Morgunblaðið - 30.10.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.10.1958, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐ1B Flmmtudagur 30. okt. 1958 beata lagi. Hann hafði þvegið hana og þurrkað með ýtrustu ná- kvæmni og lagt sig allan fram til þess að eyða hverjum minnsta galla. Taugar hans og tilfinning- ar voru líka í ágætu lagi. Dagurinn var mjög fljótur að líða. Þegar dimmt var orðið klöngraðist hann niður bakkann, þambaði heilmikið af leirbornu vatni, fyllti flöskuna sína og hélt svo aftur heim í fylgsni sitt. — Hann hallaði sér upp að tré og leyfði sér þann munað að fá sér stuttan blund, án þess þó að breyta nokkuð líkamsstellingun- um. Ef komutími lestarinnar breyttist eitthvað vegna ófyrir- sjáanlegra atvika, þá myndi hann áreiðanlega heyra til henn- ar álengdar. Það var hann alveg viss um sjálfur. Þegar maður hef- ur lifað nokkurn tíma í skóginum, þá þroskast fijótt hjá honum ósjálfráð varkámi og athyglis- gáfa hinna villtu dýra. Hann svaf óvært og slitrótt. — milli draumsýna af núverandi æv- intýri hans, vitjuðu hans í svefn- inum minningar frá þeirri liðnu ævi er hann hafði lýst fyrir Shears áður en þeir hófu ferðina I niður fljótið. Enn einu sinni var hann kom- inn inn í drungalegu vinnustof- una, þar sem hann haf5i eytt nokkrum af beztu árum ævinnar við það að sitja dag eftir dag, langar ömurlegar klukkustundir með örk af teiknipappír fyrir framan sig, undir skini Ijósvarp- arans. Burðarbitinn, þetta járn- stykki sem hann hafði raunveru- lega aldrei séð, bar ábyrgð á hinu stærðfræðilega dæmi í tveim víddum, sem hafði algerlega und irokað alla æsku hans og átt hug hans allan og óskiptan. Áætlunin í heild, teikningin, lögun og óteljandi hluta urðu lifandi fyr- ir augum hans, með öllum atrið- um verksins, hinu frábæra fyrir- komulagi, sem hafði getað gert honum kleift að spara hálft ann- að pund af stáli, eftir tveggja ára tilraunir og prófanir. Á baksviði þessarar myndar voru iitlir, brúnir ferhyrningar, eins og þeir sem Warden hafði teiknað, festir við hina tuttugu og fjóra stólpa á stóra uppdrætt- inum af brúnni. Kaflinn sem hann hafði svo oft svitnað yfir, lokakaflinn, kom í brennidepilinn, en dofnaði svo og afmáðist, með- an hann var að horfa á hann. — Kann reyndi árangurslaust að þýða stafina. Þeir voru dreifðir út um alla teikniörkina, unz þeir að lokum runnu allir saman eins og stundum kemur fyrir í lok kvikmyndasýningar, til þess að mynda eitt einstakt orð. Það var orðið: EYÐING, í stórum svört- um stöfum, ritað með skínandi bleki, sem endurkastaði geislun- um frá ljósvarparanum og náði yfir allt tjaldið, svo að þar var ekki rúm fyrir neitt annað. Hann var ekki beinlínis gagn- tekinn af þessari sjón. Hann gat forðazt hana hvenær sem hann kærði sig um það. Hann þurfti að- eins að opna augun. Dökka horn- ið þar sem Kwai-brúin stóð með dimmar útlínur, hrakti þessa myrku svipi hins liðna í burtu og kallaði hann aftu" til veruleik- ans. Líf hans myndi aldrei verða hið sama aftur héðan í frá. Hann var þegar farinn að njóta ávaxta heppninnar og góðs árangurs, sem talandi dæmi um eigin mynd- breytingu. í dögun fann h-ann til óljósra ó’óleikakennda eigi síður en S .ears, vegna hinnar sýnilegu breytingu á frapirás fljótsins. — Breytingin hafði verið svo hæg- fara, að í þeirri vímu sem hann var, veitti hann henni ekki svo mikið sem minnstu athygli. tír felustað sínum gat hann aðeins séð brúarpallinn. Sjálft fljótið var ekki í augsýn, en hann var viss um að tilfinningar hans höfðu við rök að styðjast. Þessi vissa varð brátt svo áleitin og ill- bær að honum fannst hann ekki geta lengur verið athafnal-aus. — Hann ruddi sér braut í gegnum kjarrið, í stefnuna á fljótið, komst að síðasta fortjaldi grein- ■anna og horfði út. Hann skynjaði orsök óróa síns samtímis því sem hann uppgötvaði rafmagnsvírinn er lá beraður og óvarinn í malar- fjörunni. Á svipaðan hátt og Shears gerði hanr. sér fulla grein fyrir þýðingu þessa óbætanlega óhapps. Á sama hátt fann hann • kjálfta fara um all-an líkamann við tilhugsunina um plastik- hleðslurnar. Héðan gat hann með mjög hægu móti séð brúarstólp- ana. Til þess þurfti hann einung- is að líta örlítið hærra og hann neyddi sig til að gera það. Það tók hann þó nokkra stund að glöggva sig fyllilega á því a« h. e miklu leyti áhættan hefði vax- ið við þessa duttlungafullu breyttni Kwai-fljótsins. Jafnvel eftir nákvæma athugun gat hann ekki fullyrt það með neinni ör- uggri vissu, en rambaði milli von- ar og ótta og hlustaði annars hug ar á gjálfur þúsundanna af hin- HAFNARFJORDUR Böm, unglinga, eða eldra fólk vantar nú þegar til blaðburðar í: SUÐURGÖTU (I hluti) og BREKKUGÖTU Talið stírax við afgreiðsluna, Álfaskeið 40. Sími 50930. JltorilitttÞlftMfr ,,01d English” DRI-BRITE (frb. dræ-brætj Fljótandi gljávax Sparar dúkinn! „ "fl9O0J Léttir störfiní •' ^ \ ! Er mjög drjúgt.' Inniheldur undraefniS ,,Silicones“, sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. FÆST ALI.S STAÐAR Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOL.MENS KANAL 15 C. 174 Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. 1 .-niðborginni — rétt við hófnina. I I um litlu svifléttu bárum sem í. raumurinn myndaði umhverfis brúna. í fyrstu fór heilt flóð af munaðarkenndri gleði og bjaft- sýni um hann allan og róaði taug arnar, sem voru þandar til hins ýtrasta af hryllingi hins upphaf- lega ótta. Yfirborð vatnsins hafði ekki lækkað svo mjög mikið. — Hleðslurnar voru enn undir yfir- borði vatnsins. Ekki gat hann séð betur. Þær virtust að minnsta kosti vera það héðan að sjá, sem var ekki svo mjög hátt uppi. Én Iengra að ofan? Ofan af brúnni sjálfri. Þegar hanri hafði beint athygli sinni -nn betur að ánni, tók hann eftir all-stórri bylgju, líkri þeim er myndast í vatni um- hverfis botnföst skipsflök, er flæddi umhverfis stólpana, þessa stólpa er hann þekkti svo vel. — Bylgjurnar umhverfis þessa sér- stöku stðlpa voru stærri en hin- ar og á einni þeirra fannst hon- um hann sjá hrúnan blett sem stakk í stúf við Ijósari litinn á viðnum. Þetta kom upp úr vatn- inu alltaf öðru hverju, eins og bakuggi á fiski, en í næstu andrá sást svo ekkert nema strar.msogið. Hleðslan var sennilega rétt undir yfirborði vatnsins. Glöggur varð maður myndi áijeiðanlega geta komið auga á hana á ytri stólpa- röðinni einungis með því að halla sér út fyrir handriðið. Og hvað tæki svo við ef yfir- borð vatnsins héldi áfram að lækka? Eftir eitt andartak yrði hleðslan kannske sýnileg öllum, rennandi vot og glansandi í sting- r di geislum hinnar síömsku sól- ar. Hann hryllti við hinni fjar- stæðukenndu, kynlegu hugmynd. Iivað var klukkan? Hvað yrði langt þangað til? Sólin var rétt nýbyrjuð að lýsa dalinn. Lestin var ekki væntanleg fyrr en kl. 10. Þolinmæði þeirra, erfiði, erfiði, þrautseigja, áhyggjur og þjáning- ar — allt hafði þetta skyndilega orðið brjóstumkennanlegt og næst um hlægilegt við hina ómannúð- legu duttlunga þessarar fjalla- fenju. Nú skyldu forlög hans ákveðin fáum mín. áður en lestin kæmi, ákveðin án nokkur„ tillits til hans sjálfs, ákveðin á hærri stöðum, samvizkusamlega ákveðin kannske, en með ytri vitund, vork unnarverðri vitund sem fyrirleit þá hvöt sem hafði knúið hann áfram til þessa, vitund sem stjórnaði svo málum manna að engin mannleg ósk gat haft nokk- ur áhrif þar á, hvorki bæn né ör- vænting. Sú vitneskja að uppgötvun eða ekki-uþpgötvunin ásprengiefn- inu væri nú óháð öllu því sem í hans valdi stæði, gerði hann örlítið rólegri, þótt kynlegt kunni að þykja. Hann hætti :.ð vona. Hann mátti ekki við því að eyða einu milligi-ammi af orku í eitt- hvaðhvað það sem gerðist á yfir- náttúrlegu plani. Hann varð að gleyma slíku og einbeita hugan- um að þeim atburðum sem enn áttu skylt við hið upphaflega ætl- unarverk hans. Um það og það eitt átti hann að hugsa. Fram- kvæmdirnar voru enn mögulegar. Hann varð einungis að hugsa sér hvernig sennilegast væri að þær yrðu. Hann var enn að grufla yf- ir því hver hans eigin viðbrögð myndu verða. Shears hafði séð hann gera það áður. Ef sprengiefnið fyndist þá myndi lestin verða stöðvuð áður en hún kæmi að brúnni. Þá myndi hann þrýsta handfanginu niður áður en hann fyndist 1) Andi og fjalla-Ijónið steyp- I ast í hita bardagans fra»i afi 2) Indíánafjárhirðirinn stend- [ur sem steini lostinn, þegar dýrin barmi gjárinnar. ’skella niður á klettana í gjánni. sjálfur — Það yrði auðvelt að gera við skemmdirnar. Það yrði bar árangur að nokkru leyti, en hann gat ekki bætt úr því sem orðið var og verða myndi. Öðru máli gegndi með raf- magnsvírinn. Hver sá sem gekk eftir fjörunni í nokkurra feta fjarlægð gat auðveldlega séð hann. Færi svo, þá væri hægt að hefja sjálfstæðar framkvæmdir. Kannske myndi enginn maður verða á brúnni á þeirri stundu og enginn á bakkanum hinum meg in árinnar, sem séð gæti hann. Og brekkann skyggði alveg á mal- arf jöruna fyrir Japönunum heima í bækistöðvunum. Sennilega myndi maðurinn hika áður en, hann gæfi aðvörunarkallið. Og ef svo færi, þá yrði hann, Joyce, að framkvæma og framkvæma fljótt og tafarlaust og til þess að geta það varð h-ann að hafa bæði brúna og fjöruna í augsýn. Hann hélt svo aftur af stað til hins nytsamlega fylgsnis síns, kom til baka með verkfæri sín og allt sitt hafurtask og bjó um sig bak við gisið, grænt lauftjald, en þaðan gat hann séð bæði brúnna og mjóu landræmuna, þar sem vír inn lá yfir óvarinn og á algjöru bersvæði. Skyndilega vaknaði hugmynd í kollinum á honum. Hann klæddi sig úr skyrtunni og buxúnum, en var í mjög skálmastuttum nær- buxum. Þetta líktist mjög „vinnu fötum“ fanganna. 1 mikilli fj-ar- lægð yrði hann mjög áþekkur ein um þeirra. Hann setti rafalínn upp og kraup niður við hlió hans. Svo dró hmn hnífinn úr skeið- um, þetta mikilvæga tæki sem hver starfsmaður á vegum „Plastilc og Tortíming Co. Ldt“ hafði ávallt með sér, og lagði hann frá sér á grasið við hlið sér. Svo beið hann. Tíminn sniglaðist vonleysislega hægt áfram, jafnletiíega og þverr andi straumur Kwai-fljótsins. — Hann var mældur fyrir Joyce í endalausum sekúndum, með dauf- um niði vatnsins sem gjálfraði við sendna baklcabrúnina með ömur legu gnauði. Geislar hitabeltis- sólarinnar flæddu yfir regnvotan dalinn og glitruðu á hinum blauta SHtítvarpiö Fimmtudagur 30. október Fastir liðir eins og ven.íulega: 12.50—14.00 Á frívaktinni — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). — 18.30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Hall dórsdóttir). — 18.50 Framburð- arkennsla í frönsku. — 19.05 Þing fréttir og tónleikar. — 20.30 Spurt og spjallað í útvarpssal: Þátttakendur Auður Þorbergs- dóttir, lögfræðingur, Gísli Hall- dórsson, verkfræðingur, Gunnar Dal, rithöfundur og Sigurður Ólason, hæstaréttarlögmaður. — Sigurður Magnússon fulltrúi stjórnar umræðunum. 21.20 Tón- leikar. — 21.30 Útvarpssagan: Útnesjamenn VI. — (séra Jón Thorarensen). — 22.10 Kvöld- sagan: Föðurást, — eftir Selmu Lagerlöf VII. — (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rith.). — 22.35 Sin- fónískir tónleikar. — 23.10 Dag- skrárlok. Föstudagur 31. október Fastir liðir eins og venjulega: 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími (Guðm. Þorláks- SOn). — 18.55 Framburðarkennsla í spænsku. — 19.05 Þingfréttir og tónleikar. — 20.30 Dagskrá um Einar Benediktsson skáld. Ávörp og erindi flytja: Alexander Jó- hannesson prófessor, Bjarni Benediktsson ritstjóri, Magnús Víglundsson ræðismaður og séra Sigurður Einarsson í Holti. — Upplestur: Sigurður Skúlason magister. — Tónleikar: Lög við ljóð Einars Benediktssonar. Út- gáfufélagið Bragi sér um dag- skrána. — 22.10 Kvöldsagan: Föð- urást, — eftir Selmu Lagerlöf VIII. — (Þórunn Elfa Magnús- dóttir rith.). — 22.30 Létt lög (Haukur Hauksson). — 23.15 Dag skrárlol^.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.