ritstjóra og bókaút-
gefanda.
Svafa, gift Ingólfi Jónssyni,
verzlunarst j óra.
Niels Ryberg, gjaldkeri, tví-
kvæntur; fyrri kona Lilja Þór-
hallsdóttir, dáin 1946. Seinni
kona: Jónína Norðdal.
Börn þeirra, sem látin eru:
Ólafur Pétur, lézt 11. ágúst
1917.
Karitas, sem lengi stóð fyrir
búi föður síns eftir lát móður
sinnar, lézt 25. ágúst 1956.
Björn dó á unga aldri.
Ég, sem þessar línur rita, kveð
minn góða og hollaráða vin
hinztu kveðju og þakka honum
heilshugar áratuga tryggð og vin
áttu, er mér getur aldrei úr
minni liðið.
Pétur Ottesen.
★
KYNSLÓÐIR KOMA, kynslóðir
fara. Einn eldri kynslóðarmanna,
Ólafur Finsen, fyrrverandi hér-
aðslæknir á Akranesi, hefir kvatt
samferðamenn sína og lokið löng
um og starfsríkum ævidegi. Hann
varð 91 árs 16. september sl.
Finsen átti því láni að fagna, að
halda góðri heilsu lengst af æv-
innar, enda þótt síðustu árin
ætti hann við nokkra örðugleika
að stríða hvað sjónina snerti, og
hún horfin síðustu misserin. Á
yngri árum var Finsen mikill
íþróttaunnandi og varð fyrstur
Húsnæði
Til leigu er 360 ferm. hæð í nýju húsi í Austur-
bænum. Húsnæðið er mjög hentugt fyrir iðnað eða
sem vörugeymsla. Allar nánari upplýsingar í síma
34389.
TIL SÖLU!
Tveggja herbergja íbúð á mjög fögrum
stað í Kópavogi til sölu.
Upplýsingar í síma 24552.
PILTUR
15—17 ára áreiðanlegur og reglusamur óskast nú
þegar.
Verzl. Kristins Guðnasonar
Klapparstíg 27.
Þau hjón, Tómas og Ragnheið-
ur eru mjög samhent. Farnaðist
þeim vel búskapurinn og komust
vel af. Fyrir nokkrum árum
fluttu þau búferlum frá Kjós út
í Grunnavík. Settust þau fyrst
að á Sútarabúðum en bjuggu síð
an um skeið á Stað, hinu gamla
prestsetri og höfuðbóli. Nú hafa
þau aftur sezt að á Sútarabúð-
um og hafa búið þar vel um sig.
Tómas gegndi um árabil hrepp
stjórastarfi í Grunnavíkurhreppi,
enda hinn áreiðanlegasti og traust
asti maður.
Vinir og vandamenn þessara
heiðurshjóna, börn og fóstur-
börn, þakka þeim liðinn tíma,
alla ástúð, tryggð og vináttu um
leið og þeir óska þeim gleði- og
gæfuríkra elliára. SBj.
hér til að koma af stað leikfimi-
flokki og kenndi þar sjálfur.
Var hann því fyrsti leikfimi-
kennari á Akranesi. Hann var
ætíð léttur í spori og áhuginn
bar hann hálfa leið. Þótt aldur-
inn væri orðinn hár, fór Fin-
sen samt gönguferðir fram und-
ir það síðasta. Heimsótti þá börn
sín og tengdasyni, sem ætíð var
mikið ástríki með. Og síðast þeg-
ar hann var búinn að tapa sjón-
inni gekk hann samt út með að-
stoð barna og barnabarna. Það
var ætíð jafnánægjulegt að mæta
þessum aldna, háttvísa manni,
sem stöðugt var glaður, með vak-
andi hugsun. Á síðasta afmælis-
degi sínum, var Finsen glaður og
hress og talaði um nýrri og eldri
viðburði. Kærast var honum þó,
að minnast skólaáranna og sinna
gömlu félaga þaðan, sem hann
hafði við marga hverja bundið
ævilangri tryggð, enda var hann
óvenjulega vinafastur og trygg-
lyndur. Ég minnist sérstaklega
þegar einn af skólafélögum hans
og vinum, Steingrímur Jónsson,
fyrrv. bæjarfógeti á Akureyri,
heimsótti hann fyrir nokkrum
árum, hve samfundir þeirra voru
innilegir. Þeir höfðu þá ekki sézt
í mörg ár, en í skóla verið sér-
staklega nánir vinir. Meðal ann-
ars höfðu þeir verið saman í
söngfélagi gamla Latínuskólans,
enda báðir góðir söngmenn. Fin-
sen var sérlega söngnæmur og
hafði mikla ánægju af góðum
söng og hljómlist. Hann bcitti
sér fyrir stofnun fyrsta karla-
kórs hér á Akranesi og vann mik-
ið að eflingu sönglífs, á sínum
tíma. Það mátti víst yfirleitt
segja um Finsen, að hann iét
flest menningar- og umbótamál
til sín taka og léði þeim lið sitt
og var frumkvöðull margra.
Þessi kveðja til vinar míns,
Ólafs Finsen, er ekki ætluð til
þess að rekja ævi- né starfssögu
hans. _Það munu sjálfsagt aðrir
gera. Ég vil aðeins skrifa nokkur
þakkarorð fyrir sérstaka vinsemd
til okkar hjónanna. Við kynnt-
umst honum fyrst er við flutt-
umst hingað fyrir tæpum tólf
árum. Þá var Finsen að verða
áttræður. Ég gleymi ekki þeim
alúðlegu og elskulegu viðtökum,
þegar hann fyrst bauð mig vel-
kominn til starfs hingað. Mér
hlýnaði sannarlega í huga og
hjarta. Hann þekkti þó hvorugt
okkar hjóna, en af vináttu hans
við tengdaforeldra mína fannst
honum sjálfsagt, að hún einnig
næði til okkar. Slíkur var hans
hugsunarháttur og ræktarsemi.
Það eru eiginleikar sem eldri kyn
slóðin tamdi sér meira en nú-
tímamenn. Heimili Finsens, var
hið fyrsta sem fjölskylda mín
kom á, hér á Akranesi. Það var
jafngott að koma þangað fyrst,
eins og síðar. Gestrisni og alúð
skipuðu þar öndvegi. Áhugamál-
in til umræðu ætíð nóg, enda
fylgdist hann vel með viðburðum
til síðustu stundar.
Akranessbær hefir mikið að
þakka þessum merka borgara
sínum, sem hann árið 1947 gerði
að heiðursborgara, til þess að
votta honum virðingu sína og
þökk. Við hjónin minnumst hans
í þakklæti, sem ljúfs vinar og
vottum ástvinum samúð okkar.
Karl Helgason.