Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVTSBL AÐ1Ð Fimmtudagur 30. okt. 1958 Flokkurinn hefur 20 faldost á 3 árum, og afrekað mikið FYRIR nokkru bauð Knatt- spyrnuráð Hafnarfjarðar blaða- mönnum að kynnast starfsemi hafnfirzkra knattspyrnumanna, sjá hvað þeir hafa gert og kynn- ast framtíðaráformum þeirra. Hinu síðarnefnda hefur þegar verið gerð nokkur skil hér í blað- inu en það var aðallega áætlan- ir Hafnfirðinga um byggingu full kornins vallar í hrauninu skammt frá Engidal. Skal nú, þó dregizt hafi úr hömlu, skýra nokkuð frá annarri félagsstarfsemi knatt- spyrnumannanna suður þar. Þegar blaðamennirnir mættu á veili Hafnfirðinga var þar líf og íjör. Hinir eldri félagar unnu við viðbyggingu að búningsklef- um, en hinir yngri félagar, eða einn flokkur þeirra, var að æf- ingum. Fljótt beindist athyglin að lágvöxnum manni, ekki ó- kunnur þeim er fylgst hafa með knattspyrnu um nokkurra ára bil. Þetta var hinn nýráðni þjálf ari Hafnfirðinga, Skotinn Murdo McDugall. Hafa Hafnfirðingar ráðið hann til 5 ára. Slík ráðn- ing er nýmæli hjá ísl. knatt- spyrnufélögum, sem ekki hafa ráðið þjálfara nema til nokkurra mánaða í senn. En ætlun Hafn- firðinga er að McDugall fylgi ungú drengjunum upp brattann, verði með þeim við knattspyrnu iðkun þeirra unz þeir skipa úr- valslið Hafnarfjarðar sem ver heiður bæjarins út á við. Murdo McDugall er kunnur þjálfari. Hann nýtur trausts í heimalandi sínu sem þjálfari, en vill gjarna vera hér. Hingað hef- ur hann tvívegis komið áður og í bæði skiptin á vegum Vals og þjálfað Valsmenn. Hafa þeir hina beztu reynslu af honum, og er ekki að efa að hann verður Hafn firðingum til góðs. Hann talar íslenzku og á því í engum erfið- leikum að gera drengjunum skilj anlegt hvað hann vill. Var sýni- legt að þeir báru mikið traust til hans. ★ En svo litum við að búnings- klefunum og viðbyggingunni. j Þar var handagangur í öskjunni. Verið var að klæða þak viðbygg ingarinnar og var skammt til þess að húsið yrði fokhelt. En þessi nýja bygging er um 70 fer- metrar og glæsileg viðbót við hina vistlegu búningsklefa, sem hafnfirzki knattspyrnuflokkur- inn hefur áður að miklu leyti byggt í sjálfboðavinnu. í við- byggingunni er ætlunin að verði félagsheimili flokksins. Þar verð ur vistlegur salur fyrir piltana til að dvelja í í frístundum sín- um við ýmsar skemmtanir, töfl, spil o.fl. Þar verður og lítið eld- hús o. fl. ★ 1 byggingunni sem fyrir var voru tvö búningsherbergi, bað, geymsla og herbergi vallarvarð- ar. Er öll þessi bygging hin vist legasta og til mikils sóma fyrir knattspyrnuflokkinn. Það eru ekki mörg félög á aldri við þenn an flokk, sem geta státað af svo miklum byggingum og glæsileg- um á svo stuttum tíma. En hafnfirzki flokkurinn hef- ur einmitt sýnt þetta svo oft — að geta „slegið í gegn“ á stuttum tíma. Þeir hafa tekið verkefnin föstum tökum, og því má mikils af þeim vænta ekki sízt eftir þau orð sem Axel Kristjánsson, form. knattspyrnuráðsins lét falla er sezt var að kaffiborði eftir að framkvæmdir höfðu verið skoð- aðar, en hann sagði: „Þó að á móti blási í bili, þá stöndum við á tímamótum. Við ætlum ekki að gefast upp, heldur þvert á móti að herða róðurinn“. Síðan sagði Albert Guðmunds son, sem verið hefur driffjöðrin í framgangi Hafnfirðinga í knatt spyrnu á síðustu árum, eða síðan hafnfirzk knattspyrna var end- urvakin fyrir um 3 árum. Hann sagði m.a. frá á þessa leið: ★ Fyrir tæpum þremur árum mætti ég hér í Hafnarfirði að haustlagi, en þá hafði ég fallizt á að gerast þjálfari knattspyrnu- flokksins. Það mættu 10 á þess- ari fyrstu æfingu, bæði smá- drengir og fullorðnir. Við feng- um aðstöðu í barnaskólanum til fataskipta, en hlupum svo upp á völl. En böðin í skólanum voru köld og aðstaðan slæm. Við flutt- um því bækistöðina — keyptum okkur inn í Sundhöllinni, hlup- um upp á völl og gátum svo far- ið í þægilegt bað að æfingu lok- inni. En leiðin frá Sundhöllinni að vellinum er löng og þar við bættist að þetta var mikið rign- ingarhaust. Héldu víst sumir bæjarbúar að nú værum við all- ir orðnir vitlausir, að láta svona í rigningu að haustlagi. Samtímis hugðum við á að bæta aðstöðuna, að byggja bún- ingsklefa við völlinn. Byggðum við svo stærra hús en upphaf- lega var ákveðið. Unnu dreng- irnir mikið að þessu sjálfir, en bærinn launaði fagmenn þá er nauðsynlegir voru. ★ Síðan hefur hópurinn stækkað og úr varð dágott lið á skömm- um tíma. Aðstæður flokksins hafa og batnað mjög. Við nutum líka góðra manna og þá sérstak- lega Axels Kristjánssonar. Án hans held ég að við hefðum ekki sigrast á erfiðleikunum. . Flokkurinn vakti æ meiri at- hygli. Við, sem í upphafi vorum álitnir kjánar að hlaupa hálf- klæddir gegnum bæinn í haust- rigningum uxum í áliti bæjarbúa og skilningur fólksins og bæjar- yfirvaldanna vaknaði — skiln- ingur á því að þarna var um að ræða uppeldisatriði. Þegar við leigðum sal fyrir félagsheimili og starfsemin þar bar góðan ár- angur, sáu allir hversu miklu heilnæmara og þroskandi það var að piltarnir væru saman í félagsheimilinu við töfl o.fl., sameiginleg áhugamál, heldur en að vera vil'luráfandi á götum úti og kannski við vafasamar skemmtanir. Og þessi tíu manna hópur, er Skálabygging Hafnfirðinga. Piltarnir vinna á þaki nýja húss- ins, félagsheimilisins. í hinni álmunni eru búningsherbergi og boð. Myndirnar tók I. Magnússon. hóf knattspyrnuiðkun fyrir þrem ur árum hefur nú vaxið svo, að skráðir piltar við æfingar eru 150—160 og starfað er í 6 aldurs- flokkum. ■ ★ Kostnaður við starfsemina er mikill. En vaxandi skilningur bæjarstjórnar léttir starfið og við höfum enga ástæðu til að ætla en að allt gangi okkur í hag. Við ætlum að skapa góð skilyrði fyrir flokkinn, betri en annars staðar þekkjast hér á Murdo McDugalí skýrir leyndardóma knattspyrnunnar fyrir ungum Hafnfirðingum. landi. Við ætlum að eignast knatt spyrnuflokk sem getur orðið Hafnarfirði til sóma. Það er ekk- ert leyndarmál, þó að við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum fyrst og fremst að vinna uppeldisstarf, að þroska piltana og gera þá að góðum mönnum. Þegar Albert hafði skýrt í stuttu máli athyglisverða sögu knattspyrnuflokksins, kvaddi Kristinn Gunnarsson, forseti bæj arstjórnar, sér hljóðs og lýsti á- nægju bæjarstjórnarmanna yfir vexti og viðgangi flokksins og þakkaði starf hans sem hann sagði að mest hefði hvílt á Albert Guðmundssyni og Axel Krist- jánssyni. Hann kvað bæinn ekki horfa í þá styrki er hann hefði flokknum veitt, því að allir hefðu séð áragurinn og eflingu flokksins. Hann kvað bæjar- stjórn staðráðna í að halda á- fram og auka aðstoð við knatt- spyrnuráð Hafnarfarðar. Það var ekki minni áhugi ríkj- andi meðal forystumannanna á þessum rabbfundi við blaða- menn, en meðal piltanna við hús- bygginguna á vellinum. Og þeg- ar slíkur eldlegur áhugi og ríkj- andi getur vart farið á annan veg en að framgangur verði með al flokksins. Og hver efast líka um að svo verði? — A. St. Aðalfundur knatt- spyrnuíélagsins Vals AÐALFUNDUR knattspyrnufé- lagsins Vals var haldinn 27. októ- ber sl. í félagsheimilinu að Hlið- arenda. Fundarstjóri var Sigurð- ur Ólafsson og ritari Jón Þórar- insson. Formaður Vals, Sveinn Zoega, flutti stutta yfirlitsræðu um störfin á liðnu ári. En skýrslur og reikningar stjórnar og starfandi nefnda lágu fyrir í fjölriti. Starfsemi félagsins á sl. ári var mikil. Félagið tók þátt í öllum knattspyrnumótum sumarsins, — Einni tóku flokkar frá íélaginu, bæði kvenna og karla, þátt í hand knattleiksmótum. Nokkur knatt- spyrnumót vann félagið á árinu, í yngri flokkunum, og var í úr- slitum í öðrum bæði yngri og eldri. Aðalþjálfarar félagsins á starfs árinu voru þeir Einar Halldórs- son og Árni Njálsson, en Árni þjálfaði aðallega yngri flokkana og handknattleiksflokkana. Haldið var áfram á árinu, með byggingu hins mikla og vandaða íþróttahúss, og miðaði því svo vel að það mun verða tekið í notkun innan skamms. Formaður íþrótta hússnefndar er Úlfar Þórðarson læknir og hefir hann verið það frá upphafi. Starfsemi meðal yngri flokk- anna var endurskipulögð á árinu, og stofnað unglingaráð og því sett sérstök reglugerð. Formaður ráðsins er Sigurður Marelsson kennari, sem er unglingaleiðtogi félagsins. Þá var fulltrúaráð félagsins einnig endurskipulagt og því sett ný reglugerð. Eiga nú sæti í því rúmlega 30 eldri félagar. Valsblaðið, sem legið hefir niðri undanfarin ár, hóf göngu sína að nýju á árinu, og hafa komið út af því á starfsávinu 4 tölub.löð. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Sveinn Zoéga for- maður, Sigurður Marelsson ungl- ingaleiðtogi, Valgeir Ársælsson, Guðmundur Ingimundarson, Bald ur Steingrímsson, Gunnar Vagns- son og Einar Björnsson. í vara- stjórn voru kjörnir: Friðjón Frið- jónsson, Ægir Ferdínandsson og Elías Hergeirsson. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur og mikill áhugi ríkjandi um að efla starfsemi Vals sem mest og nýta sem bezt þá miklu og margþættu möguleika til aukins félags- og íþróttalegs árangurs er skapast með tilkomu nýja íþróttahússins. Sögulegur knattspyrnu- kappleikur í Keflavík HAUSTMÓTI Suðurnesja í knatt spyrnu lauk á sögulegan hátt í Keflavík á sunnudaginn var. Keppa varð í tveimur umferðurr. þar sem öll félögin voru jöfn að stigum að einni umferð lokinni. í síðari umferð sigraði Reynir Sandgerði UMFK en KFK og UMFK gerðu jafntefli. Úrslita- orrustan fór því fram milli Reyn- is og KFK og nægði Reyni jafn- tefli til að vinna mótið. Knattspyrnuvöllurinn í Kefla- vík var mjög blautur en keþpms- veður var gott. Fyrri hálfleikur var fremur tólegur og lauk með sigri KFK 1:0. Strax í byrjun síðari hálfleiks færðist nokkur harka í leikinn. Þegar um 20 mín. voru liðnar af hálfleiknum var sóknarleikmanni Reynis brugðið á vítateig. Dómarinn flautaði en leikmenn virtust ekki heyra til flautunnar. Andartaki síðar flaut- aði dómarinn aftur en um leið skora Reynis-menn mark. Dóm- arinn benti á miðjuna, en eftir að hafa hugsað málið betur ákvað hann að láta taka víraspyrnuna. Reynis-menn mótmæltu þessum úrskurði en hlýddu þó dómaran- um. Vítaspyrnupunkturinn var í djúpum polli. Gunnlaugur, er framkvæmdi vítaspyrnuna, hljóp að knettinum, stanzaði, en spyrnti síðan lausum knetti beint í fang Heimis markvarðar. Dómarinn gerði enga athugasemd við spyrn- una, en Reynis-monn kröfðust þess að spyrnan yrði endurtekin þar sem markvörður hefði stigið skref í markinu. Dómarinn kvaðst ekki hafa séð það og neitaði að endurtaka spyrnuna. Gekk lið Reynis þá út af vellinum í mót- mælaskyni, en þá voru 26 mín. liðnar af síðari hálfleik. Dómari var Bogi Þorsteinsson. AKUREYRI, 29. okt. — S. 1. nótt snjóaði töluvert í fjöll hér við Eyjafjörð. Mikil rigning var í gær, en töluvert frost í nótt. Tíð- arfar hefur verið milt í haust, og oft og tíðum hlýtt í veðri. —Mag. Sveinamelst- aramótið Mótið var haldið á Melavellin- um 30. ágúst sl. — Úrslit: 80 m hlaup: 1. Kristján Eyjólfs- son ÍR 9,8 sek. 2. Eyjólfur Magn- ússon Á 10,0, Hermann Guð- mundsson H.S.H. 10,0, Lárus Lárusson ÍR 10,0. 200 m hlaup: 1. Kristján Eyj- ólfsson ÍR 25,3 sek. 2. Hermann Guðmunudsson H.S.H. 25,4 sek. 3. Lárus Lárusson ÍR 25,8 sek. 4. Eyjólfur Magnússon Á 25,9 sek. 80 m grindahlaup: 1. Kristján Eyjólfsson ÍR 11,8 sek. 2. Gunnar Magnússon FH 16,0 sek. 800 m hlaup: 1. Hermann Guð- mundsson HSH 2:14,5 sek. 2. Jón S. Jónsson UMSK 2:15,3. 3. Reyn- ir Jóhlannesson ÍR 2:16,5 sek. Hástökk 1. Þorvaldur Jónasson KR 1,65 m. 2. Kristján Eyjólfsson ÍR 1,60 m. 3. Trausti Guðjónsson KR 1,40 m. Langstökk: 1. Kristján Eyjólfs- son ÍR 6,19 m. 2. Þorvaldur Jón- asson KR 6,00. 3. Gylfi Magnús- son HSH 5,40. 4. Jón Þormóðsson ÍR 5,30 m. Stangarstökk: 1. Kristján Eyj- ólfsson ÍR 2,85 m. 2. Trausti Guð- jónsson KR 2,75 m. 3. Erlendur Sigurþórsson UMFÖ 2,75 m. 4.—• 5. Reynir Jóhannesson ÍR 2,45 m. Valur Jóhannesson KR 2,45. m. Kúluvarp: 1. Gylfi Magnússon HSH 16,31 m. 2. Ingvar Viktors- son KR 13,17 m. 3. Eyjólfur Magn ússon Á 12,63 m. 4. Sigurður Stef ánsson UMFB 11,70 m. Kringlukast: 1. Gylfi Magnús- son HSH 44.97 m. 2. Þorvaldur Jónasson KR 43,82 m. 3. Ingvar Viktorsson KR 34,40 m. 4. Árni Magnússon ÍR 33,88 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit ÍR 50,7 sek. 2. A-sveit KR 52.0. 3. Sveit Ármanns 53,4. 4. B-sveit KR 54,4 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.