Morgunblaðið - 31.10.1958, Page 8

Morgunblaðið - 31.10.1958, Page 8
8 MORCVNTiL AÐIÐ Fðstudagur 31. okt. 1958 FRA S. U. S. RITSTJÓRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON Vetrarsfart SU 5 hafiö Stjómmálanámskeið — Haustmót — Sjávarútvegsmálaráðherra — Fulltrúa- ráðsfundur — Stefnir i nýjum búningi STJÓRN Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hefur að undan- förnu undirbúið kappsamlega starfsemi sína á vetri komanda, og er vetrarstarfið þegar hafið. Fréttamaður síðunnar hitti ný- lega Geir Hallgrímsson, formann S.U.S., að máli og spurði hann tíðinda af fyrirætlunum sam- bandsstjórnarinnar á þeim vetri, sem nú fer í hönd. — Hver eru helztu áform ykk- ar í sambandi við vetrarstarfið? — Veigamesti liður starfsins í vetur verða sennilega stjórn- málanámskeiðin. Við munum leggja ríka áherzlu á að halda stjórnmálanámskeið sem víðast um landið til þess að gefa sem flestum ungum Sjálfstæðismönn- um tækifæri til þess að gerast þátttakendur. Síðastliðið vor var haldið stjórnmálanámskeið á Selfossi undir leiðsögn Guð- mundar H. Garðarssonar, við- skiptafræðings og Árna Grétars Finnssonar, stud. jur. Fyrir forgöngu síðustu sambandsstjórn ar var efnt til námskeiðs á Siglu- firði, sem sr. Jónas Gíslason j stjórnaði. Tókust þessi nám- í skeið með miklum ágætum, og i mun nú þráðurinn verða tekinn ' upp að nýju, þar sem frá var j horfið. Nú þegar eru 3 slík nám- skeið ráðin, og athugun fer fram á því, hvar muni heppilegast að halda fleiri. Hinu fyrsta þessara þriggja er þegar lokið. Var það haldið á ísafirði í samvinnu við Fylki, F.U.S. á ísafirði, frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku og heppnaðist ágætlega. — Hverjir stjórnuðu nám- skeiðinu á ísafirði? — Það voru þeir Jóhannes Árnason, stud. jur. og Jón Ragn- arsson, stud. jur., en auk þeirra flutti Matthías Bjarnason, fram- kvæmdastjóri erindi. — Og hvar á að bera niður næst? •— Næsta námskeiðið verður haldið í Vestmannaeyjum í sam- vinnu við F.U.S. þar. Munu þeir Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, og Magnús Óskarsson, lögfræðingur, stjórna því og leiðbeina þátttakendum, en auk leiðbeinenda munu þeir Jóhann Hafstein, alþingismaður, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Eyjólfur Konrað Jónsson, lög- fræðingur og Guðlaugur Gísla- son, bæjarstj. flytja erindi á námskeiðinu. í sambandi við stjórnmálanámskeiðið í Vest- mannaeyjum verður svo efnt til haustmóts þar, og mun Jóhann Hafstein flytja ræðu á mótinu. Þriðja stjórnmálanámskeiðið verður svo haldið á Reyðarfirði í byrjun nóvember í samvinnu við F.U.S. í Norður-Múlasýslu og F.U.S. í Suður-Múlasýslu. Námskeiðinu þar. munu þeir Sig- urður Helgason, lögfræðingur og Jósep Þorgeirsson, stud. jur. stjórna með aðstoð Páls Halldórs sonar, erindreka. Auk þeirra Sig urðar og Jósefs munu Sveinn Jónsson og Axel Thulinius, flytja erindi á námskeiðinu. Og hvað er um aðra þætti starfseminnar að segja? — Eins og undanfarin ár verða nú haldin haustmót, og eins og ég drap á áðan, verður gengist fyrir haustmóti í Vestmannaeyj- um í sambandi við stjórnmála- námskeiðið þar. Einnig hefur verið ákveðið að efna til haust- móts í Stykkishólmi hinn 1. nóv- ember n.k., og verður það mót haldið í samvinnu við héraðs- samband ungra Sjálfstæðis- maTma í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri, mun flytja þar ræðu. Auk þess verða ávörp og skemmtiatriði. — Verða haldin fleiri slík haustmót? — Haustmót verður haldið á Geir Hallgrímsson. Selfossi, en fleiri hafa ekki verið ákveðin enn, en það er með þau eins og stjórnmálanámskeiðin, hvort tveggja er í athugun. Verða þau auglýst, jafnskjótt og einhverjar ákvarðanir hafa verið teknar. — Hvað er fleira markvert framundan? — Eitt hið markverðasta, sem framund.an er hjá sambandinu, er ráðsteina sú um sjávarútvegs- mál, sem boðað hefur verið til í Reykjavík, laugardaginn 22. nóvember og fulltrúaráðsfundur S.U.S. 23. nóvember. Fyrir for- göngu fyrrverandi formanns S.U.S., Ásgeirs Péturssonar var haldin í október í fyrra ráð- stefna, þar sem vandamál land- búnaðarins voru rædd. Og nú hefur verið ákveðið, samkvæmt tillögu Valgarðs Briem á síðasta þingi S.U.S., að efna til sjávar- útvegsmálaráðstefnu. Ráðstefnan mun taka til meðferðar ýmis helztu vandamál íslenzks sjávar- útvegs, og vonumst við sérstak- lega eftir góðri þátttöku frá þeim byggðarlögum, sem eiga afkomu sína undir útgerð og vinnslu sjáv arafurða. Á fulltrúaráðsfundinum verða svo rædd skipulagsmál samtak- anna. Sérhvert félag innan S.U.S. hefur rétt til þess að senda tvo fulltrúa til fundarins, og er þess fastlega vænzt, að sem flest fé- lög sjái sér fært að senda full- trúa, því að náin kynni forystu- manna ungra Sjálfstæðismanna um land allt eru mjög þýðingar- mikil fyrir vöxt og viðgang sam- takanna. — Og hvað er um óskabarnið, Stefni, að segja — Eins og kunnugt er hefur út gáfa ritsins dregizt nokkuð, en nú Frh. á bls. 18. Við jDurfum atvinnulíf, NÝLEGA er lokið þriggja daga stjórnmálanámskeiði á Isafirði, sem haldið var á vegum Fylkis, fél. ungra Sjálfstæðismanna þar og Sambands ungra Sjálfstæðis- manna. Stjórnendur námskeiðs- ins voru þeir Jón E. Ragnarsson, stud. jur. og Jóhannes Árnason, stud. jur. Á fyrsta fundinum flutti Jón E. Ragnarsson erindi um ræðu- mennsku og Jóhannes um fund- arsköp og fundarreglur. Á eftir erindunum vap málfundur og hafði Albert K. Sanders skrif- stofumaður á ísafirði framsögu um „tízkuna“, sem skapaði fjör- ugar umræður. Kvöldið eftir flutti Matthías Bjarnason, bæjarfulltrúi, erindi um atvinnumál og þeir Jóhannes og Jón erindi um stjórnmála- flokkana. Á eftir erindunum var málfundur og síðan kvikmynda- sýning. Kvöld þetta var tveggja ára afmæli byltingarinnar í Ungverjalandi og var kvik- myndin um þá dapurlegu at- burði. STJÓRN FYLKIS. — Aftari röð, talið frá vinstri: Jón Karl Sigurðsson, gjaldkeri; Guðfinnur Magnússon, formaður; Garðar S. Einarsson, varaformaður. Fremri röð frá vinstri: Olga Ásbergsdóttir, varastj., og Helga Þórðardóttir, ritari. Á mynd- ina vantar Grétar Steinsson, meðstjórnanda, Jens Kristmanns- son og Birgi Baldursson, varastj. aukið ogfjölbreyttara bættar samgöngur.... sagði íormaður Fylkis, F.U. S. á Ísaíirði Stjórn „Stefnis" i Hafnarfirði Hin nýkjörna stjórn Stefnis, talið frá vinstri: Ragnar Magnús- son, Ragnar Jónsson, Guðlaug Kristinsdóttir, Árni G. Finsson, formaður, Magnús Þórðarson, Einar Sigurðsson, Sigurður Þórðarson. Þriðji fundurinn var í Skáta- heimilinu, því að þetta kvöld hélt skipshöfnin á Sólborgu, annars hinna glæsilegu togara ísfirðings h.f., árshátíð sína í samkomusalnum að Uppsölum. Á dagskrá fundarins voru um- ræður um framtíð Isafjarðar. — Framsögumaður var Guðfinnur Magnússon, sýsluskrifari, for- maður Fylkis. Umræður voru mjög fjörugar og meðal ræðu- manna bæjarfulltrúarnir Högni Þórðarson og Símon Helgason. í fundarlok var sýnd kvik- mynd um starfsaðferðir komm- únista, byggð á reynslu hinna undirokuðu Austur-Evrópuþjóða. Síðan var námskeiðinu slitið með sameiginlegri kaffidrykkju í kjallaranum að Uppsölum, en uppi yfir dunaði dans þeirra Sól- borgarmanna. Fundir námskeiðsins voru fjöl- sóttir og umræður oft fjörgur. Fundarstjórar á fundunum voru Garðar S. Einarsson, Grét- ar Steinsson og Símon Helgason, bæjarfulltrúi og fundarritarar Olga Ásbergsdóttir, Elinborg Sigurðardóttir og Ásthildur Ólafsdóttir. Ungir Sjálfstæði^menn á ísa- firði hyggjast halda áfram, þar sem frá var horfið og halda uppi málfundastarfsemi í vetur. Framtíð Isafjaro (U Guðfinnur Magnússon kom víða við í ræðu sinni um framtíð ísafjarðar. Hann ræddi m. a. um flóttann úr bænum og sagði: „Æskan krefst annars og meira en efnalegs öryggis og góðr- ar afkomu, hún krefst einnig fjölþætts skemmtana- og menn- ingarlífs og margbreyttari at- vinnuhátta, þannig að allir geti fengið hér starf við sitt hæfi. Við þurfum aukið og fjölbreyttara atvinnulíf og bættar samgöngur, þá mun ungt fólk ekki sækja héðan, heldur hingað.“ Á fundinum var drepið á flest helztu hagsmunamál bæjarbúa, eins og t. d. flugvallarmálið, dýpkun sundanna og byggingu hafnargarðsins, en forystu um mál þessi hefur haft hinn dug- mikli þingmaður kjördæmisins, Kjartan J. Jóhannsson, læknir. Ennfremur var rætt um borun eftir heitu vatni og byggingu félagsheimilis. Mikil óánægja er á . ísafirði með vinstri bræðingsstjórnina á bæjarmálunum, en kratar hafa farið með stjórn á málefnum bæjarins alla tíð, utan áranna 1946—51, en þá tókst Sjálfstæð- ismönnum að bæta úr brýnustu þörfinni í byggingarmálum með byggingu húsanna við Fjarðar- stræti. Síðan hafa byggingar- málin legið við krataakkeri, eins og flest annað, sem heyrir und- ir bæjarstjórn. Komst einn ísfirðingur svo að orði, að það sýndi bezt vaxtar- mátt Isafjarðar, að staðurinn skuli ekki vera þegar í eyði, eft- nr svo langa krataforsjón á bæj- armálunum. ísafjörður og ungir Sjálf- stæöismenn Félag ungra Sjálfstæðismanna á ísafirði, Fylkir, var endurreist 1. desember 1938 og á því tuttugu ára afmæli á næstunni. Félagið heldur uppi margháttaðri starf- semi, spilakvöldum, ferðalögum, fundum og margvíslegri stjórn- málafræðslu. Sjálfstæðismenn hafa nú fjóra bæjarfulltrúa af níu á ísafirð' en höfðu tvo 1942. Þingsætið vann flokkurinn 1953. ísafjörður hefur mikla fram- faramöguleika, sem Sjálfstæðis- menn eru staðráðnir í að nýta, nái þeir meirihluta í bæjarstjórn- inni, en þess er áreiðanlega ekki langt að bíða. Verkin tala, krata- meirihluti hefur breytzt í vinstri glundroða og óstjórnin magnast í hlutfalli við það. Það er því ósk ungra Sjálf- stæðismanna um land allt, að ísafjörður nái að vaxa og blómg- ast í framtíðinni, undir styrkri stjórn þeirra manna, sem þekkja vandamálin og hafa vilja og getu, til þess að leysa þau á far- sælan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.