Morgunblaðið - 31.10.1958, Side 11

Morgunblaðið - 31.10.1958, Side 11
Föstudagur 31. okt. 1958 11 MORGVNBLAÐ1Ð Á reiðhjóli um átta lönd Ódýrt en viðburðarríkt sumarleyfi tveggja skólapilta ÞEGAR sumarleyfin í Verzlun- arskólanum byrjuðu í vor, skelltu tveir fimmtubekkingar aftur skruddum sínum, og lögðu af stað út í heim, með reiðhjólin sín og lítinn farareyri. 18. sept. sl. komu þeir svo heim aftur með Gullfossi, og höfðu lagt að baki 5400 km, og kynnzt ofurlítið fólki og staðháttum í 8 löndum Evrópu. Allur kostnaðurinn af ferðalaginu var rúm 50 sterlings- pund á mann. Piltarnir heita Kelgi Jónsson og Guðmundur Jónmundsson. — Fréttamaður blaðsins leit inn til þeirra einn daginn í síðastliðinni viku, og sátu þeir þá aftur bogn- ir yfir skólabókunum. Þeir tóku því þó vel að segja ofurlítið frá ferðalaginu. Hjólin stigin suður á bóginn Þeir félagar fóru fyrsta áfang- ann með Gullfossi til Leith. Þann ig gátu þeir tekið hjólin sín með, án þess að greiða fyrir þau sér- staklega. Þeir höfðu gengið í fé- lag Farfugla og voru útbúnir með skírteini frá því, sem gerði þeim fært að gista á farfugla- heimilum hvarvetna í Evrópu. Guðmundur hafði með sér svefn- poka að heiman, en Helgi keypti sér einn í Leith, og reiknar það út, að eftir 40 daga hafi pokinn verið búinn að borga sig, miðað við það að hann hefði annars þurft að leigja poka í gististöð- um. Að svo búnu hjóluðu þeir af stað suður eftir Bretlandi, með sinn litla farangur í hliðar- töskum á böglaberunum. í London lentu þeir í fyrsta skipti í erfiðleikum með nætur- gistingu því Farfuglaheimilið var fullskipað. En þá fengu þeir bara að sofa á borðstofugólfi á Hjálpræðishernum. Ekki var það þó sérlega notalegt, því um morg uninn vöknuðu þeir við að rottur hlupu yfir fæturna á þeim. Næsti áfangi var Bruxelles, þar sem þeir skoðuðu heimssýning- una, gengu í 13 klukkutíma sam - fleytt um sýningarsvæðið og komust þó ekki yfir að skoða allt. Þaðan var haldið suður um, til Luxemburg, og þann spöl þutu þeir áfram með 60 km hraða, hangandi aftan í bíl. Var það einasti spottinn á allra leið- inni, sem þeir ekki stigu hjólin. Frá Luxemburg hjóluðu þeir félagar suður yfir vestanvert Frakkland og inn í Sviss, þvert yfir norðanvert Sviss, gegnum dvergríkið Lichtenstein og aust- ur eftir Austurríki, til háskóla- bæjarins Graz, sem er skammt Verður vísinda- mönnimum leyítað fara til Stokkli.? MOSKVU, 29. okt. — NTB-Reut- er. —■ Sovézku vísindamennirnir þrír, sem fengu í gær Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði, lýstu yf- ir því í dag, að þeir vildu gjarna fara til Stokkhólms til að veita verðlaununum viðtöku. Á blaða- mannafundi í Moskvu * í dag sögðu þeir dr. Tsjerenkov og prófessor Tamm, að þeir hefðu glaðzt mjög yfir verðlaunaveit- ingunni. Þriðji Rússinn, sem fékk verðlaunin, I. M. Frank, er í fríi, en kvaðst einnig gjarna vilja fara til Stokkhólms. — Er prófessor Tamm var spurður um álit hans á veitingu bókmennta- verðlaunanna til skáldsins Boris Pasternaks, vildi hann engin svör gefa á þeim forsendum, að á blaðamannafundinum ætti að ræða um eðlisfræðiverðlaunin. frá júgóslavnesku landamærun- um. Þá datt þeim í hug að halda inn í Júgóslavíu, en svo mikil ös var á ræðismannsskrifstofu Júgó slava í Graz, að þeir hefðu orðið að bíða í heilan dag eftir því að komast að, til að sækja um vega- bréfsáritun. Þeir ventu því sínu kvæði í kross og brugðu sér í staðinn til Ítalíu, til Feneyja. Með reiðhjól í borg gondólanna Þar gistu þeir fyrstu nóttina í tjaldbúðum á ströndinni, og var boðið að sofa í „gestatjaldi", þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert tjald meðferðis. Um morguninn fóru þeir með hjólin sín á bát. sem skilaði þeim af sér í miðri Feneyjaborg. En þar hafði þeim orðið á í messunni. Um götur Fen eyja er ekki hægt að aka svo miklu sem barnavagni. Borgin er öll sundurskorin af skurðum með mjóum brúm yfir og upp á brúarendana liggja tröppur. Jafnvel þar sem þurrt land er undir fótum, er ekki gert ráð fyrir farartækjum. Göturnar eru svo mjóar, að sums staðar geta tveir menn varla gengið sam- hliða. Og þegar áætlunarbátur- inn, sem gengur út að bílastæð- inu í útjaðri borgarinnar, þar sem allir skilja eftir farartæki sín, neitaði að taka hjólin, var ekki um annað að gera en að draga þau með sér í 40 stiga hita gegnum mannþröngina og bera þau yfir göngubrýrnar. Vegfar- endur sendu þessum ferðalöng- um heldur illilegt augnaráð. Þessu ferðalagi lauk á miðju Markúsartorginu, þar sem hjólin voru bundin saman og skilin eftir, því nú þurftu eigendur þeirra að taka annan bát út i Farfuglaheimilið í borginni, sem er á eyju. Vafalaust hefur enginn á þessum slóðum ágirnzt reið- hjólin. Hvað hefðu þeir líka átt að gera við þau? í Feneyjum sneru íslenzku ferðalangarnir við. Hitinn var Helgi Jónsson og Guðmundur Jónmundsson. eftir höfðu þeir nokkra viðdvöl í Múnchen, en þar eru margir ís- lenzkir námsmenn. Hjólreiðamenn hættulegir austantjalds-kálgörðum Þeir Helgi og Guðmundur eiga bréfavini í Berlín, og höfðu á- kveðið að heimsækja þá í ferð- inni. En sá hængur var á, að þeir eiga heima í Austur-Berlín, og í Múnchen fréttu þeir, að nýbúið væri að leggja blátt bann við að farið væri á reið- hjólum eftir veginum gegnum austursvæðið. Ástæðan var sú, að austur-þýzku yfirvöldin sögðu að hjólreiðamenn stælu úr kál- görðum, þar sem þeir stönzuðu! Þeir félagar komu hjólun- um í geymslu, keyptu sér vegabréfaáritun og leigðu sér far í einum bílnum í bílalestinni, sem beið eftir að fá leyfi til að fara yfir landamær- in. Það gekk allt vel, þangað til kom að vegabréfaskoðuninni, þá var Guðmundur gerður aftur- reka. Hann hafði geymt vega- bréfið sitt í brjóstvasanum alla leiðina og svitinn, sefn af honum rann í hitunum, hafði skolað burt undirskrift lögreglunnar í Reykjavík. Helgi hélt áfram ferðinni, en Guðmundur sneri við og hugsaði sitt ráð. Eftir nokkra umhugsun skrifaði hann sjálfur ofan í nafnið, beið þang- að til hann hélt að vaktaskipti hefðu' farið fram og gerði þá aðra tilraun. Reýndar lenti hann Grossglocker, 2504 m, hátt skarð í austurrísku ölpunum. — Ferðalangarnir voru 7 klst. að draga hjólin þangað upp. kominn upp í 40 stig í skugga, sjórinn var 26 stiga heitur og hvíti sandurinn á ströndinni svo brennandi að ekki var hægt að standa kyrr á honum. Af þeim sökum sneru þeir sem snarast við og héldu í norður. Nokkrum dög- um seinna var orðið svo svalt, að þeir þurftu að setja upp vettl- inga, en þá voru þeir líka á leið yfir fjallaskarð í Austurríki, sem er í 2500 metra hæð. Þeir urðu að teyma hjólin eða réttara sagt draga þau upp í móti í 8 klukku- stundir, en voru aðeins 1 klst. á leiðinni niður hinum megin. í Cortína í ítölsku ölpunum gistu þeir í fyrsta skipti á bóndabæ, áður höfðu þeir nokkrum sinnum legið í hlöðum. Þeim var tekið af mikilli gestrisni á bænum, og lágu á dýnum á eldhúsgólfinu um nóttina. Á leiðinni norður á sama eftirlitsmanninum, sem nú hleypti honum í gegn. Bíl- stjórinn í vörubílnum, sem hann fékk far með, útskýrði málið: Nú var varðmáðurinn einn og gat þess vegna leyft sér að vera liðlegur, en í fyrra skiptið voru þeir þrir saman, og þá kvað hann engan þeirra þora neitt af ótta við að hinir segðu frá. Pilt- arnir undu sér hið bezta í Ber- lín og skoðuðu sig um á báðum hernámssvæðunum, því hægt er að komast á milli hindrunar- laust. Þeir hjóluðu svo áfram norður á bóginn, til Hamborg- ar og siðan til Kaupmannahafn- ar, þar sem þeir tóku Gullfoss heim. Aldrei vitað um næsta næturstað Þetta er í stórum dráttum ferðasagan. En auðvitað koma á svona ferðalagi fyrir ótal smá- atvik, ýmist óþægileg eða skemmtileg. Einu sinni stöðvaði lögreglan í Sviss þá félaga fyrir ósæmilegan klæðaburð á al mannafæri. Þeir hjóluðu naktir að beltisstað í hitanum. Á Far- fuglaheimilinu í Helmsted var úri annars þeirra stolið, þeir kærðu, heimilinu var lokað og úrið fannst í farangri annars ferðarpanns. í klaustri einu, þar sem þeir gistu, fengu þeir ó- skammtaðan mat fyrir lítinn pening og borðuðu auðvitað eins og þeir frekast gátu, en vöknuðu báðir fárveikir af matareitrun. Að öðru leyti var ferðalagið eins og bezt varð á kosið. Ferða- langarnir lentu varla nokkurn tíma í rigningu, nema í Eng- landi, og hjóluðu að meðaltali 100 km. á dag, sem var meira en þeir höfðu gert sér vonir um. Lengsta dagleiðin var 220 km. Einstöku sinnum villtust þeir af leið, en þeir höfðu góð landa- bréf meðferðis og áttuðu sig fljót lega aftur. Og alls staðar varð á vegi þeirra gott fólk. Farfuglaheimilin reyndust hvarvetna prýðis gististaðir. — Farfuglaheimilið í Hamborg er þeirra stærst, einna líkast stóru hóteli fyrir 900 gesti. í slíkum gististöðum eru „kojur“ með tveimur teppum, og því nægir að hafa með sér hvítan léreftspoka til að sofa í. Bannað er að liggja í teppunum einum. Ódýrust eru farfuglaheimilin í Þýzkalandi, næturgreiðinn kostar sem svar- ar 6 ísl. kr. Sé mikil aðsókn, ganga þeir fyrir sem koma gang- andi eða á reiðhjóli. — Það er alls ekki erfitt að ferðast svona og áreiðanlega langskemmtilegast, sögðu þeir Helgi og Guðmundur. Maður hefur betri tækifæri til að skoða sig um, og kynnist frekar fólk- inu í þeim löndum, sem farið er um. Það gerir ferðalagið aðeins ennþá meira „spennandi" að vita aldrei hvar maður verður næstu nótt. — E. Pá. Rœtt um hitaveitu fyrir Akureyri á fundi Húseig■ endaféíags Akureyrar AKUREYRI, 29. okt. — Húseig- endafélag Akureyrar hélt íund í Landsbankasalnum sl. mánudag, og var aðalefni fundarins hita- veita fyrir Akureyri. Formaður félagsins, Jónas G. Rafnar, setti fundinn og stjórnaði honum. Frummælandi um hitaveitumálið var Ólafur Jónsson, búnaðarráðu- nautur. ★ Ræddi Ólafur um hinn mis- munandi jarðhita eftir landshlut- um. Sunnanlands væru allvíða hverasvæði, þar sem vatnið væri við suðumark, og svo væri einnig í Þingeyjarsýslu og jafnvel í Skagafirði. Hins vegar væri hit- inn ekki eins mikill í Eyjafirði, þótt víða væru þar iaugar. Þó mætti nýta hann til hitunar húsa og sundlauga. Fyrir nær 30 árum hefði um 50 stiga heitt vatn verið leitt ofan úr Glerárgili í sund- laug Akureyrar, en það hefði fyrst verið árið 1937, að dr. Trausti Einarsson var beðinn að gera athuganir um jarðhita í ná- grenni Akureyrar. Um sama leyti var skipuð hitaveitunefnd innan bæjarstjórnar Akureyrar, og að tilhlutun hennar hófust jarðboranir í Glerárgili, að Lauga landi á Þelamörk og við Kristnes. til vill af því að ekki hefir vei'ið reynt á réttum stað. Laugaland á Þelamörk líklegast til að gefa góða raun Frá Reykhúsum og fram að Hrafnagili eru nokkrar volgar uppsprettur, og hafa m. a. náðzt 5—6 sekúndulítrar af heitu vatni í grunni félagsheimilisins við Hrafnagil, 66 stiga heit. í Reyk- húsum er hitinn einna mestur, en vatnsmagn lítið. Á Hrafnagili hafa ekki verið gerðar rannsókn- ir, en allt bendir til þess", að þar sé allmikið vatnsmagn, en hiti minni en í Reykhúsum. Litlar vonir standa til, að árangurs -sé að vænta af borunum í Glerárgili, og er þá Laugaland á Þelamörk líklegasti staðurinn til að gefa sæmilega raun. Væri því æski- legt að fá góðan bor og leita þar betur. Hitaþörf Akureyrarbæjar í heild áætlaði Ólafur 100 sekúndu lítra af 77—80 stiga heitu vatni. Hins vegar kvað hann unnt að láta hitaveitu bera sig fjárhags- lega hér, þótt ekki væri auðið að hita allan bæinn. Kvað hann 11 sekúndulítra af 40 stiga heitu vatni pafngilda 150 lestum af kol- Borað í Glerárg'ili, á Laugalandi ntn' Á9ur.fn lenSra væri farið i þessu mali, yrði fyrst að gera upp við sig, hvað rannsóknirnar myndu kosta og síðan, hvað hita- veita myndi kosta, ef rannsóknir bæru árangur. Það sem fyrst af öllu þyrfti að gera, væri að tryggja sér réttindi til heita vatns ins, ef nægilegt magn fyndist. Að lokinni ræðu Ólafs urðu umræður um málið, og komu ýmsar merkilegar upplýsingar fram í þeim umræðum. og að Kristnesi Borunin í Glerárgili gekk erfið lega. Boraðar voru 2 holur, 26 og 66 m djúpar, Festust pípur í hol- unum og varð engin árangur af borunum þar. Á Laugalandi, þar sem sagnir eru og jafnvel minjar um gamalt hverasvæði, var síðan borað með stærri bor. Þar var boruð 375 m djúp hola, rétt ofan við bakka Hörgár. Fengust úr henni 3% sekúndulítri af 77 stiga heitu vatni, en hiti á holubotni var 85 stig. Vatnsmagn þetta náðist á 106 m dýpi og óx ekki, þótt dýpra væri borað. Líklegt má þó telja, að svipaður árangur hefði náðzt úr öðrum holum þar í kring, ef borunum hefði verið haldið á- fram, en þarna var, hætt í ágúst 1943, og borinn fluttur að Krist- nesi. Þar var borað við Kristnes- laug næstu árin allt ofan í 400 m dýpi en gaf ekki árangur — ef Að lokum var svohljóðandi tillaga samþykkt samh;jóða: „Fundur haldinn í Húseigenda- félagi Akureyrar 27. okt. 1958 skorar á. bæjarstjórn, að hún láti strax á næsta sumri hefja athug- un á jarðhitasvæðum í grennd bæjarins með það fyrir augum, að upplýsingar fáist, hvort hagstætt sé að koma hér upp hitaveitu. Leiti bæjarstjórn í því sambandi eftir stuðningi ríkisins.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.