Morgunblaðið - 24.10.1958, Page 20

Morgunblaðið - 24.10.1958, Page 20
VEÐRIÐ Suðvestan gola, smáskúrir, frostlaust. 143. tbl. — Föstudagur 24. október 1958 SIÐA S. U. S. Sjá bls. 8 Nýr spurningaþáttur i útvarpinu Allt oð 10 Jbús. fyrir rétt svör A SUNNUDAGINN hefst í út- varpinu nýr þáttur undir stjórn Sveins Ásgeirssonar, hagfræð- ings, Nefnist hann „Vogunvinnur — vogun tapar“, og er spurninga þáttur, þar sem menn geta keppt til allt að 10.000 króna verðlauna. Auk þess koma þar fram nýir „snillingar", sem munu spreyta sig á nýjum verkefnum. Verður þættinum útvarpað hálfs mánað- arlega. Þátttakendur í spurningaþættin um stinga sjálfir upp á því efni, sem þeir eru reiðubúnir að svara spurningum um, en síðan verð- ur metið hvort það verður tekið gilt. f fyrsta áfanga verða fjórar spurningar, í næsta áfanga tvær, og í 3. og 4. skiptið ein. Fyrir fyrstu spurningu eru verðlaunin 7 kr., upphæðin tvöfaldast við hvert rétt svar, og getur hún komizt upp í 10.000 kr., ef öllum spurningum er rétt svarað. Geta þátttakendur ákveðið að hætta eftir hverja svaraða spurningu, en leggja að öllu leyti að veði það sem áunnizt hefur, ef þeir halda áfram. Verður gefinn ákveðinn tími til svars. Munu fyrstu þátt- takendur vera fengnir. Dómari fyrir utan þá sérfræð- inga sem kveða verður til hverju sinni, er Ólafur Hansson, en vörð ur tíma og reglna Birgir Ásgeirs- Frú Bertha Beck látin SÚ frétt hefir borizt blaðinu að frú Bertha Beck, kona Richards Beck prófessors í Grand-Forks, V-Dak., hafi látizt síðastliðinn þriðjudagsmorgunn. — Frú Bertha var íslenzk að þjóðerni, ættuð úr Rangárvallasýslu. Hún var hjúkrunarkona að menntun og gegndi þýðingarmiklu starfi í þágu heilbrigðismála í Norður- Dakota. — Manni sínum var hún ómetanleg stoð í hinu marghátt- aða starfi hans. Jarðarförin er ákveðin næstkomandi föstudag. Söngur Guðrúnar Tómasdóttur í KVÖLD kl. 7,15 heldur Guðrún Tómasdóttir, sem nýkomin er frá námi, sína fyrstu sjálfstæði söng- skemmtun í Gamla bíói. Guðrún mun að þessu sinni syngja laga- flokkinn „Frauenliebe Leben“, eftir Schumann, sjö spænsk þjóð- lög eftir de Falla, auk þess nokk- ur ítölsk lög og loks lög eftir islenzka höfunda. Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna í Árnessýslu J ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag- anna í Árnessýslu verður haldin í Selfossbíó annað kvöld og hefst kl. J. Ræður flytja alþingis- mennirnir: Ingólfur Jónsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Fjölbreytt skemmtiatriði ann- ast: Brynjólfur Jóhannesson, Jón Sigurbjörnrsson, Emilía Jón- asdóttir og Skúli Halldórsson. Að síðustu verður stiginn dans. son. Eru reglur þær sem gilda í jhvern sunnudag og útvarpað þessum þætti svipaðar og í sams sama kvöld kl. 21.00. Er þetta konar þáttum erlendis. klukkutíma þáttur. Verða áhéyr- Þátturinn verður tekinn upp endur viðstaddir upptökuna í í Sjálfstæðishúsinu kl. 3 annan I Sjálfstæðishúsinu. Útgjöld ríkissjóðs vegna vanskila á ríkisábyrgð- arlánum vaxa ár frá ári ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um ríkis- ábyrgðir. Flm.: Magnús Jónsson. Er tillagan á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta undirbúa lög- gjöf um rikisábyrgðir, þar sem sett verði almenn skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgða og sam- ræmdar þær mismundandi regl- ur, sem um þetta efni hafa gilt. Enn fremur verði kannaðar orsak ir sívaxandi vanskilá á ríkis- ábyrgðarlánum og tillögur geið- ar um úrbætur. í greinargerð segir: í árslok 1956 höfðu samkvæmt ríkisreikningi verið veittar ríkis- ábyrgðir fyrir lánum, er samtals námu tæpum 870 millj. kr. Á hverju þingi eru veittar heimildir til ríkisábyrgða fyrir háum fjár- hæðum, og enn fremur eru í mörgum sérlögum almennar heimildir til ríkisábyrgða. Um veitingu ríkisábyrgða gilda mjög mismunandi reglur. Yfir- leitt ákveður Alþingi hverju sinni upphæð þá, sem ábyrgð má ná til, en oftast er ríkisstjórninni fengið vald til þess að setja önn- ur þau skilyrði fyrir ábyrgðinni, sem hún telur við eiga hverju sinni. Ekki er með tillögu þessari ætlazt til þess, að ríkisstjórninni verði veitt almennt vald til þess að veita ríkisábyrgðir. Ákvörðun um það, hvort ábyrgð skuli veitt eða ekki, verður að vera í hendi Alþingis. Hins vegar er að því stefnt, að settar verði almennar reglur um þau skilyrði, sem upp- fylla verði til þess að fá ríkis- ábyrgð, svo sem um ábyrgðar- hlutfall, tryggingar og ráðstaf- anir í sambandi við vanskil, þannig að sem líkastar reglur gildi um allar ríkisábyrgðir. Er í því sambandi einnig nauðsyn- legt að taka til athugunar þau sérlög, sem hafa að geyma ákvæði um ríkisábyrgðir. Segja má sem svo, að sérstök lög um ríkisábyrgðir hafi litla þýðingu, því að Alþingi' geti hverju sinni ákveðið frávik frá þeim reglum, sem þar eru sett- ar. Þetta er að vissu leyti rétt, en reynslan er samt sú, að þegar menn hafa komið sér saman um almennar reglur, þá er ógjainan vikið frá þeim. Þörfin á endurskoðun ríkis- ábyrgðanna í heild verður æ brýnni fyrir þá sök, að útgjöld ríkissjóðs vegna vanskila á ríkis- ábyrgðarlánum vaxa ár frá ári. Er í fjárlagafrv. fyrir 1959 gert ráð fyrir 10 millj. kr. útgjalda- aukningu ríkissjóðs af þessum sökum. Virðist því full ástæða til að íhuga, hvort hægt sé að koma þessum málum í betra horf. í því sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir orsökum vanskilanna í einstökum tilfell- um og reyna að finna viðunandi úrræði til þess að koma í veg fyrir sívaxandi vanskil. Er sú hlið málsins að verulegu leyti tengd því vandamáli, hversu auð- ið sé að bæta fjárhag sveitar- félaganna. ITndanfarna daga hafa skipzt á skln og skúrlr í Reykjavik. Á þeirri stundu, sem myndin er tekin, má ekki á milli sjá hvort sigrar, hellirigningin eða sólin, sem brýzt í gegnum ský. Bœndur á Suðurlandi kjósa búnaðar■ þingsmenn til nœstu 4 ára Kosningar á sunnudaginn A-listi Sjálfstœðismanna Á SUNNUDAGINN munu bænd- ur á Suðunandi ganga að kjör- borðinu. Að þessu sinni eru það hvorki alþingismenn né hrepps- nefndaroddvitar sem kjósa skal, heldur fulltrúa á næsta búnaðar- þing. Tveir listar hafa komið fram og eru það Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem standa að listunum. Þingfulltrúar þeir, sem kjörniji verða, eru fulltrúar Búnaðarsam- bands Suðurlands, en það er stærsta búnaðarsambandið hér á landi og nær félagSsvæðið yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslur, svo og Vest- mannaeyjar. Kosnir verða fimm aðalfulltrúar og jafnmargir til vara, til næstu 4 ára. .Kosningar fara fram í hverju einstöku bún- aðarfélagi á sambandssvæðinu, en að kosningum loknum mun atkvæðakössum verða smalað og talning fara fram á Selfossi, þar sem stjórn sambandsins situr. AILISTINN verður listi Sjálf- stæðisflokksins og eru þessir bændur á honum: Sigurjón Sigurðsson, Rafholti, Sigmundur Sigurðsson, Syðra- Langholti. Siggeir Björnsson, Holti, Lárus Ag. Gíslason, Miðhúsum, Einar Gestsson, Hæli, Kjartan L. Markússon, Suður- Hvammi. sr. Sigurður Haukdal, Bergþórs- hvoli, Gunnar Sigurðsson, Seljatungu, Ísafjarðarbátar hefja róðra í vikunni ÍSAFIRÐI, 21. okt. — ísborg landaði hér 19. þ.m. 243 lestum af karfa. Togarinn hélt aftur á sömu mið; Sólborg er væntanleg á fimmtudaginn með fullfermi af karfa. Bátar hér eru nú að búd sig undir veiðar með línu og er búizt við að sumir hefji róðra nú í vikunni. Enn er hér sumarblíða og vegir færir vestur yfir heiðar. Er það sérstakt á þessum tíma árs. — G. Einar Eiríksson, Miklaholts • helli. Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli. B-listi Framsóknarflokksins: Bjarni Bjarnason, Laugarvatni, Klemens Kr. Kristjánsson, Sáms- stöðum, Jón Gíslason, Norður-Hjáleigu, Sigurgrímur Jónsson, Holti, Skortur á fiski- geymslum í Neskaupstao NESKAUPSTAÐ, 22. okt. — Goðafoss var hér í fyrradag að lesta hraðfrystan fisk til Ame- ríku Skipið tók um 5000 kassa hjá fiskvinnslustöð Samvinnu- félags útgerðarmanna og 1600 kassa hjá frystihúsi kaupfélags- ins Fram. Kom þetta sér vel því geymslur SÚN voru orðnar alveg fullar og hafði verið leitað eftir að fá geymdan frystan fisk fyrir Norðfirðinga á Seyðisfirði, en lítið fiskmagn mun vera í hinu stóra fiskiðjuveri Seyðfirð- inga enn sem komið er. Askja var hér á sama tíma og tók 30 lestir af saltfiski á Jama- icamarkað. Eru þá alls farin um 130 tonn af þeim fiski, er hér var verkaður, einn farmur af togaranum Gerpi, tæp 506 tonn af blautfiski. Úr fiskinum fæst um 60% af þurrfiski, en mikil vinna hefur verið við saltfiskinn. Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis. Á dagskrá efri deildar er eitt mál. Frum- varp um skemmtanskattsvið- auka, 2. umr. Á dagskrá neðri deildar er eitt mál. Frumvarp um útflutning hrossa, 2. umr. (Ef leyft verður). Eggert Ólafsson, Þorvaldseyrl, Ragnar Þorsteinsson, Höfða- brekku, Hjalti Gestsson, Selfossi, Guðjón Jónsson, Ási Vestmanna- eyjum, Eiríkur Guðjónsson, Ásl, Þórarinn Sigurjónsson, Laugar- dælum. Skákmót Kcflavíkuk1 SKÁKMÓT Keflavíkur hefst n.k. sunnudag kl. 13 og fer keppn in fram í samkomusal Aðalstöðv arinnar í Keflavík. Teflt verður eftir Monrad kerfi og keppa meist araflokkur og 1. og 2. í einum og sama flokki. Kaupfélag Suður- nesja hefir gefið veglegan silf- urbikar, sem nú verður keppt um í fyrsta skipti. Núverandj skákr meistari Keflavíkur er Ragnar Karlsson. —B.Þ. Flugvallargerðin í Neskaupstað hálfnuð NESKAUPSTAÐ, 22. okt. — Ný- lega er hætt vinnu við flugvall- ! argerðina í Neskaupstað á þessu ári. Aðkomumennirnirnir, sem ' unnu við hana, eru farnir og bú- j ið að koma sanddæluskipinu upp \í slipp hjá dráttarbrautinni í Neskaupstað. Júlíus Þórarinsson, yfirverkstjóri, gaf þær upplýs- ingar í dag, að búið væri að dæla um helmingi þess magns, sem þarf til að fullgera flugbraut ina. Vinna sanddælunnar hefur gengið mjög vel, en til þess að ljúka verkinu þarf hún að vinna hér tvö sumur enn. Lengd braut- arinnar er nú um 500 metrar, en fullgerð verður hún 1200 metrar, en nú þegar er búið að fylla dýpsta hlutann af leirunni. Af- mörkuð hefur verið sjúkraflug- braut, 300 metrar að lengd. — Fréttantari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.