Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. okt. 1958
MORCVISBLAÐIL
II
Við venjulegar aðstœður verður íslenzk
landhelgisgæzla að geta haldið uppi lög-
ákveðinni réttarvörzlu
Nauðsynlegt að afla
sjóði nýrra tekna
Rœða Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi
við umrœður um tillögu Sjálfstœðis-
flokksins um aukna landhelgisgœzlu
og bátavernd
Á ÞESSU ári eru 45 ár liðin síðan
baráttan fyrir íslenzkri land-
helgisgaezlu var fyrir alvöru haf-
in. Þingi og þjóð var þá orðið
ljóst að ekki yrði til frambúðar
við það unað að Danir færu með
þann þátt íslenzkrar réttarvörslu,
sem fólgin var í gæzlu landhelg-
innar. Rányrkja grunnmiðanna
stefndi lífshagsmunum lands-
manna í geigvænlega hættu.
Frv um Landhelgissjóð
íslands
Árið 1913 flutti þáverandi þing
maður ísafjarðarkaupstaðar, séra
Sigurður Stefánsson í Vigur,
frumvarp um stofnun Landhelgis
sjóðs íslands. Var aðalatriði þess
það, að af sektarfé fyrir ólöglegar
veiðar í landhelgi skyldi stofna
sjóð er nefnist Landhelgissjóður
íslands. ’Skyldu 2/3 hlutar sektar
fjársins og jafnhár hluti af nettó-
andvirði afla og veiðarfæra land-
helgisbrjótanna renna í þennan
s.ióð. Ennfremur skyldi ríkissjóð-
ui leggja sjóðnum til nokkurt
framlag á ári.
Landhelgissjóðnum skyldi var-
ið til eflingar landhelgisvörzlu
íslands fyrir ólöglegum veiðum.
Frumvarp þetta fékk mjög
góðar undirtektir á Alþingi og
var samþykkt nær óbreytt í báð-
um þingdeildum og afgreitt sem
lög á þesu sama þingi. Má segja
að með því hafi grundvöllur ver-
ið lagður að þeirri mikiivægu
breytingu að íslendingar tækju
landhelgisgæzluna í eigir. hendur.
Með þeirri ráðstöfun á sektarfé,
sem hin nýju lög gerðu ráð fyrir,
var fenginn tekjustofn, sem skap
aði möguleika á skipakaupum ís-
lenzkrar landhelgisgæzlu.
Áður en ég rek nokkuð þróun
hinnar íslenzku landhelgisgæzlu
vildi ég leyfa mér, með leyfi
hæstvirts forseta, að lesa hér
stuttan kafla úr ræðu flutnings-
manns fyrrgreinds frumvatps við
1. umræðu þess í háttvirtri efri
deild árið 1913. Með þeim um-
mælum er varpað nokkru ljósi
yfir aðstæðurnar í þessum mál-
um fyrir tæplega hálfri óld, þeg-
af þjóðin var að hefja baráttu
sína gegn rányrkjunni og fyrir
vernd íslenzkra fiskimiða. Undir-
tektir Alþingis undir frumvarpið
um stofnun landheigissjóðs ber
einnig glöggt vitni um þá fram-
sýni sem mótaði afstöðu þingsins
í þessu stórmáli. Fyrsti flutnings-
maður frumvarpsins komst m. a.
að orði á þessa leíð:
Eðlilegt að fólki sárni
„Það eru veiðispell botnvörp-
unganna í landhelgi, sem er aðal-
atriðið. Vegna þeirra er hin mesta
nauðsyn á, að grunnmiðin séu
vernduð sem allra bezt. Þess eru
óteljandi dæmi, að botnvörpung-
ar hafa með lögbrotum sínum
. gjörspillt veiði landsmanna 'á
landhelgissvæðinu. Þótt ágætur
afli hafi verið á grunnmiðum,
hefur hann horfið með öllu, þeg-
ar botnvörpungar komu þangað.
Þetta stafar eigi svo mjög af því,
að fiskurinn fælist botr.vörpung-
an. heldur hinu, að þeir sópa
botninn á fáum dögum. svo að
enginn fiskur er þar eftir. Ég
veit, að margir greindir gamlir
fiskimenn vestra halda þessu
fram. Það er eðlilegt, að fólki
sárni, að sjá öllum aflanum ger-
spillt á 3 til 4 dögum á þeim
einu sviðum, er bátar geta sótt
fisk á. Þetta gerir landheigisveið-
um ómetanlegt tjón.
Ég hygg því, að allir verði sam-
dóma um nauðsyn landhelgis-
varna. Bátaútgerðinni riður ákaf-
lega mikið á henni.
Ónógar landhelgis-
varnir
Til þessa höfum vér ekki þótt
svo efnum búnir, að vér gætum
tekið landhelgisvarnir vorar að
oss. Danir hafa, sem kunnugt er,
haft þær á hendi og notið hlunn-
inda frá oss í staðinn. Þeir mega
veiða hér í landhelginni sem
landsins eigin börn, og þeir hafa
auk þess fengið nokkurt fé fyrir.
En þessi vörn þeirra hefur alia
tíð verið ófullkomin og ófull-
nægjandi, og hún verður það æ
því meir, sem botnvörpuútvegur-
inn vex. Ég hef énga trú á því,
að Danir vilji leggja fram meira
fé til þessara varna, en þeir hafa
gert til þessa. En þá liggur fyrir
sú spurning, hvort vér eigum enn
árum saman að horfa upp á það,
að grunnmiðum vorum sé spiilt
án þess að hefjast handa til þess,
að létta af landinu slíkum ófögn-
uði. Mér finnst þingið ekki geta
lengur hlýtt allsendis aðgerðar-
laust á hinar sáru kvartanir þjóð-
arinnar eða sjómannastéttarinnar
um veiðispeliin í landhelgi vegna
ónógrar landhelgisvarna: Það hef ,
ur oft verið sagt, að það mætti
koma þessum vörnum við á óaýr-
ari hátt, en Dönum hefur tekizt.
En löggjafarvaldið hefur aldrei
gert neitt verulegt í þessu efni
né hafizt handa til að taka að
sér varnirnar. Af þessum ástæð-
um, sem nú eru taldar, hef ég
leyft mér að bera frumvarp þetta
fram fyrir hina hv. deild. Hér er
nú að vísu ekki farið fram á, að
þingið hefjist handa til svo
skjótra framkvæmda í þessu
máli, sem æskilegast hefði verið,
heldur aðeins, að vér nú þegar
gerum ráðstafanir til þess að geta
innan skamms búið oss undir, að
hafa hönd í bagga með iandhelgis
vörninni. Og mér þótti þá liggja
beinast við, að nota fé það, er
landsjóður fær sem sektarfé fyrir
brot gegn lögum um botnvörpu-
veiðar í landhelgi. Það má ef til
vill segja, að það sé ekki mikið fé,
sem fæst með frumv. þessu, þó
að lögum verði. En ég vona, að
eigi líði á mjög löngu, áður en
vér getum tekið til starfa. Þetta
sektarfé hefur veirið æðimtkið
sum árin. Ég hef fengið skýrslu
frá stjórnarráðinu um þessar
sektir. Síðan um aldamótin hafa
þær numið 322.237 kr. Það er
auðsætt, að ef fé þessu hefði frá
íbyrjun verið ráðstafað eins og
fram á er farið í frv. þessu. þá
hefðum vér nú getað tekið all-
verulegan þátt í landhelgisvörn-
inni.
Landhelgis-
MikiS í húfi
Það er ákveðið með lögum 10.
nóv. 1901, að Vs hluta botnvörpu-
sektanna gangi í Fiskveiðasjóð
íslands. Þessu er ekki breytt í
frumvarpi mínu, heldur ætlazt til
að afgangurinn, % renni í Land-
helgissjóð íslands.
Alþingi getur sjálft ráðið því,
hvenær sjóður þessi tekur til
starfa. En ég tel engan vafa á,
að landið geti tekið þátt í strand
gæzlu eftir 5—6 ár, ef sektirnar
verða svipaðar og að undanförnu.
Sigurður Riarnason
Mér hefur verið sagt af mönnum,
er kynnt sér hafa þetta mál, að
það mætti betur verja landið en
nú er gert með tveimur skipum
með botnvörpungsstærð. Þótt
kostnaðurinn við þetta kunni að
þykja mikill, þá er hins vegar
svo mikið í húfi, að mönnum má
ekki vaxa þetta of mjög í augum,
og það er með öllu óviðunar.di,
að horfa fram á ókomna tímann,
ef ekki er gert eitthvað til að
kippa þessu í lag“.
Þetta voru ummæli þingmanns
ísafjarðarkaupstaðar á Alþingi
árið 1913. Hann lýkur máli sínu
með því að benda á, að þótt kostn
aðurinn við íslenzka landhelgis-
gæzlu kunni að þykja mikill, þá
sé hins vegar svo mikið í húfi
að með öllu sé óverjandi að het'j-
ast ekki handa um framkvæmdir
i málinu.
Merkilegt gæfuspor
Það sannaðist fljótlega að stofn
un Landhelgissjóðsins var hið
mesta gæfuspor. Tekjur sjóðsins
reyndust alldrjúgar meðan ís-
lendingar höfðu engan eða litinn
kostnað af gæzlunni og þjóðin
eignaðist fyrstu varðskip sín fyr-
ir fé úr landhelgissjóði.
Með Sambandslögunum 1918
var svo ákveðið að Danir skyldu
annast landhelgisgæzluna við ís-
land þangað til íslendingar kysu
að taka hana í eigin hendur.
Fvtrstu varðskipin
Árið 1920 kaupir Björgunar-
félag Vestmannaeyja gufuskipiði
Þór til gæzlustarfa í þágu vél-
bátaflotans við Vestmannaeyjar. |
Nokkru eftir að Þór var kominn ]
í eigu Vestmannaeyinga var tekið j
að nota hann jafnframt til land-
helgisgæzlu, og naut útgerð hans
þá nokkurs styrks úr ríkissjóði.
Var skipið vopnað með einni fall
byssu ánð 1924. Árið 1926 keypti
ríkisstjórnin Þór og gerði hann
síðan út sem varðskip.
Þór var þannig fyrsta íslenzka
varðskipið við ísland. Var það
skip 205 brúttósmálestir að stærð
og ganghraði þess 8—8Vá sjómíl-
ur á klukkustund. Þór strandaði
í árslok 1928 og eyðilagðist.Fyrsta
skipið sem ríkisstjórn Islands lét
smíða til landhelgisgæzlu var
varðskipið Óðinn. Var hann smíð
aður árið 1926. 512 brúttósmá-
lestir að stærð og gekk 13 mílur
á klukkustund. Var hann vopn-
aður tveimur litlum fallb/ssum.
Skömmu síðar var hafin smíði
á varðskipinu Ægi, sem var tæp-
lega 500 smálestir -og gekk einnig
13 sjómílur á klukkustund. Ægir
kom til íslands um mitt ár 1929,
og er enn í notkun við landhelgis
gæzluna. Eftir að gamli Þór
strandaði var annað skip með
sama nafni keypt i hans stað, og
var hann notaður til landheigis-
gæzlu um nokkurra ára skeið.
Bæði hann og gamli Óðinn voru
seldir.
Danir tóku þátt í lar.dhelgis-
gæzlu við ísland fram til ársins
193».
Eigum nú 6 skip
I dag á íslenzka landhelgis
gæzlan á að skipa 6 skipum. Er
Þór, sem er 700 tonn að stærð og
gengur 18 sjómílur, stærst þeirra
og fullkomnast. Þá er Ægir, sem
er 500 tonn að stærð og gengur
13 sjómílur. Ægir er, eins og áð-
ur er sagt, byggður árið 1929 og
Þór árið 1951. Ennfremur hefur
landhelgisgæzlan á að skipa varð
bátunum Sæbjörgu, sem er um
100 tonn að stærð, Óðni, 100
tonn, Maríu Júlíu, 130 tonn, og
Albert, sem er um 200 tonn að
stærð og er nýjasta varðskipið,
byggt árið 1957. Loks hefur land-
helgisgæzlan tekið vitaskipið
Hermóð á leigu til landhelgis-
gæzlu. En það er byggt árið 1947,
og er um 200 tonn að stærð.
Ganghraði þessara varðbáta er
yfirleitt frá 9—13 Vz míla. Er
Albert sá varðbáturinn, sem bezt
gengur.
Efling gæzlunnar
Þegar landgrunnslögin höfðu
verið sett árið 1948 og stefnan
þar með mörkuð í baráttunni fyr
ir verndun fiskimiðanna á land-
grunninu umhverfis ísland, var
þáverandi ríkisstjórn ljóst að
gera þyrfti raunhæfar ráðstafan-
ir til þess að efla landhelgisgæzl-
una. Var þá gerður samningur
um smíði varðskipsins Þór. Var
gert ráð fyrir því, að hann yrði
gangbetri en öll þau skip, sem
landhelgisgæzlan hafði áður átt.
Bar og til þess brýna nauðsyn,
þar sem ganghraði togara hafði
aukizt verulega á undanförnum
árum. Þór kom síðan til landsins
á árinu 1951.
Tillaga fyrrv. dóms-
málaráðherra
Þegar flóum og fjörðum hafði
verið lokað og fiskveiðitakmörk-
in færð út í 4 mílur árið 1952,
þótti augljóst, að skipakostur
landhelgisgæzlunnar væri ekki
nægilega mikill, þrátt fyrir
byggingu Þórs. Árið 1956 flutti
þáverandi dómsmálaráðherra,
Bjarni Benediktsson, tillögu um
það á Alþingi að nýtt varðskip
skyldi byggt. Var sú tillaga sam-
þykkt hinn 28. marz það ár og
ríkisstjórninni veitt þar með
heimild til þess að hefja undir-
búning að smíði nýs varðskips.
1 tillögunni var jafnframt heim-
ilað að verja fé úr landhelgis-
sjóði til byrjunarframkvæmda
við smíði skipsins.
Þessi heimild hefur því miður
ekki ennþá verið notuð og ekki
hefur verið hafizt handa um
byggingu nýs skips. Er það mjög
illa farið.
Mikið gagn að land-
helgisflugvélinni
Fyrrverandi dómmálaráðherra
hafði einnig forystu um það, að
flugvél var keypt í þágu land-
helgisgæzlunnar. Var hún tekin
í notkun árið 1955 og er það mál
allra, sem gerst þekkja þessi mál,
að mjög mikið gagn hafi orðið af
henni við gæzluna. Það var fyrst
árið 1952, eftir að hin nýja frið-
unarreglugerð hafði tekið gildi,
sem notkun flugvéla hófst að
ráði við landhelgisgæzluna. Voru
þá fyrst í stað notaðar leiguflug-
vélar við gæzluna. En síðan hef-
ur fluggæzlan verið skipulögð
betur og er nú þýðingarmikill
þáttur í landhelgisgæzlunni.
Erum mjög vanhúnir
Nú, þegar fiskveiðitakmörk
in hafa á ný verið færð út, að
þessu sinni út í 12 sjómílur,
má öllum vera það ljóst, að
ekki er minni þörf á eflingu
landhelgisgæzlunnar, heldur
en þegar flóum og fjörðum
var lokað og fiskveiðitak-
mörkin færð út í 4 sjómílur
árið 1952. En því miður verð-
ur það að játast, að í þessum
efnum stendur þjóðin nú
mjög vanbúin. Islendingar
eiga nú aðeins tvö eða þrjú
skip af þeirri stærð og með
þeim ganghraða, sem geta tal-
izt sæmilega fær um að ann-
ast landhelgisgæzluna. Við
erum því ekki mikið betur á
vegi staddir nú en fyrir 20—
30 árum, þegar við höfðum á
að skipa 2 sæmilega ganggóð-
um 500 tonna varðskipum.
Að sjálfsögðu ber ekki að van-
meta þátt litlu varðbátanna í
landhelgisgæzlunni og björgunar
störfum. Þeir hafa oft gert mikið
gagn og sjómenn þeirra og stjórn
endur komið fram af röskleika
og þrótti. En allt bendir til þess
að breyttar aðstæður krefjist
stærri og ganghraðari skipa.
Ekki til að heyja stríð
Engum kemur auðvitað til
hugar, að skip hinnar íslenzku
landhelgisgæzlu séu byggð til
þess að heyja stríð og standa í
vopnuðum átökum við herskip
stórvelda. Landhelgisgæzla okk-
ar er fyrst og fremst í því fólgin
að verja fiskveiðitakmörkin og
grunnmiðin fyrir ágangi togveiði
skipa. Um skeið hafa íslenzk
varðskip að vísu staðið frammi
fyrir kaldrifjuðu ofbeldi eins
stærsta herskipaflota heimsins.
Þau hafa verið hindruð í að fram
kvæma löggæzlu á miðunum um-
hverfis landið.
Smáþjóð eins og íslending-
ai geta ekki miðað réttarvörzl
una á fiskimiðum sínum við
vopnuð átök við erlend her-
skip. En lífshagsmunir þjóð-
arinnar kref jast þess, að land-
helgisgæzla hennar sé við
venjulegar aðstæður fær um
að verja fiskveiðitakmörkin
og halda uppi lögákveðinni
réttarvörzlu við strendur
landsins. Sú réttarvarzla er
snar þáttur í baráttu þjóðar-
innar fyrir sjálfstæði sínu.
Þörf aukins skipakosts
í tillögu þeirri, sem hér ligg-
Frh. á bls. 18.