Morgunblaðið - 24.10.1958, Page 12
12
MORGVNRL4fítÐ
Föstudagur 24. okt. 1958
Munið dansæfingu Stýrimannaskólans
í Silfurtunglinu í kvöld (föstudag kl. 9 s.d.
Hljómsveit hússins leikur.
Nefndin.
Kvöldvinna
Ungur reglusamur maður, með verzlunarskólaprófi,
óskar eftir einhverskonar aukavinnu á kvöldin.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag merkt:
„4111“.
Svefnherbergishúsgögn
Svefnherbergishúsgögn úr teak:
rúm, snyrtikommóða, kollar yfirdekktir með
gæruskinni: Verð kr. 8.650,00.
S K E I
v
Snorrabraut 48
Sími 11912
Sími 16975
Ný gerð af skrifborðum kr. 2.275,00
Heildsölubirgðir:
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
Guð/ón Jónsson kaup-
maður — minningarorð
í DAG verður borinn til grafar
gamall og góðkunnur borgari
þessa bæjar, Guðjón Jónsson
kaupmaður að Hverfisgötu 50.
Hann andaðist snögglega hinn 17.
þessa mánaðar, og var banamein
hans hjartabilun, er hann hafði
kennt nokkuð hin síðustu árin.
Guðjón var fæddur í Búrfells-
koti í Grímsnesi 2. ágúst 1885.
Voru foreldrar hans Jón bóndi
í Búrfellskoti Bjarnason og kona
hans, Ingveldur Gísladóttir
hreppstjóra á Kröggólfsstöðum
Eyjólfssonar. Ættir þeirra beggja
eru fjölmennar og grónar í Ár-
nesþingi. Er karlleggur Jóns rak-
inn til síra Jóns Egilssonar ann-
álaritara í Hrepphólum, en Ing-
veldur var af Auðsholts- og
Reykjakotsætt í Ölfusi. Hjá for-
eldrum sinum ólst Guðjón upp
fram undir fermingaraldur, er
faðir hans iézt og drengurinn
varð að fara að vinna fyrir sér.
Dvaldist hann eystra næstu árin,
en 1902 fluttist hann til Reykja-
víkur. Stundaði hann þá um hríð
ýmis störf, var m. a. vinnumaður
í Miðdal í Mosfellssveit, lærði
einnig bakaraiðn. Kom það
snemma fram, að Guðjón var
óvenjulega tápmikill, viljugur og
ósérhlífinn, að hverju sem hann
gekk, og varð því eftirsóttur til
starfa. Það mun hafa verið árið
1910, sem hann réðst sem að-
stoðarmaður eða ráðsmaður til
frú Margrétar Zoega á Hótel
Reykjavík. Það starf hafði hann
á hendi, unz hótelið brann fimm
árum síðar, en eftir það var hann
ráðsmaður á búi frú Margrétar
í Kálfakoti (nú Úlfarsá) í Mos-
fellssveit í tvö ár. Á þeim árum,
sem Guðjón starfaði við hótelið,
kynntist hann fólki af öllum
stéttum hér í Reykjavik og gat
sér þá almenningsorð fyrir lip-
urð og ljúfmannlega, en þó ein-
beitta framkomu. M. a. kynntist
hann þá allmikið Einari skáldi
Benediktssyni og var um tíma
í þjónustu hans.
Árið 1917 keypti Guðjón húsið
við Hverfisgötu 50, sem varð
vinnustaður hans og heimili upp
frá því. Þar opnaði hann nýja
verzlun hinn 14. des. það ár með
nýlenduvörur og matvörur.
Verzlun þessa rak hann á sama
stað í 35 ár eða til 1952. Verzlun
Guðjóns Jónssonar var um langt
skeið mjög umfangsmikil, því að
auk innanbæjarviðskipta rak
Guðjón mikla verzlun við sveita-
menn, Árnesinga og Rangæinga,
keypti af þeim alls konar sveita-
vörur og seldi eða útvegaði þeim
hvers kyns nauðsynjavörur. Um
eitt skeið höfðu t. d. 8 áætlunar-
bílar aðalbækistöð sína á Hverf-
isgötu 50. Það, sem meðal ann-
ars dró ferðamenn á þennan
stað, var hin einstaka lipurð
kaupmannsins, sem með gaman-
vanda. Ef hann hafði ekki sjálf-
ur í búðinni tiltekna vöru eða
yrði á vörum, var ávallt reiðu
búinn að leysa úr hvers manns
tiltekinn hlut, var alltaf sjálf-
sagt að útvega það annars staðar
til að spara viðskiptavininum
ómak, en ekki í það horft að taka
snúninginn á sig sjálfan. Þau
spor eru og verða ótalin, sem
Guðjón gekk þannig annarra
erinda, en enginn heyrði hann
teija slíkt eftir sér. Þjónustusemi
og greiðvikni var honum svo
eiginleg, að honum fannst þetta
allt sjálfsagt. Vafasamt er, að
hönum hafi alltaf verið hagur að
slikum viðskiptum, en hitt er
víst, að viðskiptavinirnir voru
ánægðir. Þess þarf varla að geta,
að Guðjón lagði jafnan á sig
mikla vinnu, oft uppi um miðjan
morgun (kl. 6) og vinnudagu?!
til kl. 10 að kvöldi. Þó að hann
yrði að lokum allvel efnum bú-
inn og gæti hin síðustu ár verið
iaus við áhyggjur af þeim sök-
um, þá má með sanni segja, að
hann hafi til þess unnið.
Eftir að verzlun tók að eflast
og dafna austanfjalls á síðari
áratugum, dró að sama skapi úr
viðskiptum Guðjóns við sveita-
menn, unz þau liðu alveg undir
lok. Hægðist þá um í búðinni á
Hverfisgötu 50, langferðabílarnir
hurfu af hlaðinu og ösin dreifð-
ist. En svo lengi sem búðin var
opin, héldu hinir gömlu við-
skiptavinir í bænum áfram að
ieita þangað um útvegun allra
sinna nauðsynja. Og þar hélt hin
sama ljúfmannlega þjónustu-
semi áfram jafnlengi.
Þó að Guðjón Jónsson ætti
löngum annríkt við daglegar
sýslur, gaf hann sér engu að síð-
ur tíma til að sinna andlegum
efnum og félagsmálum. Hann
var trúmaður á gamla vísu, lengi
félagsmaður í K. F. U. M. og
starfaði þar af einlægni og
alvöru. Einnig var hann maður
með afbrigðum kirkjurækinn.
Trúmál voru honum heilög
alvara, og gætti þeirrar lífs-
Skrifstofuherbergi
óskast strax sem næst miðbænum.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt
Strax — 4114.
stefnu mjög í dagfari hans. Hann
var orðvandur maður og umtals-
góður, blótsyrði heyrði eg aldrei
af vörum hans og honum féll
miður, ef menn viðhöfðu þau í
návist hans. Þetta var honum
engin uppgerð. Einnig í stjóm-
málum voru skoðanir hans fast-
ar og einlægar. Hann var ein-
dreginn fylgismaður Sjálfstæðis-
flokksins og sat í fulltrúaráði
hans frá því að flokkurinn var
stofnaður og vann honum allt til
þarfa, sem hann mátti. Enginn,
sem þekkti Guðjón Jónsson, efast
um það, að hann kaus sér þar
stöðu í flokki, bæði í trúmálum
og stjórnmálum, sem hann taldi
þjóðinni fyrir beztu.
Eins og getið var í upphafi,
var Guðjón Jónsson Árnesingur
að ætt og uppruna. Bar hann
jafnan hlýjan hug til átthaganna
og var einn af stofnendum Ár-
nesingafélagsins í Reykjavik
1934, en áður hafði hann ásamt
fleirum gengizt fyrir Árnesinga-
mótum hér í bæ. Félagið átti á
fyrstu árunum nokkuð erfitt upp-
dráttar og horfði allóvænlega
um framtíð þess um nokkurt
skeið. En þá kom Guðjón til
skjalanna og kvað Árnesinga
ekki mega láta þá skömm eftir
sig liggja að láta félagið lognast
út af. Hann var kosinn formaður
í félaginu og hleypti í það nýju
lífi. Var hann formaður í 11 ár
(1938—1949) og kom starfsemi
félagsins á fastan grundvöll, svo
að það hefir borið rétt höfuð
síðan. Meðal framkvæmda fé-
lagsins á formannsárum Guðjóns
var að láta reisa varðann að As-
hildarmýri á Skeiðum, sem
væntanlega mun lengi standa.
Lét formaðurinn sér mjög um-
hugað um það verk og lagði jafn-
vel af mörkum til þess úr eigin
vasa. Þegar Guðjón lét af eigin
ósk af formannsstörfum, var
hann kjörinn heiðursfélagi Ár-
nesingafélagsins.
Guðjón Jónsson kvæntist 10.
febr. 1921 frændkonu sinni, Sig-
ríði Pétursdóttur af Álftanesi,
góðri og myndarlegri konu, sem
skapaði manni sínum hlýlegt
heimili og studdi hann til allra
farsællegra hluta. Var heimili
þeirra annálað fyrir gestrisni og
heimilislíf þeirra mjög til fyrir-
myndar. Þau hjón eignuðust
þrjú efnileg börn, sem lifa öll
föður sinn: Jón rafvirkjameist-
ari og Pétur framkvæmdastjóri,
sem eru búsettir í Reykjavík, og
Málfríði, sem er búsett í New
Brighton í Englandi.
Guðjón Jónsson var með hærrl
mönnum á vöxt, beinvaxinn og
bar sig vel, kraftamaður á yngri
árum, léttur í spori og léttur í
lund, ljúfmannlegur og glaður í
viðmóti. Eg held, að öllum hafi
verið vel til hans, þeim er kynnt-
ust honum, og mörgum gerði
hann gott á lífsleiðinni. Hann var
maður, sem í engu vildi vamm
sitt vita, festi ungur tryggð við
hið fagra og góða í lífinu og
tamdi sér að líta björtum augum
á tilveruna. Erfiðleikum tók
hann með karlmannlegri bjart-
sýni, og óhræddur mun hann
hafa lagt upp í sína hinztu för.
Eg þakka Guðjóni, vini min-
um, fyrir samstarf og margar
ánægjulegar samverustundir á
heimili hans, góðvild hans og
vinarþel, og votta ástvinum nans
innilega samúð mína. Megi þeim
vera hugfast, að eftir lifir mann-
orð mætt, þótt maðurinn deyi.
Guðni Jónsson.
VESTURBÆINGAR!
Munið að benzínafgreiðsla
ykkar er við Nesveg l
OLfUFÉLAGIÐ HF.!