Morgunblaðið - 24.10.1958, Page 9

Morgunblaðið - 24.10.1958, Page 9
Föstudagur 24. okt. 1958 M O R Cl TS RL 4 Ð 1 Ð 9 Jakobína Johnson skáldkona 75 ára ÞAÐ á ef til vill ekki við að sami maðurinn skrifi oft um það sama, en ég vona að mér fyrir- gefist þótt ég nú í þriðja sinn skrifi um skáldkonuna Jakobínu Johnson, sem er 75 ára í dag. Styðst ég að nokkru leyti við síð- ustu grein mína um skáldskap Jakobínu Johnson (Vísir 22. des. 1956). Jakobína Sigurbjörnsdóttir er seinna tók sér nafnið Johnson, er i þennan heim borin 24. dag októbermánaðar árið 1883, að Hólmsvaði í Aðaldal í Suður- Þingeyjarþingi, dóttir SigUr- bjarnar Jóhannssonar skálds og Maríu Jónsdóttur frá Höskulds- stöðum í Reykjadal. Sigurbjörn er jafnan kenndur við Fótaskinn (nú Helluland) í Aðaldal. Sigur- björn var gott ljóðskáld, svo sem bók hans vitnar gleggst um: Ljóðmæli Winnipeg Man. Can- ada 1902, sem nú er löngu ófáan- leg. Kvæði Sigurbjarnar eru nú farin að fyrnast og er það að von um á þessari brjáluðu öld er heita má að efnishyggja sé alls- ráðandi. Um ættstofn Sigurbjarnar kvað skáldið og fræðimaðurinn Indriði Þorkelsson á Fjalli í Aðaldal þessa vísu: Frá rótum hans eru runnir, rammir um aldamörk þrenn, allflestir innan vors héraðs orðsins kunnáttumenn. Móðurætt Jakobínu er í lang- ættir fram komin af þeim kyn- sæla manni, síra Einari Sigurðs- syni presti að Heydölum (Eydöl- um) d. 1626, þess er orti fyrir Guðbrand biskup, sbr. Vísnabók Hólum 1612. Það mun hafa verið árið 1888, þá er Jakobína var 5 ára, sem Sigurbjörn frá Fótaskinni og fjölskylda flutti alfarin vestur um haf. Þá voru harðindi á ís- ndi. Níundi tugur nítjándu aldar var að heita mátti óslitinn harð- indakafli, hófst með frostavetr- inum 1881, eftir hann kom fell- isvorið 1882, stundum nefnt misl- ingasumarið, og þannig má heita að einhver plága sé kennd við næstu árin. Þetta var sagan að yrkja sig upp: Lurkur. Píning- ur. Eymdarár. Það er því að von- um að mikilla leysinga gætti í íslenzku þjóðlífi á þessum ár- um. Vesturheimsferðir voru í al- gleymingi: „Vesturheimur veruleikans áifa, vonaland hins unga snauða manns", (Einar H. Kvaran). Mikið var skrafað um Vest- urheimsferðir á þessum árum, . bæði með og móti svo sem sjá má á samtíma viku- og mánað- arblöðum (Þjóðólfur — ísafold o.fl.). Skáldið Benedikt Sveinbjarn- arson Gröndal skrifaði tvo ritl- inga um Vesturheimsferðir árið 1888 og lagðist eindregið gegn þeim. Jón Ólafsson skáld og rit- stjóri sem þá var vesturfara „agent“ svaraði með riti sem heitir: „Eitt orð af viti um vest- urfara og Vesturheimsferðir. Svar og ávarp til Bjarnar rit- stjóra Jónssonar upp á allan þann ósanninda-þvætting, ó- hróður og óráðs-bull, sem út- breytt er í og með „ísafold“, Benedikt Gröndal afklæddur, hirtur, og settur í gapastokkinn“. Minna mátti það ekki vera. Svona var þá umhorfs á íslandi er Sigurbjörn frá Fótaskinni kvaddi land og þjóð: ... „Þess snilldardrengs, er fór af föðurlandi sem flóttaþegn — á meðan hjart- að brann“. (Indriði Þorkelsson). Sigurbjörn settist að í Argyle- byggð, skammt suð-vestur af Winnipeg, því að þangað var þá fluttur Jóhann bróðir hans, er tók sér nafnið Reykdal. Þarna óist Jakobína upp og naut góðr- ar heimilismenntunar undir handleiðslu f'iður síns, — þar ríktu alíslenzkir lifnaðarhættir. Hinum löngu vetrarkvöldum í Manitoba var á heimili Sigur- bjarnar skálds varið til lestrar góðra bóka, veraldlegra sem andlegra. Jakobína heldur því fram að guðstrú hafi verið sér örugglega meðfædd, og vissan um framhaldslif og sigur hins góða að lokum. Að Sigurbirni Jóhannssyni látnum (1903) orti Stephan G. fagurlega eftir hann svo sem lesa má í ljóðasafni Stephans, Andvökum. Jakobína Johnson mun í fyrstu ekki hafa tekið köllun sína til skáldskapar alvariega. Hún var komin um þrítugt er hún birti sín fyrstu kvæði á prenti í vest- ur-íslenzku vikublöðunum Lög- bergi og Heimskringlu, laust fyr- ir fyrri heimsstyrjöldina (1914). Síðan hefur skáldkonan birt eft- ir sig fjölda kvæða í biöðum og tímaritum vestan hafs og austan, en þrjár ljóðabækur eru útgefnar í bókarformi eftir hana, sem sé: Kertaljós (fyrri) 1938, Sá ég svani, 1942, og Kertaljós (síðari) 1956. Liður að jólum. Ljúfust gleði Kveikt eru á borði kertaljós! Dráttarvél af Clark eða International gerð óskast til kaups. — Upplýsingar hjá Landh elgisgæzlunni. Revk i avíkur- flugvelli. Stúlkur helzt vanar saumaskap. óskast. RIMA Skipholti 27 Ég leyfi mér að endurtaka það sem ég sagði í blaðagrein (rit- dómi) um Kertaljós á sínum tíma: „Það er einmitt hinn Ijóð- ræni mjúkleiki og tæra formfeg- urð sem einkennir kvæði Jakob- ínu Johnson. Hennar strengur er fíngerður sem silfurvír, en traustur eins og gömul fjöll, og sannar það sem raunar var vitað að því einfaldari sem gerð kvæð- is er, því betra, og þess vegna eru engin andvana fædd ljóð til eftir Jakobinu Johnson". Hvert stórskáld væri fullsæmt af því að hafa ort kvæðið ís- lenzk örnefni, sem byrjar þannig: Líti ég á landabréfið ljóð er mér í hug. Hreimfögur hrynjandi hefur mig á flug. — Gullfoss og Dettifoss og Dynjandi. í fyrrnefndum ritdómi mínum um Kertaljós sagði ég meðal annars: „Þá er þess að geta að skáldkonan hefur þýtt úr ís- lenzku máli á enska tungu fjölda af kvæðum góðskálda vorra, og hafa þær þýðingar farið svo að segja um allan hnöttinn í víð- lesnum tímaritum, einnig í skóla bókum sem milljónir fólks hafa numið, er slíkt landkynningar- starf sjaldan metið að verðleik- um. Fyrsta þýðing hennar birtist í Stratford Journal árið 1917 á kvæðinu „Við verkalok" eftir Stefán G. Klettafjallaskáld. Ein- mitt það sama ár sótti Stefán skáld ísland heim, aðeins það eina sinn. Um þessar ljóðaþýð- ingar Jakobínu Johnson hafa þeir menn sem gerst hafa vit á farið lofsamlegum orðum og hygg ég að þyngst verði þar á metunum ummæli prófessors Watson Kirkconnel, sem sjálfur kann islenzku og hefur þýtt ís- lenzk kvæði á enska tungu, þar á meðal nokkur eftir Jakobínu Johnson". Ennfremur segir í fyrrnefndri grein m.a.: „Tvívegis hefur Jako- bina Johnson sótt heim föður- land sitt, í fyrra skiptið árið 1935 og hið siðara árið 1948. Ég óska og vona að henni auðnist að koma í þriðja sinn til gamla Fróns og væri það ekki nema verðugt og skylt að Alþingi heiðr aði hana með opinberu heimboði, en þvi er nú tæplega við að búast að það sjái sóma sinn í því“. Sú varð líka raunin! Jakobína Johnson hefur verið búsett síðastliðin 50 ár í Seattle- borg í Washington-fylki á norð- vesturströnd Bandaríkjanna, ég taldi mig hafa heimilisfang henn- ar og ætlaði að senda henni skeyti, en nú get ég hvergi fund- ið það og ritstjórarnir reka á eft- ir mér með handritið, svo þessi ófullkomna grein verður því af- . mæliskveðja mín til hennar, — þú göfga rós með ilmi tveggja á fna, en allar þínar meginrætur hér. Reykjavík 24. október 1958 Stefán Rafn. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT Þurrk. SnittuKaimir Bel'r;i fpraunir Kósinkál Purrur Gulrætur Ssimiiurtir Luukur VEB7.|,I!N loftþjappa ásamt viðhömrum óskast strax Upplýsingar í síma 32204. — ÍBÚÐ 1—2ja herbergja íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsia. Uppiýsingar í síma 32241. KEFLAVIK Stofa til leigu með húsgögnum, á Vallargötu 16. Ytri-Njarðvlk fbnð til leigu á Tunguvegi 8. Upplýsingar kl. 6—-10. Sími 748. — Rermibekkur Lítill járn-rennibekkur óskast til kaups. — Járnsmiðja CRÍMS og PÁLS Sími 32673. Stúlka með tvö börn, óskar eftir ráðskonustöðu Getur tekið að sér sauma fyrir heimilið. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „Dugleg — 7074“. — Lítið notað Webeor Segulbandstæki til sölu. — Upplýsingar í sfma 33867, milli kl. 7 og 10 í kvöld. Laugavegi 27. Sími 15135. Ný sending Melusin hattar Ráðskona óskast á sveitaheimili < Árnessýslu. Upplýsingar á Framnesvegi 8 eða í síma 18113, eftir kl. 6,30 í kvöld og næstu kvöld. Kuldaúlpur fyrir konur, karla og ungl- inga. Sokkahlifar í mörgum siærðum. Vinnuföt í miklu úrvali. Verzl. ST4KKUR Laugavegi 99. Sími 24975. GULU skáldsögurnar Góðir vinir í skammdeginu ☆ Sonimerset Maughani: Cata»lina Sagan gerist á Spáni, á tím- um hins alræmda rannsókn- arréttar. ☆ / Hugh Walpole: liforðinginn og hinn myrti (The Killer and the Slain) "'ir-'kölluð hrollvekja, dulræn v.e spei.nandi. ☆ Henry Troyat. Snjér í sorg (Á ensku: The Mountain) Óvenjulega spennandi frá- sögn, seni gerist í hinum hrikalegu Álpa-fjöllum. ☆ Grace Metalious: Sámshær Bók um siðspillt fólk í smá- bæ í Nýja Englandi. Fræg nietsölubók. ☆ Hans Mahner-Mons: öxin Hrollvekja. Öðrum J)/æði falleg ástarsaga frá frönsku stjóriiarbyltingunni. ☆ Dnphne du’Maurier: Fórnarlombið Brezkur ferðamaður í Frakk landi veit ekki fyrr en hann er orðinn franskur greifi, vanda bundinn frönskum konum með frönskum hjú- skapari iæk j um. ísa>L.jrprentsmiðja 1____________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.