Morgunblaðið - 23.10.1958, Page 16

Morgunblaðið - 23.10.1958, Page 16
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. okt. 1958 18 ina. Warden þekkti of vel hinn frumstæða tónlistarsmekk Japan- anna til þess að honum gæti skjátl azt. Auk þess heyrði hann brátt óm af söng. Yeik og titrandi rödd, en með hreim sem ekki varð mis- skilinn, söng gamalt skozkt þjóð- kvæði. Orðin bergmáluðu um dal- inn og voru endurtekin í kór. — Þessi viðkvæmi samsöngur sem hljómaði á hinni einmanalegu varð stöð Wardens hrærði hann svo mjög, að hann gat varla tára bundizt. Hann reyndi að vinna bug á þessum dapurlegu hugsun- um og tókst að hrinda þeim úr huga sínum, með því að einbeita allri vitund að þéim skyldum, sem hlutverk hans lagði honum á herð- ar. Hann missti allan áhuga á því, sem fram fór niðri í herbúðunum, að svo miklu leyti sem það h-afði ekki áhrif á hina fyriihuguðu árás. Stuttu fyrir sólsetur leit helzt út fyrir að máltíð hefði verið til- reidd. Fangarnir tóku að þyrpast saman umhverfis eldhúsið. Jafn- fram mátti líka sjá hi'eyfingu í þeim hluta bækistöðvanna, sem margir hermenn voru á hlaupum Japanirnir byggðu, þar sem ail- aftur og fram, æpandi og hlæj- andi.. Svo virtist sem Japanirnir ætluðu líka að gera sér glaðan dag að loknu miklu verki. Hugur Wardens starfaði með miklum hraða. Hin rólega, íhug- ula skapgerð hans hindraði hann ekki í því að grípa fyrsta tæki- færið sem bauðst. Hann bjó sig undir að hefjast handa þegar um nóttina og ákvað skyndilega að fylgja áætlun sem honum hafði dottið í hug, löngu áður en h-ann kom upp á varðhæðina. Hinn næmi skilningur hans á mannlegu eðli sagði honum að á jafnömur- legum eyðistað sem þessum, með ólæknandi drykkjusjúkling eins og Saito fyrir æðsta yfirboðara og með hermenn lítt eða ekkert siðaða á evrópskan mælikvarða, þá hlyti hver einasti Japani að vera orðinn ofurölvi um miðnætti. Hér var alveg sérstaklega hag- kvæmt tækifæri fyrir hann til að hefja einkaframkvæmdir með mjög litilli áhættu, í samræmi við fyrirmæli Númer Eitt og leggja nokkrar af þeim hjálpargildrum, «em gæfu aðal-árásinni það auka kryddbragð, sem sérhver meðlim- ur í Herdeild 316 er hlynntur. Warden vó og mat allt sem mælti með og móti, komst að þeirri nið- urstöðu, að það myndi vera glæp samlegt að nota ekki þessa ein- stöku tilviljun, ákvað að halda niður að fljótinu og tók að útbúa litla byrði .... því að jafnvel gegn hans betri vitund, hvers vegna skyldi hann ekki líka, bara rétt einu sinni, skoða þessa brú öðru vísi en í fjarska? Hann var kominn niður að rót um hæðarinnar Iaust fyrir mið- nætti. Samkvæminu hafði lokið nákvæmlega eins og hann hafði gert ráð fyrir. Hann hafði getað fylgzt með því, stig af stigi og dregið nokkuð -nákvæmar ályktan- ir af hinum sívaxandi hávaða, sem barst að eyrum hans: Hin villimannslegu öskur, eins og hæðnisleg eftirlíking á enska söngnum, höfðu hljóðnað fyrir nokkurri stundu. Þögnin var nú alger. Hann staðnæmdist og hlust aði með ýtrustu athygli, saman- hnipraður við hlið tveggja Síama, sem höfðu fylgt honum bak við síðasta lauftjaldið, ekki langt frá járnbrautarlínunni, er lá þarna meðfram fljótinu eins og Joyce hafði sagt. Wardon gaf Síömun- um mer-ki og mennirnir þrír lögðu gætilega af stað í áttina til járn- braut-arlínunnar. Warden var vigs um það að hann gæti framkvæmt verkið í fyllsta öryggi. Hvergi á bakkan- um sáust nokkur merki um óvin- ina. Japanirnir höfðu notið svo fullkomins friðar á þessum af- skekkta eyðistað að þeir höfðu gleymt öllu-m hættum. Nú hlutu allir hermennirnir og allir liðsfor ingjarnir líka, að vera sofnaðir — allir dauðadrukknir. En til frek- ara öryggis lét Warden samt einn Síamann standa á verði, en tók svo sjálfur til starfa með aðstoð hins. Það sem hann hafði í hyggju var hreint kennslubókarverk. Það var fyrsta atriðið sem tekið var til meðferðar í herskólan-um í Calcutta. Það er mjög einfalt verk að losa steinana sem notaðir eru fyrir „kjölfestu“ á járnbraut- arlínu og búa þannig til holu, þar sem hæg-t er að koma fyrir plastic hleðslu. Kraftur þessarar efna- fræðilegu blöndu er slíkur að tveggj-a punia skammtur er nægi- legur sé honum komið fyrir á skyn samlegan hátt. Sérstakur sprengj ari leysir þann kraft, sem í hleðslunni býr, úr læðingi, með gasi sem getur náð mörg þúsund feta hraða á sekúndu. Sterkasta stál getur ekki staðizt hin geysi- leigu áhrif þessarar snöggu út- þenslu. Sprengjaranum er því næst komið fyrir í plastik-hleðslunni. Leiðsla úr svokölluðum „augna- bliks“ sprengiþræði, tengir hann við mjög einfaldan vélbúnað, sem einnig er falinn í holu undir braut arteinunum. Það eru tvær Iitlar járnþynnur, sem haldið er í sund ur með sterkum gormi, en á milli þeirra er komið fyrir hvellhettu. Önnur þynnan er sett upp við tein ana, en hin er vandlega skorðuð með gteini. Sprengiþráðurinri sjálf ur er grafinn í jörðu. Tveir van- ir menn geta gengið frá slíkri hleðslu á hálfri klukkustund. Ef verkið er framkvæmt með aðgætni og nákvæmni, er gildran ósýnileg með öllu. Þegar hjól eimvagnsins þrýstir á vélabúnaðinn, þjappast þynn- urnar saman. Hvellhettan kemur isprengjaranum af stað, fyrir til- verknað sprengiþráðarins. Plastik hleðslan springur. Heilar stál- lengjur verða að dufti. Lestin lend ir út af teinunum. Með dálítið stærri hleðslu er hægt að velta lestinni um koll. Einn mesti kost- urinn við þessa aðferð er sá, að lestin sjálf veldur sprengingunni, svo að þeir sem til hennar hafa stofnað, geta þá verið komir í mílu fjarlægð eða lengra. Annar er sá, að sprengingin getur ekki orðið of snemma, þótt einhver skepna gangi yfir staðinn, því að til þess barf mjög mikinn þunga, eins og eimreið eða járnbrautar- vagn. Warden sá hina óorðnu atburði fyrir sér í skýru ljósi: Fyrsta lestin kemur ef-tir hægri bakkan- um, frá Bangkok og spríngur í loft upp, samtímis brúnni, og hrap ar niður í fljótið. Við þetta slitn- ar brautarlínan og öll umferð stöðvast. Japanirnir hamast þá eins og óðir menn við að lagfæra -skemmdii'nar. Þeir verða að Ijúka viðgerðinni, eins fljótt og unnt er, til þess að opna brautina aftur og hefna þessarar svívirðu, sem einnig er þungt áfall fyrir álit þeirra. Þeir láta vinnuflokkan-a þræla hvíldarlaust og baki brotnu, dögum, vikum og kannske jafnvel máaiuðum saman. Loks þegar brautin er nothæf að nýj-u og brú in hefur verið endurbyggð, kemur önnur flutningalest. í þetta skipt ið kemst hún klakklaust yfir. En litlu síðar — næsta lest sem ætl- ar yfir brúna, springur í loft upp. Þetta hlýtur óumflýjanlega að h-afa neikvæð sálfræðileg áhrif, auk hins efnalega tjóns. Warden lætur hleðsluna vera nokkru stærri, en nauðsynlegt er og v-elur henni þannig stað, að lest in lendi út af teinunum, örskammt frá fljótsbakkanum. Ef allt geng- ur að óskum, mun eimvagninn og sumir lestarvagnarnir steypast niður í fljótið. Warden lauk fljótt við þessi upphafsatriði í framkvæmdum sinum. Hann var gamall meistari í þessari grein, sem gat hreyft steinana algerlega hljóðlaust, áð- ur en hann útbjó plastik-skammt- inn og kom gildrunni fyrir. Hanm vann svo að segja alv-eg vélrænt og fann sér til óblandinnar vel- þóknunar, að enda þótt síamski aðstoðarmaðurinn væri óvanur störfum sem þessum, þá var h-ann engu að síður til mikillar hjálpar. Enn var nokkur stund til dögun- ar. Hann hafði haft með sér aðra jarðsprengju, sömu gerðar, en ör- lítið frábrugðna, sem hann gróf niður nokkur h-undruð stikum of- ar á brautarlínunni, í gagnstæðri átt frá brúnni. Það hefði verið glæpsamlegt að notfæra sér ekki út í yztu æsar nótt sem þessa. Warden hafði sýnt hina venju- Iegu fyrirhyggju sína. Eftir tvær árásir á sama hringflatargreir- an-n, urðu óvinirnir venjulega tor- tryggnir og hófu skipulagða rann sókn. En maður gat aldrei vitað hvernig þeir myndu bregðast við. Stundum gátu þeir hins vegar ekki hugsað sér möguleika á þriðju árásinni. En hvað -sem öðru leið, þá gat gildran a. m. k. dulizt, þrátt fyrir mjög nákvæma leit, ef gengið var vel frá henni — -nema ef leitarflokkurinn ákvæði að færa hver-n einasta stein í undirstöðu járnbrautar- teinanna úr stað. Warden gekk frá þessu síðara „leikfangi" sinu, sem var frábrugðið hinu fyrra að því leyti, að fyr-sta lestin sem ók yfir það olli ekki sprengingu, held ur setti einungis vélabúðnaði-nn í hreyfingu. Sprengjarinn og plast- ik-hleðslan voru algerlega háð þunga þeirrar lestar, sem á eftir kom. Það leyndi sér ekki, hvað fyr ir iðnfræðingunum í Herdeild 316 hafði vakað, þegar þeir full- komnuðu þessa hugvitssöm-u upp- finningu. Mjög oft hafði það kom ið fyrir, þegar búið var að gera við járnbrautarlínuna, eftir marg endurtek-nar sprengingar og stór skemmdir, að óvinirnir tóku það ráð að láta vagn hlaðinn grjóti fara á undan næstu mikilvægri lest. Ekkert markvert henti grjót vagninn á leiðinni og óvi-nirnir álitu þá, að öllum þeirra raunum væri nú lokið. Þeir fylltust dirfsku og áræði og sendu lest- ina, sem raunverulega var mjög mikilvæg, eina og án nokkurra öryggisráðstafana — og lestin sprakk í loft upp. — „Teljið aldrei að verki sé fylli- lega lokið fyrr en búið er að valda óvininum ei-ns miklum ótta og ör- væntingu og hægt er“, var eink- unnarorð Herdeildar 316. „Reyn- ið ávallt að margfalda tölu óvæntra árása og finna upp nýjar gildrur, til þess að fylla óvininn nýrri skelfingu og ofboði, einmitt þegar hann heldur að öllu sé óhætt“, var hin ákveða hvatning. Warden hafði tileinkað sér þessar kenningar. Er hann hafði komið seinni gildrunni fyrir og eytt öll- um verksummerkjum, lagði hann aftur hugann í bleyti og rey-ndi að láta sér detta eitthvert annað hrekkjabragð í hug. Hann hafði tekið með sér' nokk ur önnur „leikföng“, svona til vonar og vara. Hann var með nokkur stykki af ei-nni tegund- inni, sem var mjög einföld, eða nánar orðað, aðeins hlaðin skot og fjöl þéttsett nöglum. Þessi út- búnaður var hulinn undir þunnu jarðlagi. Þetta var fábrotnasti vélabúnaðurinn, sem hugsazt gat, Þegar máður steig á skotið, þrýst ist það miður á einn naglann, sem sprengdi hvellhettuna um leið. — "Kúlan þaut upp og kom í fótinn á manninum, eða — ef sérstök heppni var með —- í enni hans, ef hann gekk mjög álútur. Kenn- arinn í skólanum í Calcutta taldi það mjög hyggilegt að dreifa miiklum fjölda af slíkum „leikföng um“ í nánd við „undirbúna“ járn- brautarlínu. Eftir sprenginguna, þegar þeir sem eftir lifðu (er hlutu að verða mjög fáir) æddu áfram í ofboði, myndu þessar litlu jarðsprengjur sringa u-ndir fótum þeirra og auka skelfingu þeirra og trylling. Warden hefði helzt viljað losa sig við þær allar, eins kænlega og mögulegt var, en skynsemi hans og varkárni hvöttu hann til að neita sér um þá skemmtun. Hætt- an á því að þær -kynnu að fi-nnast, var of mikil og markið sem hinpi fyrirhuguðu árás þeirra var fyrst- og fremst beint að, var of mikil- vægt til þess að slík voguai yrði réttlætt. Varðmaður, sem gengi af tilviljun yfir eina slíka gildru, gæti nægt til þess að vara Jap- ■anina við mögulegri árás hermd- arverkamanna. Döguni-n nálgaðist óðum. War- den ákvað, af skynsemi en nauð- ugur, að láta nú staðar numið og sneri aftur til varðbergs sí-ns, hæðarinnar. Hann var all-ánægð- ur yfir því að hafa skilið að baki sér vel undirbúið svæði, þar sem gróðursettar höfðu verið fjöl- margar kryddjurtir, er auka skyldu kryddbragð megin-árásar- innar. 19. Annar Síaminn hreyfði «ig skyndilega. Haun hafði heyrt eitthvert óvenjulegt skrjáf inni í þykkni hinna risavöxnu burkna, er þöktu hæðina. 1 nokkrar sek- úndur stóðu Síamarnir hreyfing- arlausir og hlustuðu. Warden hafði þrifið til Tommy-byssunnar sinnar og stóð viðbúinn því er koma skyldi. Þrjú, vei-k blísturg- hljóð heyrðust skammt fyrir neð an þá. Annar Síaminn blístraði á móti, veifaði svo höndinni og sneri sér að Warden. „Númer Eitt“, sagði hann. Andartaki siðar komu Shearg og tveir innfæddir fylgdarmenn upp á hæðina til þeirra, „Hvernig eru síðustu fréttirn- ar?“ spui'öi hann áhyggjufullur, jafnskjótt og hann kom auga á Warden. SHlItvarpiö Fiimnludagur 23. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Á frívaktln-ni — sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Harmon- ikuiög (plötur). 20,30 Kæða í til- efni af degi Sameinuðu Þjóðann-a (Guðmundur 1. Guðmundsson ut- anríkisráðherra). 20,50 Frá tón- listarhátíð ISCM (Alþjóðasam- band fyrir nútímatónlist) í Stras- bourg í júní s. 1. — 21,10 Erindi: Barnið og framtíðin (séra Sveinn Víkingur). 21,35 Einsömgur: Ein- ar Kristjánsson syngur lög við ljóð Davíðs Stefánssonai'. 21,45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 25,10 Kvöldsagan: Föðurást III. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rit- höfundur). 22,30 Létt lög. 23,00 Dagskrárlok. Föstudagur 24. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 20,20 Dagur Sameinuðu þjóðanna: Ávarp (for seti Islands, herra Ásgeir Ásgeirs son). 20,35 Erindi: Kirkjulif með Vestur-íslendingum (séra Friðrik A. Friðriksson). 21,00 Is- lenzk tónlist: Tónverk eftir Pál Isólfsson. 21,30 Útvarpssagan: — Útnesjamenn IV. (séra Jón Thor- arensen). 22,10 Kvöldsagan: Föð- urást IV. — Þórunn Elfa Magnús dóttir rith.). 22,30 Tónleikar. — 23,00 Dags-krárlok. ,01d English" DRIBRITE (frb. dræ-bræt) Fljótandi gljávax — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — — Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið „Silicones", sem • bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar a r L / u á 1) Rétt 1 4raugadyrið þeim svifum sem j að stökkva á kindahópinn I airð- j er að oúa sig undir' ingu Monta .... 2) . . . ræðst Andi á það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.